Tíminn - 26.11.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.11.1991, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 26. nóvember 1991 Tíminn 13 1 i SM FlokKsstarf Keflvíkingar — Suðurnesjamenn Framsóknarvist verður f Félagsheimilinu, Hafnargötu 62, miðvikudaga kl. 20.30. Allir velkomnir. Keflvíkingar Akveðið hefur verið að hafa bæjarmálafundi kl. 18.00 alla mánudaga til jóla. Allir velkomnir. Framsóknarfélögln. Kópavogsbúar — Nágrannar Spiluð verður framsóknarvist að Digranesvegi 12 næstkomandi sunnudag 1. desember kl. 15.00. Kaffiveitingar. Góð verðlaun. Freyja, félag framsóknarkvenna. Keflvíkingar Skrifstofa framsóknarfélaganna að Hafnargötu 62, slmi 11070, verður opin mánu- daga 17-19, miðvikudaga 17-19 og laugardaga 14-16. Munið bæjarmálafundina. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi, er opin mánud.-fimmtud. kl. 17.00-19.00. Slmi43222. Suðurland Skrífstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðurtandi að Eyrarvegi 15, Selfossi, eropin á fimmtudögum kl. 16-18. Simi 22547. Fax 22852. Borgarnes - Opið hús I vetur verður að venju opið hús á mánudögum frá kl. 20.30 til 21.30 I Framsóknar- húsinu, Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins veröa þar til viðtals ásamt ýmsum fulltrúum I nefndum á vegum bæjarfélagsins. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir til að ræða bæjarmálin. Simi 71633. Framsóknarfélag Borgamess. Borgarnes — Nærsveitir Spilum félagsvist ( Félagsbæ föstudaginn 29. nóv. kl. 20.30. Annaö kvöldiö f þríggja kvölda keppni. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgamess. Viðtalstími LFK Bjamey Bjamadóttir, ritari LFK, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins þann 27. nóvember kl. 10.00-12.00. Framkvæmdastjóm LFK MUNIÐ að skila tiikynningum í flokksstarfið tímaniega - þ.e. fyrir kL 4 daginn fyrir útkomudag. Auglýsing um umsóknarfrest vegna löggildingar fótaaðgerða- fræðinga Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið vekur athygli á að samkvæmt reglugerð um menntun, réttindi og skyldur fótaaðgerðafræðinga nr. 184/1991 þá rennur frestur til að senda inn um- sókn um löggildingu sem fótaaðgerðafræðingur samkvæmt bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar út þann 31. desember n.k. Umsóknum ásamt prófgögnum og/eða öðrum fylgiskjölum skal skila til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 22. nóvember 1991 i SPEGILL! Dóttir Ringos Starr gerir það gott í tískubransanum: Lee Starkey á tísku- búð í Hollywood Lee Starkey, dóttir Ringos Starr, Bítlatrommara með meiru, er orðin fatasölujöf- ur í Hollywood. Stelpan gerir það svo sannarlega gott og selur föt frá sjötta áratugnum eins og heitar Iummur við Melrose Av- enue í Los Angeles. Lee er orðin 21 árs, en seg- ir að fólk haldi að hún sé ennþá 13 ára. Hún segir að pabbi sinn hjálpi sér ekki fjárhagslega. Hún og félagi hennar, Christian Paris, hanna öll fötin sjálf og selja síðan. „Pabbi hefur hvatt mig áfram, hann kom með alla vini sína þegar við opn- uðum. Stundum kemur hann óvænt í búðina og það dregur fólk af götunni inn til að skoða hvað fáist hjá okkur. Hann er líka ferlega ánægður með að ég skuli loksins vera búin að finna eitthvað sem mér finnst skemmtilegt," segir hún. Lee Starkey var fimm ára gömul þegar Maureen móðir hennar og Ringo Starr skildu, árið 1975. Þrátt fyrir að báðir foreldrar hennar séu gift aftur, heldur hún góðu sambandi við þau bæði. Mamma hennar er gíft Isaac Te- gett, sem á Hard Rock Café, og pabbi hennar er giftur leikkon- unni Barbara Bach. Þegar Lee Lee Starkey og faðir hennar, Ringo Starr. opnaði búðina sína í Hollywood, komu þau öll, ásamt bræðrum hennar, Zak sem er 25 ára, og Ja- son sem er 23 ára, til að halda upp á það með henni. „Ég er enginn sérfræðingur í Bítlunum," segir Lee og brosir. „Ef ég vil vita eitthvað um þá, spyr ég bara pabba. En ég er brjál- uð í sjötta áratugs tískuna. Þaðan fæ ég allan innblástur," segir hún. Lee hefur reynt fyrir sér í leik- list, snyrtifræði og spilaði á trommur í hljómsveit, áður en hún hitti félaga sinn Christian Paris og opnaði með honum búð. „Við erum mjög skotin hvort í öðru, en samband okkar er ein- göngu andlegt," segir Lee. Lee er mjög hrífin af tískunni frá sjöunda áratugnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.