Tíminn - 10.06.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.06.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 10. júní 1992 íslandsmótið í knattspyrnu: Þórsarar halda toppsætinu Þórsarar halda enn toppsætinu í Samskipadeildinni í knattspyrnu eftir jafntefli í nágrannaslag Akureyrarliöanna, 2-2. VOdngar nældu sér í annað sætiö eftir sætan sigur á Valsmönnum, þar sem stigin þijú voru tryggð á síðustu mínútum leiksins. Þór-KA 2-2 Það var Gunnar Már Másson sem kom KA-mönnum yfir á 25. mínútu leiksins, en hann slapp þá einn í gegnum steinsofandi vörn Þórsara eftir laglega stungusendingu frá Sigþóri Júlíussyni og vippaði Gunn- ar yfir Lárus Sigurðsson í marki Þórs. Þórsarar létu þetta þó ekki slá sig út af laginu og jöfnuðu fimm mínútum síðar. Var þar að verki Bjami Sveinbjörnsson, sem skoraði með skalla eftir að Halldór Áskels- son hafði átt hörkuskalla að marki KA. Átta mínútum síðar komust Þórsarar síðan yfir og það var Ámi Þ. Árnason sem gerði það mark, sem var gert með föstu skoti sem breytti stefnu á vamarmanni KA. KA-menn voru þó ekki af baki dottnir, því á 57. mínútu náði Gunnar Már Másson að jafna leikinn með sínu öðru marki í leiknum. Var það eftir góðan undir- búning Ormars Örlygssonar, sem af harðfylgi tókst að koma knettinum fyrir á Pavel Vandas sem skaut á mark Þórs. Boltinn fór af vamar- mönnum þeirra og beint fyrir fætur Gunnars, sem skoraði af öryggi af stuttu færi. Jafntefli verður að teljast frekar sanngjörn úrslit, þrátt fyrir að Þórs- arar hafi verið meira með knöttinn. Sæmundur Víglundsson dæmdi leikinn. ÍA-Fram 2-0 Það var ekki að sjá að fjarvera Sig- urðar Jónssonar úr liði Skagamanna hæði þeim mikið, þegar liðið mætti Frömmumm á Akranesi í gær. Skagamenn réðu lögum og lofum á vellinum og gefa lokatölur leiksins ekki nokkra hugmynd um gang mála í leiknum. Það var engu líkara en landsliðsmenn þeirra Frammara væru enn að fagna sigri í Ungverja- landi, að undanskildum Birki Krist- inssyni sem lék vel í marki Fram. Framliðið var í heildina mjög slakt og átti aldrei möguleika gegn frísk- um Skagamönnum. Það er vart hægt annað, eftir þann leik sem Skagamenn Iéku í gær, en að setja spurningarmerki við stöðu Sigurðar Jónssonar í liðinu. Enn sem komið er virðist hann ekki hafa náð að komast í form og á meðan svo er er hann dálítið úr takt við hið léttleik- andi iið Skagamanna og dregur létt- leikann dálítið niður á þunglama- legra plan. Það var Amar Gunnlaugsson, sem gerði bæði mörk ÍA gegn Fram og kom það fyrra strax á 16. mínútu. Bjarki bróðir hans fékk góða stungusendingu inn fyrir vömina og komst í gott færi, en sá að Arnar var í cnn betra færi fyrir framan markið og gaf því á hann og skoraði Arnar örugglega. Frammarar vöknuðu lít- illega til lífsins eftir markið og átti Ingólfur Ingólfsson dauðafæri við mark Skagamanna, en Kristján Finnbogason varði misheppnað skot hans örugglega. Annað mark ÍA kom á 60. mínútu og skrifast það mark á Baldur Bjarnason og Pétur Ormslev, en Baldur var að dunda með boltann á miðjum vallarhelm- ingi. Stálu Skagamenn af honum boltanum, gáfu sendingu fram völl- inn, þar sem Amar Gunnlaugsson Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu, hjálpsemi og samúö vegna and- láts bróður okkar Þorsteins Jónssonar bónda á Kaöalsstööum Sérstakar þakkir færum viö sveitungunum fyrir aö heiöra minningu hans eftirminnilega á útfarardaginn. Ástriöur Jónsdóttir Ólafur Jónsson Ólfna I. Jónsdóttír og fjölskyldur Útför Magnúsar Einarssonar útibússtjóra Landsbankans, Egilsstööum y ferfram frá Egilsstaöakirkju fimmtudaginn 11. júnl kl. 14. Guðlaug Guttormsdóttir María Eir Magnúsdóttir Ellert Siguröur Magnússon Guöríður Arney Magnúsdóttir Droplaug Nanna Magnúsdóttir Ragnar Örn Egilsson Guöríöur Ólafsdóttir GARÐSLATTUR Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyiö. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00. var einn og bmnaði um 50 metra leið í átt að Fram-markinu og lagði boltann snyrtilega í netið. Mjög sanngjarn sigur, sem hefði getað verið stærri. Leikinn dæmdi Guðmundur Stefán Maríasson. FH-ÍBV1-2 Vestmannaeyingar náðu sér t sín fyrstu stig er þeir Iögðu FH-inga að velli í Kaplakrika. Leikið var við mjög slæmar aðstæður og bar leikurinn þess merki. FH-ingar vom meira með boltann í þessum leik, en vom í dálitlum vandræðum með að skapa sér færi, hvað þá að nýta sér þau. Það gerðu hins vegar Vestmannaeyingar, sem greinilega ætluðu að selja sig dýrt fyrir stigin þrjú. Fyrsta mark leiksins kom á 20. mín. og var það sjálfsmark. Tómas Ingi Tómasson átti þá hörkuskot að marki FH, Stef- án Amarsson virtist vera með það skot í hendi sér, en skyndilega henti Birgir Skúlason sér niður og skallaði knöttinn í eigið neL Skömmu áður átti Leifur Geir Hafsteinsson dauða- færi, en náði ekki að nýta sér það. Fljótlega í síðari hálfleik skoraði Tómas Ingi Tómasson gullfallegt mark með skoti fyrir utan vítateig, sem Stefán í marki FH náði ekki nema rétt að snerta, en ekki nógu mikið til að afstýra marki. Þetta mark Tómasar reyndist vera sigurmark Vestmannaeyinga, því FH náði ekki að svara nema einu sinni fyrir sig, og var það Bjöm Jónsson sem það gerði með skalla eftir sendingu Þórhalls Víkingssonar. Leikinn dæmdi Gunn- ar Ingvarsson. Víkingur-Valur 2-1 Víkingar tryggðu sér sigur á Vals- mönnum á síðustu mínútu leiksins með marki Aðalsteins Aðalsteins- sonar úr vítaspyrnu, sem dæmd var á Arnald Loftsson. Var þjófalykt af sigri Víkinga í leiknum, því Vals- menn léku betur úti á vellinum og sköpuðu sér nokkur færi, en það eru mörkin sem gilda og Víkingar gerðu fleiri slík. Leikurinn var mjög fjörugur fram- an af og áttu Valsmenn meðal ann- ars sláar- og stangarskot í sömu sókninni. Það var þó Atli Helgason fyrirliði sem kom Víkingum yfir á 20. mínútu með marki af stuttu færi eftir mikla þvögu í Valsteign- um. Steinar Adolfsson náði að jafna leikinn úr vítaspyrnu, sem dæmd var á Víkinga fyrir að handleika knöttinn í vítateignum. Síðari hálf- leikur var mun rólegri, en jafn- framt harðari og fóru leikmenn að einbeita sér meira hver að öðrum í stað þess að leika knattspyrnu. Varð leikurinn því afskaplega leiðinlegur á að horfa í síðari hálfleik. Sigur- mark kom á síðustu mínútu leiks- ins. Atli Einarsson komst í gegnum vörnina, framhjá Bjarna og þar braut Arnaldur Loftsson klaufalega á honum og Kári Gunnlaugsson dómari dæmdi umsvifalaust víta- spyrnu. Margir vildu reyndar fá aukaspyrnu á Atla Einarsson, þar sem því var haldið fram að hann hefði spyrnt knettinum úr höndum Bjarna í Valsmarkinu. Kári var ekki á sama máli og Aðalsteinn Aðal- steinsson skoraði sigurmarkið úr vítinu. Víkingar fögnuðu gífurlega og mega þeir vera ánægðir með þessi þrjú stig. Úrslit leikja: , Samskipadeildin ÍA-Fram................. Víkingur-Valur.......... FH-ÍBV.................. Þór-KA.................. 2-0 2-1 1-2 .2-2 Staðan í Samskipadeildinni Þór.... Víkingur KA..... Akranes . FH..... Valur... ÍBV.... Fram... KR..... UBK ... .32 1 04-27 .32014-46 3 12 0 7-55 .3 1205-35 .31116-64 .31114-44 .3 1024-53 .3 1023-43 .20113-51 .2002 1-30 1. deild kvenna Þór-Valur 0-4 ÍA-Höttur 4-0 Stjaman-Höttur 9-0 2. deild ÍR-Keflavík 2-1 Víðir-BÍ ‘88 4-1 Leiftur-Þróttur 5-0 Grindavík-Selfoss 1-1 Stjaman-Fylkir 0-1 Staðan í 2. deild Fylkir 3 3 0 0 8-29 Þróttur 3 2 0 16-86 ÍR 3 12 0 4-35 Leiftur 31115-14 Keflavík 31114-44 Víðir 31115-64 Stjarnan 3 1 0 2 4-53 Selfoss 3 0 2 13-42 Grindavík 3 0 2 14-62 BÍ 3 0 1 2 5-9 1 3. deild Haukar-Grótta................3-2 KS-Magni ....................1-5 Dalvík-Völsungur.............1-2 Skallagrímur-Þróttur N.......0-0 Ægir-Tindastóll .............1-2 LISTAHÁTÍÐARPISTI L L Hálfrar aldar hámark? í tilefni af ári söngsins og Lista- hátíð 1992 söng 250 manna kór og 12 einsöngvarar, ásamt Sinfóníu- hljómsveit íslands, Messías eftir Hándel í Háskólabíói 5. júní. Jón Stefánsson stjórnaði. Slík var stemmningin á tónleikunum, að maður nokkur sagði mér að hann myndi vart annað eins síðan í bíla- skemmu Steindórs 1939, þegar Páll ísólfsson stjórnaði en Anna Pjeturss spilaði á píanóið. Því flutningurinn tókst frábærlega vel. Kaflarnir 53 gengu eins og eftir snúru, án allra tafa eða vafsturs, hinn gríðarstóri kór söng fagurlega, skýrt og með góðu jafnvægi raddanna (sem mátti merkilegt teljast, því mjög mis- margt var í röddunum), og ein- söngvararnir 12 stóðu sig vel. Þar voru að sönnu menn sem mislangt eru komnir í söngnum, og misvanir að koma fram — sumir hafa verið að syngja hér í óperuuppfærslum eða óratóríum (og jafnvel einleiks- tónleikum) í vetur, svo sem Sverrir Tónlist Guðjónsson, Þóra Einarsdóttir, Jón Rúnar Arason, Eiríkur Hreinn Helgason og Ragnar Davíðsson. Mig langar bara til að nefna tvo ein- söngvara, sem ég hafði ekki heyrt áður en vöktu sérstaka athygli mína: Hönnu Dóru Sturludóttur (sópran) og Sigríði Elliðadóttur (alt). Hanna Dóra hefur mjög fallega sópranrödd og mótaði hendingarnar fagurlega; ég trúi ekki öðru en að hún eigi mikia framtíð fyrir sér á þessu sviði, ef hún kýs að fara út á þá braut. Og altrödd Sigríðar Elliðadóttur er óvenjuleg, þétt og hrein — ekta alt- rödd. Fyrir utan Hándel sjálfan, sem auðvitað á allt lof skilið fyrir þetta fallega og mikla verk, hljótum við að taka ofan fyrir Jóni Stefánssyni fyrir það afrek að koma Messíasi til skila með þessum hætti. Þetta voru sann- arlega stórkostlegir tónleikar. Sig.SL Shura Cherkassky Listahátíð í Reykjavík 1992 er mjög vel heppnuð, að mínu mati, a.m.k. tón- listarþátturinn. íslendingar hafa lagt fram ágætan skerf, og erlendir frægðar- menn hafa látið til sín taka. Einn þeirra var Shura Cherkassky, 81 árs píanóleik- ari sem líkt og Arthur Rubinstein fór fyrst að verða verulega frægur um fimmtugt. Cherkassky fæddist í Odessa 1911, en flúði til Bandaríkjanna með foreldrum sínum eftir byltinguna 1917. Þar var hann ekki settur í skóla, „vegna tungumálaörðugleika", heldur haldið að píanóinu. Og við það hefur hann setið í meira en 70 ár, enda árangur eftir því. Karlinn spilar ákaflega vel, eins og við var að búast. Mér þótti mest til um ásláttinn hjá honum, sem hann hefur furðulegt vald á — getur spilað fárveikt eða þrumusterkt, en slær hljóðfærið lík- lega aldrei út úr stillingu. Lærðir menn segja, að Cherkassky sé hinn síðasti af gamla skólanum; Horowitz var næstsíð- astur og Rubinstein kannski næstur þar á undan — ég held reyndar að Sviatosl- av Richter eigi heima í þeim skóla líka — þeim skóla píanista sem Ieggur sálina í tónlistina fremur en að framkvæma tæknilegar eldglæringar með puttun- um. Cherkassky flutti þarna 5 verk: Cha- connu eftir Bach í umritun Busonis, Études Symphoniques eftir Schumann, þrjú stykki eftir Chopin, Three Page Sonata eftir Charles Ives og píanóút- setningu á hljómsveitarþætti úr Eugene Onegin eftir Tchaikvosky. Hann kemur inn á sviðið, smávaxinn og þéttvaxinn öldungur með skalla og hneigir sig eins og lítill vel upp alinn drengur, sest við píanóið og spilar sitt stykki af alúð og fúllkomnun, stendur upp og hneigir sig eins og móðir hans hafði kennt honum, heldur svo áfram að spila. Maður getur vel trúað þessu með tungumálaörðug- leikana, sem skráin segir frá: það er eins og hann geti bara tjáð sig gegnum hljóð- færið, líði hálf-illa annars staðar en á pí- anóstólnum. Menn fögnuðu hinum aldna snillingi að sjálfsögðu innilega, sem hann endur- galt með nokkrum aukalögum. Sig.St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.