Tíminn - 26.06.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.06.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. júní 1992r Tíminn 7 Hvert sæti upptekið í kennslustofunni. Tímamyndir Árni Bjama Umferðarkennsla fyrir böm: Hvað merkir GRÆNI kallinn? Fylgst með kennslunni afmiklum áhuga. Þekking á umferðarreglunum er afar nauðsynlegur þáttur í lífi borgarbarna og þess vegna er þeim boðið að sækja umferðarskólann. Hann er meðal annars starfrækt- ur í Austurbæjarskólanum þar sem nú er þétt setinn bekkurinn af börnum sem verða að kunna að líta til hægri og vinstri og hlusta vel þegar farið er yfir götu. Sum börnin koma ásamt foreldrum sín- um en leikskólabörnin koma í fylgd fóstra sinna. I umferðarskólanum er áhersla lögð á göngureglur og almennar umferðarreglur. Bömin læra hvernig þau eiga að umgangast reiðhjólin sín, á hvaða leiksvæðum þau eiga helst að halda sig og svo er þeim kennt að nota strætisvagn- ana. „Við reynum að taka mið af því ástandi sem er ríkjandi hverju sinni og nú er mikil áhersla lögð á reiðhjólahjálmana og bflbeltanotk- unina", segir Þorgrímur Guð- mundsson lögregluvarðstjóri. Hann segir jafnframt að börn fái ekki mikla umferðarfræðslu heima hjá sér og foreldrar mættu kenna afkvæmunum betur umferðarregl- urnar og brýna fyrir þeim þær hættur sem í umferðinni geta leynst. „Foreldrarnir kenna bömunum umferðarreglurnar best með því að fara með þeim út á göngu og sýna þeim hvemig maður á að haga sér í umferðinni", segir Þor- grfmur. -GKG. Þorgrímur iögregiuvarðstjóri I hópi nemenda sem sumir mættu með bindi í tilefni dagsins. Þessar stúlkur höfðu gert teikningar þar sem myndefnið var sótt f umferðina. Þessi piltur mætti með reiðhjólahjálm sinn sem er nauðsynlegur öllu hjólreiðafólki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.