Tíminn - 23.04.1992, Side 5
Fimmtudagur 23. april 1992
Tíminn 5
Lóan
Þegar komið er frammá einmánuð og tekið að
leingja dag, þá förum við hér í holtinu að vonast eft-
ir lóunni. Þegar ég var lítill hérna í holtinu gekk ég
út með pabba mínum einn morgun, og það var kom-
in lóa í móleitri kápu, svört á bríngunni, og hafði
þennan viðkvæma innilega blæ á röddinni og skoð-
andi hlustandi svip í auganu. Ég hljóp í áttina til
hennar og ætlaði að ná henni, en hún fór undan.
Af hverju vill hún ekki lofa mér að taka sig,
spurði ég.
Hún er jafngóður vinur okkar fyrir því, sagði
pabbi minn.
Mér fanst leiðinlegt að hún skyldi ekki treysta
mér, en hún hefur líklega þekt mig betur en ég sjálf-
ur. Nú geing ég útí holtið með Siggu og Dunu og
þær hlaupa á stað og reyna að handsama lóuna eins-
og ég gerði, en lóan fer undan einsog forðum. Hún
fer undan en er jafngóður vinur okkar samt.
Undireins og hún er komin í holtið og farin að
virða okkur fyrir sér með þessu svarta athyglisauga
sem hún snýr að okkur, þá finnum við að hún kann-
ast við okkur aftur, já hún þekkir okkur einsog hún
hefði verið kjur hjá okkur allan tímann. En hvað vit-
um við um hana? Hún er lík skáldinu sem við ekki
skiljum, nema okkur finst jafnsjálfsagt að hún sé
þama einsog blómin.
Það er einkennilegt að fugl sem er okkur eins
A sumar-
daginn fyrsta
Haildór Laxness er níræður í dag,
sumardaginn fyrsta. Af því tilefni fékk
Tíminn góðfúslegt ieyfi til að birta
litla grein, sem skáldið skrifaði 1958
fyrir barnablað sem þá kom út
og var kallað
„Sumardagurinn fyrsti“.
Margt og mikið skrifaði skáldið
stórbrotnara en greinarkomið
um lóuna. En það lýsir ást
Halldórs á íslenskri náttúru
og eftirvæntingu
sveitadrengsins þegar fyrsti
vorboðinn kveður í mó.
Það sýnir líka að honum
var lagið að skirfa fyrir
börn þótt hann legði
slík ritstörf ekki fyrir sig.
Gleðilegt sumar!
nákominn og hann væri partur af okkur sjálfum
skuli samt ekki eiga heima hjá okkur, heldur vera
okkur ókunnur; útlendíngur; ferðalángur, — og vera
bráðum farinn aftur og ekki orðinn annað en minn-
ing. Ó var ekki yndislegt þessa stuttu stund sem þú
stóðst við! Ég hef aldrei hitt neinn sem hafi séð ló-
una eftir að hún kveður okkur í sumarlok. Hvert fer
lóan? Hvar er hún mestalt árið? í landinu þángað
sem hún flýgur, — er líka beðið eftir henni þar í
holti? Er einhver lítill sem ætlar að reyna að ná
henni? Er líka sumar þar? Hríngir Steini til blaðsins
til að segja að lóan sé komin? Og yrkja þjóðskáldin
um hana fallegu kvæðin sín þar?
Stundum á haustin sitja lóurnar í hópum á tún-
um, grundum og eyrum. Þær eru eitthvað hnípnar,
dálítið einsog þær sjái eftir einhverju. Er það kanski
af því þær verða að fara; fljúga burt á þessum veiku
vængjum yfir þessi stóru höf — hvert? Er kanski
förinni heitið hinumegin á túnglið, þeim megin á
túnglið sem snýr frá okkur og þar sem altaf er myrk-
ur? Nei það getur ekki verið satt.
Ætli lóan mundi þekkja aftur íslenskan dreing
eða íslenska stúlku ef þau færu útí heim að leita
hennar og fyndu hana í staðnum þar sem hún á
heima þegar hún er ekki hjá okkur? Við vitum það
ekki. Kanski. Það hefur ekki verið reynt. Ég held það
nú samt. Við vitum bara með vissu að lóan er sumar-
fugl íslenskra barna og í dag er sumardagurinn fyrsti
og hún er komin.
(Ritað handa „Sumardeginum fyrsta" 1958)
Halldór Kiljan Laxness: