Tíminn - 08.05.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.05.1992, Blaðsíða 12
AUGLVSINGASÍMAR: 680001 & 686300 BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D • Moslellsbæ Símar 668138 S 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Oðruvísl bílasala BÍLAR • HJÓL * BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6T9225 ^Gsbriel / YV/ HOGG- DEYFAR 5*jjg Verelió hjá fagmonnum m 1 GJvarahlutir Hamarsböfóa 1 - s. 67-é744tJ L ——/ Tímirm FÖSTUDAGUR 8. MAl 1992 Fiskvinnslan rekin með 9-10% tapi að mati Samtaka fiskvinnslustöðva: Hált f iskverð að sliga vinnsluna? Samkvæmt afkomumati samtaka fiskvinnslustöðva er botnfisk- vinnslan rekin með tapi upp á 9,2%-10,3% miðað við rekstrar- skilyrði nú í maí 1992. Þetta þýðir tap upp á 3,6 til 4 miiljarða króna miðað við heilt ár. Lægri tölurnar (9,2% tap) miðast við 6% ávöxtun stofnfjár, eins og Þjóðhagsstofnun miðar oftast við í sínum útreikningum. Til samanburðar má benda á að rekstrar- áætlun Þjóðhagsstofnunar frá september sl. sýndi 9,5% tap. Hærri taptölur Samtaka fískvinnslustöðva (10,3% og 4 millj- arða tap) ganga út frá 8% ávöxtum stofnfjár. Litlar breytingar virðast því hafa orðið á afkomumati botnfiskvinnsl- unnar síðan í haust. Og helsta ástæða hins mikla taps er líka enn sú sama: „Helsta ástæðan fyrri þessu mikla tapi botnfiskvinnsl- unnar er að verð á hráefni hefur hækkað mjög mikið að undan- förnu. Áætlað er að hráefhiskostn- aður sé nú um 64% af tekjum vinnslunnar, en var tæp 55% í fyrra," sagði Þjóðhagsstofnun í september sl. haust. Og þetta hefur ekki breysL í hinu nýja afkomumati Samtaka fisk- vinnslustöðva er reiknað með að 63,3% teknanna fari til að greiða hráefniskostnaðinn. í forsendum þeirrar áætlunar er samt reiknað með 3,5% lækkun á hráefnisveröi frá því í janúar. Tekjumegin er hins vegar reiknað með núgildandi verði á frystum afurðum en 8% verð- lækkun (í ECU) á saltfiski frá febrú- arverði. Launakostnaður er annar lang- stærsti útgjaldaliður fiskvinnslunn- ar. Öll árin 1987 til 1990 nam hrá- efniskostnaður (50-55%) og launa- kostnaður (19-24%) samanlagt mjög nálægt 74% af tekjum. Og af- koman var öll þessi fjögur ár lítil- lega (kringum 1%) undir eða yfir núllinu. Ekki verður því betur séð en að 73- 75% sé það hámark teknanna fisk- vinnslunnar sem fara má til greiðslu hráefnis og launa. Launahlutfallið er með lægsta móti þriðja árið í röð, í kringum 19,5%. Hráefriisverðið er hins vegar annað árið í röð 63-64%. Samanlagðir gleypa þessir tveir út- gjaldaliðir því yfir 83% í ár og á síð- asta ári, eða um 10% meira en fisk- vinnslan virðist þola til að ná yfir núllið. - HEI Nicklaus sýnir á Akureyri í sumar Bandaríski golfsnillingurinn Jack Nicklaus, sem af mörgum er taKnn einn fremsti kylfingur heims, er væntanlegur til íslands í sumar, og er frágengið að hann haldi sýningu og leiki á Jaöarsvelli við Akureyri. Nicklaus tekur þátt í Opna breska meitaramótinu og að því búnu er hann væntanlegur til laxveiða í Laxá í Aðaldal. Að veiðum loknum er kapp- inn væntanlegur til Akureyrar og er áformað að hann verði með sýningu á Jaðarsvelli 26. júlí. Nicklaus hefúr einu sinni áður verið með sýningu á íslandi. Það var á Nesvellinum fyrir allnokkr- um árum og lifa íslenskir kylfingar enn í minningunni um snilldartakta hans. Það má því vænta fjölmennis á Jaðarsvöllinn í sumar, og ekki skemm- ir fyrir að verið er að kanna möguleika á að koma á golfmóti í tengslum við komu hans til Akureyrar. hiá-akureyri. Fyrirspurn frá Nýjum vettvangi: Lokakostnaöur við Ráðhúsið Borgarstjórn Reykjavíkur hefur borist fyrirspurn frá borgarfull- trúum Nýs vettvangs varðandi heildarkostnað við lokafrágang Ráðhúss Reykjavíkur. Borgarfulltrúarnir vilja fá að vita hver kostnaðurinn verður, hvort hann standist áætlun og ef ekki hve mikil útgjöld fari fram úr áætlun. Einnig er óskað eftir upp- lýsingum um hver kostnaðurinn er orðinn nú þegar við frágang byggingar, frágangs á lóð, húsbún- að, innréttingar og síðast en ekki síst veisluhöld vegna vígslu húss- ins þ.m.t. kvöldveröur í Perlunni á vígsludag. Borgarstjórnin er innt eftir því hvort fyrrgreindir kostnaðarliðir eigi enn eftir að hækka og ef svo er, hvað mikið og hvers vegna. —GKG. Fundur í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur: Mótmælir skerðingu Friðrik Erlingsson tekur við verðlaununum úr höndum Ármanns Kr. Einarssonar en fjölskylda hans er meðal þeirra sem standa á bak við verðlaunin. Að baki þeim stendur Ólafur Ragnarsson bókaútgef- andi. Timamynd Ami Bjama íslensku barnabókaverðlaunin veitt: Benjamín dúfa álitin best „Fundur í stjóm Sjómannafélags Reykjavíkur haldinn 30. apríl ‘92 lýsir yfír undmn sinni á því að ekki skyldi vera til umjöllunar í nýaf- stöðnum kjarasamningum marg- umræddur sjómannaafsláttur," segir í fréttatilkynningu frá félag- inu. Hörð mótmæli komu fram á fund- inum í mörgum yfirlýsingum frá stéttarfélögum sjómanna sem að miðlunartillögu sáttasemjara stóðu sem og frá Sjómannasambandi ís- lands við skerðingu sjómannaaf- sláttar sem með öllum tiitækum ráðum skyldi að fullu endurbættur. Fundurinn lýsti yfir ánægju sinni með tillögu frá Hafnarstjórn Reykja- víkurhafnar um stofnun sjóminja- safns í Reykjavík. Skorað er á borg- arstjórn Reykjavíkur og borgarbúa að veita málinu stuðning. Einnig hefur stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur áhuga á að fiskasafni verði komið upp í líkingu við frska- safn Vestmannaeyinga. —GKG. Friðrik Erlingsson hlaut ís- lensku barnabókaverðlaunin 1992 í gær sem Verðlauna- sjóður íslenskra barnabóka veitir. Verðlaunasagan nefnist Benjam- ín dúfa og gerist hún á viðburða- ríku sumri í litlu hverfi. Hún seg- ir frá því þegar fjórir vinir stofna Reglu rauða drekans og segja ranglæti heimsins stríð á hendur. Friðrik er þrítugur Reykvíkingur og hefur áður hlotið viðurkenn- ingu Námsgagnastofnunar fyrir bókina Afi minn í sveitinni árið 1987. Honum hefur einnig hlotn- ast styrkur frá stofnuninni til að skrifa framhald hennar. Það er Vaka-Helgafell sem gefur Benjamín dúfu út og er hún þegar farin út á almennan markað. —GKG. Fiskmarkaður Suðurnesja seldi um 44% alls landaðs bolfisks á svæðinu: FMS seldi 31.120 tonn fyrir 2.290 milljónir Um 31.120 tonn af fiski voru seld fýrir nær 2.290 milljónir króna á Fiskmarkaði Suðurnesja á síðasta ári. Söluþóknun er 3% aflaverð- mætis og að auki 60 aurar á hvert kfló sem selt er á gólfi. Tekjur FMS voru rúmlega 92 milljónir kr. og afkoma ársins þótti góð, rúmlega 2,4 milljónir í hagnað af reglulegri starfsemi. Enda sam- þykkti aðalfundur að greiða eig- endum 15% hagnað af hlutafé sínu. Eigið fé óx um rúmlega 10 milljónir, í tæpar 24 milljónir, hvar af mestu munaði um rúm- lega 5 milljóna aukningu hluta- fjár. Um 61.100 tonnum af bolfiski var landað í höfnum á Suðurnesj- um á síðasta ári, sem var 300 tonnum minna en árið áður. Af bolfiskafla síðasta árs voru 44% seld á Fiskmarkaði Suðurnesja. Meðalverð fyrir bolfisk á mark- aðnum var 76,94 kr. á kíló, sem var 13% hækkun frá árinu áður. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var meðalverð selds bolfisks á mark- aðnum 84,10 kr. á kíló, sem er 10% hækkun milli ára. Selt magn var hins vegar 12% minna á þessu tímabili en sömu mánuði í fyrra. Ef talinn er með sá bolfiskur sem landað var utan Suðurnesja, en seldur á FMS, fór sala á bolfiski í tæp 31.300 tonn, eða sem svarar rösklega helmingi alls landaðs bolfisks á Suðurnesjum. Hluthafar í FMS eru alls 81. Langstærstur þeirra er Valbjörn hf. með 21,3% og Jón Karlsson með tæplega 13,7%. En aðeins þrír til viðbótar eiga yfir 3% hlutafjár hver. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.