Tíminn - 01.04.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.04.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 1. apríi 1992 EES kallar á 73 lagabreytingar Ef samningurínn um evrópskt efnahagssvæði (EES) verður að veruleika verða alþingismenn aldeilis að bretta upp ermamar. Sam- kvæmt yfirliti frá utanríkisráðuneytinu þarf að breyta 71 lögum og setja 30 ný lög áður en samningurinn tekur gildi um næstu áramót. Áformað er að koma þessum lagabreytingum öllum í gegn í 73 laga- frumvörpum. Þessi tala gæti þó breyst Að kröfu stjórnarandstöðunnar hefur utanríkisráðuneytið lagt fram lista yfir frumvörp sem þarf að breyta og setja vegna EES- samningsins. Um er að ræða lang- an lista með 73 frumvörpum. Tekið er fram að hugsanlega þurfi að gera fleiri lagabreytingar. Einnig er hugsanlegt að frumvörpin verði færri ef lagasmiðir nota „band- ormsaðferðina", þ.e. setja saman í eitt ffumvarp margvíslegar laga- breytingar sem taka til breytinga á mörgum lögum. Flest þessara frumvarpa eru sam- in af embættismönnum í ráðuneyt- unum. Þeirra bíður því mikið verk. Þessi vinna er reyndar löngu hafin. Vinnan felst ekki síst í að samræma frumvörp. Ein lagabreyting getur kallað á aðra breytingu á lögum sem jafnvel heyra undir fleiri en eitt ráðuneyti. Viðskiptaráðherra kemur til með Lok kalda stríðsins koma fram á Keflavíkurflugvelli: AWACs flugvélar hverfa á braut að leggja fram flest frumvörp, alls 16. Heilbrigðis- og tryggingaráð- herra mun leggja fram 12 frum- vörp og samgönguráðherra 11. Frumvörpin munu koma fram annaðhvort nú í vor eða í haust. Dæmi um frumvörp sem leggja þarf fram vegna EES eru frumvarp um breytingar á lögum um eftirlit með útlendingum, frumvarp um breytingar á lögum um atvinnu- réttindi útlendinga, frumvarp um atvinnu og réttindi launafólks, frumvarp um atvinnuleysistrygg- ingar, frumvarp um vátrygginga- starfsemi, frumvarp um virkjunar- rétt fallvatna, frumvarp um flug- samninga o.fl., frumvarp um við- skiptabanka og sparisjóði, frumvarp um fjárfestingar erlendra aðila, frumvarp til samkeppnislaga og frumvarp um hlutafélög. Þá mun utanríkisráðherra leggja fram í maímánuði frumvarp um aðild að evrópsku efnahagssvæði. Það skal tekið fram að sum frum- varpanna á listunum hefðu verið lögð fram jafnvel þó að EES- samn- ingurinn hefði ekki komið til. - EÓ Islensk og bandarísk sfjórnvöld hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé lengur þörf á því að hafa hér á landi bandarískar AWACs ratsjár- flugvélar vegna breyttra aðstæðna í öryggismálum á alþjóðavettvangi að því er segir í tilkyimingu frá ut- anríkisráðuneytinu. AWACs flugvélarnar hafa verið not- aðar til þess að fylgjast með ferðum herflugvéla sem koma inn á íslenskt loftvarnasvæði án þess að gefa upp flugáætlun. En það er ekki einvörð- ungu vegna breyttra aðstæðna í al- þjóðamálum að ekki er lengur talin þörf fyrir vélarnar, heldur er talið að nýju ratsjárstöðvarnar sem eru f hverjum landsfjórðunganna, geti nú sinnt reglubundnu eftirliti með loftvamasvæðinu með aðstoð F-15 orrustuvéla af Keflavíkurflugvelli ef ekki telst vera sérstakt hættuástand í alþjóðamálum. Ef þörf krefur verður þó hægt að kalla AWACs flugvélarnar aftur til landsins með skömmum fyrirvara, því að starfslið sem sér um viðhald búnaðar sem tengist rekstri vél- anna, verður áfram á Keflavíkur- flugvelli. Auk þess verða AWACs æf- ingar haldnar hér með reglulegu millibili. Engir fslendingar hafa gegnt störf- um sem tengdust rekstri AWACs flugvélanna á Keflavíkurflugvelli. Þess vegna verður engum íslend- ingum sagt upp störfum þótt rekstri þeirra verði hætt. Nokkrir varnar- liðsmenn verða hins vegar kallaðir heim. Víkingslækjarmenn taka lagiö Nú fer tími ættarmóta í hönd. Á íslandi liggja frændsemibönd- in viða og þykir þeim gott að finnast, sem geta rakið uppruna sinn til sama höfuðbólsins og ættarhöfðingjanna. Á þessarí mynd má sjá hvar tveir af Víkingslækjarættinni hafa fundist á góðrí stundu, þeir Davíð Oddsson forsætisráöherra og Guð- laugur Tryggvi Karlsson. í minningu frændsemibandanna og Víkingslækjar, sem nú mun að vísu máður af yflrborði fasta landsins fyrír ágangi sjávar, hófu þeir upp raust sína og stjóm- uðu fjöldasöng saman. Þeir kynntu skýrslu um hagkvæmni fullnýtingar sjávarafia. Frá vinstrí; Sigurjón Arason, forstöðumaður tæknideildar RF, Grímur Valdi- marsson, forstöðumaður RF og höfundur skýrslunnar, og Jón Heiðar Ríkharðsson hagverkfræðingur. Tfmamynd Áml Bjama Skýrsla rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins um betri nýtingu og fullvinnslu á sjó: 3,4 milljaröar sem skila sér á minna en þrem árum Tæknideild Rannsóknastofnunar fiskiðnaðaríns kynnti í gær nið- urstöður rannsóknar á arðsemi þess að fullnýta — eða því sem næst — sjávarafla um borð í vinnsluskipum. Jón Heiðar Ríkharðs- son hagverkfræðingur vann verkefnið og helstu niðurstöður hans eru þær að fullnýting sjávarfangs um borð í vinnsluskipum er þjóð- hagslega mjög hagkvæm og mun skila arði til útgerðar og vinnslu í landi þrátt fyrir að forsendan sé sú að gera þurfi miklar og alldýrar breytingar á meirihluta fískiflotans. —sá Brengluð setn- ing lagfærð Meinleg brenglun varð í grein Gylfa Guðjónssonar um tryggingafélög og umferðarlög, sem, birtist í Tíman- um í gær. Þar hafði ekki fallið úr málsgrein og þar með snerist merking hennar við. Rétt er málsgreinin svona: „Ljóst er, að þvflíkt rugl er komið fram í túlkun umferðarlaga að það er ámælisvert. Sem ökukennari get ég ekki tekið undir þá túlkun sem fram kemur hér í þessari grein varðandi framúrakstur vinstra megin, þegar ökutæki undirbýr vinstri beygju." Hagkvæmnisrannsókn þessi var gerð í tilefni af frumvarpi Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra um fullvinslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum sem nú liggur fyrir Al- þingi. I frumvarpinu er sú stefna mörkuð að skipum, sem leyfi fá til þess að fullvinna afla um borð, verði óheimilt að fleygja fiski, fiskhíutum eða fiskúrgangi fyrir borð. Samkvæmt skýrslunni gæti orðið hagkvæmt að hirða allt að 96% af þvf sjávarfangi sem um borð kemur í vinnsluskip. Smærri skip, svo sem togbátar, haúfa þó þó ekki möguleika á að fullnýta afla nema að lenda í taprekstri. Hagkvæmasta stærð skipa með tilliti til fullvinnslu er talin vera 800-1.100 tonn. Verulegur hluti af aukinni hag- kvæmni fullvinnslu á sjó felst í því að auka verðmæti aflans sem berst um borð með betri vinnslunýtingu, meiri vörugæðum og auknum af- köstum. Að sögn Gríms Valdimars- sonar, forstjóra Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins, og Sigurjóns Ara- sonar, forstöðumanns tæknideildar RF, er flökunarnýting fiskvinnslu- véla þeirra sem nú eru um borð í ís- lenskum vinnsluskipum verri en þeirra sem tíðkast í landi. Með því að koma fyrir nýjum vinnslulínum um borð og betri tæknibúnaði í vinnslunni mætti stórbæta nýting- una frá því sem nú er. Það er hins vegar ekki hægt í minni skipum svo sem togbátum. Þeir eru einfaldlega of litlir til að hægt sé að koma fyrir í þeim fullkomnum vinnslulínum. Reiknað er með því að hirt verði allt það nýtilegasta til fullvinnslu í landi, svo sem hausar, hryggir og klumba. Öðrum úrgangi yrði síðan breytt í meltu, en það er gert m.a. með því að blanda maurasýru í úr- ganginn. Úr meltunni er síðan unn- ið meltuþykkni eða —ásamt öðru hráefni — fiskmjöl. Fjárfesting upp á 2,7 milljarða kr. í nýjum vinnslu- og tæknibúnaði í skipunum sem til slíks eru hæf vegna stærðar þeirra mun skila 315 milljónum kr. í hagnað á ári með 20,2% innri vöxtum. Með því síðan að nýta úrganginn í aukaafurðir og meltu sem hvort tveggja yrði unnið úr í landi, eykst hagnaðurinn um 185 milljónir á ári og innri vextir stíga um 2,2%. Þar með myndi heildarfjárfesting vegna verkefnis- ins alls verða 3,4 milljarðar sem myndi borga sig upp á tæpum þrem árum með 22,4% innri vöxtum miðað við 10% ávöxtunarkröfu. Hagnaður útgerða yrði 350 milljón- ir og hagnaður úrvinnslu í landi 150 milljónir kr. Auk þess myndu þessar aðgerðir skila 1,7 milljörð- um króna í meira útflutningsverð- mæti. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.