Tíminn - 06.03.1992, Qupperneq 3

Tíminn - 06.03.1992, Qupperneq 3
Föstudagur 6. mars 1992 Tíminn 3 Bygging 24 þjónustuíbúða fyrir aldraða á Selfossi: Ármannsfell fékk verkið Byggingamefnd íbúða aldraðra á Selfossi hefur ákveðið fyrir sitt leyti að ganga að tilboði Ármannsfells hf. en fyrirtækið átti lægsta tilboð í bygg- ingu 24 þjónustuíbúða fyrir aldraða sem rísa munu á Seifossi. Bæjarstjóm á eftir að staðfesta ráðagerð byggingaraefndarinnar. Tíu tilboð bárust í byggingu íbúð- anna. Það lægsta kom frá Ármanns- felli hf. og hljóðaði upp á 176,8 millj- ónir króna. Það næstlægsta kom frá fyrirtækjunum Selósi og Samtaki og var upp á 183,2 milljónir kr. Flest til- boðin komu frá verktökum á Sel- fossi. Allmikil umræða hefur verið um til- boð Ármannsfells og margir talið eðlilegt að heimamenn fengju verkið þar sem byggingariðnaðnum á Sel- fossi veitti ekki af vítamínsprautu. Þess má geta að nú er aðeins einn byggingarmaður á atvinnuleysisskrá á Selfossi og nokkur þensla í þessum geira. Framkvæmdastjóri Ármanns- fells, Ármann Öm Ármannsson, hef- ur lýst því yfir að hann hafi helst áhyggjur af því að fá ekki menn til starfa við þessar framkvæmdir. Hann segir að það sé stefna fyrirtækisins að ráða heimamenn til þeirra. —sbs, Selfossi Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélags íslands greinir fréttamönnum frá góðri afkomu félags- ins á síðasta ári. Aðalfundur Eimskipafélags íslands: Þórunn Gestsdóttir afhendir Halldóri Sigurðssyni blómvönd í til efni útnefningar hans sem Ferðafrömuður ársins 1991. Eimskip græddi rúmlega hálfan milljarð í fyrra Halldór Sigurðsson í Atlantsflug hf. útnefndur ferða- frömuður ársins. Dómnefnd segir: Atlantsflug hefur lækkað fargjöldin Halldór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Atlantsflugs hf., er ferðafrömuður ársins 1991, en val þess aðila sem hlýtur nafnbót- ina var kynnt í vikunni. Það er tímaritið Farvís-Áfangar sem stendur fyrir valinu í annað sinn. í hófi þar sem þetta var kynnt sagði Þórunn Gestsdóttir, útgef- andi og ritstjóri Farvíss-Áfanga, að Halldór og fyrirtæki hans hefðu verið leiðandi á þeirri braut að lækka flugfargjöld. Slík þróun væri nauðsynleg í ljósi samrunans í Evrópu. Á síðasta ári hefðu 76 þúsund farþegar flogið með vélum Atlantsflugs víða um veröldina. Hingað til lands hefðu komið á vegum félagsins um sjö þúsund farþegar og þúsundir íslendinga hefðu farið utan með sömu vélum — á lægri fargjöldum en áður hefðu gilt. í stuttu ávarpi þakkaði Halldór Sigurðsson fyrir þann heiður sem sér væri sýndur um leið og hann minnti á að sá árangur sem fyrir- tæki hans hefði náð væri honum ekki einum að þakka heldur fjölda góðra samverkamanna sem hefðu langa reynslu að baki á vettvangi flugmála. -sbs, Selfossi. Á síðasta ári varð hagnaður af reglulegri starfsemi Eimskipafélags íslands 525 miljjónir króna, en var 295 milljónir árið áður. Á aðalfundi fyrirtækis- ins, sem ’ áldinn var í gær, var ákveðið að greiða hluthöfum 15% arð og gefa út jöfnunarhlutabréf sem hækkar hlutaféð um 10%. Forstjóri fyrir- tækisins reiknar ekki með jafngóðri afkomu á þessu ári og segir að gæta verði aðhalds í rekstri. Reiknað er með að fjárfestingar á þessu ári verði inn- an við 500 milljónir, en þær vom tæplega 1,5 milljarður á síöasta ári. Árið 1991 námu rekstrartekjur Eimskips 8.026 milljónum króna, en voru 7.306 milljónir króna árið 1990. Aukning á milli ára er því 10%, þ.e. um 2% raunaukning, þeg- ar miðað er við hækkun byggingar- vfsitölu ársins 1990 til meðaltals 1991, sem er 7,75%. Arðsemi eigin fjár var 10% á síðasta ári sem eru 1% minna en á árinu 1990. Hagnað- ur sem hlutfall af rekstrartekjum var 4,9%, sem er eilítið meira en á síðasta ári. Starfsmenn Eimskips í fyrra voru 813 og fjölgaði um 81. Á síðasta ári greiddi Eimskip 184 milljónir í tekju- og eignaskatt. Árið 1990 greiddi fyrirtækið hins vegar 388 milljónir í skatta. Skýringin á þessum mismun er að á síðasta ári keypti Eimskip skattalegt tap. Eim- skip greiddi rúmar 57 milljónir í að- stöðugjald á síðasta ári. Heildarflutningar Eimskips og dótturfélaga þess árið 1991 voru 937 þúsund tonn, en þeir voru 993 þús- und tonn árið 1990. Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskipa, sagði að á þessu ári væri reiknað með að flutningar á vegum félagsins minnk- uðu um 10%. Hann sagði að afkom- an á síðasta ársfjórðungi síðasta árs hefði ekki verið nægilega góð og tæplega væri hægt að gera ráð fyrir jafngóðri afkomu á þessu ári og á því síðasta. Hörður sagði að dregið yrði úr fjárfestingum á þessu ári. Fjár- festingar á síðasta ári voru 1.433 milljónir og 1.874 á árinu 1990, en reiknað er með að fjárfestingar á þessu ári verði innan við 500 millj- ónir. Eigið fé Eimskips var í árslok 4,4 Málverk Gallerí Borg heldur listmunaa- uppboð í samvinnu við Listmuna- uppboð Sigurðar Benediktssonar hf. nk. sunnudagskvöld í Súlna- sal Hótel Sögu. Uppbjóður verður Haraldur Blöndal. Boðin verða upp um 90 verk sem flest eru eftir þekktustu listamenn þjóðarinnar. Af þeim yngri má nefna Kristján Davíðsson, Hring Jóhannesson, Hafstein Austmann, Jóhannes Geir og Jón Reykdal. Af hinum eldri má nefna Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Jón Engilberts, Louisu Matthías- dóttur, Valtý Pétursson, Mugg, Snorra Arinbjamar, Kristínu Jónsdóttur, Svavar Guðnason, Þórarin B. Þorláksson og Gunn- laug Blöndal. Uppboðsverkin verða til sýnis í Gallerí Borg við Austurvöll kl 14-^ 18 í dag, morg- un og sunnudag. og listmunir meistaranna Módei með spegil eftir Gunnlaug Blöndal verður m.a. boðin upp á sunnudagskvöld. Myndin er máluð í París 1930. milljarðar og hafði hækkað um 360 milljónir milli ára. Eignir fyrirtæk- isins í árslok voru röskir 10 milljarð- ar og hækkuðu um 1,4 milljarða milli ára. Að jafnaði er gerð könnun á söluverði eigna fyrirtækisins við hver áramót. Um síðustu áramót reyndist munur á bókfærðu verði og markaðsverði vera rúmlega 1,4 milljarðar. Skipin reyndust vera 877 milljónum verðmætari en bókfært verð segir til um og hlutabréf 576 milljónum verðmætari. Að sögn Harðar Sigurgestssonar er vaxtarbroddur Eimskipa í dag flutn- ingastarfsemi erlendis. Á síðasta ári voru tekjur fyrirtækisins af þessum flutningum 1.106 milljónir króna og nemur sú upphæð um 14% af rekstrartekjum fýrirtækisins. Þessi flutningsþjónusta fer fram á vegum dótturfélaga og skrifstofa Eimskips erlendis. Á árinu voru starfsmenn Eimskips og dótturfélaga þess er- lendis að jafnaði 129, þar af 15 ís- lendingar. Árið áður voru starfs- menn félagsins erlendis að jafnaði 49. Eimskip rekur nú sjö eigin skrif- stofur erlendis. Hörður sagði að Eimskip vilji halda áfram að byggja upp þessa starfsemi erlendis hægt og bítandi. Þrátt fyrir að vel gangi að byggja þetta upp muni fyrirtækið ekki fara út í neina ævintýra- mennsku á þessu sviði. í byrjun síðasta árs var gengið frá kaupum Eimskipa á umboðs- og flutningaþjónustufyrirtækinu MGH Ltd. Það fyrirtæki er með skrifstofur í Immigham, Hull, Felixstowe og Li- verpool og auk þess í Riga í Lettlandi þar sem það annast flutningsmiðlun og umboðsafgreiðslu fyrir skipafé- lög. Þá hefur verið lögð áherslu á að byggja upp starfsemi félagsins á Ný- fundnalandi og Færeyjum. Hörður sagði að Eimskip stefni að því að víkka starfssvið sitt á næstu árum þar sem takmarkaðir vaxtar- möguleikar eru á íslandi í þeirri flutningastarfsemi sem hér er stunduð. Hann sagði að það væri óráðið á hvaða sviðum það yrði. Eimskip hefur það að markmiði að koma á altækri gæðastjómun í rekstri félagsins. Talsvert hefur verið gert í þessu á síðustu misserum og hafa verið stofnaðir vinnuhópar inn- an félagsins til að takast á við ýmis verkefni sem lúta að auknum gæð- um. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.