Tíminn - 08.05.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.05.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur8. maí 1992 Stjórnarformaður S.H. telur ýmislegt benda til dvínandi vinsælda „ferskra" fiskafurða: „Ferskui* fiskur með 27 milljón geria í grammi? ítarleg úttekt sem bandarísku neytendasamtökin gerðu á gæðum ferskra fiskflaka í verslunum leiddi m.a. í ljós að í nærri fjórðungi allra sýna fór gerlafjöldi upp í 27 milljónir í hverju grammi — eða meira en 50 sinnum umfram það hámark (500 þús. gerla í grammi) sem ferskleiki var miðaður við í könnuninni. Sumir kaupendur á frystum flski krefjast þess m.a.s. að fjöldi gerla í honum fari ekki yfir 100 þúsVgr. Það var Jón Ingvarsson, stjórnarfor- maður S.H., sem færði aðalfundar- fulltrúum þessar athyglisverðu nið- urstöður úr febrúarblaði bandarísku neytendasamtakanna, Consumer Reports. „í stuttu máli sagt var sú einkunn sem ferskur fiskur almenn- et hlaut í þessari úttekt vægast sagt léleg,“ sagði Jón. Hann telur ýmis- legt benda til þess að vinsældir ferskra fiskafurða muni fara dvín- andi í náinni framtíð og jafnframt að enn frekari kröfur verði gerðar til ferskleika, gæða og geymslu en áð- ur, sem aftur muni auka á mögu- leika frystingarinnar. Hitastig, hreinlæti og geymslutími eru lykilatriöin í varðveislu fersk- leika og heilnæmis fisksins. Úttektin hafi hins vegar Ieitt í ljós að aðstæð- um í fiskverslunum hafi víða verið ábótavant. Þótt fiskurinn hafi í mörgum tilvikum verið í mjög góðu ástandi að lokinni vinnslu hafi ástand hans, eftir flutning og með- ferð í verslun, oft orðið mjög slæm. í úttektinni var settur sá mæli- kvarði að fiskurinn ætti að innihalda færri en 500 þús. gerla í grammi, sem áður segir. Þegar gerlafjöldi fari yfir eina milljón í grammi sé fiskur- inn byrjaður að skemmast og fari fjöldi gerla yfir 10 milljónir ætti helst ekki að borða þann fisk. En 30% sýnanna fóru yfir þau mörk í úttekt bandarísku neytendasamtak- anna. Jón vitnaði einnig til víðtækrar bragðprófunar ,sem blað bresku neytendasamtakanna Which?, stóð fyrir. Fjöldi fólks var fenginn til að gera samanburð á bragðgæðum á ferskum þorski og frystum. Niður- staða þeirrar athugunar hafi sýnt yf- irburði frysta þorsksins hvað fersk- leikann snerti og bragðgæðin hafi sömuleiðis verið óumdeild. Þá sýna nýlegar neyslutölur í Bret- Iandi að sala á frystum fiski hafi undanfarið farið vaxandi á kostnað „ferskra" afurða, sagði Jón. „Þessar niðurstöður sýna okkur, að ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið og enn eru mörg ljón á veginum til að geta náð góðum árangri í útflutn- ingi og sölu á ferskum fiski þótt nú verði senn úr vegi rutt flestum þeim tollahindrunum sem verið hafa,“ sagði Jón. Ýmsir þættir takmarki möguleika á útflutningi fersks fisks héðan í stórum stfi, m.a. lengd veiðiferða, fjarlægð frá mörkuðum og krafa kaupenda um a.m.k. 4 daga geymsluþol í verslunum. Fiskinn verði því að flytja með flugvélum. „Eftir stendur þá að fá það verð sem keppir við okkar bestu og dýrmæt- ustu frystipakkningar, þegar allur kostnaður hefur verið réttilega met- inn. M.a. af þessum sökum er fjarri því eins og sumir virðast trúa, að út- flutningur á ferskum unnum fiski Landspítali og Landakot verða að auka lokanir sjúkrarúma í sumar. Nyting sjukrarúma á Borgarspítala mun hins vegar aukast: 100 sjúkrarúmum lokað í Reykjavík Lokanir sjúkrarúma á spítölum í Reykjavík í sumar og haust þýða að um 100 rúm verði lokuð að meðaltali allt árið. Lokanimar verða mestar á Landspítala og Landakoti, en ekki er gert ráð fyrir að lok- anir á Borgarspítala verði umfram hefðbundnar lokanir sem til koma vegna sumarleyfa starfsfólks. Áætlað er að veija 115 milljón- um til Qárfestinga á Borgarspítala og Landakoti á þessu ári. Mál þetta var rætt í fyrirspurna- tíma á Alþingi í gær að frumkvæði Finns Ingólfssonar alþingismanns. Fyrir svörum varð Eiður Guðna- son umhverfisráðherra, sem gegn- ir embætti heilbrigðisráðherra í forföllum Sighvats Björgvinsson- ar. Engar skipulagðar lokanir verða á Borgarspítala í sparnaðarskyni í sumar. Þær lokanir sem verða á spítalanum í sumar verða ein- göngu vegna hefðbundinna sum- arleyfa og tengjast að engu leyti sérstökum sparnaðaraðgerðum. Með tilliti til breytts hlutverks spítalans, en spítalinn hefur tekið yfir bráðaþjónustu Landakotsspít- ala, er gert ráð fyrir að fleiri rúm verði þar nýtt en verið hefur. Á Landspítalanum verða lokanir í sumar líkt og verið hefur vegna sumarleyfa. Spítalinn verður hins vegar að grípa til sérstakra lokana vegna niðurskurðar á fjárveiting- um til hans. Ákveðið hafði verið að loka öidrunardeildinni í Hátúni í sex mánuði á þessu ári. Vegna þrýstings við gerð kjarasamninga hefur verið ákveðið að stytta þenn- an tíma niður í þrjá mánuði. Gert er ráð fyrir að þeir sjúklingar sem þar eru geti dvalist í 19 rúmum á Vífilsstaðaspítala meðan lokað verður í Hátúni. Lokun Hátúns kemur illa við hvíldarinnlagnir sjúklinga. Verið er að kanna leiðir til að koma hvíldarinnlögnunum annars staðar fyrir, en niðurstaða liggur ekki fyrir. Ríkisspítalar telja að lokanir umfram hefðbundnar sumarlokanir spari samtals um 100 milljónir. Vegna þeirrar endurskipulagn- ingar sem nú fer fram á Landakoti er erfitt að tala um lokanir rúma á einstökum deildum og sömuleiðis hve miklum sparnaöi lokanirnar muni skila. Stjórnendur spftalans gera ráð fyrir að loka handlækn- ingadeild 3-B (19 rúm) í fjóra mánuði, en undanfarin ár hefur deildinni verið lokað í einn mán- uö. Rúmum á handlækningardeild 2-B verður fækkað úr 28 í 13 frá 1. júlí til 10. ágúst. Lyflækningadeild 1- A (29 rúm) verður lokuð frá 1. maí, en opnar aftur síðar í sumar að loknum endurbótum á húsnæð- inu og þá sem 22 rúma hjúkrunar- deild. Rúmum á lyflækningadeild 2- A verður fækkað úr 22 í 16 frá 1. júní til 10. ágúst, en venjan er að loka henni í einn mánuð á sumri vegna sumarleyfa starfsfólks. Rúmum á gjörgæsludeild verður fækkað úr 10 í 15 frá 28. júní til 10. ágúst. Óvíst er hvað spítalinn sparar mikið með þessum lokun- um, en aðgerðirnar eru hluti af heildstæðum aðgerðum sem miða að því að spara 400 milljónir. muni að miklu leyti leysa hraðfryst- inguna af hólmi," sagði Jón. Síðar í ræðu sinni sagði hann eigi að síður víst að samningurinn um EES geti m.a. orðið lyftistöng fyrir útflutning á ferskum fiskflökum, sem til þessa hafi mátt sæta 18% innflutningstolli. Jón tók fram að frystiiðnaðurinn njóti þegar toll- frelsis á öllum hraðfrystum flökum, sem séu uppistaðan í útflutningi frystra afurða til Evrópubandalags- ins. „Ávinningur frystingarinnar af samningnum mun því fyrst og fremst byggjast á hugsanlegum tækifærum til enn frekari full- vinnslu á fiski en nú er, ferskum eða frystum," sagði Jón Ingvarsson. - HEI VISA stofnar menningarsjóð: Fétil listaog vísinda VlSA-fsland (Greiðslumiðlun hf.) hefur samþykkt að stofna til sér- staks menningarsjóðs á vegum fyr- irtækisins. Stofnfé hans er kr. 2.500.000 og þar af verður 1,5 milljónum útlutað í haust. Tekjur sjóðsins eru árleg framlög VISA-fsland sem aðalfund- ur mun ráða hverju sinni s.s. vaxta- tekjur og aðrar tekjur sem kunna að berast sjóðnum. Tekið verður við umsóknum til ágústloka. Tilgangur sjóðsins er að styðja ís- lenska menningu og listir, veita fé til líknar- og menningarmála og að efla verkmenntun, vísindi og tækni. í stjórn sjóðsins eru Jóhann Ág- ústsson, aðstoðarbankastjóri Lands- banka íslands og stjórnarformaður VISA, Einar S. Einarsson fram- kvæmdastjóri og Jón Stefánsson, organisti og söngstjóri. —GKG. Finnur gagnrýndi framgöngu heilbrigðisráðherra við niður- skurðinn í heilbrigðismálum. Hann sagði ríkisstjórnina hafa gengið það fast fram í niðurskurði til sjúkrahúsa í Reykjavík að starf- semi sumra þeirra hefði verið hálf- lömuð. Síðan hefði heilbrigðisráð- herra komið eins og frelsandi eng- ill og fyrirskipað að ekki mætti skera niður starfsemi einstakra deilda. Finnur sagði að með þessu hefði ráðherra tekið völdin af stjórnendum sjúkrahúsanna. Hann sagði ennfremur að stjórn- endur spítalanna hefðu verið settir í erfiða stöðu vegna þess að þeir hafa ekki fengið að vita hvað þau hafa nákvæmlega til rekstur sjúkrahúsanna á þessu ári, en ekki hefur endanlega verið ákveðin skipting á 500 milljóna króna fjár- veitingu sem ráðherra fékk til ráð- stöfunar á fjárlögum þó að liðnir séu rúmir fjórir mánuðir af árinu. Finnur gagnrýndi stjórnvöld fyrir að verja 115 milljónum til fjárfest- inga á Landakoti og Borgarspítala. Setja á 65 milljónir í B-álmu Borg- arspítalans og 25 í skurðstofu Borgarspítalans. Þá hefur verið ákveðið að veita 15 milljónum úr Framkvæmdasjóði aldraðra til breytinga á Landakoti. Finnur sagði að hægt hefði verið að halda 57 rúmum opnum með þessum peningum heföi þeim verið variö til reksturs. Hann sagði að lokan- irnar núna þýði að um 100 rúm að meðaltali hefðu verið lokuð allt ár- ið. Hann minnti jafnframt á þá staðreynd að um 300 aldraðir sjúk- lingar bíði eftir sjúkrarúmi í Reykjavík í dag. -EÓ Samningur Ástundar og knattspyrnudeildar Vals: Valsmenn í Umbro Knattspyrnudeild Vals og Ástund, sem er umboðsaðili fyrir Um- bro og Diadora íþróttavörur á íslandi, hafa gert með sér sam- komulag til þriggja ára sem felur í sér að aliir flokkar Vals, karla og kvenna, munu leika í Umbro búningum og Diadora skóm. Þetta er stærsti samningur sem knattspyrnudeild Vals hefur gert hvað varðar búninga og skóbúnað. Það eru mörg þekkt félög í Evrópu sem leika í Umbro búningum og má þar nefna Leeds, Man.Utd, sem nýverið hefur gert samning fyrir næsta keppnistímabil, enska landsliðið, brasilíska landsliðið og fleiri þekkt lið. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var við undirrit- un samningsins, má sjá sitjandi þá Guðmund Arnarsson frá Ástund (t.v.) og Þorstein Ólafs, fulltrúa knattspyrnudeildar Vals. Með þeim á myndinni eru þrír leikmenn frá félaginu, Þór Steinar Ólafs sem leikur með 7 fl., María Rúnarsdótt- ir í 3.fl.kv. og Einar Páll Tómasson landsliðsmaður. -PS Nýr hótel- stjóri Hótel Loftleiða Þórunn Reynisdóttir hefur tekið við starfi hótelstjóra Hótel Loftleiða af Hans Indriðasyni, sem verður svæðisstjóri Flugleiða í Noregi. Þórunn hefur starfað hjá Flugleið- um síðan árið 1976 og m.a. verið stöðvarstjóri félagsins á Kastrup- flugvelli í Kaupmannahöfn og nú síðast markaðsstjóri Bfialeigu Flug- leiða. —sá Þórunn Reynisdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.