Tíminn - 23.04.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.04.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 23. apríl 1992 Hvað verður um rússneska kjam- orkuvísindamenn og þekkingu? Þær milljónir vísindamanna og verkfræðinga frá fyrrum Sovétríkj- um, sem í eina tíð nutu óttablandinnar virðingar um allan heim vegna stóru eldflauganna sinna og hitasæknu sprengjanna, fyrír framúrskarandi stærðfræðiþekkingu og uppgötvanir á sviðum s.s. lengdarsjóneðlisfræði — eru nú fullar örvæntingar í efnahagslegu öngþveiti. Margir hafa misst vinnuna. Þeir heppnu, sem enn vinna vísindastörf, verða oft að bæta á sig aukastörfum til að framfleyta fjölskyldunni. Óhjákvæmilega fjölgar þeim, sem fara til starfa á Vesturlöndum, hafi þeir ráð á því. Og þeir, sem eftir verða, eru oft tilbúnir að ráða sig til vinnu fyrir lítil laun. Þetta atriði var dregið rækilega fram í dagsljósið snemma í mars, þegar úrvalshópur yfir 100 kjam- orkueðlisfræðinga við Kurchatov- kjamorkustofnunina í Moskvu undirrituðu samning um að fara til vinnu í Bandaríkjunum. Kostnaður bandarískra skattborgara fyrir þennan samning, sem stendur í eitt ár, er svo lágur að undrun vekur, eða 90.000 dollarar. Þessir virtu vís- indamenn vom svo ákafir að vinna fyrir Bandaríkin að þeir settu í gang tækjabúnað sinn til rannsóknar á möguleikanum á kjarnasamruna, sem er á heimsmælikvarða, jafnvel áður en samningurinn var undirrit- aður. Hvað á þessi stefna eftir að ganga langt? Hver er áhættan og hvað fæst við að bjarga rússneskum vís- indum? Hver verða endanleg örlög þeirra? Vestrænir sérfræðingar velta ýmsu fyrir sér, en fá ákveðin svör eru í sjónmáli, meðan þeir fylgjast með óttablandinni virðingu með því þegar stærsta vísindafyrir- tæki heimsins er að missa fótanna. „Þetta eru endalokin á mynstri, sem hefúr skotið föstum rótum á 60 árum,“ segir dr. Murray Feshb- ach, sérfræðingur um rússnesk vís- indi við Georgetownháskóla. „Fjár- framlög hafa verið skorin vægðar- laust niður. Þjálfunarleiðin er í al- gerri óreiðu. Fólk greiðir atkvæði með fótunum og fer til starfa á sam- vinnu- eða einkagrundvelli." Bandaríska vísindaakademían segir svo mikið vera í húfi fyrir Vesturlönd, að þau ættu að marg- falda viðleitni sína til að leggja fram fé, ráða til starfa og hafa samstarf við rússneska vísindamenn. Að öðr- um kosti megi búast við að þeir láti freistast af ábatasömum atvinnutil- boðum frá harðstjómm í þriðja heiminum. Til að hindra það þurfi hraðinnspýting upp á a.m.k. 150 milljónir dollara að koma til í vís- indaaðstoð. Ókönnuð svæði Dr. Loren R. Graham, sérfræð- ingur í rússneskum vísindum og tækni við Massachusetts Institute of Technology, segir að áhættan og endurgjaldið fyrir Vesturlönd taki ekki bara til öryggis, heldur jafn- framt til þeirra atriða menningar, fegurðar og dásemda sem fylgja því að víkka út þekkinguna. „Það em sum svið vísinda þar sem gömlu Sovétríkin höfðu ein- dregna forystu í heiminum," segir hann. „Þar vom vísindastöðvar, sem skömðu fram úr. Ef öll þekk- ing þar þomar upp og hverfur, er það ekki aðeins skaði fyrir Rússland og fyrrverandi sovésku lýðveldin, heldur fyrir alla heimsmenning- una." Það var rússneski efnafræðingur- inn Dmitri Mendeleev, sem lagði fram lotukerfið þar sem frnmefn- unum er raðað eftir atómþunga, og sagði fyrir um tilvist og eðlis- og efnaeiginleika gallíns, germans og skandíns, sem þá vom óþekkt. Snemma á 20. öldinni rannsakaði Ivan Pavlov ráðgátuna um hegðun. Sovéskir vísindamenn skutu fyrsta gervitunglinu og manninum út í geiminn. Pyotr Kapitsa, Nikolai Basov og Lev Landau fengu nóbels- verðlaun í eðlisfræði. En á heildina litið tók einangmn- in og leyndin í kalda stríðinu sinn toll. Sovétríkin drógust aftur úr Vesturlöndum varðandi uppgötvan- ir á ýmsum sviðum hátækni og við gerð tölvukubba. Það kaldhæðnis- lega er að ófullkominn tölvutækni- búnaður þeirra neyddi rússneska hugbúnaðarhönnuði til að búa til glæsileg og árangursrík forrit með þeim árangri að nú er mikil eftir- spum eftir kunnáttu þeirra og færni á Vesturlöndum. Nú er öngþveiti allsráðandi í rússneskum vísindum og tengsl við Vesturlönd em það eftirsóknarverð- asta, sem hugsanlegt er, ekki aðeins vegna fjármunanna sem Vesturlönd ráða yfir, heldur líka vegna þess að þar er vinnuaðstaða betri, tæki og útbúnaður. Bandaríska vísindaaka- demían segir að rússneskir vísinda- menn hafi þegar flykkst til Banda- ríkjanna í hundraða ef ekki þús- unda tali sem gestafræðimenn við háskóla og stofnanir og fært með sér strauma nýrra hugmynda. Þeg- ar þeir leita að störfum, myndu þessar hugmyndir gera þeim kleift að fá varanlegt dvalarleyfi. Dr. Mohamed S. El-Genk, kjarn- orkuverkfræðingur við háskólann í New Mexico, fékk nýlega með sér sérfræðinga frá Kurchatov- stofn- uninni í Moskvu til að dveljast eina skólaönn í Albuquerque, þó að hann segi jafnframt að betra væri að styrkja þá til starfa í heimaland- inu. „Ef þeir em fluttir hingað, er möguleiki á því að þeir vilji ekki fara aftur," segir hann. „Þannig myndi Rússland tæmast af hæfi- leikafólki." Vísindamenn, sem enn em kyrrir heima (yrir, skrifa undir samninga við Vesturlandamenn eins hratt og þeim frekast er unnt, til að bæta upp rýrnandi tekjur. Rússneskur tölvusérfræðingur, Boris A. Babay- an, er að setja upp rannsóknarstofu í Moskvu fyrir Sun Microsystems Inc., sem hefur höfuðstöðvar í Mo- untain View í Kalifomíu, þar sem u.þ.b. 50 starfsfélagar hans, hug- búnaðar- og tæknibúnaðarhönnuð- ir, verða ráðnir til starfa. Babayan er höfundur súpertölvanna, sem Sov- étmenn notuðu til að hanna kjarn- orkuvopn. Sun Microsystems greiðir hverjum starfsmanna hans nokkur hundmð dollara laun á ári — sem þykja góð laun á Moskvu- mælikvarða. Tölvusérfræðingar „Boris Babayan hefur yfir að ráða mjög snjallri tölvuhönnun og ein- staklega klámm hópi rannsóknar- manna," segir David R. Ditzel, framkvæmdastjóri í deild framþró- aðra kerfa hjá Sun Microsystems. Framkvæmdastjórar Microsoft Corporation, stærsta hugbúnaðar- fyrirtækis Bandaríkjanna, og Apple Computer Inc., segjast að sjálf- sögðu líka eiga í viðræðum við rússneska tölvusérfræðinga. Það sem gerðist við Kurchatov- Rússneskur vísindamaöur meö tæki, sem notaö var viö tilraunir í kjarnasamruna í Chelyabinsk- 70, annarri alleynilegustu rann- sóknarstöö fyrrum Sovétríkja þar sem hönnuö voru kjarnorku- vopn. Vesturlönd leita leiöa til að ráöa bestu rússnesku visinda- mennina til starfa, án þess að flytja úr landi hæfileika og þekk- ingu. Snillingur til leigu: Bestu vís- indamenn fyrrum Sovétríkja á útsöluprís Að utan stofnunina í Moskvu, en hún ber nafn höfundar sovésku atóm- sprengjunnar, líkist því sem gerðist hjá tölvusnillingunum. Virtasti hópurinn sem vinnur að kjam- orkusammna sá fram á ömuríegar kringumstæður. Þessi hópur réð yf- ir ágætum útbúnaði — samruna- ofni sem getur státað af orkumesta hitara fyrir sammnaeldsneyti f heimi — en fjármunirnir til að reka hann eða greiða laun vom af skom- um skammti. Af því leiðir að frá og með nóvember sl. hefur hópurinn verið á biðilsbuxunum hjá orku- málaráðuneyti Bandaríkjanna, sem stendur straum af slíkum rann- sóknum í Bandaríkjunum. Gengið var frá 90.000 dollara samningnum snemma í mars. Samrunaorka „Við höfðum gert okkur vonir um að sérfræðingarnir hjá Kur- chatov myndu gera þessar rann- sóknir sjálfir," sagði dr. N. Anne Davies, forstjóri samrunarann- sóknaráætlunar orkuráðuneytis- ins. „Þegar það var ekki hægt, vor- um við tilbúin að kosta þær." Hversu langt gæti slíkt fyrirkomu- lag gengið? „Fjárhagsáætlun okkar er mjög naumt skorin," svarar dr. Davies. „Við leysum hvert mál fyrir sig, þegar þar að kemur." Slíkir samningar eru farnir að fara í taugamar á bandarískum vís- indamönnum, sem verða sjálfir að takast á við þröngt sniðnar fjár- hagsáætlanir og vaxandi sam- keppni frá flóðbylgjunni af inn- fluttum rússneskum vísindamönn- um. „Við höfum ekki ráð á að kaupa allt vísindakerfi Sovét- manna," segir dr. Stephen O. Dean, stjórnarformaður fyrirtækisins „Fusion Power Associates" í Gait- hersburg í Maryland, sem ekki er rekið í ábataskyni en stuðlar að rannsóknum á samruna. „Við get- um ekki komið á fót velferðaráætl- un fyrir þá. Við erum þegar með fjöldann allan af fólki á okkar eigin áætlun, sem við vildum gjama styrkja en getum það ekki." Dr. Feshbach við Georgetownhá- skóla segir ástæðulausan ótta margra um að Bandaríkjamenn ætli að verja geysimiklum fjárhæð- um í að kaupa sovéska vitsmuni og þekkingu. Hann segir að ráðningar og tilraunir til ráðninga yrðu sennilega takmarkaðar við af- burðamenn í rússneska vísinda- heiminum. „Það eru ekki allir snillingar, hvorki í þessu landi né í því landi," segir hann. „Það eru ekíd allir af- burðamenn eins og Sakharov [höf- undur sovésku vetnissprengjunn- ar].“ Samt sem áður álítur dr. Feshbach að allt frá 1% til 25% hins geysifjölmenna hóps vísindamanna í fyrrum Sovétríkjum kunni með tímanum að koma á tengslum við Vesturlönd til að komast af. „Þetta fólk á virkilega erfitt," segir hann. „Það lifir við gífurlega streitu." (The New York Times)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.