Tíminn - 17.03.1992, Síða 8

Tíminn - 17.03.1992, Síða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 17. mars 1992 ■GH MINNING I -------- Vilhj álmur Guðmundsson ^ frá Gerði Fæddur 21. ágúst 1900 Dáinn 10. mars 1992 Andlátsfregn Vilhjálms Guðmunds- sonar firá Gerði kom engum á óvart. Hann hafði lifað langa ævi og mátt reyna margt á lífsleiðinni. Lengi hafði hann verið rúmliggjandi á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði í Höfn og beðið þess sem koma skal. Hann kvartaði ekki yfir hlutskipti sfnu og tók því af sama æðruleysi og hafði einkennt allt hans líf. Vilhjálmur fæddist á Skálafelli í Suðursveit 21. ágúst aldamótaárið. Það var bjart yfir landinu þetta sum- ar. Svo virðist sem þá hafi þjóðin fundið á sér að það væri að birta til í sögu hennar. Hátíðarhöld voru um allt land og í stað tómlætis öðlaðist þjóðin smátt og smátt sjálfsöryggi og fékk trú á framtíð sinni og var þess fullviss að hún væri fær um að glíma við þau mörgu mál sem til úrlausnar voru. Þessi hugsun kemur glöggt fram í aldamótaljóðum Einars Bene- diktssonar: Öld! Kom sem bragur með lyftandi lag og leiddu oss upp í þann sólbjarta dag. Láttu oss tómlæti í tiirmning snúa, í trú, sem er fcer þar, sem andinn ei nær. Því gullið sjálft veslast og visnar í augum þess vonlausa, trúlausa, dauða úr taugum. Það var í þessu andrúmslofti sem Vilhjálmur kom í þennan heim. Andi þessa Ijóðs einkenndi líf hans og störf. Foreldrar hans voru Sigríður Aradóttir frá ReynivöIIum í Suður- sveit og Guðmundur Sigurðsson frá Borg á Mýrum. Vilhjálmur var næstyngstur af 13 systkinum. Hann var í foreldrahúsum til 13 ára aldurs, en þá fór hann í vist að Selbakka á Mýrum til Jóhönnu systur sinnar þar sem hann var í 10 ár. Vilhjálmur gleypti fljótt í sig anda aldamótakyn- slóðarinnar. Þrátt fyrir kröpp kjör ákvað hann að Ieita sér mennta og búa sig sem best undir lífið. Hann fór norður í Eyjafjörð og var hjá séra Gunnari Benediktssyni í Saurbæ um nokkurt skeið. Hann hreifst eins og margir aðrir af skólamanninum Jón- asi Jónssyni frá Hriflu, sem hafði bar- ist manna harðast fyrir því að efla al- þýðumenntun í landinu. Hann fór í Samvinnuskólann haustið 1924 og útskrifaðist þaðan vorið 1926. Að loknu námi ákvað Vilhjálmur að fara til vinnu í allt öðrum landshluta og var hjá Kaupfélaginu á Þórshöfn um tveggja ára skeið. Þar líkaði honum vel að vera, en æskustöðvarnar tog- uðu í hann, þótt aðstæður væru þar um margt erfiðar. Áður en hann fór í skóla hafði hann kynnst Guðnýju Jónsdóttur frá Flatey á Mýrum. Þótt hann hefði mikinn áhuga á að afla sér nýrrar reynslu, þá er áreiðanlegt að Guðný átti hug hans og hann ákvað því að snúa heim, en þau giftust sumarið 1928. Fyrstu tvö árin bjuggu þau í Flatey, en síðan lá leið þeirra að Haukafelli á Mýrum. Nú er í Hauka- felli unaðsreitur Skógræktarfélags Austur-Skaftfellinga þar sem skógi hefur verið plantað í stórkostlegri náttúru, en í þá daga var aðkoman með öðrum hætti. Ræktað land var þar lítið sem ekkert og var heyskapur afar erfiður. Ekki bætti úr skák stöð- ugur ágangur vatna og eftir nokk- urra ára búskap fluttu þau aftur í Flatey um nokkurt skeið. Á þessum árum tók Vilhjálmur þátt í félagsmálum á Mýrum og þau fylgdu honum ávallt síðan. Hann var þar bamakennari um skeið og sat í hreppsnefnd frá 1930-1938. Hann var mikill áhugamaður um málefni Kaupfélags Austur-Skaftfellinga og einlægur samvinnumaður. Árið 1931 var hann kjörinn endurskoðandi Kaupfélagsins og vann við það um áratuga skeið. Því starfi sinnti hann af mikilli trúmennsku og samvisku- semi, eins og einkenndi öll önnur störf hans. Á árinu 1938 urðu mikil þáttaskil í lífi þeirra hjóna. Þá keyptu þau jörð- ina Gerði í Suðursveit og fluttust þangað með fjölskyldunni þá um vor- ið. I Gerði lifðu þau Guðný og Vil- hjálmur áreiðanlega bestu ár ævi sinnar. Þar undu þau vel og byggðu þar upp af miklum dugnaði. Þar var hann virkur í félagsmálum og sinnti mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sýslu. Ég átti því láni að fagna að dvelja í nokkur sumur hjá þeim hjónum. Þótt íbúðarhúsið væri ekki stórt, var þar nóg rúm fyrir alla og þar ríkti gleði, vinnusemi og bjartsýni. Guðný gekk til vinnu sinnar af miklum krafti og það lék alit í höndunum á henni. Hún var glaðvær, fljótvirk og taldi ekkert eftir sér. Þótt heimilið væri stórt, þá var hún komin í störf úti við ef eitthvert hlé gafst. Samband hennar og Vilhjálms var mjög kært og þau létu sér annt um alla sem til þeirra komu. Á þessum árum var Suðursveitin einangruð. Menn voru heilan dag að fara til Hafnar í Homafirði og lítil samskipti voru milli Suðursveitar og Öræfa. Allt heimilishald einkenndist af þessum staðreyndum, en í Gerði var ávallt nóg af öllu og þar gátu þau búið fjölskyldunni gott heimili. Vil- hjálmur hafði yfirleitt ekki mörg orð um hlutina. Hann gekk til sinna starfa þögull og ákveðinn. Þess í milii var hann glaður og hafði gaman af að segja frá ýmsu sem hann hafði kynnst á lífsleiðinni. Hann var áhugasamur um allan fróðleik og í tómstundum, sem voru fáar, grúsk- aði hann allmikið í ættfræði. Það er algengt í Skaftafellssýslu að margir bæir standa í sama túni. Næstu bæir við Gerði og í sama túni eru Hali og Breiðabólstaður. Mikil samvinna var á milli þess fólks, sem þarna bjó, um margvíslega hluti. Vél- ar voru að hluta til sameiginlegar. Heyskapur, garðrækt, silungsveiði og jafnvel sjósókn var stunduð í sam- vinnu. Mikill samgangur var á milli bæjanna og samvinna eins og best verður á kosið. Á Breiðabólstað bjó Þórhallur Bjarnason, sem var stór maður, mikill vexti, ákaflega hlýr og í góðu jafnvægi eins og flestir á þess- um slóðum. Á Hala var Steinþór Þórðarson, sem var landskunnur fyr- ir óvenjulega frásagnarhæfileika og haföi áhuga á öllu sem til framfara horfði. Steinþór segir svo um sam- skipti þeirra: „En ef vafi þótti um eitt- hvað sem ráðslagið var um var mál- inu skotið undir úrskurð Þórhalls. Hann var maður réttsýnn og góð- gjam og vildi hvers hlut bæta og því síst stofna til vandræða. Þess vegna hlýddu grannamir hans úrskurði og vom ánægðir. Svona var sambúðin á meðan Vilhjálmur og hans fjölskylda bjó í Gerði. Hún var sannarlega til fyrirmyndar og öllum sem að stóðu til ánægju." Þótt þessar þrjár kempur væm húsbændur á heimilum sínum, vom það ekki síst börn þeirra og aðrir heimamenn sem sáu um verkin. Það var greinilegt að þeim var öllum mik- ið ánægjuefni að sjá börn sín taka við búskapnum og finna að samvinna innan heimilanna og á milli þeirra gekk vel fyrir sig. Vilhjálmur og Guðný eignuðust sex börn, sem öll erfðu dugnað og myndarskap foreldranna. Synimir vom Halldór, Gunnar og Sigurður, en dæturnar Sigríður, Heiður og Guðbjörg. Það var mikið reiðarslag og áfall fyrir heimilið þegar Gunnar dmkknaði við silungsveiðar í ósnum við Breiðabólstaðarlón árið 1965. Gunnar var hvers manns hugljúfi og var mjög líkur móður sinni í skapi og hreyfingum. Hann var glaðvær og alltaf fljótur til verka, ef eitthvað þurfti að gera. Hann átti marga vini og var umhyggjusamur við alla sem í kringum hann vom. Það var gaman að vera með honum, hvort sem var við störf heima við, veiðar eða þegar hann var að brjótast yfir vötn á her- tmkk sem hann átti. Upp úr þessu flytja þau Vilhjálmur og Guðný á Höfh og komu sér þar ágætlega fyrir, en áföllin urðu fleiri. Árið 1967 lést Sigurður sonur þeirra af slysförum við vinnu á Höfn. Sig- urður hafði dvalist lengst af í Flatey hjá móðurfólki sínu og varð fráfall hans mikið áfall fyrir fjölskyldurnar frá Gerði og í Flatey. Þau hjónin bám sorgina vel, enda trú þeirra mikil og vissa um annað tilvemstig. Þau höfðu þroskast af harðri lífsbaráttu og voru vön að taka því sem bar að Fyrir utan hina föstu frímerkja- klúbba, sem starfa í Landssambandi íslenskra frímerkjasafnara og þessi þáttur fær sjaldan eða aldrei fréttir frá, hafa þættinum borist ánægju- legar fréttir af mikilli fjölgun frí- merkjaklúbba í landinu. Meðal annars leggjast æska og elli á eitt um að skemmta sér við frí- merkjasöfnun. Klúbbamir em sem hér segir: 1) Frímerkjaklúbbur aldraðra, að Vesturgötu 7,101 Reykjavík. Þetta er klúbbur eldri borgara, sem hittist þarna á hverjum mánudegi. Klúbb- urinn mun hafa hafið starfsemi sína árið 1990. Formaður er Vilhjálmur Halldórsson. 2) Frímerkjaklúbbur Æskunnar, Pósthólf 18, 510 Hólmavík, er í raun framhald af fyrri klúbbnum, sem var endurvakinn 1990. Núna em um 50 félagar og mikið skrifast á. 3) íslenskir Mótívsafnarar, Póst- hólf 1232, 121 Reykjavík. Þessi klúbbur var stofnaður sunnudaginn 2. febrúar síðastliðinn, en þeir, sem gerast félagar fyrir 1. maí 1992, telj- ast vera stofnfélagar. Stjórnin sam- anstendur af: Formaður Guðni Gunnarsson, varaformaður Sigurð- ur R. Pétursson, gjaldkeri Hlöðver B. Jónsson, meðstjómandi Pétur H. Ól- afsson og varamaður Sigmar Sig- urðsson. 4) í Reykhólasveit hefir mér verið garði. En enn á ný barði sorgin að dymm, því Guðný varð fyrir slysi og andaðist á Landakotsspítalanum 30. júní 1970. Það þarf sterka menn til að þola slík áföll, en Vlhjálmur var enginn venjulegur maður og hélt áfram að takast á við lífið með hjálp eftirlifandi ástvina sinna. Hann bjó hjá Halldóri syni sínum og konu hans, Hallbem Karlsdóttur úr Öræfum, þar til hann flutti á Skjólgarð. Dóttir hans Sigríð- ur er gift Jóni Arasyni, en þau bjuggu lengi að Nýpugörðum á Mýmm, Heiður er gift Kristni Guðjónssyni og eiginmaður Guðbjargar er Einar Gíslason. Þær systur hafa búið á Höfn eftir að þær fóm frá Gerði og búa öll systkinin þar nú. Það styrkti Vilhjálm mikið í langri sjúkralegu að eiga börnin og bama- bömin við hliðina á sér og njóta um- hyggju þeirra og ástúðar. Skjólgarð- ur varð hans síðasta heimili þar sem starfsfólkið hugsaði um hann af mik- illi alúð. Þrátt fyrir mikil þrengsli og á margan hátt erfiðar aðstæður, gat þetta ágæta fólk búið honum gott ævikvöld eins og fjölmörgum sý- slungum hans. Fyrir þetta vom hann og ættingjar hans afar þakklátir. Hann eins og allir aðrir óskaði þess sagt, að klúbbur sé starfandi í skól- anumjjar. 5) I Bakkafirði mun ennfremur vera starfandi frímerkjaklúbbur og nýtur hann, að því er mér er sagt, fulltingis stöðvarstjórans hjá Pósti og síma á staðnum, og er það vel. Af þessu verður séð að mikil gróska er meðal frímerkjasafnara í landinu, þótt flestir séu þessir klúbb- ar vafalítið fámennir. Þar sem mér hefir skilist á þeim, sem haft hafa við Frimerki mig samband, að enn fleiri slíkir klúbbar séu starfandi, þætti mér mjög gaman að heyra um þá eða að heyra frá þeim. Hvað em menn að aðhafast í slíkum klúbbum, og hvernig ganga fundirnir fyrir sig? Látið heyra frá ykkur, svo að t.d. aðr- ir geti haft samband og jafnvel feng- ið að vinna með ykkur. Þetta fólk, sem vinnur saman í svona klúbbum, er að safna fyrir eig- in ánægju, en ekki til að sýna eða safna gullmedalíum. Því óska ég öll- um þessum söfnumm til hamingju með framtakið. Þegar þessi þáttur er ritaður, 17. febrúar 1992, hefir höfundi hans borist frétt í kunningjabréfi, dag- settu 12.2.1992, um að halda eigi frí- innilega að enn betur mætti búa að þeim sem síðar kæmu. Hans kynslóð var sátt við sitt, en naut þess að upp- lifa framfarir í landinu ásamt betri kjömm og aðbúnaði afkomendanna. Þegar ég nú kveð Vilhjálm vin minn, Villa í Gerði, verður manni hugsað til þess hvað hans kynslóð mátti reyna og hverju hún fékk áork- að. Með ekkert í höndunum fór hann til mennta, byggði upp myndarlegt býli og eignaðist stóra fjölskyldu. Hann hafði lítið handa í milli allt sitt Iíf, en gat þó ásamt elskulegri eigin- konu búið fjölskyldu sinni gott heim- ili. Hann mætti ekki aðeins óblíðum náttúmöflum, þegar hann var að koma sér fyrir undir Vatnajökli milli beljandi vatnsfalla. Sorgin Imúði dyra og fáir máttu reyna jafnmikið og hann. Hvað gerði honum kleift að kom- ast í gegnum þetta allt? Ég er ekki í nokkmm vafa um að það var trúin á landið og trúin á það sem yfir okkur vakir. Þrátt fyrir allt mótlætið var hann sá gæfumaður að líta til hins bjarta í lífinu, meta það meira sem honum var gefið og bera í hljóði þá miklu sorg sem hann varð fyrir. Það er hægt að læra mikið af lífi þessa manns og hann gaf mörgum mikið. Þar á vel við, sem segir í því Ijóði sem áður var vitnað til: Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sirm ogland sitt skal trúa. Steinþór á Hala sagði um Vilhjálm sjötugan: „Viihjálmur fæddist á morgni þessarar aldar. Hann telst því eitt af bömum aldarinnar. Hann hef- ur unnið sitt hlutverk sem sannur ís- lendingur á langri ævi með trú á land sitt og þjóð. Hann hefur í hvívetna lagt orð og rétt hönd til þess sem bet- ur hefur mátt fara. Slíkir menn em virðingarverðir." Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Vilhjálmi og Guðnýju og átt með þeim ógleymanlegar stundir. Við Sigurjóna og foreldrar mínir, Ás- grímur og Guðrún, sendum bömum, tengdabörnum og bamabömum okkar innilegustu samúðaróskir í þeirri vissu að Vilhjálmur muni nú mæta Guónýju sinni á nýjan leik á öðm tilvemstigi. Halldór Ásgrímsson merkjasýningu á íslandi á þessu herrans ári. Ennfremur ein upp- hringing frá öðmm kunningja. Frá Félagi frímerkjasafnara í Reykjavík hefir ekki heyrst orð, þó mun þetta eiga að vera 35 ára afmælissýning þess. Ekki hefur heldur heyrst orð frá Landssambandi íslenskra frí- merkjasafnara. Þessir aðilar virðast ekki þurfa að kynna störf sín. Ef til vill hafa þeir ekki blaðafulltrúa, og ritarar hafa svo mikið að gera við að undirbúa sýninguna að þeir gleyma að segja frá því að það eigi að halda hana. Umsóknarfresturinn rennur út þann 25. febrúar. Verða kannske einhverjir sér- stimplar notaðir á sýningunni? Ef svo er, hvenær og hvemig verða þeir tilkynntir? Undirritaður spyr, sökum þess að hann skrifar opinbera frímerkja- þætti fyrir dagblaðið Tímann og dag- blaðið Dag. Ennfremur fyrir Æsk- una, sem er víst stærsta bamablaðið á landinu. Allir þessir lesendur eiga rétt á því að fá að fylgjast með hlut- um, sem em gerast í frímerkjaheim- inum, og reynir höfundurinn að standa að því eftir besta megni. Þeg- ar svo sýningaraðilar fela sig á þenn- an hátt, vil ég biðja lesendur mína afsökunar, en sökin var ekki mín. Vonandi verður aðsókn ekki í sam- ræmi við kynningu. Sigurður H. Þorsteinsson -------------------------------------------------\ if Hjartkærar þakkir fyrir samúð og kveðjur, við andlát og útför fööur okkar Jens Aðalsteinssonar frá Hólmavík Högni Jensson Alda Jensdóttir Guðrún Jensdóttir Jóhanna Jensdóttir F rímerkj aklúbbar að störfum í vetur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.