Tíminn - 18.01.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.01.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. janúar 1992 Tíminn 5 Hvaða framtíð sköpum við þeim? Tlmamynd: Arni Bjarna Um GATT-„draumimi“- eða martröðina Guðni Ágústsson alþingismaður skrifar Oft er deilt um gildi drauma og hvort hægt sé að ráða merkingu þeirra og heimfæra upp á atburði næstu daga. Fræg eru orð Sturlu Sighvatssonar nótt- ina fyrir Örlygsstaðabardaga þar sem hann og margir menn hans féllu. „Ekki er mark að draumum," sagði Sturla þegar hann vaknaði og enginn veit hverjir voru draum- ar hans þessa örlagaríku nótt. Hitt vita menn að Gissur Þorvaldsson dreymdi Magnús biskup frænda sinn um nóttina og sagði: „Betra þykir mér dreymt en ódreymt." Sá, er þetta ritar, er ekki mikill drauma- maður og hirðir oftast lítt um merkingu þeirra. Þó kemur það fyrir í eitt og eitt skipti að draumar eru að morgni dags Ijóslifandi og ákveðin vísbending sem verður að taka mark á. Það var í desember sl. að draumur, er greinarhöfund dreymdi, varð svo auðráðinn að morgni að hann hlaut að hafa áhrif á gerðir næstu daga. Draumurinn var eftirfar- andi: Höfundur þóttist kominn austur að Selja- völlum og berja þar að dyrum. Dóra hús- freyja kom til dyra og sagði Egil bónda hafa brugðið sér af bæ og væri sig farið að lengja eftir honum, en hann hefði ætlað suður að sjó. Ók ég þá um alllangan veg suður að sjó yfir sand og hálfgerðar vegleysur, steig út úr bíl mínum og litaðist um í fjöruborðinu og greindi Egil hvergi, sá að sjór var úfinn og talsvert brim. Allt í einu fannst mér ég sjá eitthvað á reki í hafrótinu og þóttist greina þar mikinn trjástofn, bæði langan og sver- an, og sé að Egill bóndi er á sundi og er að reyna að koma trénu frá landi. Man ég að í svefninum undraðist ég háttalag Egils, þar sem mér sýndist tréð vænt og myndi gefa marga girðingarstaura. Ég sá að barátta bóndans var æði hörð, hafið faðmaði og færði hann og rekaviðartréð á kaf með reglulegu millibili. Tvísýnt þótti mér að Eg- ill myndi lifa af þessi átök af, en í þeim svif- um vaknaði ég upp með nokkrum andfæl- um. Tók ég nú að hugleiða drauminn og taldi að hann boðaði tíðindi. Gerði mér grein fyr- ir að úfið haf merkir hættur, trjábolur án greina örbirgð, en lengi vel velti ég fýrir mér hlutverki Egils í draumnum og taldi víst að nafnið Egill væri í þessu tilfelli tákn- rænt og komst að niðurstöðu um að það þýddi hernaður eða hermaður sem veitti andspyrnu. Þó því sé ekki að leyna að Egill er í mikilvægu starfi sem formaður land- búnaðarnefndar Alþingis. Fyrsta verk næsta dags var að ganga á fund Egils á Seljavöllum og spyrja hvort eitthvað nýtt væri að gerast á vettvangi GATT-viðræðna. Sagðist Egill ekkert hafa frétt. Sagði ég honum þá drauminn og að mín ráðning væri sú að nú myndu mál hafa þróast á verri veg fyrir okkur. Síðar um dag- inn kom Egill og sagði eftir ráðherra að nú horfði illa í GATT-samningunum. Þessi draumur er sagður hér til gamans, en eigi að síður segir hann allt um þá ör- birgð, sem hér hefði blasað við ef við hefð- um kokgleypt tillögur Dunkels eða þær yrðu ofan á. Enginn vafi er á því að snarræði bændasamtakanna nú eftir áramótin með fundarhöldum um land allt og ítarleg úttekt Ketils Hannessonar að beiðni Búnaðarfé- lagsins um áhrif tillagna Dunkels á íslenska landbúnaðarframleiðslu höfðu mikil áhrif og gerðu það þó að ríkisstjórnin sendi frá sér loðinn lepp, auðvitað allt of lint plagg, en dröttuðust þó til að koma með fyrirvara. Ólíkt reyndist flokksbróðir Davíðs Óddsson- ar í Bandaríkjunum, Bush forseti, einarðari, en hann sagði: Það verður ekkert samið í GATT nema það verði bændum Bandaríkj- anna hagstætt. Engan íslending hef ég heyrt efast um mikilvægi GATT og þeirra miklu hagsbóta sem þau viðskipti hafa skilað okkur. Hitt er svo önnur saga hvort við eigum að sættast á þá túlkun að GATT sé orðin yf- irþjóðleg stofnun eða þá þjóðarlygi, sem Jón Baldvin hefur haldið fram, að það verði að taka allan pakkann. Hingað til hefur hvert ríki gerst aðili á sínum forsendum. Það er ekk- ert ríki í skrúfstykki, það er enginn nauð- beygður að taka allt eða ekkert. Tillögur Dunkels, sem Jón Baldvin og Jón Sigurðsson vörðu með kjafti og klóm í þing- inu, voru þjóðhættulegar tillögur fyrir ís- lenska þjóð, ekki bara landbúnaðinn og bændurna, heldur einnig mjólkur- og mat- vælaiðnaðinn í heild sinni. Nauðasamning- ur, sem hefði rústað bændastéttina á næstu 6 árum og lagt heilu þorpin í auðn. Það var annars merkilegt að hlusta á ýmsa spámenn Sjálfstæðisflokksins verja tillögur Dunkels, eins og t.d. Árni Johnsen gerði á Hvolsvelli. Sama var að segja um leiðara Morgun- blaðsins um málið, það var eins og Jón Baldvin hefði skrifað hann. Tillögur Dun- kels gerðu ráð fyrir að magntakmarkanir á innflutningi landbúnaðarvara yrðu felldar niður, en í þess stað verði reiknað tollígildi sem færi stighækkandi á næstu 6 árum. í dag eru bændur t.d. að fá 50 kr. fyrir lítra af mjólk, en eftir sex árin ættu þeir að fá 32 kr. fyrir lítrann. Ég spyr: Hverjir hefðu lifað af? Hvað kjötið varðar, eru líkur á að það hefði einnig flætt inn í landið. Það hefði orðið okkur erfitt að sýna fram á og sanna á vísindalegum grunni að bann þyrfti að ríkja, því víða er til heilbrigt búfé. Þó svo ferska og frysta kjötið og e.t.v. egg féllu undir þetta ákvæði, þá er það ljóst að að svo miklu leyti sem innflutningsbanni á mjólk og mjólkur- vörum og unnum kjötvörum hefur verið haldið uppi á þessum forsendum, yrði að gera ráð fyrir að það verði úr sögunni. Smáríki í hættu Á mörgum sviðum stafar okkur íslending- um hætta af yfirgangi stórþjóða á sviði iðn- aðar og framleiðslu. Af hinu stafar kannski enn meiri hætta hversu illa íslendingar halda sjálfir á sínum málstað. Það er glópsháttur að láta krata vera handhafa umboðs á alþjóðavettvangi. Verri hluti Alþýðuflokksins á sér engin landamæri og er haldinn frjálshyggjufári og fullum fjandskap í garð bænda og skeyta þá engu hvort aðrar greinar atvinnulífsins deyja út í leiðinni, svo sem matvælaiðnaðurinn. í þessu máli líkist Jón Baldvin Þorgeiri Há- varssyni, sem forðum sá mann sofa með höf- uð á trjábol og hjó höfuðið af, þar sem mað- urinn lá vel við höggi. Nú fannst Jónunum að bændur lægju vel við höggi, tillögum Dunkels átti að smygla eða ljúga inn á fs- lendinga. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru í fjötrum eða gengnir í björg með frjáls- hyggjuálfunum. Nú eru aðstæður fyrir Kolkrabb- ann og fjölskyld- urnar fjórtán til að draga að sér auðinn. And- spyrnan í þjóðfé- laginu hefur gildi, það sýndu bændafundirnir út af GATT. Andspyrna og málefnaleg barátta stjórnarandstöðunnar hefur komið í veg fyrir ýmis stórslys og fleir- um hefði verið forðað ef almenningur léti meira í sér heyra. Allur andróður gegn ríkisstjórninni hefur þýðingu og vekur upp þjóðholla menn í báð- um þingflokkum stjórnarliðsins. Að opna augu þeirra fyrir fjóreykinu, sem dregur vagninn, er mikilvægt. Jón Baldvin og Jón Sigurðsson eiga ekki heima í þeim Alþýðu- flokki sem hér var. Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson hafa flutt Sjálfstæðisflokkinn yst til hægri, eða kann einhver sjálfstæðismaður skil á þeirri stefnu sem þeir framkvæma á svo mörgum sviðum? Fólkið er að átta sig á því að stefna Sjálfstæðisflokksins, eins og hún er framkvæmd, snýst ekkert um frelsi ein- staklinga til athafna. Hún vinnur í þágu þeirra sem hagnast á bréfunum sínum um þrettán þúsund og fimm hundruð á hverri klukkustund, einsog einn ágætur forvígis- maður Kolkrabbans gerði á árinu 1990, hvort sem hann vakti eða svaf. AIls hagnað- ur upp á 114 milljónir það ár og allt skatt- frjálst. Eða svo segir í hinni ágætu bók Á slóð Kolkrabbans. Það er ekki að undra, þó hik sé komið í svipinn á einum og einum þingmanni Sjálf- stæðisflokksins. Því um Davíð stendur ákveðið samfélag harðlínumanna, þar er hann verkfæri og von öfgamanna í Sjálf- stæðisflokknum. Við hina rótgrónu og trúuðu sjálfstæðis- menn vil ég segja þetta: Það þarf engum að koma á óvart þær árásir, sem gerðar hala verið á Matthías Bjarnason og Inga Bjöm. Eða þótt Egill Jónsson og Eyjólfur Konráð standi oft einir. Báðir eru þeir sjálfstæðis- menn af gamla skólanum. Nú skilja menn hvers vegna Guðmundur H. Garðarsson var felldur í prófkjöri. Það var liður í hreinsun á mönnum sem hefðu veitt andspyrnu gegn margri vitleysunni. Þorsteinn Pálsson hefur enn ekki þrek eftir fallið í vor til að vera for- ingi í hópi manna sem vilja á ný eignast sinn Sjálfstæðisflokk. Hitt er svo alvarlegt umhugsunarefni fyrir sjálfstæðisfólk almennt, hvort það ætlar að sætta sig við að Davíð, sem er um margt vaskur stjómmálamaður, haldi áfram að þjóna frjálshyggjugaurunum á kostnað al- mennings í landinu, þvert á stefhu Sjálf- stæðisflokksins? Ætla þeir að sætta sig við að ekki einasta hafi hann með þjónkun við örfáa efnamenn rústað atvinnulífið, gefið bestu ríkisfyrir- tækin og strádrepið af flokknum f næstu kosningum annan hvern þingmann og að auki fellt Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn? Er ekki tími andróðursins tímabær, áður en Valhöll verður einungis fyrir þá fáu sem nú eru að fá ísland gefins úr hönd Viðeyjar- bræðranna, Davíðs Oddssonar og Jóns Bald- vins Hannibalssonar? Um síldina Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefúr brugðist vonum flestra. Vextirnir voru keyrðir upp á fyrstu dögum, minnugir þeirra sterku sem eiga bréfin, en varðar ekkert um launamanninn eða fyrirtækin. Gamla fólkið og sjúklingarnir hafa fengið sinn skammt. Skólafólkið og skólana hefur ríkisstjórnin ráðist á af offorsi. Atvinnulífið fær kaldar gusur og síðast síldarsaltendur. Ríkisstjórnina varðar ekkert um neitt. Landsbankinn vildi fá móralskan styrk til að lána ágætri viðskiptaþjóð í erfiðleikum, svo íslendingar gætu náð hámarksverði út úr síldinni. Landsbankinn er snupraður af ráð- herrunum og þar gengur bankamálaráð- herrann fremstur. Rússland á eftir að rísa og í gegnum tíðina hafa verið mikil viðskipti við Sovétríkin. Halda menn að þjóð í þreng- ingum gleymi sínum velgjörðarmönnum á erfiðri stundu? Fyrir utan hitt að Rússland er stærri markaður fyrir saltaða síld en öll önnur lönd til samans. Orð Aðalsteins Jónssonar á Eski- firði eru lýsandi í þessu máli: „Þetta er hneyksli. Við höfum átt viðskipti við Rússa í tugi ára og þeir hafa alltaf staðið í skilum. Ég held að við hefðum ekki þurft að hafa áhyggjur af því að 70 milljón manna þjóð myndi ekki geta staðið í skilurn.11 Svo mörg voru þau orð. Kannski ræður Rússagrýlan enn gerðum hjá ákveðnum hópi sjálfstæðis- manna. En ríkisstjórnin lætur sig fáa hluti varða og er ábyrgðarlaus á öllum sviðum, enda rú- in trausti og ætti að segja af sér strax.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.