Tíminn - 01.04.1992, Síða 8

Tíminn - 01.04.1992, Síða 8
8 Tíminn Miövikudagur 1. april 1992 Systkinaminning: Sigurjón Jónsson Sveinn Jónsson Guðfinna Jónsdóttir Mér brá alveg svakalega þegar ég heyrði lát vinar míns, Sigurjóns Jónssonar í Byggingavörunni, eins og hann var alltaf kallaður hér á Sel- fossi. Ég hélt að hann væri enn við hestaheilsu, eins og hestarnir sem hann reið. Hjartaræfillinn byrjaði að vísu að stríða honum fyrir um tutt- ugu árum. Hann fór þá í hjartaað- gerð til Bretlands, þar sem hann var höggvinn og skorinn þvers og kruss Selfossi og munaði minnstu að sú aðgerð gengi endanlega frá honum. Eina lífsmarkið, sem hann sýndi, var að hann gat hreyft eina tána. Þá létti konunni mikið. Fjölskyldan var af hinum trausta, íslenska stofni þar sem vol og vfl voru óþekkt hugtök. Verkin voru fyrst og fremst látin tala. Foreldrar Sigurjóns bjuggu að Flagbjarnar- holti í Landsveit og við þá sveit slitn- aði aldrei sú taug, sem tengir menn átthögum sínum. Því römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Fjölskyldan flytur á Selfoss og sest að á Langanesinu og gætir þess að hafa ekki of langt á milli sín. Gestur byggir tveggja íbúða hús þar sem gömlu hjónin fengu að vera í kjall- aranum. Sveinn byggir stórt einbýl- ishús við hliðina, Sigurjón skáhallt á móti einbýlishús með flötu þaki. Guðfinna í næstu götu. Síðar fékk Sigurjón stækkunarbrjálæði, var allt í einu kominn með hús með risi. Ég smitaðist sjálfur af þessu stækk- unarbrjálæði. Sveinn var ógiftur, en stofnaði heimili með ágætri konu, Bjam- heiði Ástgeirsdóttur, sem átti einn son, Ástgeir, sem er giftur maður í dag. Barnbetri mann en hann Svein vin minn, sem var leigubflstjóri, þekki ég vart. Sveinn átti í veikindastríði sfð- ustu æviárin, þar sem krabbameinið var að verki. Þegar Grillið í Fossnesti tók til starfa, réð ég Guðfinnu til starfa sem þvottakonu. Bjarnheiði, sem Sveinn bjó með, sem skúringakonu. Þegar þær vinkonurnar birtust með reikningana, var oft slegið á létta strengi. Um svipað leyti og Sveinn deyr, er Guðfinna heltekin af krabbameini og átti ekki langt eftir. Sigurjón átti góða konu og naut mikils barnaláns. Landréttaferðin: Árið 1975 var smalað saman mestu fyllibyttum staðarins og farið í Landréttir. Bárður Vigfússon, vin- ur minn og leigubflstjóri, sá um val- ið. Fyrir valinu urðu sá er þetta ritar, Bárður sjálfur, Gunnar Guðmunds- son alnafni minn frá Egilsstöðum, Sigurjón í Byggingavörunni, og Kristján Jónsson lengi mjólkurbfl- stjóri í Landsveitinni. Bárður var með viskípela, sem hann skenkti strax á báðar hendur, þannig að við vorum orðnir vel við- ræðuhæfir þegar við mættum í rétt- irnar. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég kom í hinar frægu Landrétt- ir, og ég sé ekki eftir því, þótt ég týndi giftingarhringnum. Það er verkefni næstu gullgrafara að grafa í réttarstæði Landrétta. Eg held að okkur hafi tekist að skapa hina sönnu réttastemningu. Steinunn Sigurðardóttir, skáld með meiru, var þarna stödd á vegum Rík- isútvarpsins og greip okkur glóð- volga til að syngja hinn sanna rétta- söng, sem hún birti í Ríkisútvarp- inu. Skarðsféð var þama í miklum meirihluta, og Guðni og Dóra í Skarði buðu í réttasúpu Selfyssing- um og útvarpsfólki. Þá var Skarðsféð komið heim og rekið inní fjárhús, þar sem sláturfé var tekið frá. Á heimleiðinni komum við við á fleiri bæjum. Selfossi 25.3.1992 Gunnar Guðmundsson Gísl í Keflavík Leikfélag Keflavikur: GlSL Höfundur: Brendan Behan Þýðandi: Jónas Ámason Leikstjóri: Pétur Eggerz Söngstjóri: Gróa Hreinsdóttir Leikfélag Keflavíkur frumsýndi sjón- leikinn Gísl í Félagsbíói í Keflavík á föstudagskvöldið. Leikurinn gerist á írlandi og er saminn fyrir 30 árum, en gæti alveg eins hafa gerst í dag. Þjóðfélagsástandið er svipað þar núna, eins og fréttir bera með sér. Gísl er í umhverfi höfundarins, Brendans Behan: fátækt, óreglu og ógnaröld. Ekki er vandalaust að koma efni þess til skila til áhorfenda, en þeim vanda reyndist LK vera vax- ið: leikur, sviðsmynd, tónlist og lýs- ing — allt flytjendum til sóma, und- ir stjóm Péturs Eggerz, sem getur verið hreykinn með árangurinn. Leikfélag Keflavíkur hefur eftir endurvakninguna fyrir þremur ár- um mest fengist við revíuflutning, en færir sig á alvarlegri verkefni með Gísl, þar sem meira reynir á leikar- ana. Þeir standast prófið og söng- reynslan úr fyrri verkefnum kemur þeim til góða í leiknum, sem og margt annað. Flytjendur Gísl eiga sér ekki lang- an feril að baki, nema Eggert Ólafs- son, sem hefur verið með LK frá upphafi, 1961. í skemmtilegu gervi Monsjúrsins bætir hann enn einni rós í hnappagatið á sínum ferli. Per- sónan er gamall hershöfðingi sem lifir í minningunni, eins og Pat. Hann er leikinn af Jóhannesi Kjart- anssyni, en hann tjáir vel þennan uppgjafahermann sem hefur sitt lifi- brauð af heldur vafasömum rekstri, ásamt konu sinni Meg, en hana hirti hann af götunni einn sunnudags- morgun. Halla Sverrisdóttir skilar því hlutverki prýðilega, ekki síður en hin gustmikla Gilchrist, sértrúar- boðberinn og tvískinningurinn, en þar fer á kostum Brynja Aðalsteins- dóttir. Hafsteinn Gíslason áréttaði í hlut- verki Leslies, gíslsins, fjölhæfni sína á sviðinu, þróttmikill og lifir sig vel inn í sálarástand unga hermannsins. Jón Sigurðsson sem hinn skrítni Mulledy, Ingólfur Ámason og Ómar Ólafsson, bráðsmellnir í hommahlut- verkunum, Gerður Pétursdóttir sem Roopen, rússneski sjómaðurinn Mar- ínó Már Magnússon, varðmaðurinn Gísli B. Gunnarsson, áttu sinn stóra þátt í góðum heildarsvip sýningar- innar. - Nýlegu andlitin hjá LK vöktu athygli. Vigdís Jóhannsdóttir sem Teresa þjónustustúlka, blíð og inni- leg; Birgir Sanders, IRA-offiser, kraft- mikill og ákveðinn; Margrét Örlygs- dóttir, Colette, eggjandi og tælandi. Gróa Hreinsdóttir lék Kötu og sá um hljóðfæraleikinn á kránni og kunni sannarlega sitt fag. Leikfélag Keflavíkur er greinilega að festa rætur í menningarlífi Suður- nesja og vonandi vex það og dafnar á komandi árum. Sá hópur, sem núna heldur uppi merki LK, hefur safnað dýrmætri reynslu á stuttum tíma og náð þeim árangri, að maður finnur lítinn mun á þessu leikhúsi og þeim sem hafa atvinnumenn á sínum snærum. Suðumesjamenn, sem stunda leikhús, ættu því ekki að leita langt yfir skammt, heldur bregða sér í Félagsbíó eina kvöldstund og horfa á Gísl. Það svíkur engan. Magnús Gíslason Úr leikrítinu Gisl, sem Leikfélag Keflavíkur sýnir um þessar mundir. Leikararnir eru, taldir frá vinstri: Vigdís Jóhannsdóttir, Ómar Ólafsson, Jón Sigurösson, Margrét Örlygsdóttir og Halla Sverrisdóttir. Kohl í slóð Hitlers Þýskaland er fyrir löngu orðið vold- ugasta ríkið í EB. Þar var að verki þýskur agi og skipulag, samfara eðl- islægum dugnaði þjóðarinnar. Sum- ir eru farnir að óttast veldi Þjóð- verja. Sem dæmi um það má nefna hik Breta innan EB og skelegga af- stöðu frú Thatcher. Mitterrand telur sig óhultan í skjóli kjarnorkuvopna sem land hans ræður yfir. Raddir heyrðust um það við sameiningu þýsku ríkj- anna tveggja að þar hefði verið stigið fyrsta skrefið í átt til þriðju heimsstyrjaldar. Hins vegar má ætla að Þjóðverjar geti unnið þá lotu án vopna. Víst er um það að Kohl fetar næst- um óhugnanlega í spor Hitlers. Þýskt fjármagn streymir nú inn í Tékkóslóvakíu og er nú um 80% er- lendrar fjárfestingar í landinu, sem undirritaði vináttusamning við sam- einað Þýskaland. Svipað hefúr verið að gerast í Póllandi og bæði þessi lönd ætla inn í EB. Danmörk er þeg- ar gengin í EB, en Noregur, Finn- land og Svíþjóð eru á leiðinni. Síð- asta herbragð Þjóðverja var að stofna ráð Eystrasaltsríkja og að- liggjandi svæða, er starfa á með Norðurlandaráði en án íslands. Til þess fékkst stuðningur Dana. Norð- urlöndin eiga að vera Þjóðverjum til styrktar og mótvægis gegn lat- nesku ríkj- unum í EB. Svo mælti þýski utanríkisráðherr- ann. Þessir viðburðir ættu ekki að verða til þess að flýta för okkar ís- lendinga inn í EB, eins og sumir telja. Þvert á móti eiga þeir að vera okkur hvatning til að fara hægt — eða fara hvergi. Leo

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.