Tíminn - 30.06.1992, Page 1

Tíminn - 30.06.1992, Page 1
Þriðjudagur 30. júní 1992 117. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Skilaboð ríkisstjórnar til kjaradóms: Takið dóminn til endurmats Rfldsstjórnin beinir því til kjaradóms að hann taki úrskurð sinn til endurmats eða kveði upp nýjan úrskurð. Þetta kemur fram í bréfi sem forsætisráðherra sendi Jóni Finnssyni, formanni kjaradóms, í gær. það er mat ríkisstjórnarinnar að hinn nýfallni kjaradómur sé til þess fallinn að skapa mikinn óróa í þjóð- félaginu og geti hæglega rofið þá samstöðu sem náðst hefur um að þjóðin vinni sig sameiginlega út úr þeim efnahagslegu þrengingum sem nú er við að glíma. Þá telur ríkisstjórnin að niðurstaða kjaradóms stangist í veigamiklum atriðum á við þá þróun sem orðið hefur á hinum almenna launamark- aði og að hann sé ekki í takt við framvindu íslensks efnahagslífs um þessar mundir. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokks, segir að kominn hafi verið tími til að endur- skoða kjör tekjuhæstu manna ríkis- ins. Hins vegar komi dómur kjara- dóms á óheppilegum tíma. Stein- grímur segist ekki geta metið hvort þessi leiðrétting kjaradóms sé sann- gjörn eða ekki. Hins vegar hafi hann aldrei heyrt þess dæmi að dómstóll endurskoði sjálfan sig, þá væri kjaradómur orðinn nánast mark- leysa. Miðstjórn Alþýðusambandsins hef- ur lýst furðu á fráleitri niðurstöðu kjaradóms sem nú hefur úrskurðað æðstu embættismönnum hins opin- bera tugprósenta launahækkun. Miðstjómin bendir ríkisstjórninni á að við þessar aðstæður séu aðeins tveir kostir. Annars vegar að allir launamenn fái tilsvarandi kaup- hækkanir og hins vegar að ákvörðun kjaradóms gangi til baka. Á miðstjórnarfundi Alþýðubanda- lagsins um helgina var samþykkt harðorð ályktun um dóm kjara- dóms. Þar segir: Miðstjórn Alþýðu- bandalagsins fordæmir þá siðlausu ákvörðun kjaradóms að hækka laun æðstu embættismanna ríkis og kirkju og kjörinna fulltrúa þjóðar- innar um tugi prósenta. Þorri launafólks varð fyrir skemmstu að ganga að samningum um 1,7% launahækkun og kjaradómur sýnir því fólki megna fyrirlitningu með þessari niðurstöðu sinni. f ályktuninni segir að fulltrúar í kjaradómi hafi berlega sýnt að þeir eru ekki í neinum tengslum við dag- legt líf þjóðarinnar og því augljóst að taka verður tilgang og verksvið kjaradóms til rækilegrar endurskoð- unar. -BS Norðmenn hefja hvalveiðar á ný Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra lýsti yfir fögnuði í gær yfir þeirrí ákvörðun Norðmanna að hefja hrefnuveiðar strax á næsta ári. Þor- Háskólarektor við brautskráningu kandidata: Hugsanleg fjölda- takmörkun stúdenta í Háskóla íslands „Ef stúdentum, sem sækja til Háskóla íslands, fjölgar enn en fjárveitingar standa í stað eða lækka, hlýtur lögum að verða breytt svo að Háskólinn fái vald á þeim fjölda sem hann tekur til náms,“ sagði Sveinbjörn Björnsson háskólarektor í ræðu sinni við brautskráningu kandidata á laugardaginn var. Alls hafa 783 kandidatar útskrif- ast frá Háskóla íslands á þessu ári og er það met í sögu skólans. Rektor varð tíðrætt um þær efnahagslegu þrengingar sem Háskólinn á við að stríða um þessar mundir og sagði m.a. að sú heimild sem Háskólinn hefði til takmörkunar á fjölda sam- kvæmt gildandi lögum nái að- eins til námsgreina þar sem að- staða til verklegrar þjálfunar eða starfsþjálfunar er takmarkandi. Ef takmarka ætti fjölda við Há- skóla íslands hefði það djúptæk áhrif á framhaldsskóla sem búa nemendur undir háskólanám og sagði Sveinbjörn hana verða að eiga sér nokkurra ára aðdrag- anda. Ef Háskólinn tæki aðeins 1000 bestu nemendurna (2000 skrá sig á hverju hausti) ættu hinir ekki kost á skólavist annars staðar og gætu jafnvel átt í erfið- leikum með að fá skólavist er- lendis, sem yrði ekki aðeins þeim dýrari heldur einnig Lánasjóði íslenskra námsmanna. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um hvernig mætti tak- marka fjölda nemenda og m.a. sú að gefa öllum sem sækja um skólavist kost á könnunarprófi sem athugaði almenna náms- hæfni, rökvísi og gagnrýna hugs- un, skilning og framsögn ritaðs og talaðs máls. Auk þess hefur sú hugmynd komið fram að gefa öllum kost á að hefja nám og leyfa þeim sem bestan árangur sýndu á fyrstu misserisprófum að halda áfram námi. Þær viðamiklu breytingar sem eru að verða í Evrópu um þessar mundir urðu rektor að umtals- efni og sagði að með nánari sam- skiptum Vestur- Evrópuþjóða sem og samkeppni, sem ekki tak- markast lengur við landamæri, ykjust líka kröfur til þekkingar starfsmanna: „Auk verkfærni þurfa þeir að kunna skil á tungu- málum, menningu og háttum þeirra þjóða sem þeir skipta við. Evrópa er að verða einn vinnu- markaður og þar munu færni og hagkvæmni skipta meiru en þjóðerni í samkeppni um verk- efni,“ sagði Sveinbjörn. —GKG. steinn sagði að þetta yki líkur á að ís- lendingar hæfu hrefnuveiðar lika. Á fundi Alþjóðahvalveiðráðsins í gær gegnu íslendingar formlega úr ráðinu og í lokaávarpi til ráðsins sagði Guð- mundur Eiríksson, formaður ís- lensku sendinefnarinnar, að ákveðnir grundvallarmisbrestir hafi komið upp í starfsemi ráðsins og að það hafi snú- ið baki við vísindalegri ráðgjöf. Guð- mundur vildi í gær ekkert fullyrða um hver yrði afstaða nýrra samtaka, Norður-Atlantshafs sjávarspendýra- ráðsins, til hvalveiða en stofnun þeirra samtaka vakti nokkra athygli þeirra sem fylgdust með fundinum í Glasgow. Sú ákvörðun Norðmanna að hefja hvalveiðar að nýju á næsta ári er möguleg vegna þess að þeir mót- mæltu hvalveiðibanninu á sínum tíma og lýsti formaður íslensku sendi- nefndarinnar yfir skilningi á þessari niðurstöðu Norðmanna sem hefðu lög og rétt sín megin. Hvalfriðunar- sinnar hótuðu hins vegar öllu illu. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra lýsti því yfir í gær að þessi ákvörðun Norðmanna myndi verða til þess að styrkja samstöðu hvalveiði- þjóða og flýta fyrir því að hvalveiðar yrðu teknar upp að nýju. Hann sagð- ist vonast til að geta fundið lagalegan grundvöll til að geta hafið hrefnuveið- ar hið fyrsta, helst strax á næsta ári. Sjá einnig blaðsíðu 6 Erilsöm helgi hjá lögreglunni í Reykjavík: Tekinn á 153 km hraða í Reykjavík Tveir mótorhjólamenn voru teknir á ofsahraða um helgina í Reykjavík. Annar þeirra var á 153 km hraða á Bústaðavegi en hinn á 151 km hraða á Reykjanesbrautinni. Mikill erill var hjá lögreglunni þessa helgi og voru 416 útköll frá föstudegi til sunnudagsmorguns. Umferðarslys varð á laugardaginn á gatnamótum Kjartansgötu og Rauð- arárstígs þegar mótorhjól og fólks- bíll lentu saman. Flytja þurfti öku- mann mótorhjólsins á slysadeild. Slys varð á mótum Laugavegs og Barónsstígs og einnig þar lentu mótorhjól og fólksbíll saman. Flytja þurfti báða ökumenn á slysadeild. —GKG. Hollendingur slapp með skrekkinn: Bíll valt á Skeiðum Hollenskur ferðamaður velti bfla- leigubfl sínum á Skálholtsvegi á Skeiðum í gær. Engin slys urðu á manninum og er talið að reynsluleysi hans hvað ís- lenska malarvegi varðar hafi orsakað óhappið. —GKG.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.