Tíminn - 25.02.1992, Side 5

Tíminn - 25.02.1992, Side 5
Þriðjudagur 25. febrúar 1992 Tíminn 5 r Þröstur Olafsson: Fullveldi í framandi heimi Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði (EES) er beint framhald af meginstefnu íslendinga í utanrflds- málum allt frá lýðveldisstofnuninni. Þessi samningur er, þegar á heildina er litið, hagstæðari okkur en flestir Ég hygg að aldrei hafi verið lögð önnur eins vinna f að halda til haga og treysta einhliða hagsmuni okkar í bráð og lengd eins og f þessum samningum. Þeir liggja nú fyrir í öllum aðalat- riðum. Þetta er sagt þrátt fyrir nei- kvæða afstæðu Evrópudómstólsins til dómsstiga hins evrópska efna- hagssvæðis. Verði samningurinn staðfestur erum við íslendingar orðnir aðilar að og þátttakendur í stærsta og ríkasta markaðssvæði heim. Þetta er mikið tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf - tækifæri sem getur skilað þjóðinni efnahagsleg- um ábata í ríkum mæli, ef rétt er á spöðunum haldið. Þessi samningur er ekki happ- drættisvinningur í sjálfu sér. Hann veitir íslensku framtaki aðgang að Evrópu án þess að þurfa að óttast tollaþvinganir eða að stærri aðilar beiti það samkeppnislegum bola- brögðum. íslensk fyrirtæki munu sitja við sama borð og fyrirtæki sam- keppnislandsins og geta framvegis skipulagt starfsemi sína verandi hluti af stórri markaðslegri heild, í stað þess að standa fyrir utan og starfa í skjóli tollasamninga. Á því er viðskiptalegur reginmunur. Eitt er hefðbundinn innflutning- ur inn á markað. Annað er óhindruð viðskiptastarfsemi á innri markaði með lögbundinni vemd gegn hvers konar þvingunum og bolabrögðum. Þótt íslenskt efnahagslíf taki nokkra áhættu með þessum samningi, þá er sú áhætta ekíd stærri en svo að hægt er að koma í veg fyrir alla stærstu áhættuþættina með eigin löggjöf. Það er hægt með kaup á landi og fjárfestingar í sjávarútvegi og orku- iðnaði. Með beitingu öryggisákvæða á að vera hægt að bægja frá hætt- unni um offjölgun útlendinga hér- lendis. Það sem kalla má að öðm leyti áhættuþátt í þessu samhengi er þátttaka útlendinga í íslensku at- vinnulffi að öðm leyti. Á því em tvær hliðar. Önnur mjög jákvæð, einkum fyrir neytendur, en hin neikvæð ef um er að ræða yfir- töku mikilvægra fyrirtækja. í heimi, sem er á hraðri sammnaleið, er náin og samofin efnahagssamvinna óhjá- kvæmileg og fjarri því að vera óæski- leg. Vegna smæðar okkar verðum við hins vegar ætíð að geta metið áhættu á móti ávinningi. í þetta skipti er matið auðsætt. Áhættan er útreiknanleg og takmörkuð, en ávinningurinn vemlegur og teng- þeir sem á undan eru komnir, enda má segja að við höf- um aldrei fýrr beitt okkur eins haricalega og nýtt okkur markvissa aðstöðu okkar f samfloti þjóða, þar sem hver um sig hafði neitunarvald. ingin við Evrópu utanríkispólitískt nauðsynleg. Þar sem aðildarumsókn að EB af íslands hálfu er ekki á dagskrá, skiptir þessi samningur enga þjóð meira máli en okkur. Verði ekkert úr honum hlýtur hins vegar umræðan um aðild að EB að komast á dagskrá. Það er miklu stærra og vandmeð- famara mál, því þar er um að ræða takmarkaða en þó ótvíræða fullveld- isskerðingu. EES-samningurinn skiptir þjóðir, sem hafa þegar ákveðið eða em u.þ.b. að ákveða inngöngu í EB, mun minna máli en okkur. Og vissu- lega verðum við að vanda vel mat okkar á því hvar hagsmunum okkar verður best borgið, ef við verðum ein eftir í EES eða ein af núverandi með- limum EFTA ásamt nýfrjálsum ríkj- um Austur- Evrópu. En úr því verið er að ræða um hagsmuni, má ekki gleyma því að það er hafið yfir allan vafa að íslensk- ur sjávarútvegur er sigurvegari samninganna. Það sem dregið er að landi fyrir hann er svo ótvírætt og stórt að jafnvel þótt greitt hefði verið fyrir það einhliða 3000 tonna heim- ild af karfa, þá hefði það í reynd ver- ið smámunir. Það hefði vissulega Annar hluti verið afar ósanngjamt, en efnahags- lega hefði það ekki skipt miklu máli. Málflutningur talsmanna sjávar- útvegsins vegna langhalamálsins vakti því vemlega undrun. En samningurinn er ekki bara peningar. Hann tengir Evrópuþjóð- imar saman á sviði viðskipta, sem óhjákvæmilega hlýtur að leiða til betri skilnings þeirra á högum og menningu hvers annars. Slíkt gerir heiminn friðsamlegri, dregur úr tor- tryggni og einstrengingslegum þjóðrembingi, þjóðrembingi sem steypt hefur þessum heimshluta út í fleiri og skelfilegri stríðsátök en aðr- ir heimshlutar hafa þurft að þola. Um þetta er almenn og víðtæk samstaða á meginlandinu. Menn virðast loksins hafa skilið að friður, viðskiptafrelsi og náin samskipti skapa eftirsóknarverðari heimkynni en þjóðrembingur, tollmúrar og skilningsleysi framandi og oft fjand- samlegra nágranna. 2. Við íslendingar eigum enn nokk- uð langt í land með að skilja þessi sannindi. Allir flokkar núverandi stjómarandstöðu hafa einangrunar- stefnu í meira eða minna mæli að leiðarljósi. Þeir klifa sífellt á því að sjálfstæði þjóðarinnar stafi hætta af þessum samningi. Málflutningur flestra andstæðinga samningsins hljóðar í hnotskum þannig að ein- göngu Iokað samfélag, sem girði sig gegn öðrum þjóðum með boðum og bönnum, geti tryggt sjálfstæði þess- arar dvergþjóðar norður í hafsauga. Þeir öfgafyllstu segja að við séum að færa þjóðina aftur fyrir árið 1874 og því þurfi nú að reisa merki Jóns Sig- urðssonar við á ný. Þótt ekki sé hægt að taka þvflíkar öfgar alvarlega, þá situr síst á mér að neita því að sjálfstæði þjóða er eng- inn sjálfgefinn hlutur, sem geti stað- ið af sér hvað sem er. Vissulega verð- um við að huga vel að því að halda fyrirvörum okkar í EES samningn- um vandlega til haga, því haldi þeir ekki gætum við staðið fyrir erfiðum ákvörðunum. f þessu samhengi er nauðsynlegt að skoða vel, hvert sé samhengið á milli sjálfstæðis þjóðríkis annars vegar og alþjóðlegra viðskipta og ná- ins fjölþjóðlegs samstarfs hins vegar. ísland hefur á undanfömum áratug tekið stóraukinn þátt í alþjóðlegu samstarfi. Það hefur tekið á sig margvíslegar skuldbindingar gagn- vart öðmm þjóðum og gerst þátttak- andi í bandalögum þjóða. Nægir þar að nefna Sameinuðu þjóðimar, Átl- antshafsbandalagið, Evrópuráðið og Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA). Þátttaka okkar í flestum þessara al- þjóðasamtaka byggist á sameiginleg- um samningum, sameiginlegri yfir- stjóm og einhverjum sameiginleg- um úrskurðaraðila. Enda er trauðla hægt að sjá hvemig alþjóðlegt sam- starf getur gengið á annan hátt. Þjóðimar hafa ákveðið að í staðinn fýrir þá ávinninga sem alþjóðlegt samstarf getur veitt, séu þær reiðu- búnar að undirgangast gagnkvæmar skuldbindingar í einhverjum mæli. Ef litið er á skuldbindingar út frá þrengra sjónarhomi, má alltaf segja að þær þrengi svigrúm viðkomandi lands til ákvörðunar. ísland getur t.d. ekki lagt tolla á sænskar vörur þótt e.tv. kunni að vera fyrir hendi löngun til þess. Meðan viðkomandi samningur er í gildi er þessi mögu- leiki einfaldlega ekki fyrir hendi. Einhver þröngsýnn maður gæti þannig fullyrt að vissulega skerði þetta lagasetningarmöguleika Al- þingis. Þannig hafi EFTA samning- urinn frá 1970 skert sjálfsákvörðun- arrétt þjóðarinnar. Aðild okkar að mannréttindasáttmála Evrópu gerði það að verkum að einn dómsúr- skurður Mannréttindadómstólsins umtumaði öllu dómskerfinu á ís- landi í kjölfar kæm eins Ianda okkar. Atlantshafssáttmálinn gæti virkað þannig, að við yrðum sjálfkrafa aðil- ar að stríði, sem háð væri fjarri ís- landsströndum. Þannig gætum við haldið áfram að rekja skuldbinding- ar okkar. Það er eðli alþjóðlegra samninga að þeir skuldbinda og þrengja svig- rúm viðkomandi landa til andstæðra ráðstafana. Af hverju erum við þá að undir- gangast, svo ekki séu nú talað um að sækjast eftir, alþjóðlegum samning- um sem þrengja svigrúm stjóm- valda? Við gerum það vegna þess að með samningnum fáum við annað í staðinn sem við teljum mikilvægara. Við erum ekki að láta neitt af hendi einhliða. Sú skoðun hefur verið sett fram að við þurfum að loka okkur af — setja okkur á safn — til þess að geta lifað af sem sjálfstæð þjóð. Slík skoðun er afar varhugaverð. Ég full- yrði að í krafti þátttöku í alþjóðlegu samstarfi hafi fslendingar oft náð ótrúlega sterkri stöðu á alþjóðavett- vangi. Einkum á þetta við um aðild okkar að NATO og EFTA. Breyttar aðstæður í heiminum og endalok kalda stríðsins munu eflaust breyta þessari stöðu íslands. Við munum þurfa í framtíðinni að standa æ meir á eigin fótum í breyttum og fram- andi heimi. TVompin á hendinni eru ekki þau sömu og áður. Þar kemur bæði til endaloka kalda stríðsins og hrun Sovétríkjanna. Það fyrra veikir okkar sterkasta alþjóðlega tromp, sem var aðstaða Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. Hitt er stórauk- inn áhugi Vestur-Evrópu á viðskipt- um í austurveg. í þeim stórhuga fýr- irætlunum og risavöxnu vandamál- um verður staða peðríkis á norður- slóð ekki ýkja sterk. Því skipti okkur öllu máli að styrkja stöðu okkar og áhrif áður en það verður um seinan. Ég hef enn ekki lokið vangavelt- um um hvort auðveldara sé að varð- veita sjálfetæði þjóðarinnar í lokuðu eða opnu samfélagi og í beinu franv haldi af því hvort nýgerður EES- samningur muni skerða til muna sjálfstæði þjóðarinnar og gera okkur að útkjálkaverstöð Evrópusamfé- lagsins. Það er í sjálfu sér ekkert í EES- samningnum sem skerðir völd Al- þingis, framkvæmdavaldsins eða ís- íensks dómsvalds. íslenskir dóm- stólar höfðu ekkert dómsvald yfir ákvæðum þessa samnings og eru því engu að glata. Fátt sannar betur hve einarðlega EFTA-löndin héldu á dómssviði samningsins en úrskurð- ur EB-dómstóIsins. Hver svo sem verður niðustaða þess máls, er nauð- synlegt að úrskurðaraðili um hugs- anlegan ágreining vegna þessa samnings verði sameiginlegur tíl að m.a. koma í veg fýrir að hægt sé að beita okkur rangindum. Réttarör- yggi í hafsjó alþjóðlegra viðskipta er smáþjóð eins og okkur íslendingum afar mikils virði. Þá er það einnig mikilvægt að koma í veg fýrir að tvö jafnhá dómst- ig geti komist að mismunandi nið- urstöðu um sama deiluefhið. Stórþjóðir treysta gjaman á áhrif sín og völd. Smáþjóðir verða að treysta á lög og rétt og eigin þrá- kelkni. Alþingi mun hugsanlega þurfa að breyta vinnubrögðum sín- um eitthvað. Það mun eflaust þurfa að taka mál og málaflokka til meiri frum- og forvinnslu en nú, og draga úr tímafrekum fiölmiðlablæstri, en styrkja þess í stað málefnalega um- ræði og vandaða afgreiðslu mála. Þá er þess að lokum að geta að f samningnum eru skýr uppsagnar- ákvæði sem hægt er að grípa tíl hve- nær sem íslensk stjómvöld ákveða. Það er vissulega erfitt að finna í þess- um samningi ákvæði sem skerða sjálfstæði okkar. En er þá hætta á því að meðvitund þjóðarinnar um eigið sjálfstæði dofni svo alvarlega í kjölfar nánari alþjóðlegra samskipta að löngunin tíl að halda uppi sjálfstæðu íslensku samfélagi hverfi og ísland endi sem fýlki í sameinaðri stór-Evrópu? Minnist kannski einhver sambæri- legra spuminga í framhaldi af inn- göngu landsins í NATO og gerð vam- arsamningsins við Bandaríkin? Við virðumst ekki nær því nú að verða fýlki í Bandaríkjunum en við vorum árið 1955. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður utanríkisrððherra. Ævafom amerísk sköpunarsaga uppgötvuð Bandarískir fomleifafræðingar hafa fundið 3000 ára gamla amer- íska samsvörun við 1. Mósebók, sköpunarsöguna. Þessi uppgötv- un skýrir eina af hinum miklu ráðgátum um Ameríku áður en til komu áhrif Evrópumanna. Sérfræðingum í að ráða helgirún- ir við tvo háskóla í Texas hefur tekist að lesa sköpunarsögu heimsins eins og forfeður þróuðustu ævagamallar menningar á ameríska meginland- inu — Mayamir í Mexíkó og Guate- mala — reiknuðu hana ÚL Sumar rannsóknimar gefa jafnvel tíl kynna að Mayamir kunni að hafa trúað að guðimir hafi skapað mann- kyn og önnur dýr jarðarinnar innan þess sem nútímastjömufræðingar vita að er stjömuklasi í Orion- stjömumerkinu. Ráðningin á hin- um fomu textum Mayanna þýðir að sköpunarsögu Mayanna má skilja aftur í fýrsta sinn í þúsund ár. Tveir fremstu sérfræðingar í Maya-helgirúnum — Linda Schele við Texas-háskóla í Austin og David Freidel við Suður-meþódistaháskól- ann í Dalias — hafa komist að þeirri niðurstöðu að Mayamir hafi haft þá trú að ófullþroskaður alheimurinn hafi orðið til þegar guðimir sköpuðu Orion-stjömuþokuna — daufan rauðlitaðan stjömuklasa í nánd við belti Orion-stjömumerkisins. Þeir álitu stjömuþokuna hinn upphaf- lega loga sem alheimurinn var gerð- ur úr. Hann brann í miðju himnesks eldhólfs, sem myndaðist af þrem himneskum steinum — þrem aðal- stjömunum í stjömumerkinu Ori- on. En á þessu ófullþroska stigi var al- heimurinn aðeins í tveim víddum þar sem himinninn lá flatur ofan á flötu yfirborði jarðar. Með því að leysa fleiri helgirúnir komust dr. Schele og dr. Freidel að því að Mayamir trúðu að himninum og hinum frumuppmnalega loga sköpunarinnar hefði veríð lyft yfir undirstöðuna fýrir tilstilli Vetrar- brautarinnar.Þessi nýja uppgötvun sýnir að hinir fomu Mayar álitu að Vetrarbrautin gegndi tvenns konar hlutverki. í fýrsta lagi sýna myndrúnir fom- leifafræðinganna að Mayamir litu svo á að guðimir hafi notað Vetrar- brautina eins og heljarstórt tré til að lyfta himninum yfir jörðina, og þar með skapað þann þrívíddar alheim sem við þekkjum í stað upphaflegu tveggja vídda útgáfunnar. En því næst hafi Vetrarbrautin, jafriframt því að halda uppi himinhvolfinu, verið notuð sem vegur tíl annars heims—vegur sem prestar gátu far- ið eftir til að ná sambandi við guð- dóminn og aðrir menn fóm um eftir dauðann til að ganga á fund almætt- isins. Þessi vegur gekk undir nafn- inu Xibalbe — „Vegur hinnar ótta- blöndnu lotningar". Hugmyndin um alheimstré — sem mannfræðingar kalla oft jarðar- tré — sem tengdi mismunandi þrep alheimsins, þekkist víðar en meðal Maya. Heildarhugmyndin — mið- punktur eldgamals trúarkerfis sem gengur undir nafriinu shamanismi — var fýrir hendi og er enn fýrir hendi á öðrum stöðum í Ameríku og einnig Asíu, og átti jafnvel sína blómatíma í norðlægari Skandi- navíu allt fram á 18. öld. Því er það að Vetrarbrautampp- götvun Mayanna varpar ljósi á sér- Frá David Keys fomleifafræöingl, fréttaritara Timans f London lega margbrotið afbrigði margra skyldra trúarkerfa sem í eina tíð mátti finna víða um heim. Enn iðka margar milljónir manna í 15 lönd- um í Suðaustur-Asíu, Austurlönd- um fjær og Ameríku einhvers konar shamanisma. Helgirúnimar sem hafa leitt í ljós Orion-stjörnuþokunnar/Vetrar- brautarinnar útgáfu af sköpuninni, er að finna á tveim þéttskrifuðum steinum — sem báðir em í rústum ævagamalla Mayaborga, önnur er við Quirigua í Guatemala, hin í Pa- lenque í Mexíkó. Samkvæmt trú eins eftirlifandi Indíánaættbálks á þessum slóðum, var allt lff manna, svo og annað lff, í reynd skapað í Orion. Dr. Schele segir að þessi nýja upp- götvun muni gerbreyta viðhorfi fræðimanna við athuganir á al- heimsmynd og stjömufræði Maya. Hún muni færa skilning á mörgum tíl þessa torskildum hliðum goða- fræði Maya. „Mayamir vom frábærir stjömufræðingar sem gáfu ná- kvæman gaum að smáatriðum," segir dr. Schele. ,Að komast aftur að því á hvem hátt þeir túlkuðu stjömufræðilegar uppgötvanir sínar og á hvem hátt þeir hugsuðu sér upphaf alheimsins okkar er hreinlega aleinkennilegasta ævintýri sem ég hef nokkm sinni lent í við uppgötvun," segir hún.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.