Tíminn - 30.06.1992, Qupperneq 7

Tíminn - 30.06.1992, Qupperneq 7
Þriöjudagur 30. júní 1992 Tíminn 7 Ungmennafélagið Staðarsveit: Vígir nýjan íþróttavöll Ungmennafélagið Staðarsveit hefur tekið fyrir skömmu nýjan íþrótta- völl í notkun á Lísuhóli á Snæfells- nesi. Gerð hans hefur tekið 12 ár og er hann að mestu unninn í sjálfboða- vinnu. Hann kostaði um 7 milljónir króna en félagið heldur tvo dansleiki á hverju sumri sem hjálpað hafa við fjármögnunina. Margrét Björnsdóttir, formaður Ungmennafélagsins, hefur fylgst með framvindu verksins ailan tím- ann en hún tók við formennsku fé- lagsins fyrir 8 árum. „Við erum 55 búsett hér í sveit- inni en ég reikna nú með að fleiri komi til með að reyna að nýta sér völlinn", segir Margrét. „Við höfum þegar fengið fyrirspurnir frá ung- mennafélögunum úr sveitinni hvort þau megi koma og æfa.“ Þar eð hinn nýi íþróttavöllur var þökuiagður í fyrra er hann mjög við- kvæmur og verður hann því ekki mikið notaður í sumar. En óhætt er að stunda langstökk, hlaup og kast. Þegar fram líða stundir verður einn- ig mögulegt að stunda hástökk þar líka. —GKG. Skrúðgangan á vellinum. Rúnar Gunnarsson heldur á íslenska fánanum. Þormóður Garðar Símonar- son, Helga María Magnúsdóttir og Arndís Sveinsdóttir báru ungmennafélagsfánann. Kristján Þórðarson, gjaldgeri UMF-Staðarsveit, flytur ávarp í gjall- arhorn með dyggrí aöstoð Margrétar Bjömsdóttur formanns. Þórður Gíslason á Ölkeldu klippir á borðann íþróttahúsiö Kaplakrika: Voru- og solusynmg áætluð 21 .-23. ágúst Það er sfjóm handknattleiksdeild- ar FH setn sér utn og vinnur að undirhúningi sýningarinnar og gefur fyrirtækjum og einstaklíng- um í rekstri tækifæri á að kynna og sejja vöru sína. Sýning af þessu tagi hefur aldr- ei áður verið haldin í Hafnarfirði, en stjóm FH bendir á að Kapla- krikasvæðið sé miðpunktur höf- uðborgarsvæðisins. Sýnlngar- svæði innandyra verður 700 til 900 fermetrar að stærð og einnig er möguleiki á að vera utandyra með stærri og þyngri vörur, t.d. bíla, báta, tjaldvagna og fleira. Stjóm FH hefur fengið Guðna Sigfússon til að sjá um sýningar- kerfl en hann hefur séð um flestar stórsýningar hér á landi undanfar- in ár. Óskað er eftir jákvæðu svari fyrirtækja og einstaklinga sem fyrst, þar sem sýning af þessu tagi krefst mikils undirbúnings. Svæðisstjóra- skipti hjá Flugleiðum Svæðisstjóraskipti verða hjá Flug- leiðum í Skandínavíu og á Bret- landseyjum í þessum mánuði. Sím- on Pálsson tekur við svæðisstjóm á Bretlandseyjum af Steini Lámssyni en Símon starfaði áður við svæðis- stjóm á í Skandinavíu. Steinn tekur aftur á móti við for- stöðu innanlandsdeildar félagsins, sem sér um samskipti við stöðvar fé- lagsins erlendis og undirbýr íslands- sölu þeirra á markaðinum ytra. Knut Berg, yfirmaður Flugleiða í Svíþjóð, tekur við svæðisstjórastöðu í Skandinavíu af Símoni Pálssyni. Á sama tíma flytjast höfuðstöðvar fé- lagsins í Skandinavíu frá Osló til Stokkhólms. Auk þess hefur Hans Indriðason verið skipaður yfirmaður Flugleiða í Noregi. Hann starfaði áð- ur sem hótelstjóri á Hótel Loftleið- um í Reykjavík. —GKG. Átak hafið sem nefnist: Fræ á fjöll ruslið heim Ferðaklúbburinn 4x4 hefur í sam- vinnu við Landgræðslu ríkisins og Olís haflð átak sem nefnt hefur ver- ið „Fræ á flöll — ruslið heim“. Klúbburinn hefur látið framleiða sérstaka ruslapoka til að hafa með á fjöll. Pokarnir eru úr þykkara plasti en venjulegir ruslapokar og er því ekki eins mikil hætta á að þeir rifni í ferðum. Landgræðsla ríkisins hefur gefið klúbbnum snarrótar- og melgresis- fræ ásamt áburði, í minni pokum, sem settir eru í ruslapokana. Klúbbfélagar og aðrir áhugamenn taka pokana með sér upp á hálendið og dreifa fræjunum og áburðinum á svæði þar sem Landgræðslan hefur óskað eftir samvinnu við klúbbinn um dreifingu, vegna sérstöðu klúbb- félaga. Pokarnir eru síðan notaðir undir rusl á leiðinni til byggða. . Pokarnir verða afhentir ferða- mönnum á skrifstofu klúbbsins í sumar og skorar klúbburinn á menn að taka þátt í átaki klúbbsins. Einnig er ferðaklúbburinn að láta útbúa litla ruslapoka til að hafa í bflum og verða þeir pokar afhentir á bensín- stöðvum Olís og á skrifstofu klúbbs- ins. —GKG. Nýr ríkissamningur gerður: Samningur um pappírsvörur Nýr ríkissamningur hefur verið gerður um kaup á pappírsvörum milli Innkaupastofnunar ríkisins og Rekstrarvara og fylgir honum umtalsverð verðlækkun. Útboð fór fram í febrúar og bárust tilboð frá alls 14 aðilum. Mikill munur reyndist vera á tilboðunum. Vöruflokkarnir í samningnum eru til dæmis salernispappír bæði litlar og stórar rúllur, handþurrkur, eldhúsrúllur, rúllupappír á skoðun- arbekki og servéttur. Liðin eru 9 ár síðan pappírsvörur fyrir ríkisstofnanir voru fyrst boðnar út á vegum Innkaupastofnunar rík- isins. Allar ríkisstofnanir og fyrir- tæki í eigu ríkisins ásamt bæjar- og sveitarfélögum hafa rétt til að kaupa samkvæmt samningnum. —GKG. Ásgeir Jóhannsson, forstjórí Innkaupastofnunar ríkisins, og Krist- ján Einarsson, forstjóri Rekstrarvara, við undirritun nýja ríkis- samningsins um pappírsvörur o.fl.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.