Tíminn - 10.06.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.06.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 10. júní 1992 Evrópumeistaramótið í knattspyrnu hefst í Svíþjóð í dag. Gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem býst við bardögum við fótboltabullur: FÍN ÆFING FYRIR KYNÞÁTTAÓEIRÐIR Evrópumeistaramótið í knattspyrnu hefst í Svíðþjóð í dag, 10. júní. Þjóðveijar eru taldir sigurstranglegastir þeirra þjóða sem hér keppa en B'etar eru taldir veröa næstir í röðinni, ef mark er takandi á veðmöng- urum. Almenningur er hins vegar talinn hafa jafnmikinn áhuga á því hvemig leikar munu fara á milU áhangenda keppnisUðanna og Uðanna sjálfra og hvemig lögreglu muni takast að koma í veg fyrir slagsmál og skemmdarverk. Hver sem úrslit leikanna verða er ljóst að Evrópumeistaramótið mun verða sænskum skattgreiðendum dýrt. Kostnaður við það er áætlaður a.m.k. 3-4 milljarðar króna. Um fjögur þúsund og átta hundruð lög- reglumenn munu annast löggæslu á þeim stöðum sem keppt verður. Stærsti hluti kostnaðarins liggur í sérþjálfun og útbúnaði þessara lög- regluþjóna sem aðeins kemur að notum í þetta eina skipti. Lögregla og stjórnvöld hafa sætt gagnrýni fýrir að hafa lagt áherslu á að þjálfa lögreglumenn til átaka við þá óróaseggi sem vitað er að muni mæta til leiks í stað þess að meina þessum sömu einstaklingum inn- göngu í landið. Slíkar aðgerðir hefðu kostað mun minna því flestir slagsmálahundanna eru á skrá hjá yfirvöldum í heimalöndum sínum og því hægastur vandinn að snúa þeim heim við vegabréfaskoðun. Skv. utanríkisráðherranum sænska brýtur slíkt í bága við sænsk lög og því óhugsandi. Þess í stað verði lögreglunni att á lýðinn ef með þarf. Haft er eftir einum yfirmanni sænsku lögreglunnar að slíkt geti verið lærdómsríkt og komið að góð- um notum í þeim kynþáttaóeirðum sem hann segist fullviss um muni eiga sér stað í Svíþjóð í náinni fram- tíð. Þær tvær vikur sem EM stendur yfir verða því vikur spennu og óróa, bæði innan og utan knattspymu- vallarins. Þó er kannski sárast að löngu áður en flautað verður til leiks hefur fótboltinn fallið í skugga væntanlegra stórslagsmála sænskr- ar lögreglu og rótlausra ungmenna sunnan úr Evrópu. Sænsk yfirvöld hafa, að því er virðist, lagt meiri áherslu á að vinna þennan ljóta leik, ef til hans kemur, en að grípa til fyr- irbyggjandi aðgerða. Ofbeldi það sem fylgir evrópskri knattspyrnu er vandamál sem er bæði illleysanlegt og illskiljanlegt. Þeir sem kreíjast skjótra lausna ger- ast nú æ háværari. Þannig hefúr t.d. borið á góma að láta þau lið sem hafa hvað illvígasta fylgismenn spila án áhorfenda. Slíkar aðgerðir myndu þýða endalok knattspyrnu sem stóríþróttar. Lausn þessa vanda liggur þó ekki í augum uppi en sem stendur er „boltinn hjá knatt- spyrnuliðunum" og samtökum þeirra. Eins og málin standa nú þykir mörgum skattgreiðendum knatt- spyrnan of dýru verði keypt. Svo dæmi sé tekið kostar löggæsla við einn leik Stokkhólmsliðanna í úr- valsdeildinni um 10 milljónir króna. —IVJ Svíþjóð Endanleg aö sogn Saddams Saddam Hussein og stjóm íraks hafa ioks látið undan þrýstingi og afhent eftirlitsmanni Sameinuðu þjóðanna, Dimitrí Perricos, „ná- kvæma lokaskýrslu um allan sinn vopnabúnað“, eftir því sem haft var efúr eftirlitsmanninum í gær. Dimitri Perricos, sem er yfírmaður sendinefndar S.Þ. er dvalið hefur undanfama nfu daga í írak, sagði að skýrslan, sem fjallaðí um efnavopn jafnt sem kjamavopn og hefðbundin vopn, hefði loks borist rétt fyrir miðnætti á fímmtudag. írakar höfðu þó lofað að afhenda þessa skýrslu í aprfl síðastliðnum. Þessl opinbera greinargerð íraka, sem var í sex þykkum heftum, verður nú send með hraði frá Manama í Bahraln þangað sem hún barst, til höfuð- stöðva S.Þ. í New York. Pcrricos, sem er griskur en starfar fyrir öryggisráð S.Þ. í tengslum við kjamorkuvopnamál, segist vera fúil- ur tortryggni og ekki muni verða unnt að staðfesta sannleiksgildi skýrslunnar fyrr en að ioknum ná- kvæmum lestri. „Það verður einhver bið á því að við getum sagt til um hvort írakar hafa verið hreinskilnir og gefíð okkur endanlegar upplýsingar,“ sagði Perricos í gær „en ég er fullur tor- tryggni, ég verð að segja það.“ Upplýsingamálaráðherra Rússa með þungar ásakanir á hendur Gorbatsjev: Gorbatsjev studdi hryðjuverkamenn Upplýsingamálaráðherra Rússa, Mikhail Poltoranin, hefur sakað Gorbatsjev, fyrrum leiðtoga Sovét- ríkjanna, um að hafa átt þátt í al- þjóðlegum hryðjuverkum. Poltoranin sagöi í viðtali við ítalska dagblaðið L’Unita í gær, þriðjudag, að Gorbatsjev hefði sóað ótæpilega þeim dollurum sem Sov- étríkin gömlu hefðu fengið fyrir bensín og olíuafurðir. Þetta hefði hann gert í þeim eina tilgangi að „breiða út byltinguna". .Allir þessir aurar fóru til Eþí- ópiu, Kambódíu, Nikaragva, Kúbu og Afghanistan,” sagði Poltoranin og „við munum brátt birta skjöl um Afghanistan sem vekja munu undr- un og furðu í heimsbyggðinni." Þá sagði hann að Gorbatsjev hefði framlengt stríðið í Afghansistan um a.m.k. fimm ár. „Á þessum fimm árum seldi hann 200 tonn af gulli og gimsteinum, og tæmdi þannig fjárhirslur ríkisins." Poltoranin sagði að Rússar myndu fljótlega gera opinber gögn sem sönnuðu aðild Gorbatsjevs að hryðjuverkum og ennfremur „... við gætum gengið frá Gorbatsjev með einu höggi, ... jarðað hann strax í dag. Við teljum að gögn þau sem við höfum undir höndum og hyggjumst Gorbachev má muna sinn fífil fegurri. Nú glefsa menn í hæla hans. gera opinber innan skamms muni fá heimsbyggðina til þess að roðna af einskærri skömm.“ Poltoranin, sem ekki fékkst til þess að segja neitt meira um málið, hafði sagt á fréttamannafundi föstu- daginn fyrir hvítasunnu að hann hefði undir höndum gögn sem stað- festu að kommúnistaflokkurinn sovéski hefði stutt hópa hryðju- verkamanna allt til ársins 1991. Evrópubandalagsþjóðirnar vilja koma í veg fyrir að Danir verði öðrum Evrópuþjóðum fordæmi: Stækkun Evrópubandalags flýtt Utanríkisráðherra Ítalíu, Gianni De Michelis, sagði fyrir helgina að Evr- ópubandalagsrfldn vildu nú gjarnan flýta afgreiðslu á umsóknum ríkja um aðild að bandalaginu. Kemur þessi yfir- lýsing í kjölfar þess að Danir höfnuðu Maastricht- samkomulaginu en það er taliö geta haft „sálfræðileg" áhrif á aðrar þjóðir. Framkvæmdanefhd Evrópuþanda- lagsins undirbýr nú skýrslu um stækk- un Evrópubandalagsins sem lögð verð- ur fyrir ráðstefnu bandalagsríkjanna er haldin verður í Lissabon 26. og 27. júní næstkomandi. í þessari skýrslu mun verða lagt til að stækkun bandalagsins verði flýtt og umsóknir annarra ríkja afgreiddar með hraði. Haft var eftir blaðafulltrúa ítölsku ríkisstjómarinnar, Pio Mastro- buoni, að þetta væri gert til þess að koma í veg fyrir að „sálfræðileg áhrif dönsku kosninganna næðu að fæsta rætur og breyta afstnðu annarra þjóða til EB“. Sviss, Austu.; '!and, Sví- þjóð, Kýpur, Malta og TVrkland hafa öll sótt um aðild að bandalaginu og Norð- menn velta því fyrir sér. Þá stefna aðrar þjóðir, s.s. Pólverjar, Ungverjar og Tékkar, einnig að aðild að bandalaginu. Öll aðildarríki Evrópubandalagsins, nema auðvitað Danir, hafa lofað að stað- festa Maastricht-samkomulagið fyrir árslok 1992, skv. því sem fram kom á fundi utanríkisráðherra í Osló nú á fimmtudaginn var. Þar kom einnig fram að Maastricht-samkomulagið muni ekki endurskoðað þrátt fynr nið- urstöðuna í dönsku kosningunum. Kjarnorkuvopn: Ósamkomu- lag um nió- urskurð Kússum og Bandaríkjamönnum tókst ekkl að ná samkomulagi um niðurskurð langdrægra kjamavopna. Utanrflrisráðherrar beggja ríkj- anna tflkynntu þetta um miðjan dag í gær. Andrei Kozyrev, utan- rfldsráðherra Rússa, sagðist halda að samkomulag myndi þó nást í næstu viku þegar Boris Yeltsin sækir George Bush heim. Belgrad Serbar héldu uppteknum hætti og héldu áfram árásum á Sarajevo, höfuðborg Bosníu. Götubardagar blossuðu upp á ný í bæ rétt við þann stað þar sem 300.000 manns eru inni- króaðir og að verða hungur- morða. I þessum bardögum, sem likja má við bardaga Dav- íðs og Goliats forðum tið, hafa Serbar hreiðrað um sig í hæð- um umhverfis borgina og halda þaðan uppi stórskota- liðsárásum. Borgarbúar reyna hins vegar að verjast með máttlausari og lakari vopnum. Prag Vaclav Havel, forseti Tékkó- slóvakfu, sagði ( gær að fréttir af aðskilnaði Tékka og Sló- vaka væru mjög svo ótíma- bærar. Þetta er haft eftir hinni opinberu fréttastofu Tékkó- slóvakiu CSTK. Moskva Boris Yeltsin, forseti Rúss- lands, fyrirskipaði að bardög- um skyldi hætt í Suður Osset- íu sem er í Georgíu en óróa hefur mjög gætt þar undanfar- ið. I fyrrinótt voru 28 manns drepnir þar i bardögum að sögn opinberra embættis- manna. Genf Opinberir aðilar í Líbýu af- hentu breskum sendimönnum í gær gögn með upplýsingum um samskipti stjórnar Líbýu við írska lýðveldisherinn IRA. Að sögn fór vel á með Bretun- um og Líbýumönnunum. Kairó Egyptinn og rithöfundurinn Farag Foda, sem gert hafði grín að múslimskum rétttrúar- mönnum, var skotinn niður í gær af tveimur grímuklæddum mönnum á mótórhjóli og gaf hann upp öndina skömmu síð- ar á sjúkrahúsi. Jerúsalem Forsætisráðherra Israel, Yitzak Shamir, sagði á fundi þing- nefndar að hann ætlaði sér að koma í veg fyrir að Palestínu- menn héldu kosningar á her- teknu svæöunum í haust. Isra- elskir vinnuveitendur settu upp vegatálma á Gaza-svæðinu til þess að mótmæla nýjum lög- um um vegabréf sem koma í veg fyrir að Palestínumenn geti sótt vinnu í Israel. Río de Janeiró Samningamenn á umhverfis- þinginu í Ríó gera nú allt hvað þeir geta til þess að brúa það bil sem virðist vera á milli suð- lægari og norðlægari landa. Þeir reyna nú að koma sér saman um fjármögnun vernd- araðgerða fyrir lokafundinn sem verður um næstu helgi. Umhverfissinnar hyggjast, þrátt fyrir fjárskort, halda sam- bærilega ráðstefnu og nú er haldin í Ríó. Jakarta, Indónesíu Suhartó, forseti Indónesíu og formaður Golka flokksins, hef- ur, þegar fyrstu tölur hafa bor- ist, ótvíræða forystu í kosning- um sem nú hafa farið fram í Indónesíu. Sisophon, Kambódíu Hermenn hafa nú tekið til við að afhenda gæsluliði Samein- uðu þjóðanna vopn sín í fyrsta sinn eftir að friður komst á eftir 13 ára borgarastyrjöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.