Tíminn - 01.04.1992, Page 9
Miðvikudagur 1. apríl 1992
Tíminn 9
Frank og
Julio taka
höndum saman
á góðgerða-
tónleikum
Julio Iglesias er önnum kafinn
maður og er um þessar mundir að
vinna að nýrri hljómplötu. Góðvin-
ur hans og átrúnaðargoð, Frank
Sinatra, þurfti þó ekki að biðja hann
tvisvar um að syngja fyrir sig, og
með sér, á góðgerðatónleikum í
Palm Springs fyrir eftirlætisverkefni
Barböru, konu Franks, þó að fyrir-
varinn væri stuttur. Allur hagnaður
rennur til Barbara Sinatra-bama-
spítalans við Eisenhower Medical
Center, svo og Desert Hospital.
Á hverju ári veita Sinatrahjónin
forstöðu heljarmikilli golfkeppni,
sem boðið er til þeim sem verðugir
eru. Keppnin stendur í þrjá daga og
þátttakendumir greiða sem svarar
170.000 ísl. kr. fyrir að fá að vera
með. Síðan eyða þeir tímanum í að
leika golf og taka þátt í endalausum
kokkteilboðum og hádegisverðum,
sem skipulögð hafa verið. En há-
punkturinn á góðgerðasamkom-
unni er án efa stórmóttakan á loka-
kvöldinu.
í ár var þar engin undantekning á.
Stórsöngvaramir, sem alkunna er
að bera gagnkvæma virðingu og að-
dáun hvor til annars, sungu í hálf-
tíma hvor og gestimir 1200 fengu
að heyra Frankie Boy hylla konu
sína með ballöðunni Barbara. Julio
lét sitt ekki eftir liggja með lokalag-
inu, lagi EIvis Presley Can’t Help
Falling In Love With You, og athygíi
viðstaddra beindist að fylgikonu
hans það kvöldið, hollensku fyrir-
sætunni Miranda.
Sem sagt ágætis samkoma og
skemmtun til stuðnings góðu mál-
efni.
Julio var stoltur af nýjustu vinkonu sinni, hollensku fyrirsætunni Mir-
anda.
Frank Sinatra þurfti ekki aö ganga á eftir Julio Iglesias um að syngja á góðgerðatónleikum fyrir Barbara
Sinatra-barnaspítalann.
Kjötkveðjuhátíð í
Feneyjum
Kjötkveðjuhátíð er haldin árlega í
Feneyjum, eins og svo víða annars
staðar í kaþólskum löndum, rétt
áður en langafasta gengur í garð.
Þá er auðvitað mikið um dýrðir í
þessari fornfrægu og fögru borg.
Aldrei áður hafa búningamir ver-
ið eins skrautlegir og í ár. Af-
bragðsfögru andlitsgrímurnar í
þúsundum afbrigða lögunar og lita
gáfu öllum færi á að taka á sig hina
fegurstu mynd. Feneyingar gripu
tækifærið fegins hendi og um
helmingur borgarbúa spásseraði
um göturnar eins og verur úr
heimi hugarflugsins, en hinn
helmingurinn fylgdi þeim eftir
vopnaðir myndavélum. Fölnuð
fegurð bygginganna, hinn full-
komni glæsibragur búninganna, í
Fallegir búningar og fríöar and-
litsgrímur: kjötkveðjuhátíðin í
Feneyjum ge fur borgarbúum til-
efni til að sýna sína bestu htiö.
bland við vetrarsólina og mistrið
var áhrifamikil sjón.