Tíminn - 26.11.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.11.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. nóvember 1991 Tíminn 7 „Þeir hafa ekki tekið eftir að kommúnisminn er fallinn" Um þessar mundir er væntanlegt fyrsta bindi ritsafns Hilmars Jónssonar, bókavarðar í Keflavík, og er heiti þess „Slagurinn við rauðu mafíuna“. Hér er um að ræða greinar og ritgerðir, sem fjalla um bókmenntir, stjórnmál, skólamál og heilbrigðismál. Pormála ritar dr. Arnór Hannibalsson og einnig fylgir ritgerð eft- ir Kristmann Guðmundsson frá 1970 um Hilmar Jónsson sem höfund. Útgefandi bókarinnar er Bókmenntaklúbbur Keflavíkur. Við tókum Hilmar tali um efni bókarinnar nú í vikunni. „FVrsta bók mín kom út árið 1955 og hét „Nýjar hugvekjur fyrir kristna menn og kommúnista“,“ segir Hilmar. „Hún þótti nú ekki miklum tíðindum sæta þá, og sem dæmi um viðbrögðin við henni má nefna það er ég bað um að mega flytja kafla úr henni í útvarp, en það fékkst ekki. Þó var formaður út- varpsráðs þá Magnús Jónsson, sem var mikill menningarmaður. Hann neitaði og sagði að það væri hlut- leysisbrot, og eini maðurinn, sem vildi lofa mér að flytja kaflann og fannst að það ætti að ríkja málfrelsi í stofnuninni, var Hannes Jónsson. Þetta hefur orðið mér minnisstætL Betra seint en aldrei Höfundur formálans, Amór Hannibalsson kemst hér að því um þessa fyrstu bók mína að í henni sé hvert orð satt, og má því segja að ég sé fyrst nú að fá uppreisn æru — eftír 36 ár. Segja má að betra sé seint en aldrei, en mér finnst þetta annars dæmigert um afstöðuna gagnvart þeim höfúndum, sem segja má að séu þjóðfélagslegir gagnrýnendur, en eru ekki reiðubúnir að gerast taglhnýtingar hinnar rauðu mafíu. Já, framan á kápu þessa ritsafns eru myndir af átta mönnum, mynd af Lenín og sjö íslendingum. Rauði þráður efhis bókarinnar er líka upp- gjör við kommúnismann og það sem hann hefur boðað hér og er- lendis. Finnst mér það nokkuð fúrðulegt að þótt kommúnisminn sé fyrir ári fallinn innan frá í A-Evr- ópu, þá er ekki að sjá að þau tíðindi hafi náð hingað til lands. Þessir menningarvitar, sem ráða svo miklu í öölmiðlum og svo til algjöriega í skólamálum, hafa ekki dregið úr sínum áróðri né beðist afsökunar á einu né neinu, eins og Amór kemst réttilega að orði á einum stað í bók- inni. Eins og hver maður veit, kom upp mjög sterk hreyfing róttækra rithöf- unda fyrir stríð undir forystu Krist- ins E. Andréssonar. Þessir höfundar náðu hægt og hægt undirtökunum í íslensku menningarlífi og toppam- ir voru líklega þeir Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson. Því er að finna í bókinni grein frá um 1960 sem ég skrifaði um Halldór Laxness, rétt eftir að hann fékk Nóbelsverð- launin og hafði skrifað Brekkukots- annál. Ég held að það, sem ég segi þar um hann, sé nokkum veginn það sama og ég mundi skrifa í dag. Eins og Amór segir, þá hefur Lax- ness aldrei beðist fyrirgefningar á þeim lygum sem hann hélt fram á sínum tíma um Sovétskipulagið, þótt opinberlega hafi hann sagt skil- ið við stalínismann. Höfuðsigur minni spámannanna En höfiiðsigur þeirra minni spá- manna, sem sigldu í kjölfar Lax- ness og Þórbergs, er sá að þeir hafa gjörsamlega náð valdi yfir íslensku skólakerfi. Flestallar kennslubæk- ur í bókmennt- um og öðrum greinum em ýmist skrifaðar af þeim eða lit- aðar af þeirra sjónarmiðum. Sem dæmi nefni ég eina aðal- kennslubókina, „Straumar og stefnur" eftir Heimi Pálsson, sem mér finnst einhver sú afleitasta bók sem ég hef lesið um íslenskar bók- menntir, því hún er hvorki fugl né fiskur og er tómur hundavaðshátt- ur. Það er eðlileg afleiðing af slíku að Háskólinn lýsir nú yfir að þekk- ingu í bókmenntum og móðurmáli hafi hrakað svo mikið að það þurfi „stoðkennslu" til þess að stúdentar geti tjáð sig sæmilega. Engin verkefni eiga að gegnumlýsa kommúnismann Ég hef lengi stýrt menningarstofn- un, sem er almenningsbókasafhið í Keflavík, og hef þannig átt auðvelt með að fylgjast með hvað er að ger- ast í skólunum. Ég hef ekki séð nein merki þess að yfirmenn skóla, hvort heldur er í námsgreinum sem sögu, íslensku eða bókmennt- um, hafi tekið eftir því að kommún- isminn f A-Evrópu sé liðinn undir lok. Engin verkefni eru lögð fram sem ætlað er að gegnumlýsa þessa stefnu, sem hefúr verið ráðandi menningarstefna, en varð að svæsnasta einræði sem sögur fara af. Það eru fyrir hendi ótal verkefni um nasismann, en kommúnisminn er nákvæmlega samskonar einræði og samskonar uppbygging. Nei, ég fæ ekki séð að íslenskir kennarar hafi náð þessu og það finnst mér hörmulegt. Rithöfundar, sem bjuggu undir einræðinu, stóðu að andófi gegn því og sættu óskaplegu harðræði fyrir. Hér á hins vegar að heita að sé lýðræði, en það er þá svona slappt og ég held að orsökin sé sú að hægri menn hafa um langt skeið látið kommúnista hafa frítt spil í menningarmálum. í fjölmiðlum þeirra rita um menn- i ngarmál einhverjir últra-marx- istar, sem verða sér til hneisu dag eftir dag. Stundum um listsýningar, sem þeir hafa aldrei komið á, eða um bækur, sem þeir hafa aldrei lesið. Þetta þykir góð latína á íslandi í dag og enginn mótmælir, vegna þess að um leið og einhver gerir það er hann settur á svartan lista. Rætt við Hilmar Jónsson í tilefni af útkomu fyrsta bindis ritsafns hans, sem nefnist „Bardaginn við rauðu mafíuna“ Hilmar Jónsson: „Þótt kommúnisminn sé fallinn innan frá fyrir ári í A- Evrópu, er ekki að sjá að þau tfðindi hafi náð hingað til lands." Tímamynd Áml Bjama Ég fer töluvert niður í þessi mál og einnig margt sem snertir innri byggingu skólanna. Einhvemtíma ritaði ég grein um þessi mál og í kjölfar þess skrifaði mér kennari ákaflega merkilega grein, sem ég svo fékk leyfi til að birta orðrétta og er hún um þessa svokölluðu sál- fræðinga, sem hafa ákaflega mikil áhrif í skólamálum. Þessi grein álít ég að sé mjög fróðleg fyrir þá sem vilja kynna sér heimspekilega upp- byggingu nútíma skólakerfis á Is- landi. Evrópskt menningarlíf í bókinni er talsvert fjallað um heilbrigðismál, en eins og allir vita er ég bindindismaður og mín við- horf í þeim efnum einkennast tals- vert af því. Ég álít það skipta miklu fyrir okkur í nútíma þjóðfélagi að minnka þessa geysilegu neyslu á áfengi og eiturlyfjum. Ég held að þjóðfélagið yrði miklu farsælla ef við hyrfum aftur til lífshátta alda- mótakynslóðirinnar. Þetta kemur vel fram á sfðum bókarinnar og ég segi frá ýmsum samferðamönnum í bindindishreyfingunni, sem ég hef kynnst og hafa máske varið öll- um sínum frístundum í að ala upp unglinga, undirbúa bindindismót o.fl. Til dæmis segi ég frá Ingþóri Sigurbjörnssyni, sem á gamalsaldri hefur lagt sig fram við að senda hálfsveltandi fólki í Póllandi föt og annan vaming. Þetta er hugarfar, sem við í velferðarþjóðfélaginu ættum að gefa gaum að. Ég fjalla líka nokkuð um erlend málefhi í bókinni. Meðan ég skrif- aði fyrstu bók mína var ég úti í Frakklandi og las þá mikið franska höfúnda, Sartre og Camus, og stúderaði þeirra heimspeki tölu- vert. Þannig eru sumar greinamar eins og þverskurður af því sem hef- ur verið að gerast í evrópskum bók- menntum og menningarlífi fram undir okkar tíma.“ Rubaiyat með myndum Út er komin hjá Máli og menningu ljóðabókin Rubaiyat eftir Omar Khayyam í þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar. Bókin er gefin út í tilefni þess að 9. nóvember s.l. voru liðin 90 ár írá fæðingu Magnúsar Ásgeirsson- ar. Omar Khayyam var persneskur og er talinn fæddur árið 1048, en látinn árið 1131. Þessi ijóðabálkur hans hef- ur verið rómaður á Vesturlöndum fyrir ljóðræna fegurð og ekki síður hinni hispurslausu lífsgleði sem kvæðin geisla af, eftir að Edward Fitzgerald kynnti hann í frægri þýð- ingu árið 1859. Ljóðaþýðingar Magnúsar Ásgeirs- sonar urðu afar vinsælar hjá almenn- ingi og hafði hann mikil áhrif á þró- un íslenskrar ljóðlistar. Þýðing hans á Rubaiyat birtist fýrst í heild árið 1935. Páll Valsson ritar aðfararorð í þessa nýju útgáfu sem er 71 bls. Bójdn er prýdd 16 litmyndum af persneskum myndverkum frá 16. og 17. öld. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Leiðsögn á líf s- brautinni Hörpuútgáfan hefur sent frá sér 3. út- gafu lífsspekibókarinnar „Þér veitist innsýn". Einn lesandi gaf henni nafn- ið „Náttborðsbókin" - lykill að lausn vandamála minna. í formála þýðanda segir m.a.: „Trú mín er að þessi gagnmerka bók eigi eftir að verða mörgum til blessunar og leiðsagnar í andlegri leit þeirra, og færa birtu inn í lff margra, sem hugs- anlega hafa ekki getað fundið hald- festu á hálum leiðum þessa heims. Hér er að finna speki sem hver mað- ur á að geta fært sér í nyt í flestum vandmálum lífsins. Segja má að hag- nýti kenninganna sé sÖkt að sérhver geti fundið lykil að sínum vandamál- um." Þér veitist innsýn er 153 bls. Sveinn Ólafsson íslenskaði. I 0 BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIl) ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Landsbyggðar- ÞJÓNUSTA fyrirfólk, stofnanir og fyrirtæki á landsbyggðinnL Pöntum varahluti og vörur. Samningsgerð, tilboð í flutninga. Lögfræðiþjónusta, kaup og sala bifreiða og húsnæðis. Okkur er ekkert óviSkomandi, sem getur létt fólki störfin. LANDSBYGGÐ HF Ármúla 5 • 108 Reykjavík Símar 91-677585 & 91-677586 Box 8285 Fax 91-677568 ■ 128 Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.