Tíminn - 18.01.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.01.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 18. ianúar 1992 Afmæliskveðja Sigurjón Sveinsson 70 ár eru langur tími. Á þeim 70 ár- um sem liðið hafa síðast hefur gerst fleira en áður gerðist á sjö sinnum sjötíu árum. Heimurinn allur hefur tekið stórfelldum breytingum og ís- land hefur stokkið út úr moldar- hreysum til tæknivædds nútíma- samfélags. Breytingin er ótrúleg. Ef einhvern tímann hefur átt við að tala um byltingu er það hér; lífs- kjarabyltingin á íslandi sem varð í kringum stríðið hefði þótt ótrúlegri en samanlagðar kraftaverkasögurn- ar ef einhver hefði reynt að spá þess- um ósköpum nokkrum árum fyrr. Til dæmis 1922. Þá fæddist Sigurjón Sveinsson sem er sjötíu ára í dag. Þá bjuggu að Stóra-Galtardal á Fellsströnd hjónin Sveinn Hallgrímsson og Salóme Kristjánsdóttir. Sigurjón var annað bam þeirra sem fæddist í Stóra- Galtardal, en fjórða barn þeirra hjóna. Þau urðu svo alls 10 þessi börn sem oftast eru kölluð Sveins- staðasystkinin; Ingunn býr í Stykk- ishólmi, Friðgeir látinn fyrir fjórum áratugum, Gestur dó árið 1980, svo frá Sveinsstöðum Sigurjón sem nú býr í Hafnarfirði, og svo Jófríður, Ólöf, Kristinn og Baldvin, öll í Reykjavík, Steinar sem er látinn og loks Kristján yngstur sem býr í Garðabæ. Sigurjón Sveinsson er föðurbróður minn og pabbi og hann einu börnin í stórum hópi sem fæddust í Stóra- Galtardal. Þeir áttu ótrúlega nána samleið um ævina meðan báðir lifðu þótt ekki verði sagt að þeir hafi verið nauðalíkir í skaphöfn og manngerð. Sigurjón tók við búskap af móður sinni Salóme á stríðsárunum og bjó að Sveinsstöðum til 1966. Kona Sig- urjóns er Anna Benediktsdóttir frá Stóra-Múla í Saurbæ. Þau eiga sex börn: Svein, Ólöfu, Báru, Hólmfríði, Torfhildi og Önnu Lísu. Fimm þeirra fæddust fyrir vestan en Anna Lísa í Hafnarfirði þar sem þau Anna hafa búið eftir að þau fluttu suður. Þar starfaði Sigurjón til skamms tíma í álverinu, en hefur nú látið af störfum fyrir nokkru og er hann þó enn að. Hann er forðagæslumaður Hafnfirðinga, afar vinsæll og vel lát- inn í því starfi, og sjálfur rekur hann lítið sauðfjárbú og hefur nokkur hross, heyjar fyrir þessu og hefur þannig haldið áfram landbúnaði hér suður á mölinni. Það sigrar enginn maður sína fæðingarsveit, að minnsta kosti ekki sá sem vill helst flytja hana með sér í bæinn. Það gerði Sigurjón. Snyrtimennska og glaðværð ein- kenndi búskapinn á Sveinsstöðum vestra. Þar var gott að koma og gam- an að vera og það var alltaf gaman að fá Sigurjón í heimsókn að Grund meðan við bjuggum þar. Ég benti á það fyrr að leiðir þeirra hefðu oft legið saman, Sigurjóns og föður míns, Gests. Þeir fæddust báðir í Stóra-Galtardal. Þeir hófu báðir búskap vestra um svipað leyti. Þeir kynntust báðir eiginkonum sínum á húsmæðraskólanum á Staðarfelli sama veturinn. Foreldrar mínir hættu búskap vestra í 8 ár en fóru þá aftur vestur og eftir það, 1954, var svo að segja daglegur samgangur milli fjölskyldna þeirra bræðra. Og þeir brugðu svo búi vestra sama árið og fluttu báðir í umdæmi Hafnarfjarðar. Báðir vildu þeir helst flytja sveitina, sem nú heitir öll Fellsströnd, með sér suður og gerðu það sumpart bæði í orði og verki. Best kemur þetta fram í samtölum í þessum sálarflækju- lausa hópi. í þeirri fjölskyldu liggur fyrir meiri sagnaforði um skemmti- leg fyrirbæri mannlífsins á einu litlu og fámennu svæði en ég hef annars staðar kynnst. Má heita nokkuð sama hvað gerist í þjóðmál- um og alþjóðamálum. Það er ævin- lega spurt fyrst: Hvað er títt að vest- an? Sigurjón frændi minn er bylting- armaður í þeim skilningi að hans kynslóð hefur kynnst mestu lífs- kjarabyltingu íslandssögunnar. Hann er samt framsóknarmaður, en þeir voru eins og allir vita einu sinni taldir sérstakir byltingar- menn. Sigurjón Sveinsson ber þó ekki einkenni ákafamanna nema til verka; þar á hann fáa sína líka. Mér er sagt að hann hafi kappið frá Sveini afa mínum sem var orðlagð- ur dugnaðarforkur að hverju sem hann gekk, eins og það er jafnan orðað. Mér ber að vísu að geta þess að ekki er hægt að hæla manni meira en að segja að hann sé dug- legur. Á sama hátt er leti sá löstur sem er verstur í samanlögðum lastagarði á þeim bæjum. Sigurjón er einkar þægileg og vandræðalaus manneskja og skilar ævinlega frá sér hlýju og jákvæðum straumum, eins og þessi systkini reyndar öll. Er leitun á öðrum eins öðlingum og því fólki. Þessi grein er til að þakka fyrir mig og okkur öll; ekki síst fýrir heim- sóknirnar fram að Grund hér fyrr á árum. Þær voru ungum dreng full- boðlegt jafngildi bíóferða og knatt- spyrnuleikja. Sú saga verður ekki sögð hér; hana er heldur ekki hægt að segja í orðum. Hún er tilfinning sem lifir alltaf. Til hamingju með afmælið, kæri frændi. Svavar Gestsson MINNING Hjónaminning: Gunnar Olafsson bóndi, Haga, Selfossi Fæddur 3. ágúst 1910 — Dáinn 19. desember 1990 Ragnheiður Hannesdóttir húsfreyja Dáin 9. janúar 1992 Lát mig starfa, lát mig vaka, lifa, meðan dagur er. Létt sem fuglinn lát mig kvaka, lofsöng, drottinn flytja þér, meðan ævin endist mér. Lát mig iðja, lát mig biðja, lífsins faðir, drottinn hár. Lát mig þreytta, þjáða styðja, þerra tár og græða sár, gleðja og fóma öll mín ár. (Oterdahl, Margrét Jónsd. þýddi) Mig setti hljóða er tengdadóttir þess- ara mætu hjóna hringdi til mín og tilkynnti mér lát Heiðu okkar í Haga. Heiða hét fullu nafni Ragnheiður Hannesdóttir og var fædd 11. maí 1907 að Stóru-Sandvík í Sandvíkur- hreppi, dóttir hjónanna Sigríðar Jó- hannsdóttur og Hannesar Magnús- sonar. Systkinin voru 14 og var hún sjötta í röðinni af þeim 12 sem kom- ust til fúllorðinsára. Á þeim árum fóru ungar stúlkur gjarnan til Fædd 11. maí 1907 — Reykjavíkur í vist á góð heimili og var það talið á við bestu húsmæðraskóla. Hún fór í slíkar vistir og vann einnig á Hótel Skjaldbreið. Kringum 1939 fór hún austur á Selfoss og kynntist þar ungum manni, Gunnari Ólafs- syni. Þau felldu hugi saman og giftu sig árið 1940. Það var kannski vegna nýafstaðinn- ar jólahátíðar að mér flaug í hug jóla- ævintýrið um „Litiu stúlkuna með eldspýturnar". Heiða átti það sameig- inlegt með stúlkunni með eldspýt- urnar að hún gat kveikt ljós og yl í hjörtum þeirra sem komu til þeirra hjóna, hvort sem það var til íengri eða skemmri dvalar. Hver man ekki Heiðu koma brosandi út á tröppum- ar í Haga með útbreiddan faðminn til að bjóða alla velkomna. Að ég tali ekki um „Borðið", alltaf hlaðið af heimabökuðum tertum og kökum. Gunnar var fæddur 3. ágúst 1910 í Keldudal í Vestur-Skaftafellssýslu, sonur hjónanna Guðrúnar Dag- bjartsdóttur og Ólafs Bjarnasonar. Böm þeirra voru 6. Dagbjört dvelur nú á öldrunarheimilinu Seljahlíð f Reykjavík, Bjarngerður dvelur á elli- heimilinu Grund í Reykjavík, Anna býr í Austurkoti í Hraungerðishreppi, Sigurlín dvelur á Hrafnistu í Hafnar- firði, en Bjarni lést fýrir allmörgum ámm. Gunnar var ungur þegar hann fór að vinna fyrir sér og sem þá var siður sendi hann foreldrum sínum launin. Um tvítugsaldur fór Gunnar að vinna við bústörf í Viðey og síðar í Lækjarhvammi hér í Reykjavík. Eftir 1935 fór hann austur að vinna við loðdýrarækt sem starfrækt var í Haga. Eins og áður hefur komið fram giftu Gunnar og Heiða sig um 1940 og bjuggu allan sinn búskap í Haga. Þau eignuðust 4 syni. Þeir em: Hannes, kvæntur Ásu Bjarnadóttur og eiga þau 4 böm og 5 bamabörn. Magnús, kvæntur Guðrúnu Ingvarsdóttur, þau eiga 3 böm. Ólafur, kvæntur Bergrúnu Sigurðardóttur, þau eiga 3 börn. Sigurður Karl, kvæntur Þór- unni Jónsdóttur. Þau eiga 2 börn, en Þómnn átti 3 böm frá íyrra hjóna- bandi sem Heiða og Gunnar tóku við sem eigin bamabömum og auk þess hafa nú bæst við 4 barnaböm í þann hóp. Þau hjón vom með búskap í Haga og jafnframt búskapnum stundaði Gunnar vinnu frá heimilinu. Eftir stríð vann hann t.d. við uppbyggingu Sogsvirkjunar og einnig hjá íslensk- um verktökum á Keflavíkurflugvelli. Kom þá í hlut húsfreyjunnar að gæta bús og bama, og fórst Heiðu það einkar vel úr hendi. Hún hafði yndi af skepnum, naut þess að skreyta heim- ili sitt og hafði næmt auga fyrir fal- legum fötum. Eg, sem þessar línur rita, kynntist þeim hjónum er faðir minn fór að búa með Dagbjörtu, systur Gunnars. Eftir það leið ekki það sumar eða vet- ur að ég keyrði ekki austur til að þau gætu dvalið orlofsnætur í Haga. Eftir að Dagbjört varð ekkja vom þau hjón henni betri en enginn, því hún var oft langdvölum í Haga. Einnig var faðir Gunnars á heimilinu síðustu árin og hjúkraði Heiða honum eins og svo mörgum öðmm. Sumir læra hjúkr- un í háskólum, en öðmm er það meðfætt. Það er ekki ofmælt að Heiða hafi notið sín er hún stjanaði við menn og málleysingja og ekki dró Gunnar þar úr. Gunnar og Heiða bjuggu allan sinn búskap í Haga og urðu aðeins 12 mánuðir og 20 dagar á milli þeirra hjóna. Verður Heiða nú lögð til hinstu hvílu við hlið manns síns í Selfosskirkjugarði í dag 18. janúar kl. 13.30. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Foersom — 5. Egilsson) Að leiðarlokum óska ég þeim heið- urshjónum góðra endurfunda og leyfi mér að þakka þeim alla tryggð og hve þau reyndust Dagbjörtu vel alla tíð. Ég votta drengjunum þeirra, mökum, bamabörnum svo og ætt- ingjum og vinum mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Veri þessi merku hjón kært kvödd, Guði á hendur falin. Hafi þau hjartans þökk (yrir allt og allt. Jónína Bjömsdóttir frá Oddgeirshólum Fleiri greinar eru um þau hjón sem birtast n.k. þriðjudag. ----------------------------------------------------------N í Móðir okkar, tengdamóðir og amma Sigríður Eiríksdóttir Hansen Skógargötu 15, Sauðárkróki lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, fimmtudaginn 16. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Hansen Marfa Guðmundsdóttir Jósefína Friðriksdóttir Hansen Guðmundur B. Jóhannsson Eiríkur Hansen Kristín Björnsdóttir Friðrik Hansen Til sölu niðurtekið stálgrindarhús. Má reisa á ýmsa vegu: 500 ferm, 250 ferm eða tvö hús. Mjög gott verð. Einnig Mitsubishi Pajero diesel Túrbó árg. ‘86. Verð aðeins kr. 680.000,- staðgreitt. Upplýsingar í síma 91-16307, bílas. 985-24822. AUGLYSINGASIMAR TIMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.