Tíminn - 25.02.1992, Síða 1
MBnromBi
Þriðjudagur
25. febrúar 1992
39. tbl. 76. árg.
VERÐí LAUSASÖLU
KR. 110.-
Níu mönnum var bjargað eftir að skuttogar-
inn Krossanes, frá Grundarfirði sökk fyrir-
varalítið á Halamiðum á sunnudag:
Þriggja manna
er enn saknað
Þriggja skipverja er saknað eftir
að Krossanes, sem er skuttogari
sem gerður er út frá Grundar-
firði, sökk nær fyrirvaralaust á
Halamiðum á sunnudag. Níu
mönnum var bjargað úr tveimur
gúmmíbjörgunarbátum, en ein-
um var bjargað úr sjónum.
Ekki er ljóst um orsök slyssins,
en það varð þegar verið var að hífa
inn trollið. Skipið fór skyndilega
að hallast og sendu skipverjar
strax út hjálparbeiðni og fljótlega,
eða um 10 mínútum síðar, hafði
skipið lagst á hliðina og sokkið.
Átta skipverjanna tókst að stökkva
út í hálfuppblásna gúmmíbát-
anna, en nokkrum þeirra gafst
ekki einu sinni ráðrúm til að
klæða sig í flotgallanna. Tvö skip,
Guðbjörg og Sléttanes, voru að
veiðum skammt frá og hífðu strax
inn veiðarfærin og héldu í átt að
Krossanesinu. Innan við hálftíma
eftir að óhappið varð hafði Guð-
björg náð mönnunum átta úr
gúmmíbátunum og Sléttanesið
fundið mann sem var líflítill á floti
í sjónum. Verið var að snúa skip-
inu í átt að öðrum gúmmíbát-
anna, þegar skipverjar sáu glampa
á tvo flotgalla í sjónum. Engin var
í öðrum gallanna, en skipverji af
Krossanesinu var í hinum. Guð-
björg hélt til ísafjarðar og var
komin þangað á tíunda tímanum á
sunnudag, en Sléttanesið sigldi til
Bolungarvíkur og var maðurinn
sem náð var úr sjónum fluttur
með sjúkraflugvél til Reykjavíkur,
en hann var þrekaður og einnig
var hann fótbrotinn.
Að sögn Landhelgisgæslunnar
var gerð ítarleg leit á sunnudag og
tóku um 20 skip þátt í henni auk
þyrlu og Fokker-vélar gæslunnar,
en án árangurs. Leitað var til mið-
nættis en þá versnaði veður mjög.
Þá var ekkert leitað í gær vegna
veðurs, en um leið og veðrinu
slotar verður leit hafin að nýju.
Þegar Guðbjörg kom til ísafjarð-
ar á sunnudag, var höfninni lokað
fyrir umferð að beiðni skipverja á
Krossnesi. Þeir fóru beint á
sjúkrahús í læknisskoðun og síð-
an í koju. Dagurinn í gær fór í
skýrslutöku hjá lögreglunni á ísa-
firði, seinni partinn í gær var flog-
ið með mennina til Stykkishólms
þar sem sjópróf fara fram, en þó
ekki fyrr en sýslumaður hefur
kynnt sér málið. -PS
••
Sigurvegarar í skeiði.
Mynd GTK
Hestamannafélagið Geysir:
Fyrsta hestamót ársins á Hellu
Fyrsta hestamannamót ársins var
haldið um helgina á vegum hesta-
mannafélagsins Geysis að Hellu á
Rangárvöllum. Mótið var hið
Um 5.400 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi:
Austur-Evrópubúum
fjölgað hér úr 190
í 760 á þrem árum
Af tæpiega 260 þúsund manns
sem búsettir vora á Islandi um
áramótin vora 5.395 erlendir rík-
isborgarar. Þeim hafði þá fjölgað
um rúmlega 12% á einu ári, eða
tífalt meira en þeim sem fæddir
voru hér á landi, sem aðeins íjölg-
aði um 1,2% sama ár. Alls fjölgaði
eriendum ríkisborgurum um 583
manns. Langmest fjölgaði fólki
frá löndum Austur-Evrópu, eða
um 336 manns (úr 424 í 760).
Þar af eru Pólveijar hátt á 5.
hundrað cftir 94% Qölgun á síð-
asta ári. FóUd frá AsíuJöndum
fjölgaði um fjórðung á árinu, í
505 um sfðustu áramót.
Fjöldi eriendra rfldsborgara var
nánast sá sami í árstok 1990 og
tveim iram áður. Verulegur mun-
ur var samt á hvaðan þeir voru.
Fólki frá Norðurlöndunum og
Ameríku hafði þá fækkað talsvert,
en fólki frá Austur-Evrópu og As-
fu og fleirí fjariægum löndum
fjölgaö sem því nam. Og sú þróun
hcfur haldið áfram, þar sem nær
öll fjölgunin mílli 1990 og 1991
er frá þessum svæðum, sem fyrr
segir.
Lítum á nokkur ábcrandi dæmi
um mikla fólksfjölgun á sfðustu
þrem áram:
t
Pófland
Sovétríkln
Tékkóslóvakía
Tæland
Filippseyjar
Víetnam
Kína
Suður-Afríka
1988
Fjöldi:
93
5
8
45
67
16
16
36
1991
FjÖldii
482
43
56
130
133
86
54
77
Fjöldi rfldsborgara þessara sjö
landa hefur því næstum því
iórfaldast á aðeins þrem árum.
sama tímabiii hefur DÖnum
og Svíum fækkað á annað
hundrað manns. Ríkisborgur-
um annarra landa Vestur- Evr-
ópu hefur einnig fækkað í
kringum 10%, mest þó fólki frá
írlandi, Bretlandi og Frakk-
iandi. Fólki (konum) frá Nýja-
Sjálandi hefur líka fækkað töíu-
vert sfðustu þrjú árin, en Nýsjá-
lendingar vora hér 87 um síð-
ustu áramót.
Filippseyjar og Tæland hafa
sérstððu að þvf leyti hvað konur
era í stóram meirihiuta, eða
219 á mótí 44 körlum. Rúmlega
130 þessara kvenna hafa komið
á sl. þrem áram. HEl
Fjölgun
286
1.061
fyrsta af þrem vetrarmótum
hestamannafélagsins Geysis.
í töltkeppni sigraði Hlekkur
Fjólu Runólfsdóttur. Knapi var
Sigríður Theódóra Kristinsdóttir
sem einnig var kjörin var hesta-
íþróttamaður Rangárþings. Annar
varð Dagur Sigurlínar Óskarsdótt-
ur. Knapi; Þormar Andrésson.
Þriðji varð Sokkur Jakobs Hansen.
Knapi Marjolyn Tiepen.
í skeiði sigraði Harpa. Eigandi og
knapi var Bjarni Davíðsson. í öðru
sæti var Einir og í því þriðja Rjúk-
andi.
f keppni unglinga sigraði Kristín
Þórðardóttir á Kolskegg. í öðru
sæti varð Birkir Jónsson á Tvisti
og í þriðja sæti varð Erlendur Ing-
varsson á Stjarna. —sá
Vinnustaðafundir hjá fyrirtækjum borgarinnar:
Framsóknarmömum
bannað að funda
Borgaryfirvöld hafa neitað
þingmönnum og borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins um að
halda vinnustaðafundi hjá Hita-
veitu og Rafmagnsveitu Reykja-
víkur. Gunnar Kristinsson hita-
veitustjóri staðfesti í samtali
við Tímann í gær að ósk um
slíka fundi hafi verið synjað eft-
ir að samráð hafi verið haft við
borgarstjóra um málið.
Að sögn Gunnars Kristinssonar er
það nýmæli að stjórnmálaflokkar
haldi vinnustaðafundi milli kosn-
inga en hins vegar hafi flokkarnir
iðulega vinnustaðafundi hjá fyrir-
tækjum borgarinnar í kosningabar-
áttunni. Gunnar segir að ekki hafi
verið gerð athugasemd við slík
fundahöld íyrir kosningar og því
megi vissulega segja að það sé nýtt
að synja flokki um leyfi til vinnu-
staðafundar. Það sé hins vegar líka
nýtt að halda vinnustaðafundi á
þessum tíma.
Þingmenn Framsóknarflokksins
hafa verið með fundaherferð um
landið að undanförnu og haldið
marga fundi í hverju kjördæmi. í
Reykjavík var hins vegar haldinn
einn stór fundur sem fylgt var eftir
með vinnustaðafundum vítt og
breitt um borgina. Auk einkafýrir-
tækja hafa þingmenn og borgarfull-
trúi fundað á ýmsum ríkisstofnun-
um sem staðsettar eru í borginni og
að sögn Finns Ingólfssonar þing-
manns hefur mönnum verið vel
tekið. Þá hafa þingmenn framsókn-
armanna heimsótt fjölmargar
stofnanir sveitarfélaga á ferðum
sínum um landið og hvergi verið
meinað um vinnustaðafundi.
Ekki náðist í borgarstjóra í gær til
að fá frekari skýringar á fundabanni
framsóknarmanna hjá fyrirtækjum
borgarinnar.