Tíminn - 18.01.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.01.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 18. janúar 1992 Tíminn 13 Shirley Gibbs Russell var foringi í sjóhernum er hún hvarf. Því létu her og lögregla einskis ófreistað til að komast að því hvað um hana hefði orðið. kom verjendum illa. Frændi Ro- berts, sem var námuverkamaður, var kallaður í vitnastúku. Maðurinn var skjálfandi á beinunum er hann skýrði frá því að Robert hefði beðið sig um að útvega dínamít til þess að sprengja Shirley í tætlur. Hann kvaðst hafa sagt honum að slíkt væri helber vitleysa, því hún væri her- maður og herinn myndi ekki láta kyrrt liggja. Alríkislögreglumaður bar því næst vitni og sagði að alríkislögreglan vissi alveg hvernig Robert hefði staðið að morðinu. Hann sagði að Robert hefði skotið hana í geymslu heima hjá þeim með 25 kalibera skammbyssu í höfuðið. Við það hefði blóð spýst upp um alla veggi og við rannsókn hefði sést að reynt hefði verið að þvo það burt. Að því loknu hefði hann hlutað líkið í parta, sett það í svarta ruslapoka og borið það út úr húsinu fyrir framan nefið á nágrönnunum. Síðan hefði hann ekið með lík konu sinnar til Pennsylvaníufylkis og hent því þar í yfirgefna námu, en af þeim er nóg þar. Eigandi veðsetningarbúðar bar að hann hefði selt Robert slíka byssu tveimur dögum áður en kona hans hvarf. Hvert vitnið af öðru kom fram sem bar að Shirley hefði verið staðráðin í að binda enda á hjónabandið. Lög- fræðingur, sem hún hafði leitað til, sagði að hún hefði verið reiðubúin að láta manni sínum eftir allar eigur þeirra og einnig að borga honum framfærslueyri til að losna við hann. En Robert vildi meira. KROSSGATA A5 lokum í lokaræðu sinni lagði verjandinn áherslu á að allar vísbendingar sýndu það óyggjandi að Robert hefði verið að undirbúa morð. Hann tryði því ekki eitt augnablik að áætlunin á disklingnum hefði verið drög að glæpasögu. Hann ræddi sjúklega afbrýðfsemi hans og vitnaði í umsagnir um einkenni- legan áhuga hans á líftryggingu Shirley. Verjandinn tók síðan til máls og byrjaði á því að viðurkenna að skjólstæðingur hans hefði að mörgu leyti hagað sér heimsku- lega. En samt væru engar sannan- ir, sem bentu til þess að hann hefði ráðið konu sína af dögum. „Við erum enn á byrjunarreit," sagði hann. „Ekkert Iík. Ekkert morðvopn. Engin vitni. Og það er greinilegt að innihald disklingsins er drög að sakamálasögu." Robert var hinn hressasti á meðan beðið var eftir úrskurði kviðdóms. Hann spaugaði við blaðamenn á staðnum og spurði hversu mikið þeir væru reiðubúnir að greiða honum fyrir einkarétt á sögu hans. Sjónvarpsmanni nokkrum sagði hann að hann væri reiðubúinn til að koma fram í sjónvarpsþætti fyr- ir 20 þúsund dollara greiðslu. En þessi galgopaskapur tók snögglega enda. Kviðdómur gekk í salinn. Robert sat afslappaður í stólnum og brosti til verjanda síns. Það var sem sprengju hefði verið varpað á hann, þegar formaður kviðdóms lýsti því að hann væri talinn sekur. Þegar lögreglumenn handjárnuðu hann og leiddu hann á brott, leit hann til viðstaddra, náfölur, og sagði: „Ég trúi þessu ekki." Fyrir utan dómshúsið sagði verj- andinn við blaðamenn: „Hann er mjög skarpur náungi, en hann gerði þrenn mistök. Hann drap konuna sína. Hann reyndi að þvo burt blóðið. Og síðast en ekki síst framdi hann glæpinn á yfirráða- svæði hersins. Það leiddi til þess að rannsóknin var venju fremur áköf og nákvæm, bæði af hálfu hers og lögreglu." Þetta er í fyrsta skipti sem maður er dæmdur fýrir morð í Bandaríkj- unum, án þess að lík fórnarlambs- ins hafi fundist. Hinn 34 ára gamli Robert bíður nú dóms. Hann mun að öllum lík- indum hljóta ævilangt fangelsi, án möguleika á náðun. Öll börn yngri en 16 ára í sömu fjölskyldu eru talin saman og er hámarksgreiðsla fyrir læknis- og heilsugæsluþjónustu þeirra samtals 12.000 kr. á ári. Munið að fá alltaf kvittun fyrir greiðslum Á kvittuninni skal vera nafn útgefanda, tegund þjónustu, dagsetning og upphæð, ásamt nafni og kennitölu sjúklings. Fríkort Þegar hámarksupphæð á ári er náð, skal framvísa kvittunum hjá Tryggingastofnun , ríkisins eða umboðum hennar utan Reykjavíkur. Þá fæst fríkort, sem undanþiggur handhafa frekari greiðslum vegna læknisþjónustu til áramóta. Þó þarf að greiða fyrir læknisvitjanir, en gjaldið lækkar við framvísun fríkorts. Gjald fyrir læknisvitjun er þá 400 kr. á dagvinnutíma og 900 kr. utan dagvinnutíma. Gegn framvísun fríkorts greiða elli- og örorkulífeyrisþegar 150 kr. á dagvinnutíma og 300 kr. utan dagvinnutíma. Börn undir 16 ára aldri í sömu fjölskyldu fá sameiginlegt fríkort, með nöfnum þeirra allra. í Reykjavík fást fríkortin í afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins, Tryggvagötu 28. Annars staðar eru þau afhent á skrifstofum sýslumanna og bæjarfógeta. Geymið auglýsinguna Skilafrestur launaskýrslna o.fl. gagna Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignar- skatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1992 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1991, verið ákveðinn sem hér segir: I.Tilog með 21. janúar 1992 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Til og með 20. febrúar 1992 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Til og með síðasta skiladegi skatt- framtala 1992: 1. Greiðslumiðaryfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausa- fé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölul. C-liðar 7. gr. sömu laga. 2. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1991 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrir færri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði sem eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. RSK RÍKiSSKATTSTJ ÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.