Tíminn - 08.05.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.05.1992, Blaðsíða 1
Föstudagur 8. maí 1992 87. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Næsta verk Sjömannanefndar er að finna leiðir til að lækka sláturkostnað: Verður sláturkostnaður gef inn f rjáls í haust? Innan Sjömannanefndar hefur sú hugmynd verið skoðuð að gefa sláturkostnað fijálsan frá og með næsta hausti. Hreiðar Karlsson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir að sláturleyfishafar séu hugmyndinni afar mótfallnir. Ekki sé tímabært að gefa þetta frjálst við núverandi aðstæður. Þó að Sjömannanefnd hafi sent frá sér tillögur um hagræðingu í mjólk- urframleiðslu hefur hún ekki aldeil- is lokið störfum. Nefndin á eftir að senda frá sér a.m.k. fjórar skýrslur, þ.e. um kjarnfóðurgreinar og fóður- iðnað, sláturhús, garðyrkju og verð- lagsþróun og verðsamanburð. Nefndin stefnir að því að Ijúka störf- um fyrir árslok, en nefndarmenn hafa lært að fara varlega í fullyrðing- um um tímasetningar. Nefndin leggur mikla áherslu á að gera breytingar á sláturkostnaði fyr- ir haustið. Nefndin skoðaði þetta mál í fyrrahaust án þess að niður- staða fengist, en lítið hefur verið fjallað um þetta síðustu mánuði í nefndinni af skiljanlegum ástæðum. í fyrra var sú hugmynd skoðuð hvort rétt væri að gefa sláturkostnað frjálsan. Langt er í að málið sé kom- ið á ákvörðunarstig í nefndinni. „Ég held að þetta sé heldur heimskulegt og óskynsamlegt bæði fyrir framleiðendur og neytendur," sagði Hreiðar Karlsson þegar Tím- inn innti hann álits á hugmyndinni. Hann sagðist ekki telja smásölu- markaðinn hér á landi vera með þeim hætti að hann þoli frelsi á þessu sviði. „Hér er mjög sterkur smásölumarkaður með verulega einokunartilburði. Undir slíkum kringumstæðum er ekki vænlegt að gefa hluti frjálsa. Við höfum þær skyldur við fram- leiðendur að koma afurðum þeirra á markað og skyldur við neytendur að færa þeim afurðir sem séu sem fjöl- breyttastar og sem best úr garði gerðar. Frjáls verðlagning við nú- verandi aðstæður myndi ekki auð- velda mönnum að uppfylla þessar skyldur." Hreiðar sagði að afurðastöðvar hefðu verið duglegar við að spara og hagræða á síðustu árum, en það hafí því miður ekki skilað sér að öllu leyti til neytenda vegna þess að á sama tíma hefði átt sér stað mikill samdráttur í framleiðslu og kjöt- neyslu. Hreiðar sagðist vilja minna á að verð á kjötvörum hafi ekki hækk- að mjög lengi. Hreiðar sagði að þrýst væri á af- urðastöðvarnar um að lækka verð, en á sama tíma væri verið að gera hertar kröfur til sláturhúsa, t.d. varðandi heilbrigðismál. Erfitt sé að uppfýlla báðar kröfurnar á sama tíma. -EÓ HVERNIG Á AÐ GRÓÐURSETJA? Fræðslubæklingur á vegum Skógræktarfélags fslands og Búnaðarbanka fslands hefur verið gefinn út Honum er ætlað aö vera fólki innan handar varöandi gróðursetningu þar eö margir skólar eru nú aö hefja gróðursetn- ingu á vegum Yrkju, sjóös íslenskrar æsku. Eintaki af bæklingnum verður dreift til þeirra nemenda sem taka bátt í þeirrí gróðursetningu og er það liöur í aö stuöla að vönduðum og árangursríkum vinnubrögöum. I bæklingnum eru meðal annars upplýsingar um hvenær skal gróöursetja, hvernig og hvaöa verkfærí hægter að nota. Ahugi á kornrækt á Suðurlandi hefur stóraukist eftir metkornuppskeru í fyrra: 40 bændur í Árnessýslu reyna kornrækt í sumar Rúmlega 40 bændur í Árnessýslu ætla að sá korni á þessu vori. í fyrra sáðu sjö bændur í Skeiðum og Hreppum korni. Uppskeran varð óhemju góð þar eins og annars staðar á landinu. Þetta virð- ist hafa aukið bændum kjark í að ráðast í þessa ræktun. Talið er að þetta svæði henti ágætlega til kornræktar ef vel viðrar og mikl- ir möguleikar liggi í því að þurrka komið með jarðvarma. Kornrækt hefur mjög lítið veriö reynd í Árnessýslu á seinni árum. Árið 1990 sáði einn bóndi í sýsl- unni korni, en í fyrra reyndu sjö bændur kornræktun. Síðasta sumar var eitt allra besta korn- ræktarár á seinni árum og upp- skera sem fékkst sló öll met. Upp- skera var víðast hvar yfir 4 tonn af hektara. Eftir þennan góða árang- ur hefur áhugi á kornrækt aukist mikið. Að sögn Kristjáns Bjarn- dals, ráðunautar hjá Búnaðarsam- bandi Suðurlands, eru horfur á að a.m.k. 42 bændur í Árnessýslu reyni kornrækt í sumar. Flestir sá í 1,5-3 hektara, en nokkrir eru stórtækari og sá í 7-8 hektara. Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins og Búnaðarsamband Suður- lands hafa fylgst mjög vel með kornræktuninni í Árnessýslu og gera tilraunir í sumar á þremur stöðum í sýslunni í Skeiðum, í Tungum og niður í Flóa. Reyndir eru 10 kornstofnar. Með þessu er vonast eftir að hægt verði að fá góða vísbendingum um það hvernig héraðið hentar til korn- ræktunar. Kristján sagðist telja varasamt fýrir bændur að líta á kornrækt sem einhvern gróðaveg þrátt fýrir að vel hafi gengið í fýrra. Korn- rækt á íslandi verði ætíð áhættu- söm og uppskeran misgóð og því sé best að rækta korn samhliða öðrum búskap. Hann sagði upp- skeru bænda í Árnessýslu í fýrra hafa verið álíka góða og annars staðar á landinu þar sem kornrækt er stunduð. „Ég tel að kornrækt sé komin til að vera í Árnessýslu, burtséð frá því hvernig gengur í surnar," sagði Kristján. í landinu eru til sjö sjálfkeyrandi kornskurðarvélar. Kristján sagði að hægt yrði að nýta bessar vélar við kornskurðinn í Árnessýslu í haust, en til greina komi að kaupa sérstaka vél til kornskurðar í sýsl- unni á næsta ári. Mest allt kornið fer til skepnufóð- urs. Mest fer í nautgripi, en einnig hafa menn reynt að gefa svínum og hænsnum kornið. Kornið hef- ur verið matreitt á ýmsan máta, m.a. hafa bændur í Skeiðum reynt að köggla hey og bygg með góðum árangri. Kornið hefur ýmist verið þurrkað eða súrsaö. Þurrkun með olíu er dýr, en Kristján sagði að framtíðin liggi í að þurrka kornið með jarðhita. Kristján sagði að allt of Iítið væri um það að bændur endurrækti túnin. Hann sagði að það væri kjörið að sá korni samhliða endur- ræktun túna. Hann sagði að menn væru smátí og smátt að gera sér grein fýrir því að bændur sem hafa stundað kornrækt í mörg ár, eins og í Landeyjum, Mýrdal og undir Eyjafjöllum, eru með miklu betri tún, betri hey og nánast hættir að kaupa kjarnfóður. Komrækt virð- ist því styrkja hefðbundinn kúabú- skap. Kristján sagði að bændur væru að sá þessa dagana. Snjórinn sem verið hefur síðustu daga hefur taf- ið fýrir sáningu, en reiknað er með að sáningu verði að mestu Iokið í byrjun næstu viku. Hann sagði að skortur hefði verið á sáðkomi í vor. Ekki hefðu allir fengið fræ sem vildu m.a. vegna þess að þeir vom of seinir að panta fræ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.