Tíminn - 17.01.1992, Qupperneq 4

Tíminn - 17.01.1992, Qupperneq 4
4 Tíminn Föstudagur 17. janúar 1992 Tíininii MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar. Birgir Guðmundsson Stefán Asgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Slml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldslmar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vitlausasta og dýrasta leiðin Sameining Borgarspítala og Landakotsspítala á, að sögn heilbrigðisráðherra, að leiða til spamaðar í heil- brigðiskerfmu. Rekstur stóru sjúkrahúsanna kostar gífurlega fjármuni og hér er heilshugar tekið undir að full þörf er á því að nýta þá sem best. Hins vegar kem- ur í ljós að hér er ekki allt sem sýnist. Eins og í fleiru hefði verið hollt fýrir ráðherrann sem yfirmann þess- ara mála að hugleiða málið betur og hlusta á ráð sér- fræðinga. Þau lágu fýrir. Tilraunir til sameiningar stóru sjúkrahúsanna, Borgarspítala og Landspítala, voru gerðar í tíð Guð- mundar Bjamasonar, fýrrverandi heilbrigðisráðherra. Þær hlutu harða andstöðu undir forustu borgaryfir- valda í Reykjavík, sem unnu gegn sameiningunni af tilfinningalegum og jafnvel pólitískum ástæðum. Forsvarsmenn ríkisspítalanna létu síðastliðið sum- ar ráðgjafarfýrirtækið Ernst & Young gera úttekt á rekstri spítalanna. Hér voru á ferðinni sérhæfðir menn á sviði heilbrigðismála með reynslu frá mörgum þjóð- löndum. Niðurstaða þeirra varð sú að þessi litla þjóð yrði að líta á sjúkrahúsin í heild sinni, í tilraunum til sparnað- ar. Sameining Borgarspítala og Landspítala og endur- skoðuð verkaskipting þeirra mundi leiða til spamaðar og betri nýtingar tækja og mannafla. Hins vegar er sú niðurstaða sérstaklega athyglis- verð að sameining Landakotsspítala og Borgarspítala, sem leiddi til þess að hér yrðu tveir svo til jafnstórir spítalar, mundi Ieiða til hækkandi kostnaðar, hámarks sóunar og hættu á minnkandi gæðum, svo vitnað sé beint í þýðingu skýrslunnar. Sameining af þessu tagi mundi leiða til samkeppni með þessum afleiðingum. í Ijósi þessa er það ofurkapp, sem ráðherra leggur á að fara þessa Ieið, furðulegt svo ekki sé meira sagt. Þess- ar niðurstöður hafa þótt legið fýrir í marga mánuði. Einnig segir í skýrslunni að Iitlir spítalar geti sem best starfað við hlið hins stóra sjúkrahúss og lagt áherslu á afmarkaðar greinar. Benda má á að það hefur verið gert á Landakotsspítalanum hvað varðar augn- lækningar, þar sem byggð hefur verið upp góð aðstaða og þjónusta á því sviði. Málin standa nú þannig að sú leið er farin, sem að dómi sérfræðinga er vitlausust og jafnframt dýmst fýr- ir skattgreiðendur þessa lands þegar fram í sækir. Aðferðin er kapítuli út af fýrir sig. Forsvarsmönn- um Landakotsspítala er stillt upp við vegg með því að skera niður fjárveitingar til spítalans. Sameining Rík- isspítalanna og Borgarspítalans er afgreidd þannig að fýrir henni sé ekki pólitískur vilji. Auðvitað eru þetta svör sem skattgreiðendur og notendur heilbrigðis- þjónustunnar geta ekki látið sér Iynda, ekki síst í ljósi þess að nú er flötum niðurskurði beitt á launakostnað í heilsugæslu um land allt, sem óhjákvæmilega mun hafa verri þjónustu í för með sér. Af þessum niður- skurði hafa forráðamenn heilbrigðisstofnana sérstakar áhyggjur og bera saman bækur sínar á fundi síðar í dag um það efni. Alvörumál í plati Allar horfur eru á að fyrr en varir verða tvö þjóðríki sem teljast til Vestur-Evrópu hin einu sem ekki tilheyra Evrópubandalaginu. Þau eru Island og Liechtenstein. Síðar- nefnda ríkið er hundrað sinnum minna að flatarmáli en hið fyrr- nefnda. fbúamir em rúmlega 28 þúsund og tala þýsku. Furstadæmið hefúr það gott í tryggu skjóli Sviss og Austurríkis. Þar er m.a. dýrseld skattaparadís þeirra sem hafa ráð á að gerast ríkisborgarar eða skrá fyr- irtæki sín í landinu. Það virðast allir vita nema formað- ur ráðherranefndar Fríverslunar- bandalags Evrópu að fyrr en varir verður ekki annað eftir af af þeim samtökum nema ísland og Liechtenstein, með samtals um 290 þúsund íbúa. Hálft Norður- Atlantshafíð og þorri ríkja Vestur- Evrópu er á milli landanna sem brátt verða hin einu í EFTA. Fordyrið Evrópska efnahagssvæðið, EES, er úr sögunni og hefur líklega aldrei verið alvara á bak við stofnun þess. Því er ekki að neita að eftirsjá er að þeirri hugmynd sem lá að baki EES, að minnsta kosti fyrir smáþjóðir eins og ísland og Liechtenstein. Ef til vill hafa þeir rétt fyrir sér sem haldið hafa því fram að hugmyndin um Evrópska efnahagssvæðið hafi aldrei verið annað en fordyrið að Evrópubandalaginu og að fúll aðild að því hefði orðið óhjákvæmileg ef EES hefði orðið að vemleika. Að minnsta kosti er að koma í ljós að það þarf ekki einu sinni að ganga frá samningum um stofnun EES til að nær allar EFTA-þjóðimar rjúki til og sæki um upptöku í sjálft Evr- ópubandalagið með öllum þeim kvöðum og réttindum sem því sam- félagi fylgja. Haft er fyrir satt að þau EFTA- ríki sem þegar hafa ekki sótt um inn- göngu í EB, muni gera það fyrir áramót. Það þýðir með meiru að allar Norðurlandaþjóðimar utan ísland munu sameinast samfélagi Evr- ópufamilíunnar. ísland og Tyrkland munu verða einu ríkin austan Atlantshafs sem verða í Nato en ekki Evrópubanda- laginu. Tyrkir sækja að vísu stíft að komast þar inn fyrir dyr, en er út- hýst enn sem komið er. Leiðarljósið Ekki er nema von að umræðan um bandalögin, afstöðu þeirra hvers til annars, um samninga og um hlut- deild íslands að þessu öllu saman hafi verið á reiki undanfarin ár. Það er nefnilega alltaf verið að koma þeim skilaboðum til okkar, að verið sé að semja um þetta eða hitt, að allt sé nú orðið klappað og klárt Aftur og aftur er verið að segja þær fréttir að samningar um Evrópska efnahagssvæðið séu nær fúllmótað- ir og aðeins sé eftir að undirrita. Hvert sigurópið hefur rekið annað í öllum þessum samningagerðum og alltaf hafa hagsmunir Islendinga verið hafðir að leiðarljósi í öllum samningum. Þetta hefur gengið svo langt að við höfúm fengið allt fyrir ekkert, að sögn utanríkisráðherra eftir að hann kom úr einni frægðarförinni þar sem samið var um hið sér- kennilega Evrópska efnahagssvæði sem menn ætla seint að koma sér saman um hvað er í raun og veru eða hvað það verður. Raunsönn fréttaskýring Núna er allt útlit á að það verði ekki neitt nema að fsland og Liech- tenstein haldi því til streitu að mynda bandalag bandalaga, þar sem stærðarmunurinn verður ískyggilega mikill. Þrátt fyrir mikinn fréttaflutning og mikla „fræðslú' um EES og EB og alla þá samninga sem staðið hafa milli bandalaganna er frétt Spaug- stofumanna um að samningar og undirritanir Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra sé bara grín með földu myndavélina, lík- lega raunsannasta fréttin og „fræðslan" sem hérlendar frétta- stofur hafa flutt af gangi þessara mála. Stundum hefúr áður verið látin sú skoðun í Ijósi í þessu homi að frétt- ir Spaugstofúnnar væru ekki síður áreiðanlegar og raunsannar en þær sem aðrar fréttastofur em að bar- dúsa við að koma frá sér. Nú hefur Spaugstofan sýnt og sannað enn einu sinni að henni er betur treystandi en öðmm Ijós- vakamiðlum að sýna landslýð kjarna máls og að öll fyrirferðin í kringum EES sé ekkert annað en allt í plati. Hvert ná? Samningar um EES heyra brátt fortíðarvanda til. Hvað gerir maður þá? Sjálfsagt er engin einföld lausn til á því hvemig hagsmunum íslend- inga verður best borgið f öllu því umróti og gjörbreytingum sem fýr- ir ganga. Fyrmm leppríki sovétsins vilja komast í EB og Rússland sækir um inngöngu í Nato, islömsku ríkin einangrast og Bandaríkjaforseti liggur kylliflatur fyrir fótum jap- anska forsætisráðherrans. Fríverslunarsamningar við Norð- ur- Ameríku, tvíhliða samningar við EB, umsókn um inngöngu í EB í kjölfar annarra Norðurlanda, efna- hagsleg einangmn í skjóli Atlants- hafsbandalagsins eða athuga hvort Jótlandsheiðar standa enn til boða em allt möguleikar sem vert er að íhuga, eða einhverjir allt aðrir. Eitt er víst, það verður eng- inn status quo eða stöðnun í öllum þeim sviftingum sem yfir standa og hvergi sér fyrir endann á, því sagan er endalaus. Að ná áttum Því er nauðsynlegt að gá vel til allra átta og reka ekki viðkvæma utnríkispólitík eins og hún sé eitt- hvert grín fyrir framan falda myndavél, þar sem allt er í plati. Stefna í utanríkismálum verður heldur ekki mörkuð af óskhyggju, sem á sér svo enga stoð þegar á reynir. Það em tímamót Gömul ríki og bandalög hverfa og ný verða til. Norrænu svanirnir flögra ráðvilltir í ýmsar áttir, en það verður ekki lengi. í því andrúmslofti hverfulleikans sem nú ríkir reynir á hvort íslend- ingar kæra sig um eða em færir um að vera þjóð. Að ná áttum er ekkert einkamál eins manns, eins flokks eða ósam- hentra stjómarliða. Á íslandi er háð borgarastyrjöld í anda kalda stríðs- ins þar sem fólkormstur em ekki háðar en stríðsástand ríkir að öðm leyti. Er mál að linni og að menn fari að átta sig á að við emm að lenda í ein- hliða efnahagsbandalagi með 30 þúsund manna þjóð í austanverð- um Ölpum, sem við höfum bókstaf- lega engin viðskipti við og þekkjum ekki nema af afspurn. Misskilningur, stagl og útúrsnún- ingar og yfirlætislegar yfirlýsingar um að allt sé fengið en ekki látið af hendi eiga ekki við varðandi fram- tíðarskipan íslands meðal þjóða. Yf- irvegaðar upplýsingar um raun- vemlega stöðu mála og þjóðarsátt um hvemig á þeim verður tekið er það sem nú þarf á að halda. Þrætubókarlist framagosa verður að bíða betri tíma. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.