Tíminn - 14.01.1992, Page 1

Tíminn - 14.01.1992, Page 1
Tímiim Þriðjudagur 14. janúar 1992 8. tbl. 76. árg. VERÐ f LAUSASÖLU KR. 110.- Atvinnuleysi jókst gífurlega í desember og hefur ekki verið meira frá því skráning atvinnuleysisdaga hófst árið 1975: Yfir 30 maims misstu vinnuna á dag í des. Atvinnulausum á landinu fjölgaöi um 1.000 í desember eða um rúmlega 30 manns á dag að jafnaði. í lok mánaðaríns voru um 4.300 manns á atvinnuleysisskrá. Þetta jafngildir því að 2,4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði hafí verið atvinnulaus. Þetta er mesta atvinnuleysi í desembermánuði sem mælst hefur frá því skráning atvinnuleysisdaga hófst áríð 1975. Á síðasta árí var at- vinnuieysi á öllu landinu að meðaltali 1,5%. Þetta jafngildir að 1.900 manns hafi gengið atvinnulausir allt áríð. Skráðir atvinnuleysisdagar á land- inu öllu í desember voru rúmlega 65 þúsund og hafði þeim fjölgað um 22 þúsund frá mánuðinum á undan eða um næstum 50%. Þetta er mesti fjöldi atvinnuleysisdaga sem skráðst hefur í desembermán- uði frá þvf skráning atvinnuleysis- daga hófst árið 1975. Þessi fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga jafngild- ir því að 3.000 manns hafi að með- altali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum en það svarar til 2,4% af áætluðum mannafla á vinnu- markaði. Síðasta virka dag desem- bermánaðar voru á atvinnuleysis- skrá 4.300 manns sem gefur til kynna að atvinnuleysi hafi farið vaxandi eftir því sem leið á mánuð- inn. í nóvember voru skráðir atvinnu- leysisdagar um 43.600 sem jafn- gildir því að 2.000 manns hafi ver- ið atvinnulausir. Atvinnuleysi jókst í öllum lands- hlutum nema á Vestfjörðum þar sem atvinnulausum fækkaði úr 53 í 26. Þetta skýrist fyrst og fremst af betra atvinnuástandi á Suðureyri. Þar var aðeins einn atvinnulaus í desember, en 48 í nóvember. At- vinnulausum á Norðurlandi eystra fjölgaði um tæplega helming, úr 345 í 623. Á Suðurlandi fjölgaði at- vinnulausum einnig um helming, úr 205 í 401. Atvinnuleysi jókst einnig mikið á Austurlandi, úr 201 í 307. í desember var atvinnuleysi á höf- uðborgarsvæðinu 1,2%, Vestur- landi 2,5%, Vestfjörðum 0,5%, Norðurlandi vestra 4,2%, Norður- landi eystra 5,2%, Austurlandi 5,2%, Suðurlandi 4,5% og Suður- nesjum 4,9%. Atvinnuleysi er líkt og venjulega meira hjá konum (2,5%) en körl- um (2,3%). Langmest er atvinnu- leysið hjá konum á Suðurnesjum þar sem það er 8%. Atvinnuleysi í desember jókst hins vegar mun meira hjá körlum en konum. At- vinnulausum konum fjölgaði um 312, en atvinnulausum körlum fjölgaði hins vegar um 688. Vinnumálaskrifstofa félagsmála- ráðuneytisins hefur birt tölur um atvinnuleysi á síðasta ári. Á þeim má sjá að atvinnuástand var al- mennt gott fyrstu níu mánuði ný- liðins árs, en versnaði hins vegar á síðasta fjórðungi ársins. í heild voru skráðir á árinu 1991 494 þús- und atvinnuleysisdagar, sem jafn- gildir því að 1900 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá allt árið, en sem hlutfall af mann- afla svarar það til 1,5% atvinnu- Ieysis. Þetta er um 92 þúsund færra heldur en árið 1990, en þá skráðust fleiri atvinnuleysisdagar en nokkru sinni fyrr. Mesta atvinnuleysi í fyrra mældist á Norðurlandi vestra (3%), en minnst á Vestfjörðum (0,3%). -EÓ Sjúkrahúsin úti á landi eiga að skila til- lögum um sparnað fyrir 1. febrúar: Reynt aö komast hjá uppsögnum Sjúkrahúsin á landsbyggðinni, eins og öðrum ríkisstofnunum, hefúr ver- ið gert að spara í rekstri um 7%. Stjómendur sjúkrahúsanna ætla að reyna að komast hjá því að segja upp starfsfólki, en beita almennum að- haldsaðgerðum og takmarka yfir- vinnu. Sjúkrahúsin eiga að skila inn upplýsingum um spamað tíl heil- brigðisráðuneytisins fyrir næstu mánaðamóL Eftir að fjárlög voru samþykkt sendi heilbrigðisráðuneytið bréf til sjúkra- stofnana þar sem tilkynnt er um ákvarðanir Alþingis um 6,7% niður- skurð á rekstri. í bréfinu er tekið skýrt fram að engar líkur séu á að þessi nið- urskurður verði tekinn til baka eða fá- ist bættur eftir árið. Jón Sigurbjömsson, framkvæmda- stjóri Sjúkrahúss Sigiufjarðar, sagði að reynt yrði að gæta ýtrasta spamað- ar á öllum sviðum rekstrar. Hann sagði að minni sjúkrahús stæðu að því leyti verr að vígi en stærri sjúkrastofn- anir að fæst þeirra gætu lokað deild- um. ,d>etta verður vægast sagt mjög þungt Við töldum okkur vera búna að spara eins og við gátum áður en þessi niðurskurður kom til,“ sagði Jón. Jón sagði að stjómendur sjúkrahúss- ins myndu reyna eins og frekast væri unnt að komast hjá því að segja upp starfsfólki. Hann sagði að sjúkrahúsið væri það þröngt mannað að með upp- sögnum væri beinlínis verið að skerða þjónustuna. Samkvæmt fjárlögum á sjúkrahús Siglufjarðar að skera niður útgjöld um 7 milljónir. Jón sagði að það ylli sjúkrahúsinu erfiðleikum hve þessar niðurskurðartillögur koma seint fram og eftir að búið er að gera fjárhags- áætlun fyrir sjúkrahúsið. Hann sagði að nokkum tíma tæki að koma í fram- kvæmd þeim spamaðarhugmyndum og skipulagsbreytingum sem fyrir- hugaðarværu. Sigurður Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sjúkrahúss Akraness, sagði að verið væri að vinna að hugmyndum um spamað í sjúkrahúsinu. Hann sagðist eiga von á að reynt yrði að draga saman í sambandi við gæslu- vaktir, yfirvinnu og hugsanlega yrði einni deild lokað í sumar. Sigurður sagðist ekki eiga von á að fólki yrði sagt upp störfum, en hins vegar myndi spamaðurinn koma beint við suma starfsmenn í minni yfirvinnu og skipulagsbreytingum. FVrirhugað er að halda fundi með starfsfólki sjúkrahússins í þessari viku þar sem spamaðartillögumar verða kynntar. Sjúkrahús Akraness þarf að spara um 20 milljónir króna. -EÓ Mengunarvarnir Reykjavíkurhafnar eflast: Ný færanleg hreinsunarstöð Reykjavíkurhöfn hefur fest kaup á færanlegri hreinsunarstöð, sem á að gera höfnina hæfari til aðgerða þeg- ar mengunaróhöpp verða. Hreins- unarstöðin er búin fullkomnum búnaði til hreinsunar á olíu og er honum komið fyrir í átta fermetra vagni á hjólum. Hreinsunarstöðin er algerlega sjálfstæð eining og get- ur starfað án utanaðkomandi að- stoðar, en þarf þó að komast í vatn eða sjó. Þá hefur Reykjavíkurhöfn tekið upp samstarf við Slökkvilið Reykjavíkur um slökkvi- og meng- unarvamaæfingar á eða f nánd við hafnarsvæðið og hafa þegar verið haldnar tvær æfingar á síðasta ári. 26 sinnum þurftu Mengunarvamir Reykjavfkurhafnar að hafa afskipti af óhöppum á hafnarsvæðinu og vom flest þeirra vegna dælingar vél- stjóra um borð í skipum á milli tanka og vegna leka frá tönkum. -PS CIMCTICn má niD 4C tllMo 1 Atti mU' MILLJÓNUM 1 IIIK lo UKARI Einstæð móðir var ein með fimm króna rfkari. Vinningshafinn, sem tölur réttar í lottóinu um helgina er þrítugur Siglfirðingur, keypti og varð þar með 16 milljónum míðann í Reykjavík, en vinningur- inn á væntanlega eftir að koma sér vel, þar sem vinningshafinn leigir íbúð í Reykjavík. -PS Reykjavík: Eldur í Skoda Eldur kom upp í Skodabifreið þar sem henni var ekið austur Sæbraut aðfaranótt mánudags. Ökumaður- inn varð skyndilega var við eld í aft- ursæti bifreiðarinnar og réð hann ekki við eldinn. Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt á staðinn, en því tókst ekki að bjarga bílnum sem er talinn ónýtur. -PS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.