Tíminn - 28.01.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 28. janúar 1992
Fyrsta þing Baltneska ráðsins var haldið í Lettlandi um helgina. Halldór Ásgrímsson
alþingismaður, fulltrúi Norðurlandaráðs á þinginu:
Aðild að Norðurlanda-
ráði er ekki á dagskrá
Um helgina var haldið í Riga í Lettlandi fyrsta þing Baltneska ráðs-
ins, en aðilar að því eru Eystrasaltslöndin þrjú: Litháen, Eistland og
Lettland. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar, sem sat þingið sem full-
trúi Norðurlandaráðs, kom engin ósk fram um það á þinginu að
löndin fengju beina aðild að Norðurlandaráði. Halldór sagði að aðild
landanna að Norðurlandaráði væri ekki á dagskrá í dag, en ekki væri
útilokað að þau tengdust Norðurlöndum nánari böndum í framtíð-
inni í tengslum við fyrirsjáanlegar breytingar á Norðuriandaráði.
Halldór sagði að Eystrasaltslöndin
vildu umfram alit tengjast V-Evrópu
og þá í gegnum Norðurlönd, eins og
forystumenn þeirra orðuðu það
gjaman. Halldór sagði að á þinginu
hefði ekki komið fram nein ósk um
að Eystrasaltslöndin fengju aðild að
Norðurlandaráði. lrAðild er ekki á
dagskrá af hálfu Norðurlandaráðs.
Það, sem er á dagskrá, er að þeir
byggi upp sitt samstarf og komi því í
gott horf, sem mun að sjálfsögðu
taka tíma. Síðan þarf að koma á
föstu samstarfi milli Norðurlanda-
ráðs og Baltneska ráðsins, en slíkt
samstarf erum við að byrja að
byggja upp. Það verður síðan seinni
tíma mál hvemig þróunin verður
hjá þeim og okkur. Það er alveg Ijóst
að Norðurlandasamstarfið mun
taka breytingum í ljósi þess sem er
að gerast í Evrópu. Þama mun fara
fram endurmat á næstu árum,“
sagði Halldór.
Hvert land sendi 20 fulltrúa á þetta
fyrsta þing Baltneska ráðsins. Full-
trúar Norðurlandaráðs á fundinum
vom Halldór Ásgrímsson, fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra, og Jan P.
Syse, fyrrverandi forsætisráðherra
Noregs. Búið er að ákveða að næsta
þing ráðsins verði í júní í Litháen.
Fulltrúar frá Norðurlandaráði
munu einnig sitja þann fund. Balt-
neska ráðið mun eiga áheymarfull-
trúa á þingi Norðurlandaráðs, sem
haldið verður í Helsinki eftir rúman
mánuð.
Halldór sagði að Baltneska ráðið
ætti eftir að móta starfsemi sína.
Eftir væri að ganga frá lagalegum
grundvelli ráðsins og því starfi ráðið
enn sem komið er einungis sem
ráðgjafarþing. Ráðið hefur ekki
Halldór Ásgrímsson sat fyrsta
þing Baltneska ráðsins sem
annar tveggja fulltrúa Norður-
landaráðs.
komið sér upp sameiginlegri skrif-
stofú. Halldór sagði að það muni
koma í ljós síðar, eftir því sem starfi
ráðsins miðar áfram, hvers konar
samstarf verður um að ræða.
„Við viljum gjaman hjálpa þeim við
að byggja þetta starf upp og koma á
föstu sambandi milli Norðurlanda-
ráðs og Baltneska ráðsins. Við telj-
um að við getum ekki síst hjálpað til
við lagalega uppbyggingu þjóðfélag-
anna. Það vantar grundvallarlöggjöf
á mjög mörgum sviðum. Þeir geta
mikið lært af sameiginlegu laga-
starfi Norðurlandanna. Þeir eiga
hins vegar óskaplega mikið ógert og
það er langt í land með að þama
verði til eitthvað svipað samfélag og
við höfum búið við,“ sagði Halldór.
Halldór sagði að allt stjómmála-
Iegt starf í Eystrasaltslöndunum
bæri mikinn keim af vem rússneska
hersins þar. Mikil áhersla væri lögð
á að koma hemum í burtu. Halldór
sagði að mörg erfið vandamál fylgdu
því að flytja herinn frá löndunum.
Enginn vissi td. hvert hann ætti að
fara. Húsnæði og fjármagn til flutn-
inganna skorti. Að ósk fulltrúa þjóð-
þinganna í löndunum þremur vom
Halldór og Syse viðstaddir fúnd,
sem fulltrúamir áttu með herfor-
ingjum í rússneska hemum. Slíkur
fundur hefúr ekki verið haldinn áð-
ur. Halldór sagði að það hefði verið
merkileg upplifun að sitja þennan
fúnd. Hann sagði greinilegt að það
væri forgangsverkefni að koma
rússneska hemum ffá Eystrasalts-
löndunum. -EÓ
Jón Sigurðsson skýrði Bush
frá íslandsaðstoð við nýfrjálsu
ríkin í austri:
Vill kenna
athafnafólki
frá Rússíá
kapítalisma
I umboði utanríkisráðherra sat Jón
Sigurðsson, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, ráðstefnu sem Bush
Bandaríkjaforseti boðaði til um að-
stoð við lýðveldin, sem áður töldust
til Sovétríkjanna.
Jón greindi þar m.a. ffá þeirri
ákvörðun íslensku ríkisstjómarinn-
ar að taka þátt í þessari aðstoð og að
hann vænti auk þess framlaga ffá ís-
lenskum fyrirtækjum og félagasam-
tökum. Hann skýrði einnig frá
tækniaðstoð íslendinga við fyrmm
Iýðveldi Sovétríkjanna á sviði jarð-
hita, fiskeldis og sjávarútvegs og
þeirri hugmynd sinni að bjóða ungu
athafnafólki frá lýðveldunum til Is-
lands til náms og þjálfunar í rekstri
fyrirtækja og markaðsmálum.
Ráðstefnan var haldin í Washington
DC dagana 22. og 23. janúar. Hana
sóttu fulltrúar 47 ríkja, auk forystu-
manna alþjóðastofnana. Markmið
ráðstefnunnar var að samræma
efnahags- og félagslega aðstoð við
lýðveldin, sem áður töldust til Sov-
étrfkjanna, og þannig styðja við bak-
ið á lýðræðisöflunum. Með því yrði
dregið úr hættunni á öngþveiti í
þessum ríkjum. Sérstaklega var
fjallað um matvæla-, lyfja-, húsnæð-
is- og tækniaðstoð, ásamt aðstoð á
sviði orkumála. - HEI
Menntamálaráðuneytið segist ekki ætla í bílaleik með skólabörn:
Hagræöing þar
sem hagræð-
ingar er þörf
Menntamálaráðuneytið hefur svarað bréfí kennarafélaganna í
Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnamesi, í Kjósarsýslu og á Reykjanesi
þar sem bornar voru upp sex spurningar vegna meints tilfíutnings
nemenda milli skóla. Bréf ráðuneytisins fer hér á eftin
„Vísað er til bréfs dags. 9. janúar sl. þar sem aðstæður leyfa. Samkvæmt
þar sem lagt er út af ummælum
menntamálaráðherra á Rás 2, mið-
vikudaginn 8. janúar, um tilflutning
nemenda milli skóla.
Með vfsun í umræddan útvarpsþátt
skal eftirfarandi tekið fram:
Menntamálaráðherra sagði í þætt-
inum: „Ég sé ekkert í veginum fyrir
því á stað eins og Reykjavík að færa
milli skóla. Mér finnst það ekki vera
eitthvað sem ekki megi tala um.“
Hins vegar sagði ráðherra með vís-
un til frumvarps til laga um ráðstaf-
anir í ríkisfjármálum á árinu 1992
þar sem gert er ráð fyrir heimild til
fjölgunar í bekkjum um allt að tvo
nemendun „Við erum eingöngu að
tala svo sem um að nýta þessa heim-
ild þar sem hún á við, en hún á ekki
alls staðar við...“ Ennfremur sagði
ráðherra um tilflutning nemenda
milli skóla, að slíkur tilflutningur
væri hins vegar sérmálefni sem ekki
væri verið að taka á núna, þ.e. að
færa einhver ný viðfangsefhi yfir á
sveitarfélögin. Það væri ekki; þó að í
þessum aðgerðum öllum væri ætlast
til ákveðinna hluta af sveitarfélögun-
um, væri það óviðkomandi þessu
máli.
Af því, sem hér kemur ffarn, má vera
ljóst að umrætt heimildarákvæði um
Qölgun í bekkjum er ekki til þess ætl-
að að hefja flutning bama milli skóla,
heldur til að koma við hagræðingu
heimildarákvæðinu verður hagræð-
ingin í höndum fræðslustjóra.
Með vísun til ofangreinds telst
spumingum kennarafélaganna svar-
að.“
Undirbuningur fyrir vetrarólympíuleikana í Albertviiie er nú á lokastigi:
keppendur til leiks
t framhaldi afþessari ákvörðun hefur
Skfðasamband íslands Ulkynnt nöfn
þelrra þátttakcnda, þjálfara og fiokk-
stjóra sem fara til Albertville. Þehr
Haukur Eiríksson Akureyri, og
Rögnvaldur Ingþórsson Akureyri,
verða fuUtrúar Islands ( skíðagöngu.
Þrír keppendur verða í alpagrcinum.
Það eru Ásta Slgríður Halidórsdóttir,
Bolungarvik, sem er eina konan með-
al íslensku keppendanna, Kristinn
BJömsson Ólafsfirði og Omólfur
Valdimarsson Reykjavik. Þjálfarar
eru þeir Sigurður Jónsson í alpa-
Gunnar M. Hansson forstjóri Nýherja, Árni Vilhjálmsson stjómarformaöur og Óll Kr. Slgurðsson
stjórnarmaður. Tfmamynd: Aml Bjama
Nýr tölvurisi við sameiningu
IBM og Skrifstofuvéla-Sunds:
Nýherji herjar
á tölvumarkaði
Að ffumkvæði IBM hefúr nýtt
markaðs- og þjónustufyrirtæki, Ný-
herji hf., verið stofnað á grunni IBM
á íslandi og Skrifstofuvéla. Nýheiji
hf. tekur til starfa 2. april n.k. á
sviði boðmiðlunar, skrifstofu- og
tölvutæknimála.
Stærstu eigendur fyrirtækisins eru
Eignasamlag Draupnissjóðsins og
Vogunar sf. með 35% eignaraðild,
IBM Danmörku með 30%, eigendur
Skrifstofuvéla með 22,5% og nokkrir
starfsmenn með 12,5% eignaraðild.
Nýherji hf. verður umboðs- og þjón-
ustuaðili fyrir m.a. IBM, Rank Xerox,
Facit, Omron og Star, auk þess sem
það mun annast alla starfsemi sem
hin sameinuðu fyrirtæki haía séð um
til þessa. Forstjóri IBM, Gunnar M.
Hansson, stjómar einnig nýju sam-
steypunni. Stjómarformaður er Ámi
Vilhjálmsson.
vctrarólympíuleikana í Albertville, sem er í frönsku Ölpunum, en
þelr hefjast 8. febrúar og lýkur 23. febrúar. Þá verða með í förinni
tveir þjálfarar og tveir fíokkstjórar, auk aðalfararstjóra og for-
manns Ólympíunefndar.
greinum og Bo Ericsson í skíða-
göngu, og flokkstjórar cru þau Helgi
Gclrharösson og Inga Huld TVausta-
dóttlr. Aðalfararsfjóri er Ágúst Ás-
geirsson, en hann er jafnframt í ís-
lensku ófympfunefndlnni. Þá mun
Giali Hallddrsson, formaður ólymp-
íunefndar íslands, verða viðstaddur
meirihluta lcikanna. Ákveðið hefur
verið að Ásta Sigríður Halldówdóttir
verði finaberi íslenska hópsins í opn-
unarathöfninni.
Sktðamennirnir hafa í vetur undir-
búið sig vandlega fyrir ólympíuleik-
ana og hefnr þjáífun þeirra að mest-
um hluta farið frimt eriendis. Þeir
hafa teldð þátt í fjölda stðrmóta og
hefur árangur þeirra verið ágætur, en
einmitt þrír af keppendunum fimm
eru nú staddír erlendts. Visa ísland er
aðalstyrktaraðili Ófymptunefndarinn-
ar fsiensku og styridr þátttöku fs-
lands í vetrarófympíuleikunum nú.
Að sðgn Gísla HaUdórssonar er
kostnaður við þátttöku í vetrar- og
sumarófympfuleikunum f áráætlaður
um 22 mUljónir króna.
Ríkissjónvarpið mun verða með
fjölda beinna útsendinga frá leikun-
um og mun sýna 55 IdsL beint frá
Frakkiandi. Þá munu verða sýndar
11 klst. af upptökum og samantekt-
um, fyrir utan fréttir af mótinu.
-PS