Tíminn - 18.01.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.01.1992, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 18. janúar 1992 T Laugardagur 18. janúar 1992 Tlminn 11 INNLENDIR ATBURÐIR ÁRIÐ 1992 1. Óróasamt verður á vinnumarkaðnum. Samningar takast um litlar launahækkanir, nema hvað nokkur árangur næst varðandi lægstu laun. Sumir myndu kalla þetta skynsemissamninga, þar sem þeir koma ekki til með að hleypa verðbólgunni á skrið. 2. Stjórnarþingmenn halda áfram að vega hver annan í góðmennsku. En standa jafn- an upp aftur ósárir að kveldi, eins og gert var til forna ( Val- höll goðafræðinnar. 3. Verðbólga verður á bil- inu 5-7%. 4. Stjórnin situr út þetta ár- ið, þrátt fyrir harða og málefna- lega stjórnarandstöðu. 5. Hinir svokölluðu fram- sóknarmenn innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins gera Dav- íð Oddsson gráhærðan með sífelldum skæruhernaði og óþekkt við formanninn. 6. Vigdís Finnbogadóttir fær mótframboð, en verður endurkjörin með miklum þorra atkvæða. 7. Háttsettum frammá- manni verður sýnt banatilræöi. Af tillitssemi verður ekki farið nánar út í þá sálma. 8. Álverð byrjar að stíga. 9. Öllum að óvörum á eftir að koma fram gífurlegt magn af loðnu, sem á eftir að breyta öllum forsendum varðandi veiðar og forsendu aukinnar sóknar. 10. Verð á rækju þokast upp á við. 11. Söluhorfur á saltsíld til Aust ur-Evrópu vænkast held- ur. 12. Laxveiðar verða ( slöku með allagi. 13. Rjúpnastofninn fer að hressast á þessu ári. 14. Umferðarslysum fækk- ar um 10%. 15. Fleiri farast í flugslys- um á þessu ári en áður. 16. ísland nær einum af Ijórum efstu sætunum í Evr- óvision-keppninni. 17. Ríkisskip verða seld á árinu, en heldur áfram að starfa á vegum einkaaðilja. 18. Rithöfundur nær al- þjóðlegum árangri og vinnur til verðlauna. 19. Hafís kemur upp að norðurströnd landsins. 20. Stórviðri gengur yfir landið í enduðum febrúar. 21. Jarðskjálfti veldur miklu tjóni. 22. Ekkert eldgos verður á þessu ári. 23. Iðnaðarráðherra skrifar undir samning um stóriðju og verður hylltur sem hetja. 24. Samningar takast um starfrækslu á samsetningar- verksmiðju á tölvum. Verk- smiðjan verður staðsett á Suð- urnesjum. 25. Nýtt dagblað hefur göngu sína og fær góðar við- tökur. 26. Atvinnuleysi eykst á ár- inu. 27. (slensk hljómsveit slær í gegn á erlendum markaði. 28. Ákvörðun verður tekin um að panta nýja björgunar- þyriu. 29. Stofnuð verða í Reykjavík ný alþjóðleg samtök hvalveiðiþjóða. 30. ísland verður (4. sæti í B-heimsmeistarakeppninni ( handbolta. 31. íslenskur jeppaleiðang- ur vekur heimsathygli fyrir að verða fyrstir til þess að keyra yfir Grænlandsjökul. 32. F.H. verður íslands- meistari (handbolta. 33. Fram verður íslands- meistari í knattspyrnu. 34. KR verður bikarmeist- ari í knattspyrnu. 35. Kúluvarpari nokkur nær frábærum árangri erlend- is. 36. Kari Bretaprins kemur til veiða hingað til lands í sum- ar. 37. Islenskur keppandi á Ólympíuleikunum á Spáni nær bronsverðlaunum. 38. Mikill árangur verður hjá íslensku sundfólki erlendis. 39. íslensk stúlka nær langt í Miss World keppninni. 40. ísland heldur áfram að flækjast í netum Evrópubanda- lagsins, kennt við EES-samn- inga. 41. Amerískur bílaframleið- andi spyrst fyrir um aðstöðu undir samsetningarverksmiðju hérlendis. 42. Gert verður átak í að bæta samkeppnisaðstöðu ís- lensks skipasmfðaiðnaðar. 43. íslensk kvikmynd vekur athygli í Hollywood. 44. Þorkell Sigurbjörnsson hiýtur norræn tónlistarverð- laun. 45. Þetta ár verður metár í ferðamannaþjónustu. 46. Rás 2 hjá R(kisútvarp- inu verður seld einkaaðilum, ásamt notum af dreifikerfi. 47. Flugslys verður nálægt Búrfellsvirkjun. 48. Ákvörðun verður tekin um að flytja Bláa lónið til á Reykjanesi. a o > Bændafimdir með Jóni Baldvin Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, boðar til funda með bændum um GATT-samninginn og önnur mál, sem hér segir: Þriðjudaginn 21. janúar, kl. 21.00 í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli. Miðvikudaginn 22. janúar, kl. 21.00 í matsal Bændaskólans á Hvanneyri. Fimmtudaginn 23. janúar, kl. 21.00 í Miðgarði, Skagafirði. Föstudaginn 24. janúar, kl. 21.00 í ídölum, Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu. Bændur, komið og kynnið ykkurmálin - milliliðalaust. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ .~" i . . .. . " i ■ . ' i i . W*^~>*~**** *”"i i i iLMawpwMMMwnMawa 1 "í I 1 I ERLENDIR ATBURÐIR ARID 1992 i.i, ..II...i .........•....... —---------..._I_I______I_I_I___ '■ ' . •- 1 1. George Bush verður end- urkjörinn forseti Bandaríkjanna. James Baker verður varaforseti. 2. Efnahagsástand Banda- ríkjanna skánar og þar með styrkist dollarinn. 3. Bandaríkin lenda í minni- háttar hernaðarátökum á árinu. 4. Náttúruhamfarir valda usla á austurströnd Bandaríkjanna. 5. Slæmur jarðskjálfti ríður yfir Kalifomíu. 6. Alvariegt flugslys verður við Kennedyflugvöll í New York. 7. Mikhaíl Gorbatsjov og Ronald Reagan fara í sameigin- lega fyririestraferð um Bandaríkin og Evrópu. 8. Alvariegt kjarnorkumeng- unarslys verður á Kúbu. 9. Staðfest verður á árinu að Iran sé orðið kjarnorkuveldi. 10. Saddam Hussein eykur lýðræðið í (rak og sýnir málstað Kúrda aukinn skilning. Er ekki batnandi manni best aö lifa? 11. Finnar og Svíar sækja formlega um aðild að Evrópu- bandalaginu. 12. Eldgos hefst á Italíu. 13. Stjórnarslit verða í Fær- eyjum. 14. Kari Bretaprins tekur við konungdæmi í Bretlandi. 15. Meðlimur í bresku kon- ungstjölskyldunni verður myrtur aflRA. 16. Slæmt hneyksli kemur upp innan bresku konungsljöl- skyldunnar. 17. Breski Verkamannaflokk- urinn kemst til valda á Bretlands- eyjum. 18. Madonna giftir sig á ár- inu, manni af frægri amerískri fjölskyldu. 19. Sihanúkfursti, leiðtogi Kambódíu, verður myrtur. 20. Hvarfið á sænska stjórn- arerindrekanum Wailenberg verður að fullu upplýst. 21. Rússar fallast á að skila Japönum Sakhalíneyju. 22. Móðir Teresa deyr á ár- inu. 23. Forseti N.-Kóreu fellur frá. 24. Mikið verður um snjóflóð í svissnesku Ölpunum um pásk- ana. 25. Flaki sovésks kjarnorku- kafbáts verður lyft af hafsbotni við Bjarnarey. 26. Sprengjutilræði verður í Júdas spáir aö Saddam Hussein taki sinnaskiptum á árinu og gerist lýöræðissinnaðri. aðalstöðvum Evrópubandalags- ins í Brussel. 27. Tilraun verður gerð til þess að myrða forseta Tyrklands. 28. Finnar gera tilkall til Kirj- álahéraðanna, sem Rússar tóku af þeim héma um árið. 29. Upp kemur hneyksli í Vatíkaninu í Rómaborg. 30. Stjómarslit verða í Dan- mörku. 31. Noriega, fyrrum forseta Panama, tekst að flýja úr fang- elsi. 32. Mitterrand, forseti Frakk- lands, dregur sig ( hlé. 33. Forsetaframbjóðandi verður veginn á Filippseyjum. 34. Heimsfrægur óperu- söngvari verður bráðkvaddur á tónleikum. 35. Fréttir berast af því frá Himalajatjöllum að tekist hafi að handsama snjómanninn ógur- lega. 36. Til stríðsátaka kemur milli tveggja lýðvelda, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. 37. Quebec lýsir yfir sjálf- stæði frá Kanadíska ríkjasam- bandinu. 38. Efnahagsástand Pól- lands batnar verulega á árinu. 39. Stjómarslit verða í (srael vegna ágreinings um málefni Palestínumanna. 40. Hugmynd kemur fram varðandi lausn á vanda Palest- ínumanna. Lausnin gerir ráð fyrir stofnun nýs sambandsríkis (sra- els og Palestínu. Til þessa nýja ríkjasambands kemur veruleg efnahagsaðstoð frá V.-Evrópu. 41. Friður kemstámilli Króatíu og Serbíu. Júgóslavía er búin að vera og lýðveldin munu þróast hvert ( sína áttina. Það styttist í langþráðan frið. iSSTTAGECHff,?/ MEÐ ANANASKU®Ít SÖ&HíSS KOTASÆLA fitulítil og freistandi Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA - fitulítil og freistandi § < BÁSAMOTTUR lUlésOiðfig HÖFÐABAKKA 9 ■ 112 REYKJAVÍK SÍMl 91-670000 STAR/^v. ff 4- \ S % OOO w .../ Allsherjar- atkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa alls- herjaratkvæðagreiðslu við kjör stjórn- ar og trúnaðarmannaráðs Félags starfsfólks í veitingahúsum fyrir starfsárið 1992. Listum ber að skila til skrifstofu FSV fyrir kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 27. janúar 1992. Stjórnin LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viðgeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa. Viðhald og viögeröir á iönaöarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi34, Kænuvogsmegin—Sími84110 DRYKKJARKER fyrir kýr, hesta og sauðfé HÖFÐABAKKA 9-112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.