Tíminn - 24.06.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.06.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miövikudagur 24. júní 1992 Miðvikudagur 24. júní 1992 Tíminn 7 EES og stjórnarskráin. Dr. Guðmundur Alfreðsson þjóðréttarfrœðingur: Stj ómarskrárbreytingu þarf sem undanfara EES-samnings í EES-samningnum eru ákvæði, sem fjalla um valds- svið EFTA- og EB- stofnana á EES-svæðinu og þ.m.t. á íslandi. Ræðutími minn er takmarkaður. Ég sný mér því beint að fundarefninu og spyr, hvort í þessum milli- ríkjasamningum og þá sérstaklega stofnanaköflum þeirra séu nokkur þau fyrirmæli, sem kunni að bijóta í bága við íslensku stjómarskrána. Ég mun fjalla fyrst um framkvæmdavaldið, síðan um dómsvald og löggjaf- arvald. Framkvæmdavaldið Lítum fyrst á framkvæmdavald- ið. Skv. EES-samningnum, grein- um 108 til 110, sem eru nánar út- færðar í samningnum um eftirlits- stofnun og dómstól EFTA, mun eftirlitsstofnunin fá víðtækt vald til að hafa eftirlit með framkvæmd samningsskuldbindinganna. Hið sama getur gilt um framkvæmda- stjórn EB í þeim tilfellum, þegar ákvarðanir falla undir hana skv. ákvæðum samninganna. Eftirlitið með samkeppnisreglunum kemur hér sérstaklega til skoðunar, því að það er skýrt tekið fram í 110. grein EES-samningsins, að ákvarðanir eftirlitsstofnunar EIH’A verði að- fararhæfar gagnvart einstakling- um og fyrirtækjum, það er þær koma beint til fullnustu að lands- rétti, án þess að innlend stjórnvöld eða innlendir dómstólar hafi þar nokkuð um efnishliðina að segja. Eftirlitsstofnunin er sjálfstæð stofnun og eftirlitsmennirnir, þ.m.t. íslenski eftirlitsmaðurinn, mega ekki taka við fyrirmælum frá ríkisstjórnum aðildarríkjanna. Þarna er sem sagt um alþjóðlegan framkvæmdavaldsaðila að ræða, sem getur tekið ákvarðanir sem myndu verða bindandi á íslandi. í 2. grein stjórnarskrárinnar er mælt fyrir um, aö forseti og önnur stjórnvöld fari með framkvæmda- valdið. í 13. grein segir, að forset- inn láti ráðherra framkvæma þetta vald; í 14. grein segir ennfremur, að ráðherrar beri ábyrgð á stjórn- arframkvæmdum öllum. Það er enginn vafi á því, að stjórnarskráin á hér við íslenska ráðherra og ís- lensk stjórnvöld. Það er engin undantekning gerð í þessum greinum um framsal á fram- kvæmdavaldi út úr landinu og það hefur aldrei verið gert með þess- um hætti, þannig aö engin eru for- dæmin. Þetta kemur enn betur í ljós með tilliti til 14. greinar stjórnarskrárinnar, þar sem það er útilokað, að ráðherrar geti borið ábyrgð á stjórnarframkvæmdum og endanlegum ákvörðunum eftir- litsstofnunar EFTA, þar sem hún heyrir alls ekki undir þá. Hér vaknar því greinilega spurning um stjórnarskrárbrot. Dómsvaldið Snúum okkur nú að dómsvald- inu. Það er í rökréttu framhaldi af umfjöllun okkar um eftirlitsstofn- un EFTA, þar sem ákvörðunum hennar má skjóta til EFTA-dóm- stólsins. Um EFTA-dómstólinn eru ákvæði í greinum 108 og 110 EES- samningsins, svo og í samn- ingnum um eftirlitsstofnun og dómstól EFTA. Þar kemur skýrt fram, að dómsvald dómstólsins yrði mjög víðtækt um eftirlitið með framkvæmd EES- samnings- ins og getur á ýmsan hátt haft bæði bein og óbein áhrif að lands- rétti, t.d. varðandi ríkisstyrki og opinber innkaup. Á sviði sam- keppnisreglnanna eru dómarnir endanlegir, þeir eru aðfararhæfir að landsrétti, og þá má ekki bera efnislega undir innlenda dóm- stóla. EFTA-dómstóllinn er sjálf- stæð stofnun og íslenskur dómari, sem þar myndi sitja, yrði óháður íslenskri dómskipan. Islenskir að- ilar, bæði einstaklingar og fyrir- tæki, sem teldu sig hafa verið órétti beitta af eftirlitsstofnuninni, yrðu þá að sækja sín mál fyrir þessum alþjóðlega dómstól, sem mun væntanlega sitja í Genf, eða til Lúxemborgar í þeim tilfellum, sem EB-dómstóllinn hefði dóms- ögu. Landinn gæti ekki leitað rétt- ar síns fyrir íslenskum dómstólum í málum, sem myndu falla undir þessa alþjóðlegu dómstóla. Það er ólíklegt, að 34. grein samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól EFTA stangist á við stjórnarskrána, þar sem forúr- skurðir EFTA-dómstólsins yrðu í formi álitsgerðar en ekki bindandi dóms. Bókun númer 34 með EES- samningnum hlýtur hins vegar að valda verulegum vandkvæðum. Þar er heimilað, einfaldlega að út- gefinni tilkynningu EFTA-ríkis, að dómstólar í El'TA-ríkjunum láti EB-dómstóIinn kveða upp forúr- skurði með bindandi skýringum á EES-samningnum. Svona samn- ingsákvæði er greinilega ekki marktækt að óbreyttri stjórnar- skrá. 1 2. grein stjórnarskrárinnar er sagt, að dómendur fari með dóms- valdið. Skv. 60. grein stjórnar- skrárinnar skera dómendur úr öll- um ágreiningi um embættistak- mörk yfirvalda. Þetta myndu þeir ekki geta gert að því marki, sem framkvæmdavald hefur verið framselt til eftirlitsstofnunar EFTA og dómsvald til EFTA-dóm- stólsins. Það er enn og aftur eng- inn vafi á því, að stjórnarskráin á hér við íslenska dómendur og ís- lenska dómstóla. Þetta er stjórnar- skrá Lýðveldisins íslands og 2. grein um þrískiptingu innlends valds er í beinu framhaldi af 1. grein um þingbundna stjórn. Til viðbótar má benda á 61. grein um vernd og sjálfstæði dómara, sem gerir greinilega ráð fyrir innlendri málsmeðferð. Stjórnarskráin geymir enga heimild til framsals á dómsvaldi út úr landinu, þ.e.a.s. til dómstóla, sem gætu kveðið upp bindandi dóma, sem kæmu beint til fullnustu að landsrétti, og verð- ur að telja slíkt óheimilt aö óbreyttri stjórnarskrá. Varðandi framkvæmdavalds- og dómstólaþættina hefur verið bent á, að það megi hugsanlega bera saman vald eftirlitsstofnunar og dómstóls EFTA við þær viður- kenningar á aðfararhæfi erlendra stjórnsýsluathafna og erlendra dóma, sem við höfum gengist und- ir skv. fáeinum alþjóðasamningum og þá aðallega Norðurlandasamn- ingum. Nánari athugun leiðir þó í ljós, að þarna er tvennt ólíkt á ferðinni. Útlendir dómstólar fá skv. síðarnefndu samningunum aldrei dómsögu yfir íslenskum einstaklingum eða fyrirtækjum, nema þeir hafi sjálfir með gerðum sínum komist undir vald erlendrar dómsögu. Á EES- svæðinu getur hins vegar EFTA- dómstóllinn fengið lögsögu, án þess að þessir sömu aðilar aðhafist nokkuð til að kalla hana yfir sig. Ég verð þess vegna að telja, að þessi saman- burður eigi ekki rétt á sér. Það er ekki heldur rétt að bera stofnanir á EES-svæðinu saman við núgildandi EFTA-samning eða mannréttindadómstól Evrópu- ráðsins í Strassborg. Ólafur Jó- hannesson skrifar í bók sinni um Stjórnskipun íslands (Hlaðbúð, 1960, bls. 96), að það sé megin- regla íslensks réttar, að þjóðréttar- reglur teljist ekki til landslaga. Það ber að túlka lög til samræmis við þjóðarétt eins og frekast er unnt, en þjóðarétturinn víkur fyrir landsréttinum, ef til áreksturs kemur. Við búum sem sagt við tvö réttarkerfi, landsrétt og þjóðarétt. Það er því sitt hvað þjóðréttar- skuldbindingar og landslög; ríkið getur orðið brotlegt að þjóðarétti og gagnvart öðrum ríkjum, en slíkar skuldbindingar fá ekki gildi innanlands gagnvart þegnunum, fyrr en um þær hefur verið fjallað af til þess bærum innlendum aðil- um. Hæstiréttur hefur margsinnis staðfest þessa meginreglu. Þetta eru reglurnar, sem gilda enn um samskipti okkar við ÉFTA og Evr- ópuráöið. Nú er því haldið fram í fram- haldi af dómi frá 1990, þar sem Hæstiréttur tók af skariö um að- skilnað framkvæmda- og dóms- valds og vitnaði til mannréttinda- samnings Evrópuráðsins, að þessi meginregla hafi kannske breyst. Ég tel, að svo sé ekki, enda höfðu verið sett lög um aðskilnað um- boðsvalds og dómsvalds, áður en Hæstiréttur kvað upp sinn dóm og þessi lög eru nefnd meðal dóms- forsendna. Ég hef fulla samúð með þeirri skoðun Ragnars Aðalsteins- sonar (Tímarit lögfræðinga, 1. hefti, 40. árg., júní 1990), að mannréttindasamningar skuli innleiðast í landslög og það er hægt að gera, en eins og málin standa í dag gera hvorki íslensk stjórnskipun né þjóöarétturinn greinarmun á mannréttindasamn- ingum og öðrum milliríkjasamn- ingum í þessu samhengi. Ég hall- ast frekar að niðurstöðu Jóns Steinars Gunnlaugssonar (Tímarit lögfræðinga, 4. hefti, 41. árg., des- ember 1991) þess efnis, að engin varanleg breyting hafi orðið á ís- lenskum rétti varðandi réttar- heimildirnar í framhaldi af nefnd- um dómi Hæstaréttar. Jón Steinar tiltekur yngri dóm Hæstaréttar, þar sem tekið er af skarið um þessa niðurstööu. Það er einnig athygl- isvert, að enginn hefur stungið upp á því, að dómar mannréttinda- dómstólsins fengju sjálfkrafa gildi að landsrétti; enn sem áður þurfa Alþingi og forseti eða þá Hæsti- réttur að taka af skarið. Löggjafarvaldið Við höfum nú vikið í grófum dráttum að eftirlitskerfinu, sem á að tryggja framkvæmd EES- samningsins. Þá er röðin komin að löggjafarvaldinu. Það þarf ekki að taka fram, að það eru Alþingi og forseti íslands, sem fara saman með löggjafarvaldið, skv. 2. grein stjórnarskrárinnar. Það er yfirlýstur aðaltilgangur EES-samningsins að samræma á EES- svæðinu öll lög og reglur um fjórfrelsið, það er frjálsa flutninga vöru, þjónustu, fjármagns og fólks á milli aðildarríkjanna. Þetta er gert með þeim hætti, að EES- samningurinn einfaldlega endur- tekur eða vísar til laga, reglugerða og dóma EB eins og þessi gögn hafa þróast á undanförnum ára- tugum. Þar eru með taldar sam- keppnisreglurnar, sem eiga að veita einstaklingum og fyrirtækj- um sömu samkeppnisaðstöðu. Það er rétt, að alþjóðleg og svæða- bundin viðskipti hafa aukist mikið og að það er rík ástæða til að sam- ræma reglur og réttarframkvæmd sem mest á milli landa til að greiða fyrir þessum viðskiptum. Um þetta sjónarmið er allt gott að segja og sjálfsagt að taka undir það, en við gætum líka sjálf framkvæmt slíka samræmingu án þess að fá um það fyrirmæli í smáatriðum frá öðrum. Stjórnarskrárspurningar á lög- gjafarsviðinu vakna hins vegar um aðferðina, það er yfirtökuna og svo um framhald lagasetningar á svæðinu. Við getum fyrst athugað yfirtök- una á dómum og úrskurðum EB- dómstólsins. í 6. grein EES- samningsins er því lýst og það er endurtekið í samningnum um eft- irlitsstofnun og dómstól EFTA, að þessum EB-dómum, sem hafa ver- ið kveðnir upp í gegnum árin fyrir undirskrift og gildistöku EES- samningsins, skuli beitt við túlk- un og notkun EES-samningsins. Margir EB-dómanna varða grund- vallaratriði og þeir hafa mótað framþróun réttarins, eins og lesa má í nýrri kennslubók Stefáns Más Stefánssonar um Evrópurétt. Þetta er allt gott og rétt miðað við stefnumið samningsins um sam- ræmingu laga og reglugerða á EES-svæðinu. Skv. orðalagi 6. greinar EES-samningsins er hér ekki bara um lögskýringaraðferð eða túlkunaratriði að ræða, heldur skyldu; þessir dómar eru óumflýj- anlegur hluti hins nýja EES- rétt- ar og geta haft bein réttaráhrif. Þetta viðhorf kemur greinilega fram í áliti EB- dómstólsins um EES-samninginn frá 10. apríl s!., og það má bæta því við, að þetta álit EB-dómstólsins er skyldulesn- ing um valdahlutföllin á EES- svæðinu. Viðeigandi dómar EB-dómstóls- ins, t.d. um samkeppnisreglurnar, eru hins vegar ekki skráðir í EES- samningnum; það er bara almenn tilvísun til þeirra. Að mínu mati er það alvöruspurning, hvort Alþingi og forseti geta samþykkt slíka til- vísun til lagabókstafs, sem á að fá gildi að landsrétti, án þess að við- komandi gögn séu lögð fram í frumvarpsformi, á íslensku að sjálfsögðu, og svo birt. Það hlýtur að skerða réttarvitund manna og réttaröryggi, ef þetta er allt saman samþykkt óséð og óskoðað, jafnvel þótt dómarnir séu til og liggi frammi í erlendum bókum og þótt sumir þeirra hafi verið reifaðir í ís- Dr. Guömundur Atfreösson. lenskum gögnum. Um réttan framgangsmáta má vitna í ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar, t.d. 26. grein um lagafrumvörp og 27. grein um birtingu laga. Næsta spurning varðar einnig löggjafarvaldið, það er tilurð nýrra laga og reglna og breytinga á eldri textum á EES-svæðinu. Hér er það enn EB, sem mun að miklu leyti ráða ferðinni, þótt sérfræðingar EFTA-ríkjanna fari með tillögu- og samráðsrétt á fyrri stigum málsins og þótt hvert EFTA-ríki fari með neitunarvald í áðurnefndum EES- stofnunum. EES-nefndin og EES- ráðið munu viðtaka viðeigandi lög og reglur frá EB til að viðhalda samræmdu lagakerfi, og frá EES eiga málin að berast til Alþingis, sem á tvo kosti skv. samningnum, það er að samþykkja eða hafna máli, en ekki að breyta frumvarpi, því að þá færi samræmingin út um gluggann. Alþingi og forseti munu sem sagt fara með formlegt neit- unarvald, á meðan efnislega lög- gjafarvaldið verður í höndum ann- arra, þ.á m. stofnana EB, þar sem við erum ekki aðilar. Það er ekki hátt risið á svona fyrirkomulagi, sérstaklega fyrir þjóðþing í full- valda ríki. Það er hins vegar mats- atriði og getur horft til beggja átta, hvort það brýtur endilega í bága við stjórnarskrána, þar sem lög- gjafinn getur sagt nei og getur breytt texta, þótt það myndi síðan hafa þjóðréttarlegar afleiðingar vegna viðurlagaákvæða EES- samningsins. Bókun númer 35 með EES- samningnum þrengir sömuleiðis mjög að löggjafarvaldinu. í þessari bókun segir, með tilvísun í laga- samræmingu á EES-svæðinu, að EI*TA-ríkin muni tryggja með lög- um, að EES-lög gangi framar öðr- um landslögum, ef til áreksturs kemur. Skv. íslenskum stjórnskip- unarrétti geta Alþingi og forseti sett ný lög og breytt eldri lögum eins og þeim sýnist, og stjórnar- skráin heimilar ekki, að þessi rétt- ur verði takmarkaður með lögum eða milliríkjasamningum. Svona samningsloforð um forgang EES- reglna er þess vegna ekki mark- tækt, nema þá sem einhver al- menn stefnu- eða túlkunaryfirlýs- ing. Lokaorð I 21. grein stjórnarskrárinnar segir, að Alþingi verði að sam- þykkja milliríkjasamninga, ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhög- um ríkisins. Því hefur verið fleygt, að EES-samningurinn og fylgi- samningar hans séu einmitt slíkir milliríkjasamningar; þeir verði að vísu til að breyta stjórnarhögum, en samþykki Álþingis dugi til að afgreiða samningana. Þetta er rangt. Það er fráleitt að halda því fram, að það sé hægt að breyta stjórnarskránni með milliríkja- samningi eða sem afleiðingu af slíkum samningi, þegar það er ekki hægt að gera það sama með venjulegum lögum. Því er líka haldið fram, að stjórnarskráin okkar sé gömul eða jafnvel úrelt, miðað við þróun mála í nágrannalöndum okkar, og að hún taki ekki mið af nútíma- legum alþjóðasamskiptum. Þetta kann rétt að vera að vissu marki, en þá á að breyta stjórnarskránni með lögformlegum og löglegum hætti, en ekki bara brjóta hana og beygja. Hin Norðurlöndin búa við og ætla að nota stjórnarskrár- ákvæði, sem mæla fyrir um auk- inn meirihluta atkvæða við af- greiðslu slíkra mála á þjóðþing- unum. í 79. grein stjórnarskrár- innar íslensku er því lýst og bætt um betur í þingskapalögum, hvernig standa eigi að breytingu, það er með tvítekinni samþykkt Alþingis á stjórnarskrárfrumvarpi með þingkosningum á milli. Það getur aldrei verið rangt í lýðveldi að fara eftir viðurkenndum leik- reglum og að láta þjóðina tala. Það gildir að sjálfsögðu einnig um þjóðaratkvæðagreiðslu um EES- samningana, þótt hafa beri í huga, Þetta erindi var Jlutt á fundi Lögfrœðingafélags- ins á Hótel Sögu laugar- daginn 20. júní 1992. Höf- undur tekurfram, að hann hefur við samningu grein- arinnar stuðst við margt, sem um samningana hefur þegar verið opinberlega sagt og skrifað á stjórn- skipunarvísu, þótt heimiid- armanna hafi ekki alltaf verið getið og þeir ekki endilega á sama málL Al- þingismennirnir Eyjólfur Konráð Jónsson, Hjörleif- ur Guttormsson og Kristín Einarsdóttir, lögfrœðing- arnir Gunnar G. Schram, Sigurður Heigason og Stefán Már Stefánsson, og laganeminn Gísli Tryggva- son og Jóhannes Snorra- son eru meðal þessara heimildarmanna, auk þeirra sem áóur ergetið. Greinarhöfundur hefur embættispróf í lögfrœði frá lagadeild Háskóla íslands (1975), meistarapróf í samanburðarlögfrœði frá lagadeild New York Uni- versity (1976) og doktors- próf íþjóðarétti frá Har- vard Law School (1982). Hann starfar á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf en þessi grein er skrifuð í hans eigin nafni og frásögnin öll og fram- settar skoðanir eru á hans ábyrgð. að slík atkvæðagreiðsla nægir ekki til að veita undantekningar frá stjórnarskránni eða til að breyta henni með öðrum hætti en gert er ráð fyrir í 79. grein. Og það má ekki gleyma síðari hluta 26. greinar stjórnarskrárinnar, sem gefur forseta vorum kost á að kalla til þjóðaratkvæðagreiðslu með því að synja lagafrumvarpi um staðfestingu. Það hefur verið sagt og gott ef það kemur ekki frá danska utan- ríkisráðherranum, að fullveldis- hugtakið sé á undanhaldi í al- þjóðasamskiptum vegna aukins og sívaxandi samstarfs ríkja og þá eru EB og EES náttúrlega nær- tækustu dæmin. Þetta er ekki rétt, hvað lögfræðina varðar. Þjóðarétturinn hefur ekki breyst og breytist ekki, þótt 10 eða 20 Evrópuríki efli með sér samvinnu og jafnvel ekki þótt sum þeirra verði til að takmarka eða afsala sér fullveldinu í leiðinni. Fullveldi ríkja — og það má vissulega segja margt misjafnt um það fyrirbæri — er eftir sem áður grundvallar- regla í þjóðarétti, sem mikill meirihluti heimsbyggðarinnar stendur vörð um. Það, sem hefur verið og er að gerast þar sem áður voru Sovétríkin og Júgóslavía og reyndar víðar, er einmitt til marks um slíka strauma, og bæði ísland og Danmörk hafa lagt sitt af mörkum til þessarar þróunar með tímabærum fullveldisviðurkenn- ingum. Ég hef í þessu erindi ekki lagt pólitískt eða efnahagslegt mat á EES-samninginn og ætla ekki að gera það. Mér finnst, að afstaðan til EES-svæðisins skipti engu máli um fundarefnið okkar hér í dag; bæði stuðningsmenn og and- stæðingar þessa samnings hljóta að fylgja stjórnskipunarlega réttri afgreiðslu hans af hálfu Alþingis og forseta. Stjórnarskráin er of mikilvægur hluti af okkar stjórn- kerfi til þess að hún sé lögð til hliðar vegna stjórnmálaskoðana eða hagsmunaafstöðu. Að snið- ganga stjórnarskrána núna getur hæglega komið okkur í koll síðar. Um þetta mál á að fara fram fagleg umræða og ákvarðanataka, burt- séð frá öllum stjórnmála- og til- finningasjónarmiðum. Ég hef hér á undan bent á til- teknar greinar í EES-samningn- um og hvernig þær geta stangast á við ákveðnar greinar í stjórnar- skránni okkar á sviði fram- kvæmda-, dóms- og löggjafar- valds. Upptalningin er ekki endi- lega tæmandi; ég hef t.d. ekki fjallað um hugsanlega skerðingu á samningsgetu íslenska ríkisins við önnur ríki og alþjóðasamtök, en formálsorð og 120. og 121. grein EES-samningsins virðast heimila slíkar takmarkanir. Það er rétt að taka fram, að þetta er ekki bara spurning um heildarmyndina, sem er dregin upp af þessum atriðum öllum, þótt hún skipti að sjálfsögðu máli við skoðanamyndun um EES- svæðið og tilheyrandi samninga. Það er hins vegar nóg, ef eitt þessara atriða, sem ég nefndi, brýtur í bága við stjórnarskrána. Hvert dæmi eitt og sér, t.d. um af- hendingu framkvæmda- og dóms- valds eða um skerðingu löggjafar- valdsins, myndi þess vegna nægja til þess að útheimta stjórnarskrár- breytingu, áður en samningarnir yrðu viðteknir og áður en þeir fengju gildi að landsrétti. Það er mín niðurstaða eftir ná- kvæma skoðun á þessum atriðum og dæmum öllum, að það þurfi að breyta stjórnarskránni og beita til þess 79. grein hennar, þegar EES- samningurinn og fylgisamningar hans koma til afgreiðslu Alþingis og forseta. Dæmin, sem ég hef nefnt, virðast meira en duga til að halda því fram, að þarna séu á ferðinni árekstrar á milli texta. Það er enginn vafi á því í slíkum tilfellum, að þá hefur stjórnar- skráin forgang og að Alþingi og forseti geta ekki staðfest samning- ana að óbreyttri stjórnarskrá. Tímamótasamþykkt í flugmálum. Frjáls sam- keppni í háloftunum og öll sérleyfi afnumin: SAS HEFUR ÁHYGGJUR AF HARÐNANDI SAMKEPPNI Talsmenn flugfélagsins SAS sögðu í gær að þeir hefðu miklar áhyggj- ur af því samkomulagi, sem ráð- herrar samgöngumála innan EB komust að á mánudag og sagt var frá hér í Tímanum í gær. Samkomulag þetta snýst um óhefta samkeppni á Evrópuflugleið- um og er talið geta leitt til lækkun- ar flugfargjalda. Tálsmenn SAS sögðu að þessar reglur yrðu til þess að sum flugfélög í Evrópu fengju óeðlilegt forskot en önnur ekki. „Þannig verður SAS að keppa við önnur evrópsk flugfélög á sínum heimamarkaði strax frá 1. janúar næstkomandi, en flugfélög innan EB- ríkjanna fá hins vegar vernd og aðlögunartíma allt til 1997 í sínum heimalöndum," sagði Niels Hald, blaðafulltrúi SAS í Danmörku. Hald bætti því við að SAS liti svo á að Noregur, Svíþjóð og Danmörk (sem er í EB) tilheyri heimamark- aði félagsins. Samkvæmt þriðju grein hins ný- gerða samnings ætti flug á miíli höfuðborga þessara þriggja ríkja að vera opið öllum flugfélögum í Evr- ópu frá og með janúar næstkom- andi, en innanlandsflug í EB-lönd- um yrði hins vegar ekki gefið frjálst fyrr en eftir fjögurra ára aðlögunar- tíma, sagði Hald. Hann bætti því við að þeir SAS- menn hefðu allt að einu viljað fulla samkeppni á innanlandsleiðum strax í janúar 1993. Hald vildi þó ekki viðurkenna að þetta sam- komulag EB- þjóðanna myndi skaða SÁS fjárhagslega, en sagði að SAS stæði frammi fyrir erfiðu verk- efni í janúar næstkomandi. Samkomulag það, sem sam- göngumálaráðherrar EB-ríkja und- irrituðu í Lúxemborg á mánudag- inn, er þess eðlis að ríkisstjórnir landanna munu afnema allar höml- ur og kvaðir, sem nú eru á flugfar- gjöldum, og afnema öll sérleyfi í þessum löndum. Hald sagðist vona að einhverjar reglur yrðu settar um leyfilega að- stoð ríkisstjórna við einstök flugfé- lög EB-þjóðanna. „Við kærum okk- ur ekki um að vera í samkeppni við franska ríkissjóðinn," sagði hann. SAS, sem er að hálfu leyti í eigu sænska, danska og norska ríkisins, fékk í apríl síðastliðnum samþykki sænskrar nefndar, sem fjallar um hringamyndanir, til þess að kaupa 51% hlutafjár í innanlandsflugfé- laginu Linjeflyg í Svíþjóð. Með því að samræma og stilla saman flug SAS og flug Linjeflyg ráða þessi tvö flugfélög nú um 90% sænska innanlandsmarkaðarins. Talsmenn SAS segja að þessar að- gerðir hafi verið nauðsynlegar til þess að styrkja stöðu SAS áður en nýjar og breyttar reglur taka gildi á flugleiðum, bæði í Svíþjóð og í Evr- ópu. Sænska ríkisstjórnin gerði heyr- inkunnar nýjar reglur í flugmálum, sem ganga munu í gildi 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt þessum reglum eru öll sérleyfi SAS og Linjeflyg numin úr gildi og sam- keppni á innanlandsflugleiðum í Svíþjóð heimil öllum félögum þar í landi. SAS jók veltu sína lítillega á síð- asta ári, en tap þeirra fýrir skatta jókst einnig talsvert. Félagið hefur dregið mjög úr flugi á flugleiðum, sem ekki skila hagnaði, og sagt upp fjölda starfsfólks, svo koma megi rekstri félagsins á réttan kjöl. Fyrr á þessu ári seldi SAS fyrirtæki í Japan hlut sinn í Inter- Continental-hót- elkeðjunni. Söluverðið var ekki gert opinbert. — Krás. JERÚSALEM - Israelar gengu til kosninga í gær, og gætu úrslit kosninganna haft áhrif á friðarvið- ræður fyrir botni Miðjarðarhafs. Kjósendur þurftu að gera upp á milli Verkamannaflokksins og leið- toga hans, Yitzhaks Rabin, annars vegar, sem segist vilja skipta við Araba á landi fyrir frið, og hins vegar forsætisráðerrans Yitzhaks Shamir, sem hefur heitið því að láta aldrei einn fersentimetra af landi f hendurAraba. VÍN - Fulltrúar S.Þ., sem hafa reynt að aðstoða palestínska flóttamenn, saka ísraelska her- menn um að hafa ráðist að sér þegar þeir ætluöu aö hjálpa pal- estínsku barni á hernumdu svæð- unum á Vesturbakkanum. BELGRAD - Talsmenn S.Þ. hafa geflð upp von um 48 stunda vopnahlé. Það hugöust þeir nýta til þess að flytja birgðir matvæla og lyfja flugleiðis til 30.0000 svelt- andi borgara í Sarajevo. Bardagar blossuðu upp að nýju í gær í þessari höfuðborg Bosníu. Carr- ington lávarður sagði að forsetar Serbíu og Bosniu-Króatíu hefðu samþykkt að koma til fundar í Lundúnum í þessari viku. Serb- neskir lögreglumenn komu í veg fyrir að menn af albönskum upp- runa gætu vígt óopinbert þing sitt í Kosovo-héraði. Hersveitir Króata náðu aftur á sitt vald bænum Novi Travnik í Bosníu, eftir átök sem kostuðu fjóra lífið. TIRASPOL, Moldavíu - A.m.k. 300 manns hafa látið lífið í bar- dögum, sem staðið hafa í þrjá daga milli moldavískra hersveita og varðliða Dnéstr-lýðveldisins, sem vill sjálfstæði. DAGOMYS, Rússlandi - For- setar Rússlands og Úkrafnu hafa komist að samkomulagi um skipt- ingu Svartahafsflotans. Skipting hans hefur veriö eitt helsta deilu- efni þessara fyrrum Sovétlýð- velda. MOSKVA - Azerar segja að arm- enskar hersveitir hafi haldið uppi skothríð á þorp í Azerbajdsjan, rétt við landamæri ríkjanna. Sifelld átök hafa veriö með þessum þjóð- um handan Kákasus undanfarið. ASHKHABA, Turkmenistan Hinn nýi forseti Turkmenistan, Saparmurad Niyazov, þykist þess fullviss að sér muni takast að nýta auðlindir landsins þannig að vel- megun verði ríkjandi innan fimm ára. MADRID - Forseti Suður-Afríku, F.W. de Klerk, sagði á fundi i gær að hann væri bjartsýnn á að friður og ró kæmist á í landi sínu, þrátt fyrir að viöræöur um aukin lýðrétt- indi svartra hafi nú siglt í strand. Nelson Mandela boöaöi til skyndi- fundar í Jóhannesarborg i gær, þar sem taka átti ákvörðun um frekari viðræður um lýðréttindi til handa svörtum. Mjög hefur slegið í bakseglin eftir að ein mestu óhæfuverk um langt skeið voru framin í Suður-Afríku. VERSÖLUM, Frakklandi - Franska þingið samþykkti með 592 atkvæðum gegn 73 að breyta frönsku stjórnarskránni til þess að Maastricht-samkomulagið geti öðl- ast formlegt gildi ( Frakklandi. SIRTE, Líbýu - Fulltrúar á þjóö- þingi Líbýu skiptust i tvær fylking- ar í gær, þegar rætt var um hvort framselja ætti mennina tvo, sem grunaðir eru um að hafa komið fyrir sprengju í PanAm-þotunni er fórst yfir Lockerbie. Sumir þingfull- trúa voru því algjörlega andvígir, en aðrir vildu samþykkja það með skilyrðum. GENF - Flóttamenn snúa nú aft- ur til Afghanistan í stríðum straumum og er fjöldi þeirra svo mikill að hjálparsveitir á vegum S.Þ. eru að verða uppiskroppa með fæði og fé.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.