Tíminn - 18.01.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.01.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 18. janúar 1992 Fagnaðaróp og kossar á Þingvöllum Norski rithöfundurinn og málhreinsunarmað- urinn Kristoffer Janson segir frá kynnum sínum af íslendingum, en hann kom að árna þeim heilla á þjóðhátíðinni 1874 Höfundur frásagnarinnar, sem hér fer á eftir, var þekkt norskt skáld og rithöfundur, Kristoffer Janson, fæddur í Bergen 1842 og dáinn 1917. Hann tók mikinn þátt í baráttunni fyrir endur- reisn norska bændamálsins og fór sem fulltrúi norskra mál- hreinsunarmanna til íslands sumarið 1874 til þess að bera fram kveðjur þeirra til íslendinga á þjóðhátíðinni. Hann ritaði um þessa ferð smábækling er hann nefndi „Fra Island“ og kom út í Kristianíu sama ár. í brotinu hér með er m.a. að fínna myndir frá Þjóðhátíðinni 1874 og úr daglegu Iífí íslendinga, einkum presta og bændastéttar. Þingvellir á þjóðhátlðinni: „Niðri á völlunum var tjald viö tjald eins og hópur hvítra svana. “ Á íslandi eru ferðalög ekki eins auðveld og heima, þar sem ekki þarf annað en stíga upp í hestvagninn og svo af stað frá einum áningarstað til annars. Nei, hér verður að ferðast á hestbaki. Og hamingjan hjálpi þeim þá, sem ekki er vanur að hanga í hnakknum frá blautu barnsbeini eða hefur fengið sér góða, mjúka sessu. Á öðrum degi er hann sem lurkum laminn um allan skrokkinn og heim kemur hann kannske eins og farlama stafkarl, sem ekkert get- ur nema lagst fyrir. Þannig fór að minnsta kosti fyrir mér og einum fé- laga minna. Og svo dugar ekki að vera of vandur að næturstað. Ef til vill verður að leggjast fyrir nótt eftir nótt úti á rökum og köldum mel með hnakkinn undir höfðinu og tjalddúk ofan á sér, því að tjald er sjálfsagt að hafa með sér. Prestssetr- in eða kirkjurnar geta ekki ævinlega opnað mönnum sinn gestrisnis- faðm. Já, þessar nætur í kirkjunum eru einkennilegar. Heima munu margir hneykslast á því að sjá slett- óttan og rykugan hóp manna ryðjast með fyrirgangi inn í kirkju, draga þar af sér vosklæði, drasla síðan inn heyi, skrínum og þvottaskálum, taka upp farangur sinn, nesti og brennivín, snyrta sig, éta og drekka þar inni umhverfis altarið og leggj- ast loks út af á gólfið hver eftir ann- an og hrjóta. En á íslandi hneykslar slíkt engan, því að þar neyðast menn til þessa. Prestssetrin eru svo lítil að þar er ekkert húsrými fyrir hóp manna og þá verður að flýja inn í kirkjuna, því að ekki er þéttbýlt á ís- landi. En ég held að þetta hafi ekki góð áhrif, að líta á kirkjuna eins og gistihús eða hús sem nota megi til hins og annars. Það eyðileggur virð- inguna fyrir helgidómi guðs. Og sú virðing er ekki of mikil á íslandi. í kirkju einni hafði þannig nýlega ver- ið haldin Ijörug skemmtisamkoma með söng og ræðuhöldum (þá kirkju var ekki búið að vígja), og í annarri sem ég sá, héngu kjólar og pils, stígvél og ferðaföt, og upp á bit- ana var troðið ull og bókbands- áhöldum. Þetta var eins og að koma inn í skemmu. Ekkí fer sem best orð af prestaskólanum Nú eru íslensku kirkjurnar aðeins litlar og óvandaðar og turnlausar. Klukkurnar hanga inni í kirkjunni eða uppi undir sáluhliðinu. Oft eru kirkjurnar aðeins úr torfi, þiljaðar innan, en þrátt fyrir það eru þær þó guðs hús og þær ætti að heiðra og virða. Ég veit ekki hvort þetta stend- ur í sambandi við þann skort á trú- arlífi sem ég varð var við á íslandi. Ég dæmi aðallega eftir viðkynningu við prestana, og eftir þeim má oft ör- ugglega dæma um ástandið í söfn- uðunum. Prédikanir þær sem ég heyrði í Reykjavík voru eins bók- stafsbundnar, stirðar, kaldar og dauðar og svo margar heima hjá okkur. Og hversu gestrisnir, alúð- legir og lærðir sem prestarnir í sveitunum annars voru, þá var ekki laust við að ég heyrði presta taka „andskotann" upp í sig eins hressi- lega og nokkurn bónda. Og á hátíð- inni við Þingvallavatnið var ekki heldur laust við að ég yrði þess var að prestur gæti líka drukkið sig full- an. Jæja, slíkt gæti líka komið fyrir einn og einn heima í góðum félags- skap. En ég komst á þá skoðun að bæði almenningur og þeir sjálfir litu á prestsstarfið frekar sem atvinnu en heilaga köllun sem mikil ábyrgð fylgir. Annars get ég ekki sagt frá öðru en því sem ég sá með eigin augum og heyrði með eigin eyrum og sá hluti landsins, sem ég ferðað- ist um, var aðeins lítill. Vel má vera að þetta sé allt öðru vísi annars stað- ar á landinu. Aðalástæðan til þess að ég álít að of almennt sé litið á prests- þjónustuna eins og hverja aðra at- vinnu er sú að ekki fer sem best orð af prestaskólanum í Reykjavík. Margir hinna ungu prestsefna lifa óstýrilátu lífi með drykkjuskap og ólátum og það veit ekki á gott. „Vertu blessaður og sæll“ En hef ég þá alls ekkert gott að segja um prestana? Jú, þó það væri nú. Þeir eru flestum vingjarnlegri, gestrisnari, djarfmæltari og ríkari að ættjarðarást. Prestar heiman úr Noregi ættu að búa við þau kjör sem þeim eru boðin, þá skyldum við sjá til! Aumasti húsmaðurinn heima í Gausdal býr við betri húsakynni en nokkur íslenskur prestur. Prests- setrin eru eins og aðrir bæir á ís- landi, moldarveggir og torfþak. Menn skríða inn löng, koldimm göng, þar sem menn verða að þreifa sig áfram, og koma svo inn í dálitla holu. Þar inni kemst fyrir tvíbreitt rúm, kista, einn eða tveir stólar og lítið borð. Þarna er þiljað innan, en svo lágt undir loft að ég get ekki staðið uppréttur undir bitanum. Hér býr svo presturinn, maður sem ef til vill hefur dvalið æskuár sín niðri í Kaupmannahöfn, í hinu fjöl- breytta, iðandi lífi þar, hefur kynnst ýmiss konar fegurð og þægindum, sem menning vor hefur á boðstól- um, maður sem ef til vili hefði getað orðið frægur þar í heimi vísindanna. Nú situr hann hér, kotbóndi uppi í afdal heima á feðraeyju sinni, gleymdur öllum heiminum. Sann- arlega þarf sterka föðurlandsást til að velja þetta hlutskipti. Og þetta, sem ég hef hér lýst, sá ég á fyrsta prestssetrinu sem ég kom í á íslandi. Þar stóðu latnesk, grísk, ítölsk, þýsk og ffönsk ritverk við hliðina á ís- lenskum og mygluðu í hillunum í þessum röku kytrum. Þetta prests- setur var líka eitt af þeim aumustu. Seinna kom ég í önnur þar sem voru fleiri þiljuð herbergi og þar sem ég gat staðið uppréttur. En þeir lifa fá- tæklega. Nokkrir þeirra, sem buðu okkur vínstaup, áttu þegar til kom ekki nema eitt eða tvö glös á fæti. ís- lenski presturinn er eins og hver annar bóndi, aðaltekjur hans eru lfka af búskapnum. Auk þess hefur hann oft laxveiðirétt í ánni, og svo á hver bóndi í sókninni að fóðra fyrir hann eitt lamb. Af peningum fær hann lítið, tekjurnar eru aðallega greiddar í matvörum og öðrum varningi. Það eru þó ekki eingöngu prestarnir sem verða að lifa eins og bændur, heldur á það við um flesta embættismenn á íslandi að minni hyggju. Á íslandi er enginn stétta- munur, þar eru allir jafnir, ein sam- stæð þjóð, og það kemur líka í ljós í þeim einkennilega kveðjusið að þeir kyssast allir, jafnt háir sem lágir. Ég hef séð prestinn koma vaggandi út, faðma vesælasta kotkarlinn ástúð- lega að sér, leggja munn sinn að hans munni og smellkyssa hann með hinni fögru kveðju sem þeir nota ávallt: „Vertu blessaður og sæll.“ íslendingar kyssa ætíð hús- bónda og húsfreyju þegar þeir eru komnir inn fyrir þröskuldinn, en út- lendingar sleppa; þeir eru ekki að þröngva siðum sínum á aðra. Skyldi þessi siður vera gamall? Heima hjá okkur skammast bændurnir sín fyr- ir ekkert meira en að láta aðra sjá að þeir kyssist... Á þjóðfundi á Þing- velli Yfir alla staði á íslandi gnæfa auð- vitað Þingvellir. Þar var lífæð ís- lands, þar hittust íslendingar og börðust bæði með sverðum og orö- um. Ég sá Þingvelli tvisvar, fyrra skiptið í þoku og regni, þá var þar eyðilegt og þungbúið; seinna skiptið í sólskini, og það er ein hlýlegasta sjón sem ég sá á íslandi. Sólin var einmitt að brjótast út úr skýjunum þegar ég kom ríðandi yfir heiðina. Jökultindarnir í fjarska voru sól- roðnir. Vatnið mikla lá spegilslétt. Niðri á völlunum var tjald við tjald eins og hópur hvítra svana. Svo lá leiðin niöur í Almannagjá. Ein- kennileg er þessi sprunga í hraunið, hálffar mílu löng. Þverhníptir vegg- irnir báðum megin, bergið svart og ógnandi en gjárbotninn grasi vafinn eins og hlýlegt, grænt belti, og öx- ará, sem fellur í fossi niður í gjána, rennur nú hægt og rólega eftir henni, uns hún fmnur smugu, þá fleygist hún í gáska niður á vellina. Þeir eru hraunflæmi sem hallar jafnt niður að vatninu. Öxaráin stefnir nú á vatnið, skiptist í tvennt, en rennur saman aftur og myndar þannig hólmann fræga, þar sem tal- ast var við með sverðseggjum þegar orðin dugðu ekki lengur. Þeir, sem síðast háðu hólmgöngu hér, voru Gunnlaugur ormstunga og Skáld- Hrafn. Vinstra megin Þingvalla, beint á móti Almannagjá, liggur Lögberg hið forna og á hæð lengra frá hin hlýlega Þingvallakirkja. Lög- bergið er langur og mjór hraunrimi, breiðastur um miðju með djúpar gjár á báðar hliðar. Gjárnar eru full- ar af vatni og það er svo tært að vel sést í botn á margra faðma dýpi. Þar niðri eru steinar hingað og þangað og smáfiskar skjótast milli stein- anna. Vatnið er einkennilega blá- grátt á litinn. Undankoma er ekki auðveld af Lögbergi, því að ekki er hægt að stökkva yfir gjárnar, aðeins hægt að komast til suðurs og norð- urs. Ég hafði Njálssögu með mér og lá á Lögbergi og las um Gunnar á Hlíðarenda er hann hitti Hallgerði og um eftirmál Höskuldar Hvíta- nessgoða. Mér fannst ég sjá Skarp- héðin ganga þar með föruneyti sínu er hann var í liðsbóninni, háan, föl- an, skarpleitan, glottandi, með Rimmugýgi um öxl. Enn var þarna búð við búð eins og í fornöld og yfir tjalddyrunum var saumað: Borgfirð- ingar, Rangæingar o.s.frv. Það var eins og allt fengi tvöfalt líf. En á Þingvöllum var nú ekki lengur ófriður og deilur. Þar var allt kvikt af mönnum og hestum, þar voru fagn- aðaróp og kossar, þar var boðin hressing og drukkið og sungið. Á kvöldin voru fluttar ræður í tjöldun- um, svo að kvað við. Fyrstu nóttina kom mér varla dúr á auga. Ég lá á berri jörðinni með hnakk undir höfðinu og mér var kalt. Klukkan fjögur reis ég á fætur og gekk út í slæmu skapi. Skammt frá mér lá einn af dönsku sendimönnunum ósköp rólegur á bakinu með spennt- ar greipar á brjóstinu og steinsvaf. Þá kom drukkinn íslendingur inn í tjaldið, skreið strax á fjórum fótum til mannsins og rak honum remb- ingskoss. Hann bara gretti sig illi- lega í svefninum og hristi sig. Eg hló og var aftur kominn í gott skap. Hví- líkur dýrðarmorgunn! Sólin var rétt komin upp. Allt lá enn og svaf, frið- sælt og hljótt. Ég reikaði milli allra hinna sögufrægu staða, Almanna- gjár, fossins, Lögbergs. Þegar. ég kom aftur úr þeirri göngu var að færast líf í vellina. Fólk var að tínast út úr tjöldunum. Konurnar sátu niðri við ána í grænum og bláum kápum og greiddu sína síðu lokka. íslensku stúlkumar eru frekar feimnar. Ekki þótti viðeigandi að ung stúlka gengi með ungum pilti nema faðir hennar eða bróðir eða kunningi væri í fylgd með þeim. Og í sveitinni komu þær aðeins inn til að bera fram matinn, svo skutust þær fram aftur. Á prestssetri einu þar sem við sungum eitt kvöld úti á túni, stóðu konurnar álengdar og hlýddu á, þær gátu ekki komið til okkar. Þegar þjóðfundinum var lokið hóf- ust hátíðarhöldin að kvöldi annars dagsins. Ræðustóllinn stóð uppi á brekkubrún og var skreyttur blóm- sveigum og fánum. Niður frá hon- um var gangur með fánaröð báðum megin. Það kvöld bám Norðmenn fram bréf sín og kveðjur og var þeim tekið með miklum fögnði. Ég hafði þrjár kveðjur á minni könnu: frá Norska félaginu, frá Vestmannafé- laginu og frá flestum héruðum í Suður-Þrændalögum. Ég varð því fyrst að útskýra með ræðu hvað Norska félagið og Vestmannafélagið eiginlega væru og hvað þau vildu og síðan las ég upp bréfin... Lífið á íslenskum bóndabæ Vegna þess að þetta verður senni- lega lesið af mörgum bændum, held ég að ekki sé úr vegi að segja ofurlít- ið frá lífinu á íslenskum bóndabæ. Ég hef þegar lýst því hvemig um- horfs er á prestssetrunum og ekki mundi vera glæsilegra á bóndabæj- unum, því að prestssetrin ættu að vera reisulegust. Þegar komið er ríð- andi er ekki ævinlega auðvelt að greina íslenskan bóndabæ, því hann er líkastur grænum hóli. Þegar nær kemur sést fyrst grænn torfgarður umhverfis túnið og á túninu liggja húsin í röð. Oft em þau mörg og sambyggð, þannig að sami veggur er tveggja húsa. Veggimir em úr torfi eða grjóti og torfi og feiknaþykkir. Inn í veggina em oft grafnar holur fyrir bæjarhundana. Framstafnar húsanna em úr timbri, en ætíð mjó- ir. Þakið er torfþak. Þegar þú gengur inn skaltu gá að kollinum, að þú ekki rotir þig í dyrunum, því þær em lág- ar á íslandi. Ég er búinn að reka skallann svo hatramlega í dyratré, veggi og þök á íslandi að það er hreinasta kraftaverk að ég skyldi komast lifandi heim. Þegar þú ert kominn hálfboginn inn úr dyrunum verðurðu að byrja á því að þreifa þig inn eftir löngum, dimmum göngum með torfveggi á báðar hendur. Annað slagið glittir í holur í veggina, en þú heldur fram hjá þeim og stefnir beint áfram. Innst í göngunum er oftast stuttur stigi. Þú ferð upp hann og ert nú staddur í baðstofunni. Hún er dvalarstaður alls heimilisfólksins. Baðstofan er löng og mjó og full af rúmum. Rúmin em fest við veggina meðfram báðum hliöum og er mjór gangur á milli þeirra. Á öðmm stafn- inum er lítill gluggi og undir honum stendur lítið borð sem hægt er að leggja frá sér matinn á. Þegar matast er, situr hver á sínu rúmi með mat- arílátið á hnjánum. Öll er baðstofan þiljuð. Á efnaheimilum er líka „stofa" handa gestum. Er hún lítið ferhymt herbergi með rúmi, borði, nokkmm kistum og uglum til að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.