Tíminn - 08.05.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.05.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 8. maí 1992 I vörslu óskilamuna- deildar lögreglunnar er margt óskilamuna, svo sem: reiðhjól, fatnaður, lyklaveski, lyklakippur, seðlaveski, handtöskur, úr, gleraugu o.fl. Er þeim, sem slíkum munum hafa glatað, bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfisgötu 113 (gengið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14:00-16:00. Þeir óskilamunir, sem búnir eru að vera í vörslu lögreglunnar ár eða lengur, verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 9. maí 1992. Uppboðið hefst kl. 13.30. Lögreglustjórinn í Reykjavík Colliehundur fæst gefins Hreinræktaður svartur colliehundur, rúmlega eins og hálfs árs, fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 985-35015 og heimasíma 67053. BÆNDASKÓLINN Á HVANNEYRI B.Sc.-nám í búvísindum Umsóknarfrestur um nám við Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri er til 10. júní nk. Athygli er vakin á inntökuskilyrðunum: stúdentsprófi af raungreinasviði eða hliðstæðri menntun og búfræðiprófi með fyrstu einkunn. Nánari upplýsingar eru veittar í s. 93-70000. Bændaskólinn á Hvanneyri. 1917-1992 75 VERSLUNARRÁÐ ISLANDS Morgunverðarfundur föstudaginn 8. maí 1992 í hiið- arsal Súlnasalar, Hótel Sögu kl. 08.00-09.30. Gengið inn gegnum gestamóttöku hótelsins. Frumvarp til samkeppnislaga VIRK SAMKEPPNI í VIÐSKIPTUM Samkeppnislögum er ætlað að koma í staðinn fyrír gildandi lög um verðlags- og samkeppniseftirlit. Ætlunin er að skerpa samkeppnisreglur, auka upp- lýsingamiðlun og draga úr opinberum samkeppnishömlum. Auk þess að treysta sam- keppnishæfni íslenskra viðskipta með samræmingu við gildandi reglurannars staðar í Evrópu. Framsögumenn verða Björn Fríðfínnsson, ráðu- neytisstjórí í viðskiptaráðuneytinu, og Viihjálm- urEgilsson, framkvæmdastjórí Verslunarráðs- ins. Ásamt þeim sitursíðan fyrír svörum Georg Ólafsson verðlagsstjórí. Fundarstjórí verður Einar Svelnsson, formaður VÍ. Aðgangur kr. 1000 (morgunverður af hlaðborði innifalinn). Þátttaka eropin, en mjög áríðandi er að tilkynna hana fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 676666 (svarað ki. 8-16). VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS Stjómmálasaga og fleira Saga Tímarit Sögufélags XXIX —1991 Ritstjórar: Gísli Ágúst Gunnarsson Slguröur Ragnarsson Tímarit Sögufélagsins er að þessu sinni með áþekku yfirbragði og undanfarin ár. Raunar hittist svo á að mælt er eftir tvo vísindamenn, nákomna félaginu, að þessu sinni. Það eru þeir Björn Sigfusson og Jón Steffensen. Það gera þeir Gunnar Karlsson og Helgi Þorláks- son. Minningarorðin eru 4 og 5 blaðsíður um hvorn, en eru þó minnisstæðar mannlýsingar. Tvær sögulegar ritgerðir eru meg- inefni heftisins, báðar um atburði þessarar aldar. Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir ritar um aðdrag- anda að aðskilnaði Alþýðuflokks og Alþýðusambands íslands árið 1943, og Þór Whitehead um leiðina frá hlutleysi 1945-1949. Hulda rekur ýmsa þætti úr flokks- legri valdabaráttu innan verkalýðs- félaganna, og gerir grein fyrir klofningi innan hreyfingarinnar og brottrekstri áhrifamanna úr félög- um á báða bóga. Þetta er hin merk- asta saga og á ýmsan hátt lærdóms- rfk. En þegar þetta er nú rifjað upp fyrir aldraðan mann, sem lifði og hrærðist með þessum atburðum, leita fast á hugann spurningar um hvað gerst hefði, ef ekki hefði verið komin löggjöf um stéttarfélög og vinnudeilur. Á grundvelli hennar voru málin leyst. Sú löggjöf var ein af mörgu góðu, sem spratt af sam- starfi Framsóknar- og Alþýðuflokks 1934-39. Hér skal bent á eitt minniháttar atriði, sem orða hefði mátt öðru- vísi. Þegar rætt er um átökin f Hafnarfirði innan verkalýðssam- taka á bls. 45 segir: „Hermann Guð- mundsson sem gengið hafði til liðs við Sjálfstæðisflokkinn." Hermann byrjaði afskipti sín af opinberum málum sem sjálfstæðismaður. Hann fór t.d. um Vestfirði sem er- indreki flokksins áður en þetta var. Hann gekk því ekki til Iiðs við Sjálf- stæðisflokkinn í þessum svipting- um. Hins vegar gekk hann til liðs við Sameiningarflokk alþýðu, þegar hann var farinn að starfa að stéttar- málunum. Sú ritgerð, sem Þór Whitehead á hér, er að nokkru útdráttur úr fyrri bókum og ritgerðum hans um ut- anríkis- og varnarmál íslands. Þær tilvitnanir, sem hér eru nýjar, hrófla lítt við fyrri athugunum, en verða fremur viðbót til að styrkja söguna. Þessar tvær yfirlitsritgerðir eru ágætur fengur og mun ekki verða hróflað við þeim svo að verulegu máli skipti, þó að lengi megi finna eitthvað sem fyllir söguna. Ritstjórar segja í formála: „Þátturinn Andmæli og athuga- semdir hefur tekið nokkurt rými í tímaritinu undanfarin ár og svo er einnig nú. Þrír höfundar gera at- hugasemdir við ritdóma um verk sín í Sögu síðasta árs, þeir Birgir Sigurðsson, Gunnar Karlsson og Stefán F. Hjartarson." Þarna fara 12 síður undir vörn Birgis Sigurðssonar vegna ritdóms Hreins Ragnarssonar. Hér kemur fram í seinna verki hvað gert er í hinu fyrra. Illt er að neita Birgi um þetta rými, úr því Hreinn fékk að vaða elginn í fyrra. Ritstjórar munu sjá, ekki síður en aðrir, að hér fer vel á því að hafa ritstjórn. Þessar greinar þeirra Hreins og Birgis skilja lítið eftir, sem kenna má við sögulega þekkingu, né heldur eru þær líklegar til að vekja frjóa um- hugsun. Slíku þarf að verjast fram- vegis. Annar blær er á svari Stefáns Hjartarsonar til Þorleifs Friðriks- sonar. Þar er umræðan öll fræði- legri og málefnaleg. En ósköp finnst mér það lítið, sem mönnun- um ber á milli. Stefán segir: „Orðin „orientera sig“ merkja „að kynna sér“ frekar en „að afla upplýsinga" eins og ÞF telur það merkja." Ég er enginn tungumálamaður, en held mig skilja mælt mál á ís- lensku. Mér er ekki ljóst hvernig hægt er að kynna sér mál án þess að afla upplýsinga, eða hvernig afla megi upplýsinga án þess að kynnast viðfangsefninu. í sambandi við tengsl pólitískra hreyfinga við útlenda samherja vantar enn heimildir frá Sovétríkj- unum í sambandi við landa vora, og er þar ærin saga sem óvíst er hvort lesin verður úr þarlendum gögn- um. Sitthvað fróðlegt er í Sögu um- fram það, sem nú er nefnt. í rit- fregnum skrifar Gunnar Karlsson um íslandssögu til okkar daga og Helgi Þorláksson um Sögu íslands, V bindi. Gunnar vitnar í Björn Þor- steinsson og tekur upp eftir hon- um: „Þessi fámenna, íhaldssama landeigendastétt varð óhreyfanleg- ur baggi á kyrrstæðu samfélagi." „Hér var um að ræða hefðbundin stórbændasjónarmið sem bönnuðu mönnum fjárfestingu í öðru en bú- skap, bændaútgerð og menntun." Hér er komið að miklu efni, sem lengi mætti ræða. Þáttur í þessari kenningu er það að ríkisbændur hafi hindrað þilskipaútgerð. Þó held ég að engin rök liggi til þess að bændur hafi stöðvað eða hrundið tilraun með þilskipaútveg samfara Innréttingunum. Þar var öðru um að kenna. Það hefur oft tekið nokk- urn tíma að venjast nýrri atvinnu- grein og ná tökum á henni. Stundum er talað um að fyrri tíma fræðimenn hafi ekki viðurkennt neina stéttaskiptingu á íslandi. Sumir þeirra, er þannig láta, hafa lagt óþokka á íslandssögu Jónasar frá Hriflu. Hún kom út 1916, að mig minnir, og mun hafá verið námsbók f öllum barnaskólum í hálfa öld. Þar var svikalaust gerð grein fyrir stéttaskiptingu. Auðvitað voru landeigendur fá- menn stétt og vitanlega réðu þeir miklu. Hér þarf ekki lengra að Ieita en að sjá hverjir höfðu kosningarétt til að velja mann á ráðgefandi þing, þegar það varð til. Og vitanlega er hver sjálfum sér næstur. Eflaust hefur ríkismönnum oft fundist að þeir bæru þjóðfélagið uppi, sem þeir að vissu leyti gerðu. Þó þekktu menn líka þau rök, sem lögðu þeim á tungu fyrir munn ríkissetanna: ,Almúginn hefur uppbyggt mig, ekkjan og bömin foðurlaus.“ Það er góðra gjalda vert að athuga sögu þeirra, sem ólust upp á sveit um aldamótin 1800 og síðar. Einn- ig er þörf á að athuga kjör búðsetu- fólks undir Jökli o.s.frv. Lífskjör og afkoma þar hlaut að ráða nokkru um það hvort menn töldu myndun sjóþorpa æskilega eða ekki. Hvað sem líður valdastöðu land- eigenda, er eftir að færa sönnur á að þeim sé um að kenna að hér komst ekki á þilskipaútgerð, sjávar- þorp og iðnaðarmannastétt á 15. eða 16. öld. Það voru til iðnaðar- menn innan um annað búðsetufólk undir Jökli. Landeigendur höfðu tekjur af öllum sjávarafla, sem á land kom. Og þegar menn fóru að græða á þilskipaútvegi, áttu bænd- ur þátt í því að efla þá útgerð, enda var hún gamall draumur frá dögum Páls Vídalíns og samtíðarmanna Skúla fógeta, svo sem Ólafs Steph- ensens. Kenningin um stöðnun samfé- lagsins vegna landeigenda mun að nokkru leyti innflutt og er það eðli- legt. En það hefur lengi verið svo að ekki hefur hentað að hlaupa í blindni eftir erlendum fyrirmynd- um. íslenskt þjóðfélag hefur á sinn hátt verið afbrigðilegt. Sá, sem les Sögu, verður margs vísari og þar á meðal þess að eftir er að lesa betur úr mörgum geymdum heimildum um liðna tíma. H.Kr. Á helj arþröm Það er erfitt að hæla sjálfum sér, svo að vel fari, en þó skal það nú reynt. ÞG skrifaði um háskann í Slóveníu, benti á háskann frá Sarajevo 1914 í samanburði við 1991, og Slóvenía slapp að mestu. Atburðirnir röðuð- ust þannig, e.t.v. fyrir áhrif frá hug- arfari, að hernaður hófst ekki þá. Næst kom að Króötum, og þá skrifaði ÞG aftur um 1914 og Sarajevo, en fylgdi þessu illa eftir og blóðug óöld hófst, stóð vikum og mánuðum sman. Sam- viskubitið kvaldi ÞG. Um áramót sýndist honum koma lag, skrifaði (Vv. Mbl. 4.1.92): „mað- urinn Kadíevics koðni niður." Eftir nokkra daga var Kadíevics kominn frá, og síðan hefur ekki heyrst af bardögum svo nokkru nemi, innan landamæra þess ríkis. Þá kom að Bosníu. Þar er sjálf Sarajevo, hinn póllinn á ási hins germanska menningarsvæðis frá 1914, Reykjavík-Sarajevo. Alveg eins og stefnt á sjálft þetta skaut með öllu sem á undan var farið, sjálfan tilræðisstaðinn þar sem ófarnaði aldar var stefnt af stað 1914. Nú þagði ÞG, gerði ekki neitt, eins og allir aðrir. Ef hann trúir því að meö sögðum orðum eða birtum megi orka á hugi manna og þarmeð at- burðina — og ef einhver skilur með honum hversvegna hann trúir því, — hvernig halda menn þá að hon- um líði að hafa þagað? Hvergi mun það flóknara en í Bo- sníu að koma á sam- komulagi. Þó mætti það, ef lífmagnsáhrifum er beitt. En til þess eru þeir einir hæfir, sem halda sjálfstæði sínu. Það skilyrði setjum við hinum æðri öflum, sem brosa þó að orðinu skilyrði, að björgun Bo- sníu verði ekki án þess að íslenskt sjálfstæði verði virt, innan frá og að utan. Þorsteinn Guðjónsson Lesendur fikrifn ■AiSwivsiiiitii ðHi iici

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.