Tíminn - 18.01.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.01.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 18. janúar 1992 12. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Baldvin Jónsson: Býðst til aó taka aö sérrekstur Rásartvö 1 Blaðsíður 6 og 7 Nefnd um bætta umgengni um auðlindir sjávar telur fullyrðingar um að sjómenn hendi miklu magni af afla fyrir borð stórlega ýktar: Vestmannaeyingar fá eigin landhelgi Samráðshópur um bætta umgengni um auðlindir sjávar leggur til að allar tog- og dragnótaveiðar verði bannaðar fyrir suðurströnd landsins, innan þriggja mflna. Tiliagan felur í sér að fallist verður á kröfur Vestmannaeyinga um þriggja mflna landhelgi við eyjamar. Samráðshópurinn telur að fullyrðingar um að miklu magni af afla sé hent í sjóinn séu stórlega ýktar, en leggur jafnframt til að gerðar verði mælingar á því hve miklu er hent. Nefndin var skipuð í kjölfar frétta síð- aðgerð. í öðru lagi að netafiskur er astliðið haust um að mikið af afla væri hent í sjóinn. Þessar fréttir birtust á sama tíma og Hafrannsóknastofnun greindi frá rannsóknum á seiðum sem sýndu að þorskklak hefði misfarist sjötta árið í röð. í nefhdinni eiga sæti fulltrúar sjómanna, útvegsmanna, trillukarla og Hafrannsóknastofnunar. Nefndin bendir á fjórar ástæður fyrir því að afla er hent í fyrsta lagi að fisk- ur er undir máli, verðlítill, yrði gerður upptækur þegar í land kæmi, skerði aflaheimildir og er fyrirhafnamikill í dauður og illa farinn eftir brælur. í þriðja lagi að viðkomandi veiðiskip á ekki aflaheimildir fyrir afla sem kemur óvart um borð. í fjórða lagi að fiskteg- undir veiðast sem eru lítt eftirsóttar og með óvisst markaðsverðmæti. Hópurinn telur fullyrðingar um að miklu af afla sé hent séu ýktar, en telur engu að síður að hér sé um vandamál að ræða sem nauðsynlegt sé að taka á. Lagt er til að reynt verði að leggja mat á veiði á smáfiski út frá gögnum veiði- eftirlits og þau borin saman við tölur Frá blaðamannfundi Þorsteins Pálssonar þar sem kynntar voru hug- myndir um bann við tog- og dragnótarveiöum. Tímamynd Ámi Bjama um landaðan afla. Einnig að gerð verði tilraun með að fa áhafnir á 5-10 togur- um og togbátum til að áætla nákvæm- lega allt úrkast sem fer frá borði. Nafn- Samkeppnin í veitingahúsarekstrinum er orðin svo hörð að veitingamaður í Reykjavík hefur auglýst eftir „topless barmaid“ til starfa: PÍTSAN BORIN FRAM Á BERUM BRJÓSTUM? Veitingahúsið Marinos Pítsa auglýsti í smáauglýsingum DV í gær á eftir „topless barmaid", þ.e.a.s. berbrjósta þjónustufólki til að af- greiða pítsur. Roberto Yeoman veitingamaður segir viðbrögðin hafa verið góð og segist ætla að tefla fram berbrjósta þjónustustúlkum um leið og hann hefur ráðið í stöðumar. „Við auglýstum til þess að athuga hvort við fengjum einhverjar stelpur í þetta, síðan ákveðum við framhaldið. Það hafa fimm stelpur sótt um, allar íslenskar. Ég hef ekki alveg ákveðið hvað þær þurfa að hafa til að bera og þá ekki ákveðið hvort þær þurfa endilega að hafa stór brjóst. Ég er ekki endilega að stíla upp á málin 90- 60-90 á kvenfólkinu, en ég tek bara myndarlegar stelpur sem maður vildi hafa í þjónustustarfi hjá sér og ef hún er tilbúin í það starf sem auglýst er, þ.e.a.s. að af- greiða ber að ofan, þá ráðum við hana. Þá er líka farið eftir því hvort hún getur þjónað og hvern- ig hún hagar sér í vinnu. Sam- keppnin í veitingahúsarekstrinum er orðin svo mikil að maður verð- ur að gera eitthvað. Það verður að gera ýmislegt til að fá fólk inn á staðina og þetta er ein leiðin. Það hefur ýmislegt breyst hér á landi undanfarið. Það er til dæmis hægt að fara í laugarnar og sjá þar gull- fallegt íslenskt kvenfólk ber- brjósta og það ber sig vel. Það Það þætti ekki mikið þótt ég stæði topplaus fyrir innan barinn og því ætti kvenfólkið ekki að geta gert það líka,“ sagði Róbert Yeoman, veitingamaður í Marinos Pitsa, í samtali við Tímann. Elsa Þorkelsdóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisráðs, sagði í sam- tali við Tímann að þetta væri bæði ömurlegt og fyndið. „Mig langar ekki til að fara þangað til að fá mér pítsu, það er alveg öruggt. Það getur vel verið að það séu til ein- hverjir íslendingar sem hafa áhuga á því. Auglýsingin brýtur ekki í bága viö lög, en líklega myndum við taka það fyrir ef karl- maður fengi ekki vinnu vegna þess að hánn væri ekki með brjóst, eða í það minnsta ekki nógu stór,“ sagði Elsa Þorkelsdóttir í samtali við Tímann. -PS leynd verði heitið bæði fyrir skip og skipverja. Þá er lagt til að gert verði út sérstakt veiðieftirlitsskip til að skoða þessi mál. Varðandi friðunaraðgerðir leggur hópurinn til að allar tog- og dragnóta- veiðar verði bannaðar fyrir suður- ströndinni, innan þriggja mflna fra fjörumarki á svæði frá Hvítingum að Reykjanesi. Heimilt verði þó að stunda kolaveiðar með ákveðnum skilyrðum. Jafriframt er lagt til að kannað verði að takmarka dragnótaveiðar á grunnslóð víðar með ströndum fram. Lagt er til að gripið verði til svæðisbundinna og tímabundinna lokana til vemdunar hrygingarþorsks, samkvæmt nánari tillögu Hafrannsóknastofriunar. Þá er lagt til að skoðað verði að loka varan- lega veiðisvæðum fyrir Vestur-, Norð- ur- og Austurlandi. Loks fjallaði hóp- urinn um nýjungar í gerð veiðarfæra sem miða að því að draga úr veiðum á smáfiski. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra sagðist gera ráð fyrir að taka ákvörðun fyrir næstu mánaðamót um lokun svæða og mælinga á úrkasti afla. Einhver bið yrði hins vegar á því að veiðieftirlitsskip yrði leigL -EÓ Ríkihsainniíiguiiim er í nánd og er það mikið ánægjuefni að geta nú boðið menntaskólanemum að kaupa Macintosh-tölvubúnað með verulegum afslætti. Auk þeirra eiga aðgang að samningnum: Ríkisfyrirtæki, sveitarfélög landsins og starfsmenn þeirra, kennarar, nemendur á háskólastigi, nemendur VÍ og nemendur innan BÍSN. Lokadagur pantana er 'itH' ili jll/ Innkaupastofnun ríkisins w Borgartúni 7, Rvk. Sími: (91) 26844 Apple-umboðið Skipholti 21, Rvk. Sími: (91) 624800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.