Tíminn - 23.04.1992, Síða 1
Fimmtudagur
23. apríl 1992
78. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Stríðið í Afghanistan heimtar blóðfórn frá
lina þjáningar fórnarlamba
þeim sem freista þess að
átakanna:
Islenskur starfsmaður
Rauða krossins myrtur
Jón Karlsson, hjúkrunarfræðingur Rauða krossins í Kabúl í Afg-
hanistan, var skotinn til bana í gær. Jón var við störf sín við að
koma særðum til aðstoðar þegar skotið var á hann. Jón mun hafa
látist samstundis.
Jón heitinn starfaði við sjúkrahús
alþjóða Rauða krossins í Kabúl og
samkvæmt frétt Reuter fréttastof-
unnar af atburðinum hafði hann,
ásamt tveim öðrum starfsmönnum
spítalans; svissneskum lækni og -
starfsmanni ekið til bæjarins May-
den Shar, um 30 km suður af Kabúl
til þess að sækja slasað og sært fólk.
Hópur fólks safnaðist saman í kring-
um Jón heitinn og félaga hans þegar
þeir voru að flytja hina særðu úr bíl
sem þeir voru í og inn í sjúkrabílinn
þegar maður í hópnum hóf skyndi-
lega skothríð á Jón. Hann mun hafa
látist samstundis. Félaga Jóns sak-
aði ekki.
Að sögn Sigríðar Guðmundsdóttur,
deildarstjóra hjá Rauða krossi ís-
lands, er ekkert vitað um hver til-
ræðismaðurinn er eða hvort eða
hvaða skæruliðahópi hann kann að
hafa tilheyrt. Hann hafi verið tekinn
fastur strax eftir tilræðið en ekki var
í gærkvöldi vitað hverjir hefðu hann
í haldi.
Jón Karlsson var fæddur 14. maí
1953 og var því tæpra 39 ára gamall,
ættaður frá Dvergsstöðum í Eyja-
firði. Hann var hjúkrunarfræðingur
frá Hjúkrunarskóla íslands og hefur
starfað á vegum Rauða krossins
meira og minna síðan árið 1985 og
var nú í þriðja sinn í Afghanistan en
auk þess hefur hann starfað í Thai-
landi, Pakistan og Suður-Súdan.
Hann var nýlega kvæntur en barn-
laus. Eftirlifandi kona hans er bresk
og hefur starfað fyrir alþjóða Rauða
krossinn, m.a. í Sómalíu.
Hingað til hefur verið talið að ör-
yggi starfsmanna Rauða krossins og
annarra hjálparstofnana væri tryggt
í Afghanistan. Sigríður Guðmunds-
dóttir var spurð hver yrðu viðbrögð
Rauða krossins við þessum atburði:
GÆSIN ER KOMIN tíl landsins og er óvenju snemma á ferðinni. Þessi mynd var tekin á túnum gras-
kögglaverksmiðjunnar í Vallhólma í Skagafirði fyrir nokkrum dögum, þar sem svanir, helsingjar og
heiðargæs voru saman á beit. Að sögn kunnugra fyrir norðan er gæsin tíu dögum til hálfum mánuði
fyrr á ferðinni í ár en venja er til. Hvað veldur því er ekki Ijóst, en vera kann að þar spili inn í óvenju
mildur vetur i Skotlandi þar sem þær hafa vetrarsetu. -ÁG. Tímamynd PJetur
Samneysla aldrei orðið meiri
„Áætlun um samneyslu bendir til að hún hafi numið 74 milljörðum
króna á árinu 1991. Sem hlutfall af landsframleiðslu nam sam-
neyslan 19,3% og hefur ekki áður verið varið jafnstórum hluta
framleiðslunnar til samneyslu. Reiknað á föstu verðlagi mælist
aukning samneyslunnar 4,5%, á meðan landsframleiðslan jókst um
ríflega 1,5%. Þessa aukningu má fyrst og fremst rekja til sam-
neyslu á vegum ríkissjóðs, en hún jókst um 7% árið 1991 saman-
borið við 2% vöxt samneyslu sveitarfélaga."
Þessar upplýsingar um stórlega
hækkandi rekstrarkostnað hins opin-
bera í fyrra og á þessu ári er að finna í
nýrri skýrslu Þjóðhagsstofnunar um
þjóðarbúskapinn. Á árunum 1981-87
fóru að meðaltali 17,1% landsfram-
Ieiðslunnar í samneyslu (minnst
16,1% árið 1984). Þetta hlutfall
hækkaði árið 1988 og var um 18,6% á
ári til ársins 1990.
í fyrra var svo sett nýtt íslandsmet í
samneyslu sem fyrr segir, 19,3%, eða
74 milijarðar af samtals 382 milljarða
króna landsframleiðslu. Það met
verður þó væntanlega slegið aftur á
þessu ári, þar sem áætlað er að nær
77 milljarðar af 385 milljarða kr.
landsffamleiðslu fari til samneyslu,
eða 19,9% landsframleiðslunnar.
Hækkunin á tveim árum samsvarar
um 5 milljörðum króna sé borið sam-
an við hlutfallið 18,6% árið 1990.
Á hinn bóginn er áætlað að það hlut-
fall landsframleiðslunnar sem þjóðin
ver til einkaneyslu verði hið sama í ár
og í fyrra, 62,4% bæði árin. En það er
svipað hlutfall og árið 1985 og árið
1987, en þá komst einkaneyslan hæst
á síðasta áratug, í 62,9% landsffam-
leiðslunnar. Tvisvar á áratugnum fór
þetta hlutfall niður fyrir 60%, árin
1981 og 1983.
Samkvæmt bráðabirgðatölum Þjóð-
hagsstofnunar óx einkaneysla lands-
manna um rúmlega 25 milljarða, eða
tæplega 12% milli áranna 1990 og
1991. Reiknað í raungildi var þetta
vöxtur upp á 5,6% og neyslan þá aftur
orðin svipuð að magni til og hún var
árið 1988.
í Ijósi kreppusöngs og barlóms
vegna bágra kjara á síðasta ári vekur
nokkra athygli að það skuli samt sem
áður vera eitt mesta neysluár þjóðar-
innar, þ.e. ef hið makalausa (skatt-
lausa) ár 1987 er undanskilið. Þjóðin
varði stærri hluta landsframleiðls-
unnar í einkaneyslu í fyrra en oftast
áður og búist er við að það hlutfall
verði svipað á þessu ári. Sá samdrátt-
ur í neyslu sem Þjóðhagsstofnun
spárir á þessu ári er eingöngu í hlut-
falli við það sem landsframleiðslan
minnkar nú að raungildi milli ára.
Eina ráðið til að eyða meiru virðist
því að landsmenn framleiði meira og
selji úr landi.
Þá miklu aukningu sem varð á
einkaneyslunni segir Þjóðhagsstofn-
un fyrst og fremst hafa átt sér stað frá
miðju ári 1990 og fram yfir mitt árið
1991. Þetta megi m.a. ráða af veltu-
breytingu í smásöluverslun, sem
ásamt veltu krítarkorta gefi gagnlega
vísbendingu um þróun neyslu. - HEI
GLEÐILEGT
SUMARl
Jón Karlsson aö störfum í Afghanistan í mars 1990
hjúkrunarfræðingar starfandi í Afg-
hanistan en þeir starfa við aðrar að-
stæður. Hjúkrunarfræðingarnir,
þær Elín Guðmundsdóttir og Mari-
anna Chillack, starfa á sjúkrahúsum
inni í Kabúl en Jón starfaði hins veg-
ar sem vettvangshjúkrunarfræðing-
ur og fór m.a. út á vígvellina og sótti
slasað fólk.
Það var búið að fá leyfi allra skæru-
liðahópa í landinu til hjálparstarfa
og vilyrði fyrir griðum til handa
starfsmönnum Rauða krossins. Því
er litið mjög alvarlega á þennan at-
burð. Rauði krossinn hefur fengið
að vinna undir vernd Genfarsátt-
málanum og sáttmálinn verið virtur
hvað þetta varðar og starfsfólki hans
tryggt öryggi.
Þegar svona atburður gerist þarf
Rauði krossinn að hugsa sig um
hvort og hvernig hann bregst við,
hvort hann sendi sitt fólk heim eða
ekki,“ sagði Sigríður.
Rauði kross íslands hafði í gær
samband við þær Elínu og Mar-
íönnu í Kabúl til að athuga hvort
þær óskuðu að komast frá Afghan-
istan eftir atburðinn í gær. Þær tóku
sér umhugsunarfrest og í gærkvöld
var ekki vitað ffekar um íyrirætlanir
þeirra. —sá
Jón Karlsson hjúkrunarfræð-
ingur var einn reyndasti starfs-
maður alþjóða Rauða krossins
á vettvangi styrjalda og átaka
víða um heim.
„Reynt verður að efla öryggið eins
og hægt er. Það eru tveir íslenskir
Aldrei áður jafnstór hluti landsframleiðslunnar farið til samneyslu og 1991 og hækkar þó enn á þessu ári: