Tíminn - 10.06.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.06.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BÍLAPARTASALA Varahlutir í árgerðir 74-87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEHN • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Hoafuilaba* 668138 A 867387 AUÐVITAÐ Suöurlandsbraut 12 ððruví8i bilasala BÍLAR * HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. ■YND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 i V/Ó HOGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum i varahlutir [y-^Hawirshöfóa 1 - s. 67-6744 ríininn MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ1992 Húsnæðisstofnun fékk 88 umsóknir um framkvæmdalán til að byggja samtals 2.044 íbúðir: Sótt um 2.000 félagsíbúðir en lán veitt til 533 íbúða Gífurlegur áhugi er í landinu fyrir byggingu félagslegra ibúða ef marka má umsóknir til Húsnæðisstofnunar um framkvæmdaián. Alls 88 aðilar sendu inn gildar umsóknir um lán fyrir 2.044 íbúðum sem þeir vildu hefja fram- kvæmdir við á þessu ári. Þar af hefur Húsnæðisstofnun nú lofað 60 aðilum framkvæmdaláni vegna 533 félagslegra íbúða hvar af 139 verða utan höfuð- borgarsvæðisins. Af 3.150 milljóna kr. (5.910 þús. að meðaltali á íbúð) áætluðum lánveit- ingum skulu 1.000 m.kr. greiddar út á þessu ári en afgangurinn á því næsta. Umsóknir voru Iangflestar, eða 800, um félagslegar kaupleiguíbúðir, en að- eins 114 þeirra heimilaðar. Aftur á móti fékk nærri helmingur 310 um- sækjenda um félagslegar leiguíbúðir jáyrði. Húsnæðisstoftiun samþykkti á síð- asta ári stærðarreglur sem gilda skulu um félagslegar íbúðir og sömuleiðis reglur um hámarkskostnað. í fjölbýlis- húsum er brúttóstærðin ífá 60 fer- metra 1 herbergis íbúð upp í 130 fer- metra fyrir 6 herbergja íbúð. Há- marksverð á fermetra er ffá 84 þús.kr. í minnstu íbúðunum niður í 63.500 kr. í þeim stærstu. Þriggja herbergja íbúð má Ld. vera 90 fermetrar og kosta um 6,4 milljónir. Sömu stærðarmörk eru raðhús og parhús. En verðið má vera allt að 22% hærra. Tveggja herbergja 70 fermetra hús má t.d. kosta 6,7 milljónir og 130 fermetra 6 herbergja hús má kosta 10,1 milljón kr., hvar af Húsnæðisstofnun lánar þá tæplega 9,1 milljón króna. Fari kostnaður hærra verður ekki lánað til þeirra bygginga, samkvæmt frétt frá Húsnæðisstoftiun. Annað skil- yrði er það að ffamkvæmdaaðilar eru nú skyldugir til að ganga úr skugga um hvort hagkvæmt sé að kaupa eldra húsnæði eða íbúðir í smíðum áður en ákvörðun er tekin um byggingu nýrra íbúða. Þar sem Byggingarsjóður ríkis- ins á íbúð/íbúðir í viðkomandi byggð- arlagi er mælst til að kaup á þeim verði athuguð. Við úthlutun ffamkvæmdalána var m.a. litið til þess hvort viðkomandi sveitarstjómir hafi undanfarið hafhað forkaupsrétti á félagslegum íbúðum á staðnum og hvort slíkar íbúðir hafi verið seldar fólki yfir settum tekju- mörkum. - HEI Áfallalaus umferð um hvítasunnu: Slæm umgengni í Vaglaskógi Ferðalangar virðast hafa farið sér rólega um helgina. Að sögn lög- reglu var umferðin um Suðurland jöfn og róleg er líða tók á mánudag. Lögeglan fylgdist með úr þyrlu og var meðal annars flogið yfir hálend- ið. Þar var engin umferð enda fle- stallir vegir lokaðir. Á Norðurlandi var þétt umferð all- an mánudag en allt gekk áfallalaust. Töluvert var af fólki í tjöldum í Mý- vatnssveit, Ásbyrgi og Vaglaskógi. Á síðastnefnda staðnum var töluverö ölvun aðfaranótt sunnudags, en minni aðfaranótt mánudags. Að sögn Sigurðar Skúlasonar, skógar- varðar í Vaglaskógi, var þar aðallega um að ræða ungt fólk sem kemur í skóginn eftir dansleiki á Akureyri og í Mývatnssveit. Umgengni þess var ekki til fyrirmyndar þessa fyrstu helgi sumarsins sem tjaldstæði eru opin. Hellt var úr ruslatunnum og ruslinu dreift um. Segir Sigurður að svo virðist aö þetta unga fólk geri sér ekki grein fyrir að það er statt á almennu tjaldstæði þar sem vissar umgengnisreglur gilda. Þá voru þrír teknir fyrir ölvunarakstur í Vagla- skógi um helgina. Rólegheit voru í Þórsmörk, ferða- fólk hafðist við í skálum og einnig var nokkuð um fólk í húsbflum. Tjaldstæði voru lokuð. Mikið rigndi í Þórsmörk um helgina og óx í ám, en engin óhöpp urðu. Sundhöll Reykjavíkur lokað á mánudaginn: Leynigestur í lauginni Loka varð Sundhöll Reykjavik- ur ld. 10:00 á mánudaginn sök- um þess að einhver sundlauga- gesta hafði gert stykki sín í laugina. Að SÖgn Guömundar Stcin- grímssonar baðvarðar hefur þetta nú gerst þrisvar með stuttu millibili og eru spurnir uppi hvort einhverjum fasta- gestinum sé uppsigað vlð þessa gamalgrónu stofnun og fái út- rás fyrir tilfinningar sínar á þennanhátt. Laugin var strax tæmd og sótt- hreinsuð áður en fyllt var í hana aftur, svo fólk getur nú synt óhrætt um laugina án þess að verða fyrir óþægindum. —GKG. Stórar holur Grjót féll á Óshlíðarveginn um há- degisbilið í gær. Vegurinn er stórskemmdur og myndaðist 80-90 sm djúp hola í hon- um. Einn ljósastaur gjöreyðilagðist við hrunið. —GKG. Kynning á nýrri getnaðarvörn: Harður árekstur Blæðingum komið af stað á réttum tíma Ný getnaðarvöm verður kynnt á þingi norrænna fæðingar- og kven- sjúkdómalækna sem hófst í gær- kvöldi. Lyfið (antiprógesterón) kemur blæð- ingum af stað á réttum tíma óháð því hvort frjóvgun hefur orðið eða ekki. „Það er líka hægt að nota lyfið snemma í þungun sem leið til fóstur- eyðingar," segir Reynir Geirsson, sér- fræðingur í fæðinga- og kvensjúk- dómalækningum, „en þá þarf tvö lyf. Annað er til hér á landi en ekki á al- mennum markaði og aðeins fæðinga- læknar hafa það undir höndum.“ Það lyf sem fæst gegn framvísun lyf- seðils hefur verið notað þegar um ut- anlegsfóstur hefur verið að ræða eða vanskapað fóstur. Frjóvgað egg nær ekki að festast sé blæðingum komið af stað og virkar lyfið því ekki ósvipað og lykkjan. Getnaðarvömin verður kynnt af tveimur Svíum, tveimur Finnum og einum Frakka á þinginu sem er stærsta þing sem haldið er hér á landi í ár. 750 manns munu sækja það og þar af aðeins 30 íslendingar. Þingið var opnað í Perlunni og verða þrír fyr- irlestrar í gangi í einu og 150 efni kynnt. Fjallað verður m.a. um hvemig lækka má hækkaðan blóðþrýsting í meðgöngu og hvemig hann erfist, leghálskrabbamein, sýkingar í innri Tvennt slasaðist lítillega eftir bfl- veltu á miðri Fjarðarheiði á sunnu- daginn. Bflnum var ekið á litlum hraða en talið er að hann hafi oltið vegna þess kynfærum, blæðingatruflanir og svo um breytingaskeið kvenna. Þar verð- ur sérstaklega rætt um aukna hjarta- sjúkdóma, aukna úrkölkun í beinum og hvort konur eiga að fara á horm- óna þegar þær komast á breytinga- skeiðið. „Þingið endar með því að kona frá Svíþjóð spyr: „Hvað vilja konumar sjálfar?" „Kona hefur síðasta orðið um konur," segir Reynir. hversu vegurinn hefur komið rásað- ur undan vetri. Bfllinn fór tvær velt- ur áður en hann stöðvaðist Ökumaður og farþegi fengu að fara af sjúkrahúsi strax í gær. —GKG. Bílvelta á Fjarðarheiði og orsökin talin vera: Vondur vegur varð á mótum Bíldshöfða og Sævarhöfða á sunnu- daginn og þurfti að fjar- læga báða bílana með krana. Engin alvarleg slys urðu á fólki. Tímamynd Sigursteinn FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 6.365.165 2.4» 227.723 3. 463 2.545 5.260 522 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 10.972.389 upplysingarsimsvari91 -681511 lukkulína991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.