Tíminn - 08.05.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.05.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur8. maí 1992 Tíminn 5 Bjarni Hannesson: GATT-III gildran Útflutningur á beinum og óbeinum landbúnaöarafurðum og innflutningur á vörum til landbúnaöarins í milljöröum króna verölag 1990 Wfaðt Fut voðlag mifiafi vifi 1990 1981 82 Mismunur á gjaldeyristekjum og gjaldeyriseyöslu vegna landbúnaöarframleiösiu 1981 til 1990 netto gjaldeyristekjur um 18,2 milljaröar kr. á verölagi '90 Gjildeyrijöflun unfiran eyflilu Rumhcinuki: VaihnarskýTikir Fut vofiUg mitUfi vifi 1990 1981 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Helstu atriði, sem snúa að toll- ígildun, eru þessi: (1) Tollígildun (tarifRcation) á aö koma í stað magntakmarkana á innflutningi og annarra inn- flutningshafta. Ibllígildun felur í sér að reiknaður er tollur, sem er mismunur á heimsmarkaðsverði (c.i.f.-verði þar sem það hægt) og heimamarkaðsverði vöru (heild- söluverði), sem lotið hefur inn- flutningstakmörkunum. Viðmið- unarár eru 1986-1988. Hið reikn- aða tollígildi verður viðurkennt sem jafhgild innflutningsvemd á við magntakmarkanir og kemur í stað þeirra sem upphafsviðmiðun fyrir þessar vörur. Síða 3 í handriti. Fyrir landbúnaðarvörur, sem ekki hafa lotið magntakmörkun- um, verður upphafsviðmiðun þær tollbindingar, sem í gildi eru, eða rauntollur 1. september 1986 fyrir þær vörur sem eru með óbundna tolla, hvort tveggja skv. GATT- skrám. (3) Þeir tollar og tollígildi, sem um getur í (1) og (2), eiga að lækka um 36% að einfoldu (simple average) meðaltali á jöfhum áföngum á árunum 1993-1997, þó þannig að fyrir enga vöru verði lœkkunin minni en 15%. (4) Allir tollar, þ.m.t. tollígildi, verða bundnir í GATT-skrám. Varðandi lágmarksaðgang (minimum access) og rtkjandi markaðsaðgang (current access) ergert ráð fyrir að samið verði um eftirfarandi: (1) Veita á lágmarksaðgang fyr- ir þær búvörur, sem enginn eða minniháttar innflutningur hefur verið á, með þeim hætti að stofhað verði til tollkvóta fyrir vör- una/vöruflokkinn sem nemur 3% af innanlandsneyslu við gildistöku og auka hann í 5% á samnings- tímanum. Tollur á kvótanum skal vera enginn eða lágur." Innskot: Texti um þetta ákvæði í svokölluðu endanlegu vinnuskjali Dunkels er eftirgreindur: Section C: Requirements conc- erning minimum access opportun- ities. 14. Minimum access opportun- ities shall be implemented on the basis of a tariff quota at a low or minimal rate and be premided on an m.f.n. basis.“ Vistfræðilegt stórslys Bírókratar og viðskiptajöfrar geta stundum verið stuttorðir, en þeir aðilar, er þetta sömdu, hafa vonandi ekki gert sér grein fyrir hversu skelfilegar afleiðingar þetta ákvæði myndi hafa og ákvæðið ásamt 3-5% reglunni verði því al- gerlega fellt brott og engin önnur keimlík tekin inn í staðinn í endan- legum samningi, ef af honum verð- ur. Ef að ákvæðin yrðu samþykkt í GATT-III samningum, myndu þau eyðileggja alla eðlilega verðmynd- un á flestum eða öllum helstu framleiðsluvörum íslensks land- búnaðar (einnig á landbúnaðaraf- urðum í flestum norðlægari Evr- ópulöndum, Kanada og Japan og víðar). Þetta ákvæði í samnings- drögum Dunkels hlýtur að teljast samningsbundin (dumping) undir- verðs ákvörðun um innflutning inn á markaði fjölda ríkja, sem mun valda óhemju eyðileggingu í eðlilegri verðmyndun hinna ýmsu landa, og til lengri tíma litið, byggðaeyðingu á landbúnaðar- svæðum á norðlægari slóðum og landbúnaður, að sterkum líkum, smátt og smátt leggjast af suður undir mitt Evrópusvæðið. Vart verður trúað að nokkur þjóð á þessum svæðum ljái máls á því að samþykkja þetta heimskulega ákvæði í samningsdrögum Dun- kels. Berjast ber því fyrir því að ákvæðin falli algerlega brott úr endanlegum samningi, ef hann verður gerður. Geta má þess að fulltrúar land- búnaðar hafa áætlað að t.d yrði fækkun bænda í Noregi um 30- 50%, í Finnlandi allt að 60-80%, Austurríki 30%, og gefa má sér þær forsendur að þar sem landbúnaður hefur notið verulegrar aðstoðar þá yrði fækkunin á þessum nótum í kaldtempraða beltinu. Að draga fram sannanir fyrir þessari fullyrðingu er ekki hægt hér, sökum skorts á rými. Til þess þyrfti að sýna fram á tilfærsluna, sem óhjákvæmilega yrði á land- búnaðarframleiðslunni, og þá grundvallarbreytingu, sem yrði innan landbúnaðarins víða á hnett- inum. Það mætti kalla kerfis- bundna eyðingu fjölskyldubúa í núverandi formi yfir í það, sem kalla mætti iðnbú og/eða verk- smiðjubú, skaðræðisbreyting sem valda myndi óhemjutjóni, ef af yrði, sem vonandi verður aldrei. Minna má á að þegar er í gangi slíkur búrekstur, til dæmis í Brasil- íu þar sem hitabeltisskógar eru brenndir niður til þess að skapa SEINNl HLUTI beitilönd fyrir nautgripi til kjöt- framleiðslu. Landið er notað í nokkur ár, en þolir ekki breyting- una og verður ónýtanlegt, breytist jafnvel í hálfgerða eyðimörk eða jarðvegurinn skolast burt. En sjálf- sagt verður kjötkílóið ódýrt frá slíkum búum, meðan eyðilegging landsins er ekki reiknuð inn í kostnaðinn. Þetta lögmál mun víða eiga við í heittempraða svæðinu og hitabeltinu, mætti sjálfsagt finna margar sannanir fyrir slíku víða um lönd. Síða 4 í handriti. Sterkasta röksemdin til að vinna gegn slíkri tilfærslu á framleiðslu landbúnaðarafurða frá kaldtempr- aða beltinu til heittempruðu belt- anna er fyrst og síðast vistfræðilegs eðlis, þær staðreyndir að jarðvegur er viðkvæmari gagnvart ofnotkun, hættara er við eyðileggingu Iands sökum ofnotkunar, t.d. efnameng- unar, vegna áveitna sem sumstaðar hefúr breytt landi í ófrjóa eyðimörk o.fl. o.fl. Á heittempruðu svæðunum er sjúkdómahætta miklu meiri en á hinum kaldtempraðri, meindýra- plágur skaðvænlegri, óveðurstjón og breytingar í úrkomu og einnig er stjórnmálalegur óróleiki víða á þeim svæðum. Áætlanir þessar verða því að teljast „glæpur" gegn mannkyni öllu, sökum minnkaðs matvæla- framleiðsluöryggis á hnettinum, og því skynsamlegast að berjast fyrir því að GATT-III landbúnaðar- kaflinn verði felldur burt úr samn- ingnum í heild sinni. Ríkjandi ástand mætti vera betra innan GATT II, en tiifærslu-, verslunar- og iðnbúa-landbúnaðarstefna GATT-III myndi einungis skapa enn verra ástand en nú er, þegar litið er til lengri tíma. Eyðibyggðastefnan Aths. B.H. Drög Dunkels fela í sér innflutningskröfur á mjólkur- afurðum 3-5% af heildarmarkaði innanlands, á engum eða lágum tollum. Þetta, ef af yrði, gæti eyði- lagt raunhæfa verðmyndun á mjólkurafúrðum hér á íslandi, td. eru um 14 til 30 milljónir Iítra mjólkur notaðar í margskonar full- vinnslu og það er nálægt 1/3 af heildarframleiðslu. Kjötafurðir eru undir sömu sök seldar vegna þessarar 3-5% lág- marksreglu, og engar tryggingar um að íslenskar heilbrigðisvcimir dugi til hindrunar á innflutningi hvorki á óunnum og/eða unnum vörum. Afurðir úr jurtaríkinu eru einnig í hættu vegna 3-5% reglunnar, sér- staklega hvað raunhæft fram- leiðslukostnaðarverð áhrærir, því fyrirfram er ljóst að verð frá gróð- urhúsabændum og jarðávaxta- framleiðendum getur alls ekki keppt við innflutning frá suðlægari slóðum. Nú fer fram skráning skuldbind- inga, sem vinna átti fyrir hönd fs- lands og leggja fram fyrir 1. mars 1992, að líkum á vegum Landbún- aðarráðuneytisins. Þar skiptir afar miklu að vinnu verði þannig hagað að notaðir séu allir möguleikar til þess að nýta sér heimildir fyrir yfír- tollun á öllum sviðum, því þessi vinna verður notuð sem grundvall- arútreikningar á endanlegum möguleika Islands til að verja sig fyrir erlendri vöru sem oft mun verða og verður á undirverði (dumping) af ýmsum ástæðum. Ég bendi á að ef drög Dunkels yrðu samþykkt, myndi eftir sem áður vera mikið magn og fjölbreytt á heimsmarkaði af niðurgreiddum landbúnaðarafurðum, þar sem drögin gera ekki ráð fyrir nema um 30-40% samdrætti í niðurgreiðsl- um þeirra þjóða, sem hafa og munu greiða niður ýmsar land- búnaðarafurðir. Einnig mun verða að líkum alltaf áhætta á sérstökum „dumping" vörum, sem settar yrðu á markað með misjafnlega lögleg- um hætti og erfitt um vamir gegn slíku. Verður þessi vinna lögð fyrir rík- isstjóm, landbúnaðarnefnd Alþing- is og Alþingi, og kynnt hagsmuna- aðilum áöur en það verk verður lát- ið í hendur samningamanna ís- lendinga í GATT-viðræðunum? Ritað 10/41992 Blómvöndur frá Guemsey Nú hefur enska eyjan Guemsey ákveðið að skipta um gerð al- mennra frímerkja í notkun á eynni. Hið nýja myndefni, sem vai- ið hefur verið, er blóm. Það eru raunar ekki aðeins einhver blóm, heldur þau blóm sem þekktust eru sem ein af aðalútflutningsvörum eyjarskeggja. Anemónur og gladíólur em ef til vill nöfn, sem við þekkjum hér heima og vissum jafnvel ekki að væm útflutningsvara frá Guemsey. Ekki má heldur gleyma nellikkum og rósum, fresíum og svo blóm- vendinum, sem ég notaði í fyrir- sögninni og er á myndinni á frí- merkinu sem hefur nafnverðið eitt sterlingspund. Þama er um að ræða 10 mis- munandi frímerki með verðgildun- um 3p, 4p, 5p, lOp, 16p, 20p, 23p, 40p, 50p og 1 pund. Þá hefur verið ákveðið að þessi samstæða al- mennra merkja verði látin gilda fram yfir aldamót. Hins vegar verða 10 ný frímerki í sömu samstæðu gefin út í febrúar 1993; verður þar um ný verðgildi að ræða. Frímerki þessi eru hönnuð af Roger Gorringe og prentuð hjá BDT International Security Print- ers Ltd. í offset-Iitprentun. Frí- merkin em með tökkun 14x14, prentuð á yfirborðsmeðhöndlaðan pappír án vatnsmerkis og með PVA lími. Arkarstærðir em 2x50 frí- merki af lægri verðgildunum, með gutter-pömm á milli, en punds- merkið er í 2x25 frímerkja örk með gutter-pömm á milli. Frímerki Það er sérstaklega skemmtileg athugasemd í bæklingnum, sem kynnir frímerkin, en þar segir: „Síðan snemma á nítjándu öld hef- ur blómaræktendum tekist að framleiða fjölda nýrra skrautjurta- tegunda, en aldrei hefur þeim tek- ist að framleiða nýjan blómailm." Blómaræktendur á Guemsey flytja árlega út blóm fyrir um 30 milljónir sterlingspunda. Áttatíu hundraðshlutar þessa útflutnings fara á markað á Bretlandi. Auk þess em 80% allra þeirra fresía, sem þar em seldar, frá Guemsey. Fyrstu gróðurhúsin á eyjunni vom byggð fyrir 200 ámm af manni, sem hét Peter Mourant. Hann byggði þau í Candie-garðinum í St. Peter PorL Þessi gróðurhús standa enn. Sam- tök ylræktenda vom stofnuð á Gu- ernsey árið 1894. Árið 1904 var út- flutningurinn kominn í um 60 þúsund sterlingspund að verðmæti á ári. Það vom blóm, sem seld vom fyrir 40 þúsund, en laukar til Hol- lands og Bandaríkjanna fyrir 20 þúsund pund. Þarna verður blómasaga Guemsey sögð í tveimur frímerkjasamstæð- um. Sigurður H. Þorsteinsson Blómasamstæöan frá Guernsey. GUERNSEY GUERNSEY GUERNSEY GUERNSEY GUERNSEY

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.