Tíminn - 23.04.1992, Page 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 23. apríl 1992
Kaupfélag Eyfirðinga 1991:
54 mily. kr. hagnaður og
280 mil|j. í fjárfestingar
Kaupfélag Eyfiröinga skilaöi um 54
milljóna króna hagnaði á síöasta ári,
en það er umtalsvert verri afkoma en
árið 1990 þegar hagnaður af rekstri
féiagsins nam um 262 milljónum
króna.
Á aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga
sem 280 fulltrúar sátu, kom m.a. fram
að samdráttinn má að stærstum hluta
rekja til þess að afkoma verslunar var
mun lakari á síðasta ári, og hið sama
má segja um mjólkuriðnaðinn en þar
hækkaði velta um 7% án þess að tæk-
ist að lækka rekstrarkostnað í sam-
ræmi við það. Þá töpuðust talsverðir
Qármunir vegna skuldatapa, fjár-
magnskostnaður jókst og óreglulegar
tekjur félagsins lækkuðu úr 65 millj-
ónum í 22, m.a. vegna gjaldþrota
stórra viðskiptaaðila. Á móti kemur að
afkoma iðnfyrirtækja og og þjónustu-
fyrirtækja batnaði verulega milli ára.
Ymsar breytingar og tillögur voru
samþykktar á fundinum, m.a. að
stofha svonefndan „b-deildar stofn-
sjóð“ sem vinni að sölu samvinnu-
hlutabréfa fyrir 50-200 milljónir. Þá
urðu tvær breytingar á stjóm félags-
ins, og komu Valdimar Bragason,
framkvæmdastóri á Dalvík, og Pétur
Þórarinsson sóknarprestur inn í
stjóm í stað Amsteins Stefánssonar
bónda og Valgerðar Sverrisdóttur al-
þingismanns sem ekki gáfu kost á sér
til áframhaldandi setu.
í skýrslu stjómar kom fram að velta
KEA og samstarfsfyrirtækja þess nam
um 10,5 milljörðum króna 1991,
jókst um 5% milli ára. Laun og launa-
tengd gjöld hækkuðu um 13%, námu
1265 milljónum króna. Fjármagns-
gjöld að frádregnum fjármagnstekj-
um voru um 280 milljónir króna. Það
Aðalstöövar Kaupfélags Eyfirðinga
er veruleg hækkun frá árinu á undan
er fjármagnsgjöldin voru um 196
milljónir króna. í skýrslunni segir að
helstu ástæðumar séu lækkun tekju-
færslna, óhagstæðari gengisþróun,
aukning skulda og sér í lagi hátt
vaxtastig á síðari hluta ársins 1991.
Eiginfjárhlutfall félagsins var hið
sama í árslok 1991 sem 1990, eða
37%. Eigið fé og sjóðir vom í árslok
2.845 milljónir króna og höfðu hækk-
að um 9% milli ára. Lögð var áhersla á
að fjármagnskostnaður félagsins verði
að lækka umtalsvert. Þó vextir hafi
lækkað að undanfömu, þarf að vinna
að því að lækka skuldir félagsins veru-
lega. Auk þess þarf að lækka fjárbind-
ingu íbirgðum og útistandandi skuld-
um en þessir liðir hækkuðu mikið á
milli ára. Einnig er bent á að áfram-
haldandi sala vannýttra eigna og
hlutabréfa muni styrkja rekstur og
fjárstöðu félagsins.
Stefnt að sölu sam-
vinnuhlutabréfa
Á fundinum lagði stjóm KEA til að
stofnaður yrði b-deildar stofnsjóður,
sem hefði að markmiði sölu á sam-
vinnuhlutabréfum. Jafnframt var lagt
til að lágmarksupphæð í sjóðnum yrði
50 milljónir, en hámark 200 milljónir.
Stefnt er að því að hefja sölu á sam-
vinnuhlutabréfum á þessu ári, og með
því telur stjómin að unnt sé að fá inn
áhættufé og styrkja eiginfjárstöðu fé-
lagsins. Þannig sitji samvinnufélög
við sama borð og hlutafélög hvað
áhættufé varðar. Fram kom að skatta-
afsláttur myndi fylgja bréfum þessum
sem öðrum hlutabréfum, en atkvæð-
isréttur fylgir bréfunum ekki nema
menn séu félagsmenn í KEA.
Fjárfest fyrir 150 miUj-
ónir 1992
Á yfirstandandi ári er fyrirhugað að
fjárfesta fyrir um 150 milljónir króna.
Er það umtalsvert minna en á síðasta
ári en þá var fjárfest fyrir um 280
milljónir. Sú stefna hefur hins vegar
verið mörkuð að lækka skuldir félags-
ins verulega og er þetta einn þáttur í
þeim aðgerðum. Þegar er búið að
veita heimild til að kaupa nýjar vatns-
áfyllingarvélar og verða þær settar
upp í Mjólkursamlaginu fljótlega.
Einnig hefur verið ákveðið að vetja
meira fé í markaðssetningu, sér í lagi
á vatni. Þá verður fljótlega opnuð ný
og stærri Netto-verslun. Hún leysir af
hólmi Netto-verslun við Höfðahlíð, og
jafnframt verður verslunarútibúi í
miðbænum lokað. Þá verða sjóðsvélar
endumýjaðar í öllum matvöruversl-
unum félgsins. Auk þessa er fyrirsjá-
anlegur kostnaður vegna endumýj-
unar.
Hlutabréf keypt í 14
fyrirtælgum
Kaupfélag Eyfirðinga keypti hluta-
bréf í nýjum og eldri fyrirtækjum fyrir
um 45 milljónir króna á síðasta ári.
Mestu var varið til hlutafjárkaupa í ís-
lenskum sjávarafurðum, eða tæpum
29 milljónum króna. Önnur fyrirtæki
sem fjárfest var í voru: Folda hf, Goði
hf, Kaupþing Norðurlands, ísstöðin á
Dalvík, íslenskur skinnaiðnaður, Jöt-
unn, Landflutningar hf á Akureyri,
Laxá hf, Laxós, Mikligarður, Samskip
og Útgerðarfélag Akureyringa.
Alls námu fjárfestingar félagsins um
279 milljónum á árinu. Þar má nefha
ostagerðartæki og önnur tæki í Mjólk-
ursamlagið fyrir 88 milljónir króna,
gerðar vom endurbætur á lóð og
tækjakosti Frystihússins á Dalvík,
endurbætur vom unnar á Frystihús-
inu í Hrísey og togaranum Súlnafelli,
auk áðurtaldra hlutafjárkaupa. Á móti
vom seldar eignir fyrir liðlega 271
milljón króna. Þar vom stærstu lið-
imir sala á aflaheimildum til Útgerð-
arfélags Dalvíkinga fyrir 192 milljónir
króna, sala á eignum í ,J,istagili“ fyrir
28 milljónir króna og sala á landflutn-
ingabfium fyrir 14 milljónir króna.
Úthlutanir úr Menning-
arsjóði KEA
Tólf aðilar hlutu styrk úr Menningar-
sjóði KEA að þessu sinni, en alls bár-
ust 27 umsóknir. Til ráðstöfunar vom
800 þúsund krónur sem em arður af
eignum sjóðsins. Eftirtaldir aðilar
hlutu styrk úr sjóðnum að þessu
sinni:
-Rauðakrossdeild Siglufjarðar til
kaupa á nýrri sjúkrabifreið, 80 þúsund
krónur.
-Styrkur til uppbyggingar aðstöðu
fyrir sjúkraþjálfa á Dalvík, 80 þúsund
krónur.
-Karlakórinn Gamlir Geysismenn, 80
þúsund krónur vegna kóramóts.
-Mánakórinn 80 þúsund krónur.
-Skíðafélag Dalvíkur, 80 þúsund
krónur vegna uppbyggingar aðstöðu í
Böggvisstaðafjalli.
-Bamaleikhúsið Norðurljósin, 80
þúsund krónur vegna Týrklandsferð-
ar.
-Bjami Guðleifsson, 60 þúsund krón-
ur til loftmyndatöku fyrir ömefna-
skrá.
-Aðalsteinn Einarsson, 60 þúsund
krónur vegna söngnáms.
-Vigfús Bjömsson rithöfúndur, 60
þúsund krónur.
-Þómnn Ósk Marinósdóttir Akureyri,
60 þúsund krónur vegna fiðlukaupa.
-Sundfélagið Óðinn, 40 þúsund krón-
ur vegna mótshalds.
-Freyr Gauti Sigmundsson júdó-
kappi, 40 þúsund króna ferðastyrkur
vegna móta erlendis. hiá-akureyri