Tíminn - 23.04.1992, Síða 2
2 Ttminn
Fimmtudagur 23. apríl 1992
Magnús Guðmundsson bíður eftir úrskurði norskra dómstóla:
Barátta um mál-
frelsi fjölmiðla
Von er á úrskurði norskra dómstóla um sekt eða sakleysi Magnúsar
Guðmundssonar kvikmyndagerðarmanns en norskir Grænfriðungar
kærðu hann fyrir gerð myndarinnar „Lífsbjörg í Norðurhöfum“.
Magnúsar segist vera vongóður um að dómurinn verði sér í hag
„en ef svo ólíklega færi að ég tapa verð ég að áfrýja, því ég tel mig
hafa óyggjandi sannað að ég fer með rétt mál,“ segir hann.
Kæra Grænfriðunga byggist á sjö
ákæruatriðum sem þeir vilja fá
dæmd dauð og ómerk í myndinni.
Fimm þeirra tengjast selasenunni
sem Magnús telur falsaða, en hin at-
riðin eru ágreiningur um orðalag.
Magnús segir málfrelsi fjölmiðla
vera stóran þátt í þessu máli.
Hann var í tvær vikur í Noregi til
að vera viðstaddur réttarhöldin og
lagði fram nærri því 1000 síður af
sönnunum um hin ýmsu atriði sem
tengjast málinu og starfsaðferðum
Grænfriðunga. „Það varð til þess að
þeir drógu til baka eina ákæru til að
koma í veg fyrir að ég gæti nýtt mér
allar þær sannanir sem hafa komið
frarn," segir Magnús, „í sambandi
við að ég kalla þá í myndinni efna-
hagslega hryðjuverkamenn."
Grænfriðungar hafa reynt að
þagga málið niður í íjölmiðlum og
angraði þá mikið þegar m.a. íslensk-
ir fjölmiðlar fylgdust með fyrstu
dagana. Magnús efast ekki um að
fjölmiðlar úti munu sýna dómnum
mikinn áhuga á hvorn veginn sem
fer: „Ef hann verður mér í óhag
verður það blettur á norsku réttar-
fari. Það fór ekki framhjá neinum
sem fylgdist með réttarhöldunum
að ég sannaði mitt mál og svo væri
það alvarlegt mál varðandi málfrelsi.
En ef ég vinn verður það líka sögu-
legt því það yrði í fyrsta sinn sem
Grænfriðungar tapa réttarhöldum af
þessu tagi."
Magnús segir vitni Grænfriðunga
oft hafa verið tvísaga og um selasen-
una komu þeir með þrjá ffamburði
um tilurð hennar.
Kostnaður Magnúsar út af málinu
er þegar kominn yfir 4 milljónir og
fara Grænfriðungar fram á 3,5 millj-
ónir í skaðabætur.
„Ég hef engan áhuga á hvölum,
svo þetta var aldrei spurning um
hvort ætti að leyfa hvalveiðar eða
aðrar veiðar", sagði Magnús að lok-
um. „ Ég gat bara ekki sætt mig við
sem Islendingur að einhverjir labba-
kútar í útlöndum ætluðu að rústa
efnahag lands og þjóðar á einhverj-
um upplognum forsendum og eng-
inn gerði neitt í því.“ —GKG.
Magnús Guðmundsson: - Málaferlin í Noregi snúast um málfrelsi
fjölmiðla. Tímamynd: Ami Bjama.
Hefðbundin hátíðahöld á sumardaginn fyrsta:
Messur, hestar
og skrúögöngur
Þarna eyðilögðust um 4.500 trjáplöntur í sinueldi sem kveiktur var af gáleysi eða skemmdarfýsn.
Tímamynd: SBS
Selfoss:
Sinubruni í skógræktinni
Umtalsvert tjón varð í Hellisskógi við Selfoss í síðustu viku þegar
nærrí 4.500 trjáplöntur eyðilögðust í sinubruna. Einhverjir óvitar
kveiktu eld innan skógræktargirðingarínnar með þeim afleiðingum
að tveggja hektara svæði brann.
í dag, sumardaginn fyrsta, verða
víða hátíðarhöld af tilefni dagsins. í
höfuðborginni verður víðavangs-
hlaup ÍR og hefur það að þessu
sinni bækistöð í Tjaraarsalnum í
Ráðhúsinu. Skrúðgöngur verða í
félagsmiðstöðvaraar Ársel, Fjörgyn
og Þróttheima, þar sem boðiö verð-
ur upp á ýmis skemmtiatriði. Við
félagsmiöstöðina Frostaskjól sem
og Þróttheima verða hestar fyrir
börain og í Fjörgyn og Árseli troða
hljómsveitir upp. Boðiö verður upp
á leiktæki og andlitsmálningu fyrir
börain og trúðar koma í heimsókn.
Á Akranesi hefur bærinn í fyrsta
skipti tekið að sér háti'ðardagskrána
Gróöri ógnað
af sinueldum
Slökkviliðið á Egilsstöðum var kall-
að út í Fijótsdal á þríðjudaginn var
þar sem bændur voru að kveikja í
sinu.
Var bóndinn í Geitagerði orðinn
uggandi um skógarreit nokkurn
sem sinueldurinn var farinn að
nálgast. Eldarnir voru slökktir og er
það mál manna að taka þurfi eld-
spýturnar af bændum. —GKG.
og verður hún af ýmsum toga. Byrj-
að verður á afmælismóti Ákranes-
kaupstaðar í hestaíþróttum kl.10:00.
Þá verður skrúðganga frá skátahús-
inu við Háholt niður í kirkju og fara
skátar og skólahljómsveitin fyrir
göngunni. Gunnar Eyjólfsson skáta-
höfðingi predikar við messu kl.
11:00. Leikur í litlu bikarkeppninni
fer fram í meistarflokki karla milli
Akraness og Selfoss kl. 13:00. Síðar
um daginn verður þrautabraut vígð
á skólalóð Grundaskóla. Einnig
verður boðið upp á kvikmyndasýn-
ingu og svo verður svokallaður dóta-
dagur í sundlauginni. Fólk má koma
með hvaða dót sem er ofan í laugina
svo framarlega að það fari sér ekki að
voða. Innilaugin verður yfirhituð
fyrir foreldra með ungabörn.
Hattardagurinn er árlegur við-
burður á Egilsstöðum og verður
hann að þessu sinni haldinn á sum-
ardaginn fyrsta. Það er að sjálfsögðu
íþróttafélagið Höttur sem gengst
fyrir honum. Byrjað verður á helgi-
stund í kirkjunni kl. 13:00 og síðan
verður skrúðganga í íþróttahúsið
þar sem fram fara skemmtiatriði.
Á Akureyri ber helst að nefna
Andrésar Andar-leikana. Skátafélag-
ið gengst fyrir skrúðgöngu að venju
og svo verður hátíðarmessa.
—GKG.
Skógræktarfólk hefur á undan-
förnum árum gróðursett þarna í um
30 hektara svæði alls um 36 þúsund
plöntur. „Við höfum óttast sinu-
bruna lengi, það er svo smitandi
þegar bændurnir byrja á þessu," seg-
ir Örn Óskarsson, formaður Skóg-
ræktarfélags Selfoss, í samtali við
fréttaritara Tímans.
Örn segir að lögreglan í Árnes-
sýslu sé nú að rannsaka þetta mál.
Finnist brennuvargarnir og reynist
hafa náð lögaldri mun Skógræktar-
félagið að sögn Arnar krefjast skaða-
bóta vegna brunans.
Trjáplöntumar sem eyðilögðust
eru metnar á 80-100 þúsund kr. en
þá er mikil vinna kringum þær ótal-
in.
SBS Selfossi.
Enn er beðið eftir tillögum Sjömannanefndar:
Skilar Sjömannanefnd tillögum á mánudag?
Sjömannanefnd skilaði ekki áliti til landbúnaöarráðherra í gær eins
og fyrirhugaö var. Að sögn Hákonar Sigurgrímssonar, framkvæmda-
stjóra Stéttarsambands bænda, er stefnt að því að nefndin skili tillög-
um smurn næstkomandi mánudag. Eitt af því sem nefndin mun
leggja til er að Verðmiðlunarsjóður mjólkuriðnaðarins verði notaður í
að úrelda mjólkursamlög þannig að þeim fækki. Nefndin gerir hins
vegar ekki beina tillögu um hvaða samlög skuli hætta starfsemi.
Hákon sagði að unnið hefði verið
að tiilögum Sjömannanefndar
hvem einasta dag síðustu daga.
Fundur var fram eftir kvöldi í fyrra-
dag og tveir fundir vom haldnir í
gær. Kjarasamningaviðræður em
komnar á skrið að nýju og em
margir nefndarmenn í Sjömanna-
nefnd því mjög önnum kafnir menn,
en eins og kunnugt er sitja forystu-
menn á vinnumarkaði í nefndinni.
Það hefur reynst erfiðara og um-
fangsmeira verk en búist var við að
finna leiðir til að endurskipuleggja
og hagræða í mjólkuriðnaði. 1 bú-
vömsamningnum er miöað við að
lokið verði við samning milli mjólk-
urframleiðenda og ríkisins fyrir árs-
lok 1991. í byrjun þessa árs var talað
um að nefndin skilaði áliti fyrir 20.
mars. í síðustu viku sagði Hákon
Sigurgrímsson að nefndin myndi
skila tillögum 21. apríl og nú er tal-
að um að tillögurnar verði lagðar
fram 27. apríl.
Hákon vildi ekki tjá sig um þær
tillögur sem nefndin er að ræða
þessa dagana. Hann staðfesti þó að
ætlunin væri að nota Verðmiðlunar-
sjóð mjólkuriðnaðarins til þess að
úrelda mjólkursamlög, en almennt
er viðurkennt að þau séu of mörg. í
sjóðnum em nærri 500 milljónir í
dag.
Þá hefur verið rætt um að gerð
verði framleiðnimarkmið upp á 2-
3% á ári til mjólkuriðnaðarins og
framleiðenda. Um útfærslu á þessu
markmiði hafa ýmsar leiðir verið
ræddar.
í búvömsamningnum sem tekur
gildi 1. september er gert ráð fyrir
að framleiðsla taki eingöngu mið af
innanlandsneyslu og útflutingsbót-
um verði hætt. Mjólkurframleiðsla
var á síðasta ári rúmlega 5% meiri
en neyslan. Innan nefndarinnar hef-
ur verið rætt um að jafnvægi í fram-
leiðslu verði náð með því að skerða
framleiðsluheimildir um 5 milljónir
Iítra.
Þá hefur nefndin rætt um að
teknar veröi upp beinar greiðslur til
mjólkurframleiðenda um næstu
áramót, þ.e. sama fyrirkomulag og
búið er að koma á í sauðfjárfram-
leiðslu. Beinar greiðslur koma þá í
staðinn fyrir niðurgreiðslur á mjólk
og mjólkurvörum.
Hvaða tillögur verða síðan end-
anlega ofan á í nefndinni kemur
væntanlega í ljós á mánudaginn.
-EÓ