Tíminn - 28.01.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.01.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 28. janúar 1992 Tíminn 5 Páll Pétursson: Opið bréf til Jóns Baldvins Hannibalssonar Jón minn góður. Ég sting niður penna vegna um- mæla, sem þú hefur viðhaft um Framsóknarflokkinn í kjölfar funda sem þú hefur átt með bænd- um um GATT-samningana. Þú heldur því fullum fetum fram að Framsóknarflokkurinn standi fyrir einhverri rógsherferð gegn þér. Þetta er alrangt og það ber ég til baka. Framsóknarflokkurinn átti á síð- asta kjörtímabili ágætt samstarf við þig og þinn flokk. Það var mögulegt, af því að þú varst þá sterkastur leiðtoga Alþýðuflokks- ins. Hefðir þú ekki verið þar í fyrir- svari, hef ég enga trú á því að mál- efnaleg og ágæt samvinna hefði getað orðið milli flokka okkar. Fyr- ir þá samvinnu vil ég þakka þér bæði fyrir hönd Framsóknar- flokksins og einnig persónulega. Ég hef hvergi legið á því að mér líkar vel að vinna með þér, þú ert vaskur og kjarkmikill baráttumað- ur og þess vegna kemur það mér á óvart hve þú ert hörundsár núna. Það er mjög ósanngjarnt að láta sem svo að við framsóknarmenn séum með rógsherferð í gangi gegn þér, þótt þú mætir andstöðu og málflutningur þinn sæti gagn- rýni meðal bænda. Við framsókn- armenn erum því mjög andvígir að tilboði Dunkels um landbúnaðar- mál verði tekið. Það er vegna þess að það yrði áfall fyrir landbúnað- inn, áfall fyrir þá þéttbýlisstaði þar sem vinnsla landbúnaðarafurða fer fram og þó fyrst og fremst áfall fyr- ir íslenska neytendur, hinn al- menna íslending, þegar til lengri tíma er litið. Sumar landbúnaðar- vörur mundu að vísu lækka í verði í bili ef Dunkelstilboðinu yrði tek- ið, en sumar hækka. Við stöndum frammi fyrir samdrætti í atvinnu í þjóðfélaginu og ef það fólk í sveit- um og bæjum, sem þyrfti að hverfa frá störfum sínum vegna aukins innflutnings á landbúnaðarvörum, bættist við hinn sívaxandi hóp at- vinnuleysingja, hefði það mjög al- varleg áhrif á öll lffskjör í landinu. Ég hef einungis setið einn þeirra funda sem þú hefur boðað til um GATT-málið. Það var í minni heimabyggð, þar sem ég er bóndi og ætla að halda áfram að vera það. Sá fundur féll mér að flestu leyti vel, þó með undantekningum sem hvorki ég né aðrir framsóknar- menn berum neina ábyrgð á. Á umræddum fundi í Miðgarði í Skagafirði greindir þú í langri framsögu frá viðhorfi þínu til málsins. Fundarmenn tóku all- margir til máls og ræddu það yfir- leitt af þekkingu á staðreyndum, fullri háttvísi og með sterkum rök- um. Þú hafðir sett öðrum fundar- mönnum of þröng tímamörk, 5 mínútur, og gekk mörgum illa að halda sig nákvæmlega innan þeirra. Þó voru á rúmum tveimur klukkutímum fluttar 15 ræður. Þarna tóku til máls bændur úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðis- flokki og Alþýðubandalagi, gerðu grein fyrir skoðunum sínum og gerðu athugasemdir við framsögu þína. Þeim var ég flestum sam- mála, en varðandi það, sem mót- frambjóðendur mínir úr öðrum Svo virðist sem þér hafi komið á óvart að fund- armenn skyldu ekki bara segja já og amen. Þú hefðir þá þurft að gera grein fyrir málinu á hlutiausari hátt og at- huga staðreyndir betur. Ég veit um miklu fieiri veilur í málflutningi þín- um um málið en ég hafði tíma til að leiðrétta eða aðrir ræðumenn. Jón Baldvin Hannibalsson. stjómmálaflokkum létu sér um munn fara, er við þá eina að sakast. Ég hef áður hlýtt á málafylgju þessara mótframbjóðenda á fram- boðsfundum og gerði ekki mikið með hana nú fremur en þá. Stað- reyndir mála koma fram í rökræð- um manna, ekki einvörðungu í áróðurskenndum fyrirlestri fmm- mælenda. Svo virðist sem þér hafi komið á óvart að fundarmenn skyldu ekki bara segja já og amen. Þú hefðir þá þurft að gera grein fyrir málinu á hlutlausari hátt og athuga stað- reyndir betur. Ég veit um miklu fleiri veilur í málflutningi þínum um málið en ég hafði tíma til að leiðrétta eða aðrir ræðumenn. Vitaskuld er bændum ekki sama um það hvernig GATT-málið þró- ast. Hér er í húfi ekki bara atvinna margra þeirra og lífskjör í framtíð- inni, heldur og allar eignir. Maður í þéttbýli, sem missir þá vinnu sem hann hefur haft, getur í mörgum tilfellum komist í aðra vinnu og búið þó áfram í íbúð sinni. Öðru máli gegnir um flesta bændur. Þeim er nauðugur einn kostur verði þeir að hætta búskap ef aðrir, Páll Pétursson. í þessu tilfelli líklega erlendir bændur, yfirtaka markað þann sem þeir hafa þjónað. Þá er umræddu fólki nauðugur einn kostur að ganga frá öllum eignum sínum og heimilum og flytjast þangað sem vinnu er að fá. Þannig á sveitafólk meira í húfi en flestir aðrir. Ekki er undarlegt, þótt mönnum sé alvara þegar þeir þurfa að verja atvinnu sína, heimili og aleigu. Ríkisstjórnin hefur sett fram fyr- Ég vona svo að þú vandir verk þín og mál- flutning allan í framtíö- inni. Þú ert tilfinninga- maður og hrifnæmur og gieymir stundum að ieita að eða benda á mótdrægari hliðar á viðfangsefnum þínum. Hlutirnir verða ekkí gylltír af þvf einu að þú snertir á þelm. irvara við tilboði Dunkels. Verði þeir fyrirvarar allir framkvæmdir til fullnustu, eru horfur á að GATT- samningur yrði ásættanlegur fyrir landbúnaðinn. Það verður að vera verkefni þitt sem utanríkisráðherra íslands á næstu mánuðum að reyna undan- bragðalaust allt hvað þú getur að ná öllum atriðum fyrirvarans inn í samninginn fyrir íslands hönd. Jafnframt verður þú að verjast því að ný og óhagstæð ákvæði verði tekin inn í samninginn. Þetta er vandasamt verkefni, en ég heiti þér fullum stuðningi Framsóknar- flokksins við að ná sem bestu GATT-samkomulagi. Þetta bréf á að vera stutt, svo ég ræði ekki í einstökum atriðum um GATT-málið að sinni. Þú verður að þola það þótt þú sætir réttmætri gagnrýni fyrir störf þín og þótt bent sé með fullum rökum á stað- reyndir málsins og bornar til baka missagnir í málflutningi þínum. Annars þýðir ekkert fyrir þig að efna til funda með bændum fyrir norðan. Nú er önnur tíð en um ár- ið þegar þú nýkjörinn formaður Alþýðuflokksins keyptir þér ný föt og æddir á 100 fundi og reifst upp fylgi við flokk þinn. Nú fylgir for- tíðin þér eins og okkur hinum. Ég vona svo að þú vandir verk þín og málflutning allan í framtíðinni. Þú ert tilfinningamaður og hrif- næmur og gleymir stundum að leita að eða benda á mótdrægari hliðar á viðfangsefnum þínum. Hlutirnir verða ekki gylltir af því einu að þú snertir á þeim. Ég vona svo að þú öðlist jafnvægi hugans og takir gleði þína á ný. Framsóknarflokkurinn stendur ekki og mun ekki standa fyrir neinni rógsherferð gegn þér frem- ur en öðrum. Vinsamlegast, Páll Pétursson Höfundur er formaöur þingflokks Framsóknarflokksins. Fundur framkvœmdastjórnar Sambands ungra framsóknarmanna um stjórnarhætti ríkisstjórnarinnar: Ráðalítil vandræðaríkisstjóm Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar: Ráðalítil vandræðastjóm. Timamynd: Ami Bjama Framkvæmdastjóm Sambands ungra framsóknarmanna kom saman í lok síðustu viku til að ræða stjómmála- ástandið. Eftirfarandi álykbuiir vora samþykktar á fundinum: AðfÖr ríkisstjómarinn- ar að velferðarkerfinu Framkvæmdastjóm SUF harmar aðför ríkisvaldsins að velferðarkerf- inu. Vegið er að fjölmörgum hópum samfélagsins með skerðingu kaup- máttar, þyngri skattlagningu og minni þjónustu. Hópar eins og al- mennt launafólk, námsmenn, bamafjölskyldur, öryrkjar, aldraðir og sjúkir em látnir bera byrðamar. Með óréttlátum aðgerðum af þessu tagi er vegið að velferðarkerfi okkar og þróun samfélagsins beint út á hálan ís þar sem hver og einn á að bjarga sjálfum sér, en samhjálpin látin víkja. SUF ítrekar fyrri ályktan- ir sínar um að taka beri upp skatt- lagningu fjármagnstekna og bendir á stórfelldar arðgreiðslur Samein- aðra verktaka sem dæmi um hróp- legt misvægi á skattlagningu ein- staklinga. Menntamál Framkvæmdastjóm SUF harmar stefnu ríkisstjómar hægri flokkanna í menntamálum landsins. Vikið er í veigamiklum atriðum frá nýlegu fmmvarpi til laga um grunnskólann, sem þó hafði náðst breið samstaða um á Alþingi. Fækka á kennslu- stundum í grunnskólanum, fjölga nemendum í bekkjum og færa böm milli skóla frá sínum bekkjarfélög- um. í stað þess að standa vörð um menntakerfið, sem í nútímasamfé- lagi gegnir æ stærra hlutverki, er stigið stórt skref aftur á bak. Það er sárt fyrir ungliðasamtök sem Sam- band ungra framsóknarmanna að upplifa slíka afturför í menntakerf- inu. Fum og fát stjómar- fiokkanna Framkvæmdastjórn SUF lýsir áhyggjum sínum yfir vinnubrögðum ríkisstjórnar landsins. Verklag henn- ar í fjölmörgum málum ber vott um slakan undirbúning og skort á sam- vinnu innan þingflokka hennar. For- ysta stjómarflokkanna, með forsæt- isráðherra í fylkingarbrjósti, leggur lítið á sig til að ná samstöðu um mál, jafht innan eigin flokka sem við stjómarandstöðuna. Ráðherrar ríkisstjómarinnar virð- ast stjóma með illa undirbúnum til- skipunum án nokkurs samráðs við þá sem málin varða, og ætla sér síð- an að gera út um hugsanlegan ágreining með upphlaupum í fjöl- miðlum. Slíkir stjómarhættir rýra traust al- mennings á ríkisvaldinu og skapa öryggisleysi meðal landsmanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.