Tíminn - 06.03.1992, Side 8
8 Tíminn Föstudagur 6. mars 1992
Hermann Guðmundsson
Fæddur 15. júní 1914
Dáinn 27. íebrúar 1992
Fimmtudaginn 27. febrúar sl. lést á
Borgarspítalanum í Reykjavík Her-
mann Guðmundsson, fv. fram-
kvæmdastjóri íþróttasambands ís-
lands, á 78. aldursári. Með Hermanni
er horfinn af sjónarsviðinu einn lit-
ríkasti persónuleiki í forystuliði ís-
lensku íþróttahreyfingarinnar um
langt árabil. Þegar litið er yfir starfs-
vettvang þessa dugmikla félagsmála-
manns er ljóst að verkalýðshreyfing-
in og íþróttahreyfingin eiga þar mest
aú þakka, þótt víðar hafi hugur og
hönd verið lögð að verki.
Við samherjarnir í íþróttahreyfing-
unni gerum okkur Ijóst hversu mik-
ils virði það var að hafa hann í for-
ystuliði ÍSÍ á mesta og farsælasta
mótunarskeiði samtakanna. Ég hygg
að á engan sé hallað, þótt það sé við-
urkennt að Hermann Guðmundsson
hafði mesta og besta yfirsýn yfir lög
og leikreglur hreyfingarinnar, enda
átti hann ásamt fleirum stóran þátt í
gerð þeirrar löggjafar. Hermann var
dverghagur handverksmaður og
listaskrifari. Vakti það aðdáun okkar,
sem með honum unnum, hvernig
skjölum og öðrum skráðum heimild-
um var til haga haldið á hans vinnu-
stað, og hygg ég að ÍSÍ muni njóta
þess um langa framtíð.
Fyrstu minningar mínar um þenn-
an eftirminnilega samferðamann eru
af æskustöðvunum í Hafnarfirði, og
kannski naut ég þess alla tíð á sam-
eiginlegum starfsvettvangi að við
töldum okkur samsveitunga. í ferð-
um okkar á héraðsþing og aðrar sam-
komur ungmenna- og íþróttafélaga
var Hermann alltaf hinn trausti
skipuleggjari sem allir tóku mark á.
Hann var líka afburða snjall fundar-
maður og ræðumaður svo af bar. Við,
sem yngri vorum, gerðum okkur far
um að læra af þessum góða og
trausta félaga. TYaustur vegna þess að
hann kom alltaf til dyranna eins og
hann var klæddur og var óragur að
gagnrýna það sem hann taldi betur
mega fara. TYaustur vegna þess að
hann bar ætíð virðingu fyrir sam-
keppnisaðilum á hvaða starfsvett-
vangi sem var og taldi, eins og sönn-
um íþróttamanni sæmir, að öll heið-
arleg samkeppni væri ekki einasta
æskileg, heldur líka skemmtileg.
Þess vegna naut hann hverrar stund-
ar í störfum sínum fyrir íþróttahreyf-
inguna og var ætíð glaður á að hitta.
í mínum augum leit Hermann eins
út frá því fyrsta til þess síðasta er
fundum okkar bar saman. Hann bar
aldurinn vel, teinréttur og snöggur í
hreyfingum, snyrtimenni, sem sagt
talandi ímynd hins sanna íþrótta-
manns. Þessar fáu línur mínar eru
ekki eftirmæli, heldur fátækleg
kveðjuorð til samherja sem ég mat
mikils og á margt að þakka.
Heimabær okkar Hafnarfjörður hef-
ur misst einn af sínum bestu sonum,
mann sem setti svip á bæinn, mann
sem markaði varanleg spor í félags-
málasögu þjóðarinnar.
Eiginkonu Hermanns, Guðrúnu
Ragnheiði Erlendsdóttir, og aðstand-
endum öllum og vinum sendum við
Hildur innilegar samúðarkveðjur.
Hafsteinn Þorvaldsson
Kveðja frá ungmermafélags-
hreyfíngunni
Ég var mjög sleginn þegar mér voru
færð þau tíðindi á fimmtudagsmorg-
un að vinur minn, Hermann Guð-
mundsson, hefði látist um nóttina.
Ég hafði hitt Hermann fyrir örstuttu,
hressan að vanda. Hermann hafði
auðvitað elst að árum, var kominn á
78unda árið, en sá sem ekki vissi um
aldurinn og þekkti ekki til, hefði í
ágiskunum ekki farið mikið yfir 60
árin. Þannig var útlitið, krafturinn og
andinn.
Kynni okkar Hermanns urðu býsna
löng, og efldust eftir að ég tók við for-
mennsku hjá UMFÍ árið 1979. Þá var
Hermann framkvæmdastjóri ÍSÍ og
hélt því áfram næstu 6 árin; eftir það
vann hann að ýmsum verkefnum fyr-
ir ÍSÍ. Þetta leiddi til þess að vegir
okkar lágu víða saman, á ýmsum
fundum, þingum og ráðstefnum. Það
tókst með okkur vinátta sem aldrei
bar skugga á. Við fórum ýmsar fund-
arferðir saman út á land, oft tveir
saman í bfl. Það var gaman að ferðast
með Hermanni, hann var hafsjór af
fróðleik og kunni þá Iist best að segja
frá þannig að atburðir urðu líflegir
og skemmtilegir. Það var rætt um
íþrótta- og félagsstarfið, þar sem 30
ára reynsla sem framkvæmdastjóri
ÍSÍ, auk annarra félagsstarfa höfðu
fært honum meiri þekkingu á þessu
sviði en nokkrum öðrum manni sem
ég hef kynnst. Hermann sagði oft frá
baráttu sinni í verkalýðshreyfing-
unni, frá pólitískri reynslu sinni. Þar
var þekkingin mikil, enda hafði hann
bæði verið þingmaður ojg í forystu
öflugs verkalýðsfélags. Eg minnist
þess aldrei að mér hafi leiðst í ferðum
með Hermanni og hlakkaði ætíð til
þeirra ferða þar sem við vorum ferða-
félagar.
Á þingum héraðssambanda var Her-
mann aufúsugestur, enda vel þekktur
og kynntur meðal ungmennafélaga.
Það báru allir virðingu fyrir Her-
manni, hann var ólatur að mæta hvar
sem hans var þörf. Hann ræddi mál-
efni ÍSÍ og störfin í héruðunum af
mikilli þekkingu og var óspar að
grípa inní, ef honum þótti einhver
mál ætla að lenda í ógöngum. Hann
var mikið spurður og átti ætíð svör.
Það kom fyrir að Hermann hækkaði
róminn örlítið og fann að, þegar hon-
um sýndist rangt að farið. En slík
persóna var Hermann að aldrei fyrt-
ist neinn við, heldur lögðu menn við
hlustir og tóku mark á því sem sagt
var.
Það er stundum sagt að menn eigi
ekki að vera of lengi í sama starfi eða
vera of lengi í félagslegri forystu.
Hermann var gott dæmi um að slíkar
vangaveltur eiga ekki alltaf rétt á sér.
Það dró aldrei úr áhuganum, víðsýn-
inni og dugnaðinum. Það eina, sem
breyttist, var að það bættist í stóran
reynslusjóð.
Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að
hafa fengið að kynnast Hermanni
Guðmundssyni, hugsjónum hans og
áhugamálum. Hann var maður sem
hægt var að dá og þykja vænt um. Á
þessari stundu vil ég flytja þakkir frá
ungmennafélagshreyfingunni fyrir
starfið og fómfysina. Það geri ég fyrir
hönd þúsunda ungmennafélaga um
allt land, sem kynntust Hermanni á
lön^um starfsferli.
Eg sendi fjölskyldunni samúðar-
kveðjur frá ungmennafélögum. Megi
minningin um góðan dreng verða
vinum og vandamönnum styrkur við
skyndilegt og ótímabært fráfall.
Pálmi Gíslason,
formaður UMFÍ
Hinsta kveðja frá
Öldrunarsamtökunum Höfn
Hermann Guðmundsson í Hlíf er
látinn. Hafnarfjörður stendur hníp-
inn í sorg sinni. Einn af bestu sonum
hans hefur kvatt og haldið yfir landa-
mærin miklu. Eftir stendur skarð,
sem vandfyllt verður.
Það kom okkur stjórnarmönnum í
Öldrunarsamtökunum Höfh í opna
skjöldu, þegar okkur barst sú frétt, að
félagi okkar og samstarfsmaður, Her-
mann Guðmundsson, hefði látist á
Borgarspítalanum fimmtudaginn 27.
febrúar s.l. á 78. aldursári.
Bara daginn áður hafði hann verið
hjá okkur að fjalla um verkefni fé-
lagsins, fullur áhuga og starfsgleði,
glaður og reifur að vanda. Stundum
dregur óvænt ský fyrir sólu.
Hermann Guðmundsson átti heitan
hug og hreint hjarta. Það birtist bæði
í orðum hans og gerðum. TUngutak-
ið var hiklaust og eldur hugsjóna,
mannúðar og manngildis logaði glatt
að baki orða hans og athafna. Þannig
þekktum við félagsmála- og baráttu-
manninn Hermann Guðmundsson.
Hafnaríjörður, íslensk verkalýðs- og
íþróttahreyfing eiga honum mikið að
þakka. Hafnfirðingar, eldri sem
yngri, horfa á eftir Hermanni Guð-
mundssyni með söknuði í þakklátum
hug og með mikilli virðingu.
Margir munu verða til þess að
minnast Hermanns Guðmundssonar
og rekja æviferil hans, fjölþætt störf
og mannkosti. Hér verður ekki um
slíka minningargrein að ræða. Að-
eins hinsta kveðja og þökk frá Öldr-
unarsamtökunum Höfn í Hafnar-
firði.
Við þökkum honum ágætan hlut
hans í bemskuskrefum félagsins í
viðleitninni að búa öldruðum góða
framtíð í upprísandi húsnæði félags-
ins á Sólvangssvæðinu. Þar sem ann-
ars staðar reyndist Hermann röskur
og ráðhollur, áhugasamur og úr-
ræðagóður, — félagi sem seint
gleymist.
Við kveðjum Hermann Guðmunds-
son með mikilli virðingu og þökk.
Minningin um góðan dreng Iifir og
lýsir fram á veginn. Við geymum
hana með sjálfum okkur. Og í hvert
sinn sem við minnumst Hermanns
Guðmundssonar, orða hans og verka,
verðum við betri menn en áður.
Slíkra manna er gott að minnast.
Ekkju hans, Guðrúnu Ragnheiði Er-
lendsdóttur, svo og ástvinum hans og
vandamönnum öðrum, sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Hafnar,
Hörður Zóphaníasson,
Haukur Helgason,
Kristján Guðmundsson,
Skarphéðinn Guðmundsson
og Þorbjörg Samúelsdóttir
110
110
Kópavogur
Skrifstofan að Digranesvegi 12 veröur framvegis opin á laugardögum kl. 10.00-
12.00.
Lítiö inn og fáiö ykkur kaffisopa og spjalliö saman.
Framsóknarfélögin i Kópavogl.
Hafnarfjörður
Skrífstofa Framsóknarfélaganna aö Hverfisgötu 25, er opin alla þriðjudaga
frá kl. 17.00-19.00.
Lítið inn í kafíi og spjall.
Framsóknarfélögin i Hafnarfirðl.
Selfoss — Nærsveitir
Félagsvist
Fjögurra kvölda keppni veröurspiluð að Eyrarvegi 15 þriöjudagskvöldin 3., 10. og
17. mars, kl. 20.30.
Kvöldverðlaun — Heildarverölaun.
Nú gefst vel á góu. Allir velkomnir, yngri sem eldri.
Framsóknarfélag Selfoss
Rangæingar —
Félagsmálanámskeið
Framsóknarfélag Rangæinga efnir til félagsmálanámskeiös á Hvolsvelli, laugardag-
inn 7. mars kl. 10-18, ef næg þátttaka fæst.
Kennd verða undirstööuatriði fundarskapa og ræðumennsku.
Leiöbeinandi veröur Isólfur Gylfi Pálmason.
Upplýsingar og skráning hjá Guömundi Svavarssyni, s. 78777 og 78230. Allir vel-
komnir.
Framsóknarfélag Rangæinga
Kópavogur — Aðalfundur
Laugardaginn 14. mars n.k. kl. 14.30 veröur settur og haldinn aðalfundur
Framness hf. i húsi félagsins að Digranesvegi 12.
Dagskrá samkvæmt 16. grein félagslaga.
Stjómin.
Akurnesingar
Bæjarmálafundur veröur haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn
7. mars kl. 10.30.
Bæjarmélaráð.
Ræðunámskeið
fyrir byrjendur
Landssamband framsóknarkvenna býður upp á ræðunámskeið fyrir byrjendur
á mánudögum og miövikudögum aö Hafnarstræti 20 I Reykjavlk. Hámarksfjöldi
10 þátttakendur.
Námskeiðiö hefst miðvikudaginn 11. mars kl. 20, stendur til kl. 22.30 og veröur alls
4-5 kvöld.
Kennd veröa undirstöðuatriöi í ræðumennsku.
Kennari veröur Katrin Yngvadóttir.
Innritun ferfram á skrifstofu Framsóknarflokksins aö Hafnarstræti 20, sími 624480.
Þátttökugjald kr. 3000.
Framkvæmdastjóm L.F.K.
UMFERÐAR
RÁÐ
Höfum flutt skrifstofu okkar að Borgartúni 33.
Nýr sími: 622000.
Nýtt póstnúmer: 150 Reykjavík.
Umferðarráð
Hveragerði
Tíminn hf. óskar eftir umboðsmanni í
Hveragerði.
Upplýsingar í síma 686300.
Tíminn hf.
LEKUR : ER HEDDIÐ
BLOKKIN? : SPRUNCIÐ?
Viðgerðir á öllum heddum og blokkum.
Plönum hedd og blokkir — rennum ventla.
Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða.
Viðhald og viðgerðir á iðnaöarvélum — járnsmíði.
Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar
Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin—Sími 84110
Prjónasala
Sala á prjónafatnaði verður í Sóknarsalnum,
Skipholti 50 A, laugardaginn 7. mars n.k. kl. 10-
17.
Vélprjónakonur.