Tíminn - 26.06.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.06.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 26. júni 1992 Stórlaxi landað með smástöng á Bakkafirði: Stærsti fengist stöng er 43ja punda lax veiddist á stöng í Bakkaá í Bakkafirði í fyrradag, en það mun vera stærsti lax sem veiðst hef- ur á stöng við ísland. Laxinn var 131 cm að lengd. Stórlax þennan fékk Marinó Jóns- son, trillukarl frá Bakkafirði og tók fiskurinn spón og veiddist á litla ódýra stöng úr Kaupfélaginu. Stærsti lax sem veiðst hefur á ís- landi er Grímseyjarlaxinn sem fékkst í þorskanet seint á sjötta áratugnum og var hann um 49 pund. Stærsti lax sem veiðst hefur á stöng fram að því að laxinn í Bakká veiddist var veiddur lax sem hefur á 43 pund í Hvítá við Iðu í Biskupstungum og var hann 38,5 pund. Hann veiddi Kristinn Sveinsson húsgagnabólstr- ari úr Reykjavík árið 1946. Nokkrar líkur eru taldar á því að lax- inn sem veiddist í Bakká í fyrradag sé eldislax, jafnvel af norska stofninum, sem villst hafi upp í ána, en Bakká hefur ekki verið talin til mikilla lax- veiðiáa fram til þessa. Hreistursýni voru tekin af laxinum og send til Reykjavíkur til greiningar og mun þá koma í ljós hvort um villtan lax er að ræða eða eldislax. -bg Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestmannaeyja: m f ■ ■ ■ ■ ■■ ■ ■■ Vilja gjorbreytta fiskveiðistefnu Á aðalfundi Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja, sem haídinn var í vik- unni var samþykkt ályktun þar sem segir aö taka verðl tillit til tii- lagna fiskifræðinga um skerta sókn í þorskstofninn. Hins vegar vill vcrkalýðsfélagið draga úr áfóll- um sem af slíkri skerðingu hljótist fyrir fiskverkafólk með því að móta nýjar reglur og gera roeiri kröfúr til betri nýtingar á fiski- stofnum. Slflct ber aö gera með nýrri fiskveiðistefnu og leggur fundurinn tU eftirfarandi í tillögu sinni: „1. Leggja ber niður kvótakerfið og banna allt brask með veiði- heimildir, en taka þess í stað upp sóknarstýringu í fiskstofnana. kvótakerfið hefúr sýnt sig að hafa ekki náð þeim tilgangi, sem þvi var ætlað, að vernda fistdstofnana og minnka fiskiskipaflotann. Hið gagnstæða hefur gerst- fiskiskipa- flotinn stækkar en fiskunum fækkar. 2. Stöðva ber þegar í stað allan innflutning á frystitogurum og skylda þá sem fyrir eru til að koma með allan sinn afla að landi, þ.e. að fulfvinna allan aflann um borð, í stað þess að kasta um 60-70% af aflanum í sjóinn aftur. 3. Afnema ber allan útflutning á óunnum fiski, en láta í þess stað allan fisk á markað eða markaðs- tengja fiskverð á annan hátt við inulent markaðsverð, eins og það er á hverjum tfma. 4. Aflaheimildir skuiu háðar því skifyrði að komið sé með allan afla að landi, hvort sem um er að ræða undhmálsfisk eða fisk sem skemmst hefur í veiðarfærum af einhveijum orsökum. Með því móti einu er unnt að fylgjast með því hvemig sóknin er í fiskistofn- ana.“ Aðalfundur Verkaiýðsfélags Vest- mannacyja heldur áfram í áfyktun sinni og segir að trúlega hafi ekki verið farið eins illa með nokkra stétt eins og fiskvinnslufólk þegar stjórnmálamenn ákváðu að af- henda cinni stétt manna þessa auðlind sem fiskimiðin eru. i lok áfyktunarinnar segir síðan: „Mæl- irinn er löngu orðinn fullur og mál tU komið að fiskvÍnnsIufóUdð fari að láta alvariega til sín heyra áður en því verður útrýmt með öUu. Fundurinn skorar á fiskvinnslu- fóUc um land allt að taka upp bar- áttu fyrir réttindum sínum og krefjast fuUrar hlutdeUdar i þess- arí sameiginlegu auðlind okkar allra og réttarins til að vinna hana." -bg Frá hjartagöngunni í fýrra. Hjartagangan 1992: GÖNGUFERÐ FYRIR ALLA ALDURSHÓPA Hjartagangan verður farin á laug- ardaginn og þetta er annað árið í röð sem efnt er til hennar. Á höfuðborgarsvæðinu verður gengið um Elliðaárdal. Lagt verð- ur af stað frá Mjódd við Álfabakka milli kl. 14:00 og 16:00. Úti á landi verða settar upp aug- lýsingar um gönguleiðir og göngutíma en einnig geta for- svarsmenn Landssamtaka hjarta- sjúklinga gefið þær upplýsingar sem þarf. Vegalengdirnar sem farnar verða eru 4-5 km. Hjartagangan er ekki farin f fjár- öflunarskyni heldur er aðeins ætl- unin að fara í létta gönguferð í hópi góðra félaga. Þetta er gott tækifæri fyrir fjölskylduna að gera eitthvað saman. Þeir sem standa fyrir göngunni 1992 eru Ferðafélag íslands, Hjartavernd, Samtökin íþróttir fyrir alla, Landssamband aldraðra, Landssamtök hjartasjúklinga, S.Í.B.S., Ungmennafélag íslands, Útivist og Öryrkjabandalag ís- lands. -GKG. Göngudagur fjölskyldunnar Laugardagur 27. júní Gönguferð sem allir ættu að geta haft gott af. 27.júní 1992: Iþróttadagurinn í Reykjavík Það er á laugardag sem íþróttadag- velli. Þar eiga allir að geta fundið í Nauthólsvík verður almenningi urinn í Reykjavík verður haldinn í fjórða skipti og nú undir kjörorðun- um: Líkams- og heilsurækt fyrir alla á öllum aldri um alla borg. Að þessu sinni taka höndum saman íþróttafélögin í Reykjavík og íþrótta- og tómstundaráð. íþróttafélögin ætla að bjóða ungum sem öldnum upp á dagskrá hvert á sínum félags- eitthvað við sitt hæfi auk þess sem íþróttafélögin kynna starfsemi sína. Enginn aðgangseyrir verður að sundstöðum borgarinnar og boðið verður upp á leiðsögn í sundi. Landssamtök hjartasjúklinga standa fyrir Hjartagöngunni og hefst hún í Mjóddinni klukkan 14.00. Gengið verður um Elliðaárdal. boðið upp á bátsferðir, við Korpúlfs- staði verður golfáhugamönnum leið- beint, Keilusalurinn í Öskjuhlíð býð- ur upp á kennslu og ferðafélögin verða með gönguferðir. Þá er bara að vona að veðrið verði skaplegt á íþróttadaginn þótt eflaust efli það lfkamshreysti að kljást við veðrið. -bs Botnfisksafli frá áramótum til maíloka er nær 40 þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra: 190 þús. t. af þorski komin á land Þorskafli í maí var tæplega 22 þúsund tonn eða nánast sama magn og veiddist af þorski í maímánuði í fyrra. Eftir fyrstu níu mánuði yfirstandandi fískveiðiárs er þorskafli lands- manna kominn í 190 þús. tonn. Hann er því ennþá rúmlega 28 þúsund tonnum minni en á sama tímabili árið á undan. Þar af munar rúmlega 17 þúsund tonnum á tímabilinu janú- ar/maí. Það er ekki aðeins þorskaflinn sem hefur minnkað, heldur er botnfísksaflinn (421 þús. tonn) enn sem komið er um 41 þúsund tonni minni það sem af er þessu fiskveiðiári en var á hinu síðasta og sá munur hefur nær allur orðið á tímabilinu frá áramótum til mafloka. Vegna mikils loðnuafla er heildaraflinn nú um 310 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Athygli vekur að þorskur er nær eina fisktegundin sem álíka mikið, og raunar heldur meira, veiddist af nú í maímánuði heldur en í maí 1991 eins og sjá má á eftirfarandi tölum (tugir tonna sléttuð í heil hundruð): (Sjá töflu.) Þessi aflasamdráttur í maí miðað við sama mánuð fyrir ári kom nær allur niður á togurunum. Bátamir öfluðu nú litlu minna og smábát- arnir örlítið meira en í maí í fyrra. Vestfiröir eru það landssvæði sem orðið hafa fyrir mestum aflasam- drætti (22%) í mánuðinum, fyrst og fremst vegna þess að um helmingi minna kom nú á land í mánuðinum af grálúðu og steinbít heldur en í fyrra. Samkvæmt tölum Fiskifélagsins var botnfisksafli landsmanna frá ára- mótum til maíloka rúmlega 265 þúsund tonn borið saman við 304 Fiskaflinn í maí 1992 1991 tonn tonn Þorskur 22.000 21.400 Ýsa 5.900 6.900 Ufsi 5.700 6.900 Karfi 6.600 9.400 Steinbítur 1.900 3.100 Grálúða 9.700 12.600 Skarkoli 1.500 1.600 A.botnf. 3.200 2.800 Botnf.samt.: 56.300 64.700 Humar 535 755 Hörpudiskur 435 25 Rækja 4.600 3.000 Afli samt.: 61.850 68.460 þúsund tonn á sama tímabili í fyrra. Ýsuafli hefur dregist saman um 11% milli ára, af ufsa og steinbít hefur nú veiðst um 20% minna, karfaaflinn er um 9% minni og 16% minna hefur komið á land af grálúðu. Aflaverð- mæti botnfisks frá áramótum til maíloka var nú 19,3 milljarðar kr. sem er um einum milljarði króna minna en á sama tíma í fyrra. Miklum loðnuveiðum er hins vegar svo fyrir að þakka, að verðmæti heildarafla fyrstu fimm mánuði árs- ins er nú um 1,1 milljarði (5%) meira heldur en á sama tímabili í fyrra. Alls er aflaverðmæti (upp úr sjó) tæplega 24 milljarðar kr. á tíma- bilinu frá áramótum til maíloka. Á þessu tímabili veiddist nú einnig hátt í þrefalt meira af síld og rúm- lega 20% meira af rækju og hörpu- diski en á sama tímabili í fyrra. Lítið verð fyrir langhalann Fiskiskip lönduðu nú aðeins 1.615 tonnum erlendis í maí eða nær þús- und tonnum minna en í sama mán- uði í fyrra. Mikið fór hins vegar á er- lendan markað í gámum. Alls voru um 7.000 tonn af fiski seld erlendis í mánuðinum, fyrir samtals um 775 milljónir króna, eða 110,59 kr. með- alverð á kfló. Hæsta kflóverðið var 363 kr. fyrir rúmlega hálft annað tonn af lúðu upp úr fiskiskipi, sem skilaði því samtals um 555 þús. kr. verðmæti. Hvað lægsta verðið fékkst aftur á móti fyrir langhala, 26,08 kr. á kfló, eða 153 þús. kr. samtals fyrir 5,9 tonn. Frá þessu er að vísu sú undantekn- ing að 585 kg. af sandkola sem fiski- skip sendi út í gámi seldist fyrir að- eins 5,21 kr. á kfló. Kannski má geta sér til um ástand þessa fisks þegar í ljós kemur að fyrir 52 tonn sem vinnslustöðvar sendu á markað af sömu fisktegund fengu þær hins vegar rúmlega 102 kr. meðalverð á kfló. Þorskur skilaði tæplega 132 kr. meðalverði á kfló á erlendum mörk- uðum í maí, ýsan rúmlega 141 kr., grálúða og helstu kolategundir í kringum 130 kr. á kfló og skötuseld- ur seldist á 140 til 280 kr. á kfló. Fyr- ir karfa fengust rúmlega 81 kr. með-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.