Tíminn - 07.12.1991, Síða 3

Tíminn - 07.12.1991, Síða 3
Laugardagur 7. desember 1991 Tíminn 3 Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi segir um yfirdrátt Reykjavíkurborgar: Eykst um milljarð á fimm mánuðum Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi segir í samtali við Tímann, að Qárhagsstaða Reykjavíkurborgar sé áhyggjuefni, en fjármálin voru til umræðu í borgarstjóm í fyrrakvöld. Hún kveðst hafa látið bóka eftirfarandi á borgarstjómarfundinum: „í júnímánuði síðastliðn- um, þegar ársreikningar Borgarsjóðs Reykjavíkur og stofnana hans fyrir árið 1990 vom til umræðu, benti ég á versnandi stöðu Borgar- sjóðs með bókun. Eins og venjulega var eina svarið frá meirihlutanum, að bókunin væri á misskilningi byggð. Borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins töldu að upp- gjörssamkomulag við ríkið hækkaði veltifjárhlutfallið og hefði það því sjaldan verið hagstæðara en þá. Nú hefur komið í ljós að skulda- bréf frá ríkinu var selt á afföllum og fengust fyrir það krónur 772 millj- ónir. Þessir peningar komu inn á hlaupareikning 46 í Landsbankan- um í júlímánuði og var staðan á reikningnum þá 890 milljónir í yfir- drætti. En á aðeins 5 mánuðum vex skuldin á yfirdrættinum um rúman milljarð. Að mínu mati sýna þessi svör sjálf- stæðismanna ótrúlega vanþekkingu á fjárhagsstöðu borgarinnar." Sigrún kveður fjárhagsstöðu borg- arinnar vera alvarlegt mál. „Það var náttúrlega sagt, þegar ég byrjaði á þessu máli, að allt væri byggt á mis- skilningi og staðan myndi batna mikið þegar skuldabréfið kæmi inn. Þrátt fyrir að hægt var að lækka skuldastöðuna um 772 milljónir vex skuldin á 5 mánuðum um milljarð; tölurnar tala sínu máli. Og miðað við að borgin hefur verið með tekju- afgang, þá er alls ekki um tekjuaf- gang að ræða lengur hjá Reykjavík- urborg og það eru talsverð um- skipti," segir Sigrún. -js Fljótsdalslína: Skútustaðahrepps bárust 410 athugasemdir frá ein- staklingum, 17 frá félögum og 5 frá sveitarstjómum, samtals 432, um fyrirhugaða lagningu Fijóts- dalslínu, sem verið hefur umdeiid frá f sumar, Ekki er víst að þar mcð sé allt talið. Aðrar sveitar- stjómir, sem í hlut eiga, hafa Nsst á dagskrá er að viðkom- andi svcitarstjómir, sjö talsins, fara yflr athugasemdiraar bver f senda svo álit sitt til Skipulags- stjóraar ríkisins. Ekki hefurverið ákveðið að samráð vcrði milli hugasemdir. Liklegast verður þó að tefja að Skútustaðahreppur athugasemdiraar allar, enda Inn- an marka hans sem mestur ágreiningur er um leið línunnar. að miU. Skipulagsstjóm semur síðan sitt álit. Ef það er á annan veg en álit sveitarstjórna fer mátið í hendur umhverfisráðherra og það er hans að skera úr um ágreining- Mjólkurdagsnefnd: Slagorða- og mynda- samkeppni Mjólkurdagsnefnd hefur ákveðið að efna til samkeppni um myndskreyt- ingu mjólkurumbúða meðal grunn- skólanema. Samkeppnin er haldin í samráði við menntamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Samskonar samkeppni fór fram ár- ið 1986 og þótti hún takast mjög vel, en þá var keppt um myndskreytingu á umbúðir skólamjólkur. Keppnin núna er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða teiknisamkeppni, sem er bundin við einstaklinga og hins veg- ar slagorðakeppni, þar sem allir nemendur hverrar bekkjardeildar finna í sameiningu snjöll slagorð sem verða prentuð á umbúðir. Tilgangur keppninnar er aö virkja hugmyndaflug og sköpunargleði nemenda við verkefni, sem snertir útlit og skilaboð á umbúðir sem þeir handfjatla á hverjum degi, og jafn- framt að vekja nemendur og for- ráðamenn þeirra til umhugsunar um nauðsyn þess að neyta næring- arríkrar fæðu. Sextíu nemendur fá verðlaun og getur hver þátttakandi valið milli úttektar í sportvöruversl- un fyrir 10 þúsund eða vikudvalar á sveitaheimili þar sem tækifæri gefst til að kynnast búskapnum. Þá fá níu bekkir 25 þúsund króna verðlaun fyrir slagorð og þrír skólar fá mynd- bandsupptökuvél fyrir góðan árang- ur. Skilafrestur á teikningum og slagorðum er til 25. janúar 1992. KÍ á Akureyri: Launahækkun! Á fundi um kjaramál kennara innan KÍ, sem haldinn var á Akureyri, var þess krafist að félagsmenn KÍ fái nú þegar sömu launahækkanir og aðrir opinberir starfsmenn hafa fengið á síðasta samningstímabili. Fundurinn fordæmir hugmyndir samninganefnda ríkisins um skerð- ingu á félagslegum réttindum kenn- ara. Hann styður allshugar kröfur KÍ, settar fram af fulltrúaráði. Finn- ist ekki samningsvilji hjá ríkinu, hvetur fundurinn til þess af fullri al- vöru að gripið verði til verkfalls. -aá. Uppskriftakort fylgja hverri pakkningu Matargerd er list og undirstaðan er úrvals hráefni _ flHL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.