Tíminn - 10.06.1992, Blaðsíða 9
Miövikudagur 10. júní 1992
Timinn 9
Almennir bændafundir
með Halldóri Blöndal
landbúnaðarráðherra
verða haldnir sem hér segir:
ídalir, Aðaldal
Miövikudaginn 10. júní kl. 21:00
Brúarás, Jökulsárhlíð
Fimmtudaginn 11. júní ki. 21:00
Miðgarður, Skagafirði
Laugardaginn 13. júní kl. 13:30
Hótel Borgarnes, Borgarnesi
Sunnudaginn 14. júní kl. 13:30
Hótel Selfoss, Selfossi
Sunnudaginn 14. júní kl. 21:00
Dagskrá fundanna:
Landbúnaðarráðherra flytur ræðu um stöðu og horfur í
landbúnaði. Almennar umræður og fyrirspurnir.
Fundirnir eru öllum opnir.
Landbúnaðarráðuneytið
Miðskólinn
grunnskóli fyrir 9-12
ára börn
Upplýsingar um skólann verða veittar í síma (91)
62-97-95.
Umsóknir um skólavist ber að senda til skóla-
nefndar Miðskólans, pósthólf 234, 121
Reykjavík.
Skólanefnd Miðskólans
Sumarhús til leigu
[ Vestur-Húnavatnssýslu frá 22. júnf til 3. júll.
Stangaveiði, netaveiöi og bátur. Góö aöstaða.
Laust eftir 4. september. Silungsveiöi og gæsaveiöi.
Geymiö auglýsinguna.
Upplýsingar I slma 95-12699.
Double Cab óskast
eða sambærilegur bíll í skiptum fyrir góðan
Mazda ‘88. Þarf ekki að vera vsk. bíll.
Upplýsingar í síma 93-71221.
Labrador-hvolpar
Til sölu hreinræktaðir Labrador-hvolpar.
Upplýsingar í síma 97-56789.
Sumartími skrifstofu
Framsóknarflokksins
Frá 18. mal er skrifstofa okkar í Hafnarstræti 20, III. hæö, opin frá kl. 8.00 til 16.00
mánudaga-föstudaga.
Veriö velkomin.
Framsóknarflokkurinn.
Sumarhappdrætti
Framsóknarflokksins 1992
Dregiö veröur I sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 19. júnl n.k.
Velunnarar flokksins eru hvattir til aö greiöa heimsenda giróseöla tyrir þann tíma.
Ailar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eöa I slma 91-624480.
Framsóknarflokkurinn.
Don Swayze og Marsha langar bæöi til að verða kvikmyndastjörnur eins og stórí bróðir Patrick.
Fjölskylduerjur:
Patrick Swayze og mág-
konan eru ekki bestu
vinir þessa dagana
Nú er illt í efni í fjölskyldu
Patricks Swayze. Reyndar svo
Ult að hann hleypir ekki mág-
konu sinni, Marsha sem gift er
yngri bróður hans Don, inn fyrir
hússins dyr. „Þú hefur orðið
fjölskyldunni til skammar," æpir
hann bara.
Tilefnið segir Marsha það að
hún hafi gripið tækifærið þegar
henni bauðst að leika aðalhlut-
verk f kvikmynd þar sem hún
fékk loks að segja nokkur orð, en
hingað til hefur hún átt kost á að
sýna hæfíleika sína nema á
sveitatónlistarmyndbandi. Það
var svo sem gott og blessað þang-
að til fjölskyldan frétti að hlut-
verkið fælist íyrst og fremst í því
að valsa kviknakin um á hvíta
tjaldinu, auk þess að taka þátt í
lesbísku ástaratriði.
Þá ætlaði allt vitlaust að verða
hjá bræðrunum Swayze. Þeir
Patrick Swayze sættir sig ekki
við aðferöir Marsha mágkonu til
að vekja á sér athygli.
segjast vera aldir upp í katólskri
fjölskyldu og þar hafi aldeilis ekki
verið nein léttúð í kynferðismál-
um. En Marsha er ekkert iðrun-
arfull. Hún segir Patrick, sem
orðinn er 38 ára og vellríkur,
aldrei hafa rétt Don, 33 ára, né
sér, 29 ára, hjálparhönd í elting-
arleiknum við leikfrægðina. Hon-
um hefði þó átt að vera það í lófa
lagið þar sem hann og kona hans
Lisa eigi sitt eigið kvikmynda-
framleiðslufyrirtæki, auk bú-
garðsins Rancho Bizarro, dans-
skóla og heilsuræktarstöðvar.
Marsha bætir því við að mynd-
in Dark Secret, sem öllu fjaðra-
fokinu hefur valdið, sé svo fallega
tekin og vel gerð að þeir bræður
eigi eftir að skilja hvers vegna
hún tók að sér hlutverkið þegar
þeir eru búnir að sjá hana. Og þá
eigi allt eftir að falla aftur í ljúfa
löð í fjölskyldunni Swayze.