Tíminn - 10.06.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.06.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miövikudagur 10. júni 1992 JSamvinna Litháa og íslendinga eykst enn Jón Sigurðsson, iönaðar- og viðskipta- ráðherra, var í opinberri heimsókn í Lit- háen óagana 2.-4. júní. Þar voru viðræður við Leonas Asmant- as orkumálaráðherra landsins og könn- ur fyrirtækisins Virkir-Ork InL var rædd á möguleikanum að nýta jarðhita í Lit- háen. Listahátíð — stöðug stórhátíð: Kabarett og djass Þriðja sýning verður á Banda- mannasögu kl.l8:00 í dag og er óhætt að mæla með henni. í íslensku óperunni treður Gerhard Polt upp ásamt hljómsveitinni Pier- mösl-Blosn kl. 20:30. Polt er þýskur kabarettisti sem öðlast hefur vin- sældir í heimalandi sínu. Jasskvartett Reykjavíkur verður í Klúbbi Listahátíðar en hann vakti mikla lukku þegar hann hitaði upp fyrir Ninu Simone. Jóhann Hjálm- arsson og Berglind Gunnarsdóttir lesa ljóð og Ólafur Eini sýnir mynd- listargjörning. Einnig kemur Kokk- ur Kyrjan Kvæsir fram. —GKG. Árekstur í Reykjavík: 6 manns á sjúkrahús Harður árekstur varð á Gullinbrú á laugardaginn þegar tveir fólksbílar skullu saman. Flytja þurfti 6 manns á sjúkrahús, ökumenn beggja bílanna, þrjá farþega úr öðrum þeirra og einn úr hinum. Orsök slyssins er ókunn. —GKG. Islenska heilsufélagið og litháísk yfir- völd undirrituðu samning um að hefja undirbúning að dreypilyfjaverksmiðju og rituðu Grímur læknir Sæmundsen og litháíski heilbrigðisráðherrann Jouz- as Olekas undir. íslensk fyrirtæki hafa áhuga á að taka að sér verkefni á orkusviðinu til dæmis hvað varðar að ganga betur frá fjarhitun- armálum. Því var afar vel tekið meðal Litháa og er málið í frekari athugun. Litháar eru að fara að stofna viðskipta- bankakerfi sem og seðlabanka og tjáði íslenska sendinefndin þeim frá reynslu sinni á þessu sviði. „Stjómmálalegt samband íslendinga og Litháa er á traustum grunni frá því Litháar tóku sjálfstæði sitt," segir Guð- mundur Einarsson, aðstoðarmaður Jóns Sigurðssonar, en hann var með í för. „Við fundum hvert sem við fórum að íslendingar eiga hvert bein í mönnum vegna frumkvæðis ríkisstjómar íslands á sínum tíma og það kom fram í hveiju samtali sem við áttum." „„„ Samningurinn um undirbúning lyfjaverksmiðju undirritaður, frá vinstri Þór Sigfússon lyfjafræöingur, fyrir ofan hann stendur Juoz- as Olekas heilbrigðismálaráöherra, Jón Sigurðsson, Almar Gríms- son lyfjafræöingur og Grímur Sæmundsen læknir. Velta á greiðslukortum 20% meiri en fyrir ári Landsmenn keyptu fyrir nærri því 13,1 milljarð króna út á greiðslukort- in sín á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem var um 20% meiri verslun en á sama fjórðungi fyrir ári. Þegar litið er til þess að fjöldi færslna hefur aukist litlu minna (16,5%) virðist ljóst að þessi mikla veltuaukning ber fyrst og fremst vitni um stóraukna notkun greiðslukorta en ekki verðlagshækk- anir. Enda hefur meðalúttektin aðeins hækkað um 100 kr. milli ára, í 3.410 kr. í ár. íslendingar borguðu samtals 3.830.000 sinnum með „plasti“ fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Þessar tölur svara til þess að hver 4ra manna fjöl- skylda hafi greitt 59 sinnum og sam- tals 201 þúsund krónur með greiðslu- kortum frá því um miðjan desember til miðs marsmánaðar. Óg þessi aukn- ing hefur sömuleiðis verið svipuð bæði innan lands og utan. Eyðsla er- lendis var 1.335 milljónir á fýrsta árs- fjórðungi, eða rúmlega 10. hluti heildarveltu greiðslukorta. Hækkun- in var 17% milli ára, en færslum fjölg- aði um 20%, eða heldur meira. Er- lendar færslur voru 151 þúsund, þannig að erlendis hefur meðalúttekt- in verið um 8.400 kr. Framangreindar tölur er að finna í Hagtölum Seðlabankans. Vekur m.a. athygli að notkun greiðslukorta hefur aukist miklu meira milli 1. ársfjórð- unga 1991/1992 en milli sömu árs- fjórðunga 1990/1991. Ekki er ólíklegt að kortanotkunin eigi enn eftir að taka myndarlegt stökk upp á við eftir að olíufélögin ákváðu nú fyrir skömmu að taka við kortum til greiðslu á bensíni. - HEI hja Barra Fyrsta starfsár skógræktar- stöðvarinnar Barra hf. gekk með ágætum. Áætlun gerði ráð fyrir um 5,8 milljðna tapi en tapið varð samkvæmt rekstrareiknlngi liðlega 2,5 milljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem hald- inn var fyrir skömmu á Egils- stöðum. Á árinu var lokið við 2000 fer- metra gróðurhús og sáð til fyrstu uppskeru 1991. Ræktun- in gekk að óskum og framleidd- ar voru um milljón plöntur, þar af fór Ilðlega helmingur til haustgróðursetningar Héraðs- skóga en tæpur helmingur var geymdur til vorgróðursetningar sem nú er hafin. Áætlanir gera ráð fyrir já- kvæðri afkomu á þessu ári, en að sögn Einars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra stöðvarinn- ar, eru horfumar ekki eins góð- ar fyrir næsta ár. Mildl verð- lækkun hefur orðið á skógar- plöntum vegna aukinnar sam- keppni bæði frá einkaaðilum víða um land og svo Skógrækt ríkisins. Iielstu tegundir sem fram- leiddar era í stöðinni eru lerki, blágreni, sitkagreni, stafafura og hengibjörk, sem er harðgerð, beinvaxin birkitegund með slút- andl greinum, ættuð frá Finn- Iandi. Fastir starfsmenn stÖðvarínn- ar voru tveir á fyrsta árinu, en iausráðið starfsfólk vann sem svarar til tveggja ársverka. Staðfesting á miklu launamisrétti milli karla og kvenna segir verkefnisstjóri Norræna jafnlaunaverkefnisins: Körlum er umbunað fyrir starfsreynslu, konum ekki „Það sem mér finnst einna athygliverðast við könnunina er það, að hún leiðir m.a. í ljós hve ólík lögmál gilda fyrir konur og karla, t.d. í umbun fyrir starfsaldur og reynslu. Karlar fylgja alveg ákveðinni kúrfu sem einnig er þekkt frá öðrum löndum. Þeir hækka tiltölu- lega hratt í launum á meðan þeir eru ungir, ná ákveðnum toppi um miðja starfsævina og dala síðan heldur. Fyrir konurnar er engin svona kúrfa, þær fá ekki umbun fyrir starfsreynslu á svipaðan hátt og karlar. Tölumar sýna raunar að kon- ur milli fertugs og fimmtugs með töluverða starfsreynslu eru meira eða minna á sama kaupi og ung- lingsstrákar," sagði Hildur Jónsdótt- ir, verkefnisstjóri Norræna jafn- launaverkefnisins. Tímanum þótti forvitnilegt að heyra álit Hildar á könnuninni um laun karla og kvenna sem kynnt var á vegum Kjararannsóknarnefndar fyrir helgina og hvort hún les sömu eða aðrar niðurstöður úr henni en nefndarmenn. „Ég held að þessi könnun sé mjög vel unnin og ég fagna því að hún er komin út. En viðkvæma hliðin á málinu er sú hvaða ályktanir menn draga af henni. Hvort Verkalýðs- hreyfingin, enn einu sinni, þorir ekki að draga þær ályktanir að kon- um sé kerfisbundið mismunað á ís- lenskum vinnumarkaði,“ sagði Hild- ur. Hún nefndi t.d. lítið dæmi um það hvernig menn virðast leggja sig fram um að leita annarra skýringa en launamisréttis. Kjararannsóknarnefnd telji upp fjölmargar breytur sem hún hafi ekki upplýsingar um, en geti hugs- anlega haft áhrif á launamun, þann- ig að ekki sé hægt að draga þá álykt- un að launamunurinn beri vitni um launamisrétti. „Þegar þessar breytur eru skoðaðar nánar, þá er ein sem heitir; „andlegt atgervi". Það er alveg hárrétt að Kjararannsóknarnefnd hefur ekki upplýsingar um greindarvísitölu fólks. En að búast við því að það hafi hugsanlega einhver áhrif á launa- mun kynja, jafngildir í þessu sam- bandi fullyrðingu um það konur séu almennt vitlausari en karlar,“ sagði Hildur. Um niðurstöður könnunarinnar al- mennt sagði hún m.a.: „Ég sé út úr þessari könnun staðfestingu þess, sem við konur í þessu landi höfum lengi þóst vita, að hér er mjög mikið launamisrétti milli kynja. Hingað til hefur verið mjög erfitt glíma við þennan launamun, m.a. vegna þess að alltaf hefur verið hægt að vísa öll- um kvörtunum aftur til föðurhús- anna undir þeim formerkjum að við vitum of lítið. Með þessum launa- samanburði vitum við núna orðið ansi miklu meira en áður. Og það eitt út af fyrir sig ætti að vera nóg til þess að verkalýðshreyfingin kannist við ábyrgð sína og reyni að endur- skoða aðferðir sínar við gerð kjara- samninga og herfðbundin viðhorf til launa. „í því sambandi vil ég taka fram að verkalýðshreyfingin í landinu hefur aldrei sett spurningamerki við rétt atvinnurekanda til að yfirborga eins og hann telur sér henta. Hún hefur aldrei gert neina kröfu um neina innsýn í það hvernig þessar yfir- borganir dreifast. Og það er trúa mín að launamunurinn myndist þar. Að hann myndist að miklu leyti með mismunandi yfirborgunum. Enda kemur það í ljós að launamun- urinn er minnstur hjá ófaglærðu verkafólki, sem í miklu meira mæli fær greitt eftir töxtum en aðrir laun- þegar. Verkalýðshreyfingin hefur aldrei látið sig þetta varða. Hennar viðhorf hefur verið það að launagreiðslur komi henni ekki mikið við meðan ekki er verið að greiða laun undir töxtum. Það er því alveg ljóst, og þessi könnun sýnir það, að með því viðhorfi skilur verkalýðshreyfingin helming félagsmanna sinna eftir úti í kuldanum á þessum vinnumark- aði.“ Þýðir þetta að Hildur sé á móti öll- um yfirborgunum? „Ég er ekki að halda því fram að at- vinnurekendum skuli óheimilt að launa betur góðum starfsmönnum. En málið er það að þeir mega ekki mismuna fólki í launum eftir kynj- um. Þess vegna væri mjög eðlilegt að verkalýðshreyfingin finndi þarna til einhverrar ábyrgðar gagnvart konum og krefðist innsýnar í dreif- ingu yfirborgana til þess að skoða það hvort þarna er verið er að brjóta á umbjóðendum þeirra, konunum, að þessu leyti. En það hefur verkalýðshreyfingin ekki gert. Konurnar hafa því aðeins haft einn möguleika. Telji þær sig vita að þeim sé mismunað í launum þá er það á þeirra ábyrgð að reyna að kæra og ná rétti sínum í gegnum Jafnréttisráð. En þar er þó sá hæng- ur á, að yfirleitt ríkir launaleynd í fyrirtækjunum. Þær vita því yfirleitt ekki hvort verið er að mismuna þeim eða ekki, og verkalýðshreyf- ingin hefur ekki gert kröfu um að fá að skoða hvernig laun dreifast í raun og veru á grundvelli hvers fyrirtækis fyrir sig,“ sagði Hildur Jónsdóttir. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.