Tíminn - 24.06.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. júní 1992
Timinn 3
Póst- og símamála-
stofnunln tilkynnir:
Gjald fyrir
símtöl til
utlanda
lækkar
Cjaldskrá fyrir símtöl til útlanda
lækkar næstu mánaðamót um
að meðaltali 15%.
„Það er ein af eldri stefnu-
mörkunum hjá fyrirtækinu allt
firá 1990 að iækka símkostnað
tíi útlanda, því hann hefur þótt
óþarfiega hár,“ segir Kristján
Indriðason, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs hjá
Póst- og símamálastofnuninnL
„Það hefúr skapast smá svigrúm
hjá fyrirtækinu tii að geta lækk-
að gjöldin og við viljum beina
þeirri lækkun í þennan ferveg.“
Miklar greiðslur Pósts og síma
í ríkissjóð síðustu 4 ár hafe hins
vegar gert fyirtækinu erfitt um
vik. Þessi gjaldskráriækkun er í
samræmi við verðþróun hjá
póst- og símastjómum í öðrum
iöndum og með henni er Póstur
og sími að Jeyfe vlðskiptavinum
sínum að njóta aukningar í
miililandasímtölum.
Mest verður Íækkunin tíi
Bandaríkjanna, Frakklands,
Þýskalands, Japans og HoDands.
Norðurlöndin eru einnig í hópi
þeirra landa, sem hfjóta hvað
mesta lækkun og lækka gjöidin
um 15%. Mínútan tii Danmerk-
ur, Noregs og Svíþjóðar lækkar
um 72 kr. í 61 kr. á dagtaxta.
Boðið verður upp á sérstakan
næturtaxta, sem gildir frá kl.
23:00 á kvöldin tíl 8:00 á
morgnana alla daga vikunnar og
verður hann 25% lægri en dag-
taxtínn. —GKG.
Skólabygging á Sauðárkróki
strand vegna gjaldþrots
byggingaraðila:
Borg klári
bóknámshús
Frá Guttormi Óskarssyni,
fréttaritara Tímans í Skagafirfti:
Samningar standa nú yfír við Tré-
smiðjuna Borg hf. á Sauðárkróki
um áframhaldandi byggingu bók-
námshúss Fjölbrautaskólans á
Sauðárkróki, sem stöðvast hefur í
bili vegna gjaldþrots Byggingafé-
lagsins Hlyns hf., sem tekið hafði
að sér veririð samkvæmt útboði í
maí 1991.
Framkvæmdir við bóknámshúsið
hófust um mitt sumar og stóðu til
áramóta, en áttu að hefjast aftur 1.
maí samkv. samningum. Fyrr í þess-
um mánuði kom héraðsnefnd Skag-
firðinga saman til fundar og sam-
þykkti eftirfarandi ályktun:
„Fundur héraðsnefndar Skagfirð-
inga, haldinn í Skagaseli 19.6.1992,
heimilar héraðsráði og byggingar-
nefnd bóknámshúss að gera samn-
ing við Trésmiðjuna Borg hf. um
byggingu bóknámshúss Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra á grund-
velli tilboðs þeirra frá því í maí
1991."
Jafnframt var samþykkt viðbótartil-
laga á fundinum um málið. Hún
hljóðar svo: „Héraðsráð hefur heim-
ild til að flýta framkvæmdum um
eitt ár, þannig að húsið verði tekið í
notkun haustið 1994.“
Það mun skýrast í þessari viku
hvort samningar nást við TVésmiðj-
una Borg eða hvort til nýs útboðs
þurfi að koma.
Víðimýrarkirkja er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum norðanlands.
Víðimýrarkirkja
opnuð ferðafóíki
Víðimýrarkirkja hefur veríð opnuð
ferðamönnum.
Kirkjan var byggð árið 1834, en
þarna hefur staðið kirkja allt frá
Sturlungaöld. Meðal þeirra fjöl-
mörgu, sem þjónað hafa staðnum,
er Guðmundur góði Arason áður en
hann varð biskup á Hólum.
Byggingarefnið var rekaviður sótt
út í Skaga og torf úr landi Víðimýr-
ar. Innviðir kirkjunnar eru þeir
sömu og í þeirri upphaflegu, en torf
hefur verið endurnýjað. Kirkjumun-
ir eru úr eldri kirkjum.
Víðimýrarkirkja er enn notuð sem
sóknarkirkja og er oft messað. Hún
verður opin í sumar alla daga vik-
unnar milli kl. 9:00 og 18:00.
—GKG.
Altaristaflan er dönsk aö upp-
runa og er frá árinu 1616.
Timamynd: GKG.
Nýnemum fækkar við Háskólann:
Engin áform um niðurfellingu
náms í Félagsvísindadeild
Félagsvísindadeild Háskóla íslands hefur enga ákvörðun tekið um niður-
fellingu náms, að sögn Þorbjamar Broddasonar, dósents við deildina. í
Morgunblaðinu í síðustu viku gaf Gunnlaugur H. Jónsson háskólaritari í
skyn, að vegna niöurskurðar þyrftí að fella niður nám í hagnýtri fjölmiðlun
við Félagsvísindadeild.
Þorbjöm segir að þegar hafi 15 um-
sækjendum um námið verið skrifáð
bréf og þeim tilkynnt að þeir geti haf-
ið nám í haust. Honum segist ekki
vera kunnugt um að niðurskurður í
Félagsvísindadeild bitni sérstaklega á
þessum nemendum. Hins vegar er
nú komið í Ijós að veruleg fækkun
nýnema verður í Háskólanum næsta
vetur miðað við árið í fyrra. Nú hafa
um 1380 nýnemar skráð sig til náms,
en á sama tíma í iyrra um 1680. Mest
fækkar nýnemum í hjúkrunarfræði.
Á svipuðum tíma í fyrra höfðu 112
nýnemar skráð sig í hjúkrunarfræði,
en aðeins 67 nú.
Þetta eru ekki endanlegar tölur.
Enn gætu nokkrar umsóknir legið í
pósti, en umsóknarfrestur rann út
12. júní. Umsóknir stúdenta frá
Menntaskólanum á Akureyri hafa
enn ekki borist, því útskrift skólans
var heldur seinna en annarra, eða 17.
júní. Þá eiga enn eftir að bætast við
um 70 umsóknir útlendinga, sem
hyggjast stunda nám við skólann
næsta vetur.
Þórður Kristinsson, kennslustjóri
Háskólans, segir að eftir þessum
fyrstu tölum sé ekki hægt að segja
endanlega til um helstu strauma
milli deilda skólans. Þó er ljóst að
veruleg fækkun verður í hjúkrunar-
fræði. Einnig stefnir í einhverja
fækkun í Félagsvísinda- og Heim-
spekideild. Þá er Ijóst að fjölgun
verður í verkfræði, í þá grein hafa
borist um 220 umsóknir, en nýnem-
ar voru þar í fyrra um 325.
í aðrar deildir Háskólans virðist
sækja svipaður fjöldi og í fyrra.
Heildarfækkun umsókna nýnema
má rekja til breyttra forsendna.
Skólagjöld eru nú 22.350 krónur, en
voru í fyrra 7.700. Lánasjóður hefur
hert reglur sínar og atvinnuleysi
blasir við. Atvinnuleysi getur virkað í
báðar áttir. Á Norðurlöndunum er
algengt að það fjölgi í háskólum þeg-
ar atvinnuleysi eykst. Harðar reglur
Lánasjóðsins hér með kröfú um
námsárangur og bankalán, ef ekki
tekst vel til, virðast gera það að verk-
um að fólk veigrar sér við að hefja
nám. Ef illa færi, stæði það ef til vill
uppi atvinnulaust og með bankalán.
Fundur Vestnorræna þingmannaráðsins á Akureyri:
Kynna þarf lífshætti á norðurslóðum
Árlegur fundur Vestnorræna þing-
mannaráðsins, sem íslendingar,
Grænlendingar og Færeyingar eiga
aðild að, var haidinn á Akureyri fyrir
skömmu. Ráðið var stofnað árið
1985, og er þetta í áttunda sinn sem
það kemur saman. Steingrímur J.
Sigfússon alþingismaður var kosinn
formaður ráðsins fyrir næsta starfs-
ár, en auk hans eiga Jonathan Motz-
feld frá Grænlandi og Lisbeth Peder-
sen frá Færeyjum sætí í forsætís-
nefndinni. Næsti fundur ráðsins
veröur í Færeyjum að ári liðnu.
Á þinginu fluttu formenn lands-
deildanna þriggja ræður um störf
deildanna á liðnu starfsári. Þá voru
umræður um efnahags- og stjóm-
málaástandið í löndunum þremur, og
miklu púðri var eytt í áhrif minnk-
andi þorskveiða og áhrif samning-
anna um Evrópskt efnahagssvæði.
Loks vom samþykktar níu tillögur til
stjóma landanna þriggja, þar eð aðil-
ar ráðsins hafa ekkert framkvæmda-
vald.
Meðal þeirra tillagna, sem sam-
þykktar vom á þinginu, var að þegar
verði hafist handa við að safna efni
um það tímabil í sjávarútvegssögu
Grænlands og íslands, er þorskveiðar
Færeyinga stóðu þar sem hæst um
síðustu aldamót.
Skipulögðu samstarfi verði komið á
um kynningu landanna og lífshátta
þar út á við, og sýnt fram á mikilvægi
lífrænna auðlinda fyrir veiðimanna-
samfélög þjóðanna. Jafnframt var al-
gerlega vísað á bug gagnrýni á hefð-
bundna nýtingu dýrastofna, sem nú
byggist í auknum mæli á siðrænum
gmndvelli en ekki útrýmingar-
hættu.
Greitt verði fýrir samskiptum og
viðskiptum milli landanna með end-
urskoðun skatta- og tollalaga ásamt
gjaldskrám fýrir póst- og símaþjón-
ustu, en símgjöld milli landanna
þykja óeðlilega há.
Tekið verði upp virkara samstarf á
sviði samgöngumála og ferðaþjón-
ustu, og í því sambandi bent á að
tengja þyrfti Grænland og Færeyjar
við Bretlandseyjar með reglulegum
sjósamgöngum, á sama hátt og ís-
lendingar hafa gert
Nákvæmar upplýsingar um lífs-
hætti þjóðanna þriggja verði prent-
aðar á þjóðtungum þeirra, og verði
aðgengilegar í skólum og á bóka-
söfnum. Er það rökstutt með því að
oft á tíðum er þekkingu um ná-
grannana ábótavant. Jafnframt verði
reglum breytt á þann hátt að nem-
endaskipti landa verði auðvelduð.
Fylgt verði eftir með beinum að-
gerðum samvinnu landanna í tilefni
vestnorræns árs. í því sambandi er
sérstaklega bent á þrjár ráðstefnur:
Kvennaráðstefnu á Egilsstöðum,
umhverfismál á Grænlandi og æsku-
lýðsmál í Færeyjum.
Samstarf á sviði tölvumála verði
aukið og t.d. verði könnuð aðild
Grænlands að tölvubanka um ferða-
þjónustu, sem fyrirhuguð er á ís-
landi.
Náð verði fram og fylgt eftir alþjóð-
legri tryggingu fyrir því að úrgangur
af hernaðarlegum toga verði ekki
losaður í hafið.
Loks var samþykkt að beina því til
stjórna landanna þriggja að bær Ei-
ríks rauða í Brattahlíð á Grænlandi
verði endurbyggður, til að minnast
500 ára afmælis byggðar norrænna
manna þar, enda sé alþjóðleg viður-
kenning fyrir því að rústimar séu
stórmerkar. Þá var samþykkt áskor-
un um að endurbyggja Þjóðhildar-
kirkju á Grænlandi, enda kirkjan sú
fyrsta sem byggð var í Vesturheimi í
kristnum sið og er byggð um sama
leyti og íslendingar tóku upp kristni,
árið 999. hiá-akureyri.