Tíminn - 28.01.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 28. janúar 1992
Gunnlausur P. Helsason
^ flugstjóri Œ
Fæddur 10. október 1940
Dáinn 19. janúar 1992
í gær var kvaddur hinstu kveðju vin-
ur okkar Gunnlaugur P. Helgason,
flugstjóri hjá Fiugleiðum, Bakkavör
5, Seltjarnarnesi.
Gunnlaugur var fæddur 10. októ-
ber 1940 í Reykjavík, en lést að
heimili sínu 19. þessa mánaðar, að-
eins 51 árs, úr því meini, sem flest-
um verður að aldurtila í blóma lífs-
ins á okkar tímum. Hann var sonur
hjónanna Helga Péturssonar kaup-
félagsstjóra í Borgarnesi og síðar
framkvæmdastjóra í Reykjavík, Stef-
ánssonar bónda á Núpum í Aðaldal,
Björnssonar, og Soffíu Björnsdóttur
yfirkennara, Jenssonar rektors við
Lærða skólann í Reykjavík, Sigurðs-
sonar. Var hann yngstur þriggja
systkina, og eru hin, Bjöm og Helga,
bæði á lífi.
í æsku kynntist Gunnlaugur ekki
aðeins lífinu í Reykjavíkurborg.
Hann var í sveit í Reykholti í Borgar-
firði á hverju sumri frá sjö til sextán
ára aldurs hjá þeim hjónum Þóri
Steinþórssyni skólastjóra og Lauf-
eyju Þórmundsdóttur, og kvað hann
sér það hafa orðið dýrmæt lífs-
reynsla að dveljast hjá því um-
hyggjusama fólki.
Gunnlaugur hóf flugnám 1959, ár-
ið áður en hann varð stúdent, og
lauk atvinnuflugmannsprófi 1961.
Upp frá því var flugið hans aðalstarf.
Gunnlaugur kvæntist Erlu Krist-
jánsdóttur, kennslustjóra við Kenn-
araháskóla íslands, 19. febrúar
1963. Eignuðust þau tvo syni,
Gunnlaug Kristján, 28 ára, og
Björn, 22 ára. Gunnlaugur yngri
hefúr stofnað eigið heimili með Sig-
rúnu Jónsdóttur, og eiga þau son á
Markaður áls
! áliftnum október 1991 var mark-
aðsverft á áli 52c á enskt pund, Ibs,
en í janúar 1991 var vinnslukostn-
aftur þess afteins í einu landi undir
því verfti, í Venezúela.
„Billiton-Enthoven áætlar, að (ál-
notkun) 1991 verði meiri en nokkru
sinni áður,
14,95 millj-
ónir tonna,
og þá nokkru
meiri en 1990, 14,88 milljónir
tonna,“ að Financial Times hermdi
23. október 1991, í aukablaði. „Bil-
liton telur, að (innflutningur áls til
Vestur-Evrópu frá Austur-Evrópu)
verði 1991 um 450.000 tonn, en
hann var 402.000 tonn 1990 og
298.000 tonn 1989. (Ráðgjafafyrir-
tækið) Anthony Bird Associates tel-
ur (það aðstreymi) vera stundarfyr-
irbrigði... í nýjasta (hefti sínu af) Al-
uminium
U p d a t e
segir Bil-
liton jap-
anska álnotkun hafa vaxið um 49%
frá 1986 til 1990 og sýnist sem fyrir
þann vöxt taki ekki (1991).“
Viimslukostnaður áls 1991 (US c á lbs)
Ástralía......................55
Brasilía......................64
Kanada........................54
Frakkland.....................71
Þýskaland.....................71
Ítalía.......................78
Noregur .....................71
Spánn........................75
Bandaríkin...................66
Venezúela....................47
Heimild: Financial Times 23. okt. 1991 skv. Anthony Bird Associates.
Álvinnsla í heimi öllum frá 1987 (þús. tonna)
1987 12.956 1990 14.600
1988 13.876 1991 (horfur) 14.950
1989 14.460 1992 (áætl.) 15.300
Heimild: Financial Times 23. okt. 1991 skv. WorldBureau ofMetal Stat-
istics og Carr Kilcatt Aitken.
öðru ári, Benedikt, sem var auga-
steinn afa síns; en Björn býr enn í
foreldrahúsum.
Það mun hafa verið á árinu 1973,
að tókst vinátta með okkur og þeim
Gunnlaugi og Erlu, sem aldrei hefur
borið skugga á. Nú, þegar við sjáum
á bak svo góðum vini, er okkur efst í
huga að þakka allar þær stundir,
sem við höfúm átt saman. Ófá eru
þau tímamót eða hátíðir, afmæli og
fermingar að glaðst hefur verið með
glöðum. Hugstæðustu minningarn-
ar eru þó tengdar myrkum og köld-
um vetrarkvöldum við snarkandi ar-
ineld á heimili þeirra hjóna, þar sem
seint þraut umræðuefni. Við þær að-
stæður naut Gunnlaugur sín best,
svo heimakær og mikill fjölskyldu-
maður sem hann var og jafnframt
höfðingi heim að sækja.
Gunnlaugur var einstakt prúð-
menni, fumlaus og öruggur að
hverju sem hann gekk, en þessir eig-
inleikar hljóta einmitt að vera
helstu kostir hvers flugstjóra, enda
alla tíð farsæll í starfi. Þá var hann
ætíð reiðubúinn að leysa hvem
vanda, er var í hans valdi. Því kynnt-
umst við oftar en einu sinni af eigin
raun.
Við og börn okkar vottum Erlu og
fjölskyldu hennar dýpstu samúð og
biðjum þeim öllum blessunar um
ókomin ár.
Ögmundur Helgason
Ragna Ólafsdóttir
AvmlýshsðmiRnJM' Tfmans
680001 & 686300
Selfoss — Nærsveitir
Félagsvist
Þriggja kvölda keppni verður spiluð að Eyrarvegi 15 þriðjudagskvöldin
28. janúar og 4. febrúar kl. 20.30.
Kvöldverðlaun — Heildarverðlaun.
Þreyjum þorrann saman og spilum. Allir velkomnir, yngri sem eldri.
Framsáknarfélag Selfoss
Keflavík — Nágrenni
Framsóknarvist
Framhald i 3ja kvölda keppninni verður 30. janúar
í Félagsheimili framsóknarmanna, Hafnargötu 62, Keflavik,
og hefst hún kl. 20.30 öll kvöldin.
Allir velkomnir.
Almennir stjórnmálafundir
Framsóknarflokksins
Þingmenn Framsóknarflokksins efna til almennra stjórnmálafunda í öllum kjördæmum landsins
á tímabilinu 26. janúar-18. febrúar.
Suðuríand:
30.01. Hótel Selfoss, Selfossi
31.01. Brydebúö, Vík í Mýrdal
03.02. Vestmannaeyjar
05.02. Félagsheimiliö Hvoll, Hvolsvelli
kl. 21:00 Steingrímur Hermannsson, Jón Helgason, Guðni Ágústsson
kl. 21:00 Guöni Ágústsson, Valgeröur Sverrisdóttir
kl. 20:30 Halldór Ásgrímsson, Jón Helgason, Guðni Ágústsson
kl. 21:00 Guðni Ágústsson, Halldór Ásgrímsson, Jón Helgason \
Austuríand:
28.01. Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum
29.01. Hótel Tanga, Vopnafirði
06.02. Framsóknarhúsinu, Höfn
07.02. Hótel Egilsbúö, Neskaupstað
kl. 21:00 Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Jón Kristjánsson
kl. 20:30 Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Jón Kristjánsson
kl. 20:30 HalldórÁsgrímsson, Finnur Ingólfsson
kl. 20:30 Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson
Norðuríand eystra:
28.01. Dalvik
29.01. Hótel KEA, Akureyri
30.01. Félagsheimilið Þórsver, Þórshöfn
31.01. Hótel Húsavík, Húsavik
kl. 21:00 Valgerður Sverrisdóttir, Guðni Ágústsson
kl. 20:30 Guömundur Bjarnason, Valgeröur Svemisdóttir, Guðni Ágústsson
kl. 21:00 Jón Kristjánsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson
kl. 20:30 Jón Kristjánsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson
Norðuríand vestra:
28.01. Sauðárkrókur
29.01. Blönduós
30.01. Hvammstangi
kl. 21:00 Stefán Guðmundsson, Páil Pétursson, Finnur Ingólfsson
kl. 21:00 Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson, Finnur Ingólfsson
kl. 21:00 Stefán Guömundsson, Páll Pétursson, Ólafur Þ. Þórðarson
Vestfirðir:
28.01. Reykhólar
04.02. Hólmavík
06.02. Þingeyri
07.02. Bíldudalur
kl. 21:00 Ólafur Þ. Þórðarson, Jón Helgason
kl. 21:00 Halldór Ásgrímsson, Ólafur Þ. Þóröarson
kl. 20:30 Ólafur Þ. Þóröarson, Stefán Guömundsson
kl. 21:00 Páll Pétursson, Ólafur Þ. Þóröarson, Sigrún Magnúsdóttir
Vesturíand:
29.01. Búöardalur
30.01. Akranes
03.02. Borgarnes
06.02. Stykkishólmur
12.02. Gnjndarfjöröur
kl. 21:00 Jón Helgason, Siguröur Þórólfsson
kl. 20:30 Finnur Ingólfsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Valgeröur Svemisdóttir
kl. 21:00 Steingrímur Hermannsson, Ingibjörg Pálmadóttir
kl. 21:00 Ingibjörg Pálmadóttir, Steingrímur Hermannsson
kl. 21:00 Ingibjörg Pálmadóttir, Halldór Ásgrímsson
Reykjanes:
29.01. Mosfellsbær
01.02. Njarövík
10.02. Kópavogur
11.02. Hafnarflöröur
kl. 20:30 Steingrímur Hermannsson, Ingibjörg Pálmadóttir
kl. 15:00 Steingrímur Hermannsson, Finnur Ingólfsson
kl. 20:30 Steingrimur Hermannsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jóhannes Geir Sigurgeirsson
kl. 20:30 Steingrímur Hermannsson, Guðmundur Bjamason
Reykjavík:
18.02. Hótel Sögu, Súlnasal
kl. 20:30 Finnur Ingólfsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steingrímur Hermannsson
Fundlrnlr eru öllum opnlr, verið velkomin.
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Sigríður Sigrún Unnur
Hjartar Magnúsdóttir Stefánsdóttir
Framsóknarkonur
Landssamband framsóknarkvenna og Fél. framsóknarkvenna I Reykjavlk
halda sameiginlegan fund um
Sveitarstjórnarmál á höfuöborgarsvæöinu
í Komhlöðunni, Lækjarbrekku miðvikudag 29.1. kl. 19.30.
Frummælandi: Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi.
Léttur kvöldverður. Konur, fjölmennið og takið með ykkur gest.
Stjómlmar
Rangæingar
Spilum félagsvist i Hvoli sunnudaginn 2. febrúar.
Annað kvöldið (fjögurra kvölda keppni, þar sem 3 bestu gilda til að-
alverðlauna.
Góð kvöldverðlaun. Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Rangæinga.
Þorrablót í
Reykjavík
Þomablót Framsóknarfélaganna í Reykjavik verður
haldið föstudaginn 31. janúar í Hótel Lind. Húsið
opnar kl. 19.30.
Vithjálmur Hjálmarsson, fynverandl
menntamálaráðherra, verður gestur og
fíytur ávarp.
Miöapantanir eru á skrifstofu Framsóknarflokksins
I síma 624480.
Pantið tímanlega, því sætafjöldi er takmarkaður.
Miðaverð kr. 2.800.
Undirbúningsnefndin.
Vilhjálmur
Hjálmarsson
Borgarnes — Nærsveitir
Spilum félagsvist í Félagsbæ föstudaginn 31. janúar kl. 20.30. Mætum vel
og stundvíslega.
Framsóknarfélag Borgamess.
Félagsmálanámskeiö —
Suðuriand
FUF Ámessýslu heldur félagsmálanámskeið laugardaginn 1. febrúar. nk.
Námskeiðið verður haldið i fundarsal framsóknarmanna að Eyrarvegi 15 á
Selfossi og hefst kl. 10 f.h.
Leiðbeinandi verður Egill H. Gíslason, framkvæmdastjóri Framsókrv-
arflokksins.
Öllum er heimil þátttaka.
Skráning og nánari uppl. I sfmum 34534 (Þorvaldur) eða 22170 (Siguriin).