Tíminn - 26.06.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.06.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 26. júní 1992 Tíminn MÁLSVARl FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJll Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Síml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Huglæg kreppa Eftir Viðeyjarför gáfu formenn stjórnarflokkanna út sameiginlega yfirlýsingu um að hafið væri nýtt tíma- bil grósku, frjálsræðis í viðskiptum og peningamál- um og aðlögun að efnahagskerfum heimsins. í kjölfar bættra ríkisfjármála átti að fylgja aukin og almenn velmegun, sem studd væri af samkeppni og vaxta- frelsi. En ekki var ríkisstjórn fyrr komin almennilega á koppinn en allar væntingar um glæsilega framtíð voru afturkallaðar og skrattinn málaður á vegginn og kallaður fortíðarvandi. í skugga þessa bölmóðs voru fjárlög afgreidd með verulegum halla, sem eykst eftir því sem líður á árið og enginn þorir að nefna hver verður undir lok fjárlagaársins. í anda svartsýni og ráðaleysis stjórnarinnar er krepputalið gert að veruleika með samdrætti, gjald- þrotum og fjöldauppsögnum. Heilu atvinnugreinun- um er stefnt í beinan voða með óhóflegum samdrætti og aðhaldssemi lánastofnana og sjóða og er bölsýnin og úrtölurnar farnar að hafa veruleg áhrif til hins verra á allt athafnalíf í landinu. Ríkisstjórnin var varla búin að fá skýrslu Alþjóðahaf- rannsóknarstofnunarinnar í hendur þegar forsætis- ráðherra geystist í fjölmiðla með þau tíðindi að nú væri það svart. Ofan á fortíðarvandann, sem var að buga hann, tilkynnti Davíð að nú yrði að hætta fisk- veiðum líka, og svo gekk bunan út úr hverjum ráð- herranum af öðrum um sultarólar og að þetta og hitt yrði ekki sársaukalaust. Talað er um að lækka kaupið og draga enn úr opinberri þjónustu og að láta þá, sem hennar þarfnast sárast, borga úr eigin vasa. Hins veg- ar er aldrei minnst á hvernig efnalítið fólk á að aura saman í þjónustugjöldin. Þeim, sem eitthvað fylgjast með sjávarútvegi, kom skýrslan ekki á óvart. Hún er f samræmi við minnk- andi þorskafla og útgerðin aðlagar sig breyttum að- stæðum, eins og hún þarf ávallt að gera. Mörgum þótti nóg um þegar ráðherrarnir gengu fram fyrir skjöldu að draga kjark úr mönnum og hafa uppi ráðlaust svartnættishjal um hvaðeina og sjá ekk- ert annað fyrir sér en óleysanleg vandamál og kreppu á nánast öllum sviðum þjóðlífsins. Enda færist deyfð og drungi yfír athafnalífíð, fyrst framleiðslugreinar og síðan þjónustugreinar eins og síminnkandi at- vinna og umsvif bera glögg merki. Þá skeður það að Vinnuveitendasambandið kveður upp úr um að áhrif minnkandi þorskveiði verði hvergi nærri eins mikil og ráðherrabölmóðurinn er búinn að útmála. í stað 15 milljarða tekjumissis verði hann aðeins um 4 milljarðar. Það eru nefnilega fleiri ætir fiskar í sjó en þorskur, og útgerð og jafnvel markaðir eru furðufljótir að aðlagast breyttum að- stæðum í lífríki sjávarins. Síðan birti Þjóðhagsstofnun nýjar spár, sem eru nánast samhljóða niðurstöðum Vinnuveitendasam- bandsins. Munurinn liggur aðeins í mismunandi for- sendum hvað varðar tímasetningar á útreikningum. Vandamál atvinnulífs og efnahagsmála er ekki síst svartsýni og vanhæfni þeirra, sem með yfírstjórn fara, til að takast á við úrlausnarefnin í stað þess að mikla vandræðin fyrir sér og magna þar með kreppuna, sem ekki er síður huglæg en raunverulegur efnahags- vandi. Um lifandi tónlist og „sveifluu Ég var í Samvinnuskólanum að Bifröst fyrir 30 árum. Skólinn var vel útbúinn á þeirra tíma vísu, stóð á fallegum stað í Grá- brókarhrauni við Hreðavatn, þar sem hann stendur enn. í eldri hluta hússins, sem Sigvaldi Thordarson arkitekt teiknaði á sínum tíma, var notaleg setu- stofa með stórum ami, þar sem bogadreginn gluggi sneri út að hrauninu og veginum, sem Iá hjá garði, milli Reykjavíkur og Norðurlands. í þessari setustofu var samkomustaður nemenda. Þar var píanó, og ósjaldan tóku menn lagið á síð- kvöldum, og í þessari setu- stofu vom haldnar kvöldvökur um hverja helgi. Hljómflutningstækin Hins vegar var eitt verkfæri í þessari umtöluðu setustofu, sem mér hefur oft orðið hugsað til í seinni tíð, en það vom hljóm- flutningstæki sem einhverjir ör- látir menn höfðu gefið skólan- um. Þetta vom góð tæki miðað við það sem þá var, og þarna var plötusafn sem ég sé núna að hef- ur verið allmerkilegt. Þar var nokkurt safn af sígildri músík, og töluvert safn af plötum djass- leikara. Það var einn liðurinn í skólastarfmu að skipa sér í klúbba. Meðal þeírra voru djass- klúbbur og klúbbur um sígilda tónlist. Þeir, sem vildu hlusta á þessa tónlist, komu saman síð- degis um helgar. Á þessum tíma var ekkert sjónvarp, og ég man ekki eftir neinum af skólafélög- um mínum sem bjó svo vel að flytja með sér hljómflutnings- tæki í skólann. Djassinn á uppleið Þetta varð til þess að ég fór að hlusta á djass. Plötusafnið í setu- stofunni í Bifröst hafði að geyma efni með mörgum af stórmeist- urum þessarar tónlistar, þótt það væri ekki mikið að vöxtum. Þar heyrði ég fyrst í saxófónin- um hans Stans Getz, og veitti eftirtekt léttleika Dukes Elling- ton, svo einhverjir séu nefndir. Það er nú svo, að sú árátta að hlusta á þessa tegund tónlistar hefur aukist hjá mér með árun- um. Ekki er það síst vegna þess að nú seinni árin er þessi tónlist- ariðkun mjög á uppleið, og er þar fyrir að þakka mörgum áhugamönnum, auk tónlistar- mannanna sjálfra sem hafa verið óþreytandi að halda henni fram og flytja hana. Ég ætla ekki að reyna að skýra það út af hverju ég hef gaman af þessari tónlist. Það er eins og með fallega mynd. Það er ekkert hægt að útskýra af hverju manni finnst hún falleg. Manni finnst það bara. Ég get þó sagt það að djassinn er lifandi og persónu- legur, og honum er komið til skila án þess að heilt raforkuver þurfi til þess að knýja hljóðfær- in. Allur er hann byggður í kringum hina óútskýranlegu sveiflu, sem ég fann fyrst þegar ég settist niður í rólegheitum í setustofunni á Bifröst fyrir þrjá- tíu árum, til að hlusta. Lifandi tónlist Með fjölgun veitingastaða í höf- uðborginni, þrotlausu starfi Djassvakningar og áhuga ein- stakra manna er nú svo komið að víða er hægt að hlusta á djass og blús í borginni. Á fjölda veit- ingastaða er nú að finna lifandi tónlist, og þeim tónlistarmönn- um fjölgar óðum sem ná góðum árangri í þessari grein, og spila skínandi vel. Útvarpið hefur ekki látið sitt eftir liggja og nú síð- ustu tvö árin hefur það gengist fyrir djasshátíðinni Rúrek í sam- vinnu við Reykjavíkurborg. Einkastöðvar hafa einnig gert góða hluti á þessu sviði, og má þar nefna Aðalstöðina sem er með fasta þætti bæði um djass og blús. Allt þetta er til þess að auka veg þessarar tónlistar, en það er með hana eins og annað á listasvið- inu að hún fellur ekki öllum í geð. Við því er ekkert að segja. Úrvalslið fyrir austan Það, sem varð til þess að ég fór að hugleiða þessi efni núna, er það að ég dvelst um þessar mundir heima hjá mér á Egils- stöðum. Þegar ég fór í Kaupfé- lagið að kaupa mjólkina um dag- inn, fór ég að lesa auglýsingu, sem hékk þar uppi, um djasshá- tíðina núna um helgina. Mér til ánægju sá ég það að úrvalslið er væntanlegt til þess að troða upp á hátíðinni. Þetta er fimmta árið sem hún er haldin, og djasshá- tíðin á Egilsstöðum er orðin fastur liður á sumardagskránni í byggðarlaginu og á Austurlandi öllu. Tilkoma hennar hefur verið mikil lyftistöng fyrir þessa tón- listariðkun á þeim slóðum. Ég hugsaði með mér að það væri merkilegt hvað honum Árna hefði tekist að ná í góða krafta núna, en það er auðvitað ekkert nýtt. Þessi hátíð hefur orðið að veru- leika vegna þess að það hefúr ávallt verið vel til hennar vandað. Þetta er alvöruveisla fyr- ir djassáhugamenn og það hefur alltaf verið svo. Það er Ámi ísleifs, sem hefur borið hitann og þungann af þessu starfi, en það er eins með þetta framtak eins og svo margt annað að það er borið uppi af áhugasömum einstaklingum, og er hann þar í fararbroddi. Lykillinn að fVamgangi hátíðar- innar hefur verið sá að gefast ekki upp, og fara fram með því hugarfari að sígandi lukka sé best. Gildi tyllidaganna Kosturinn við slíkar hátíðir er sá að þær gefa efhilegu fólki möguleika á því að koma fram, í bland við þá sem lengra eru komnir. Auk þess eru þær krydd í tilveruna sem nauðsynlegt er að hafa. Ég held að það sé með djassinn eins og aðrar listgreinar, að hon- um þarf að venjast, rétt eins og sígildri tónlist. Tækifæri til þess að hlusta og komast í snertingu við tónlistarflutning af þessu tagi verður til þess að auka næ- mið fyrir töfrum þessarar tón- listar eins og annarrar. Að hafa tyllidaga á þessu sviði eins og djasshátíð, hvort sem hún er á Egilsstöðum eða einhvers staðar annars staðar, er vísasta leiðin til þess að ná til fólksins. Starf á sviði félagsmála og listflutning- ur á sem flestum sviðum skapar aðlaðandi samfélag, þó að vinn- an og verðmætasköpunin og grár hversdagsleikinn sé undir- staðan. J.K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.