Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 2. júlí 1992 119. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Harður árekstur Löglærðir fulltrúar sýslumannsembættanna mættu ekki til vinnu: á Akureyri: Haróur árckstur varö á mótum Gránufélagsgötu og Brekku- götu á Akureyri í hádeginu f gæt. Bfll sem var að taka fram úr leníi á öðrum bíl, með þeim af- ieiðingum þeir rákust saman og Íenti bfllinn á tré í húsagarði. Hann er talinn ónýtur. Alítur lögregla ökumann hafa sýnt gá- Jeysi víð aksturinn og farið of geyst miðað við áðstæður. Farið var með bflstjóra og far- þega bflsms sem á trénu ienti á sjúkrahus en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarieg. —GKG. Ólögmæt vinnustöövun að mati stjórnvalda Fjögur útköll hjá slökkviliðinu: Eldur út frá feiti Slökkviliðið í Rcykjavík var kallað út fjórum sinnum í gær. í húsi við Miðbraut á Seltjamamesi hafði feiti í potti ofhitnað með þeim afleiðing- um að kviknaði í. Mikill reykur var í íbúðinni þegar slökkviliðið bar að garði. Tveir reyk- kafarar voru sendir inn og slökktu þeir eldinn sem var í eldhúsinnrétt- ingu og pottinum. Skemmdir urðu einnig vegna sóts. Hin útköllin voru vegna gufu og bilunar í viðvörunarkerfí. —GKG. Stór hluti löglærðra fulltrúa hjá sýslumannsembættum landsins, m.a. í Reykjavík og Kópavogi, lögðu niður vinnu í gær vegna þeirra breytinga á launaflokkum sem varð við aðskilnað dómsvalds og fram- kvæmdavalds. Fulltrúum var í sjálfsvald sett hvort þeir mættu til vinnu eður ei að sögn Sólveigar Bachmann, löglærðs fulltrúa hjá sýslu- manninum í Reykjavík. „Samkvæmt lögum um ríkis- starfsmenn þá ber að semja við viðkomandi stéttarfélög þegar nýjar stöður eru settar á laggirn- ar. Það hefur ekki verið gert og þá hefur fólkið greinilega ekki talið sér skylt að mæta til vinnu," segir Sólveig. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir það á misskilningi byggt að þessir starfsmenn telji sig ekki þurfa að mæta til vinnu því leggi menn niður störf án þess að hafa boðað verkfall sé það ólögmæt vinnustöðvun. „Greinarmunur er gerður annars vegar á þeim embættum sem ekki hafa verið lögð niður heldur halda áfram með breyttu starfssviði eins og sýslumannsembættin og hins vegar hinum nýju dómstólum og nýju embættum sýslumannsins í Samtökin „Landið fýkur burt“ hrinda af stað átaki: Dimmuborgir græddar Samtökin „Landið fýkur burt“ hafa ákveðið að beita sér fyrir upp- græðslu Dimmuborga í Mývatns- sveit í sumar. Um 100.000 ferðamenn koma í Dimmuborgir árlega og er það mik- ið álag á viðkvæman gróður staðar- ins. Auk þess eru borgirnar að fyllast af sandi af völdum sandfoks. Unnið er nú að því að afla samtök- unum félaga með hringingum víðs vegar um landið. Ársgjaldið er 1850 kr. og rennur sú upphæð beint til verkefnisins. „Þetta átak er hugsað meira fyrir þá sem vilja leggja þessu máli lið en fara kannski ekki sjálfir með pokana eða skóflurnar sínar upp á fjöll," segir Ólafur Þórðarson sem situr í stjórn samtakanna ásamt þeim Sveini Runólfssyni landgræðslu- stjóra og Daníel Þórarinssyni. Dagana 10.-19. júlí verða hin svo- kölluðu Sjálfboðaliðasamtök við uppgræðslustörf í Dimmuborgum og koma fyrir heyrúllum til vamar sandburði. Einnig verður ýtt ofan af stærstu sandhaugunum sunnan við borgirnar til að minnka sandfokið og melfræi, grasfræi og áburði verð- ur dreift. Þetta er einungis upphafið að starfi samtakanna því ætlunin er að velja fleiri viðkvæma staði í framtíðinni til að græða upp og vernda. Samtök- in munu næst beina sjónum sínum að Eldhrauni og Þórsmörk. —GKG. Reykjavík," segir Þorsteinn. „Samkvæmt 25. grein kjarasamn- ingalaga er gert ráð fyrir því að verði nýjar stofnanir til þurfum við að semja milli stéttarfélags og launagreiðenda um þeirra kjör.“ Þeir sem hafa ráðið sig til starfa við þessar stofnanir þurfa ekki að koma til starfa þó samningar hafi ekki náðst þar eð vinnuréttarsam- band er komið á þegar ráðningar- samningur er gerður og kjör eru þá ráðin til bráðabirgða. í þessum tilfellum hefur fólki verið raðað í þá launaflokka sem eðlilegastir virðast í kjarasamningnum. .Auðvitað hefur félagið rétt til að við það sé gerður samningur og ef það er ekki ánægt með það samn- ingsboð sem það fær þá getur það boðað vinnustöðvun eftir þeim reglum sem lögin um kjarasamn- inga opinbera starfsmanna ákveða," segir Þorsteinn. Hann segir jafnframt löglærðu fulltrúana ekki hafa sent ráðu- Á meðan iðnaðarmenn unnu við uppsetningu á skilti á hið nýja Dómhús Reykjavíkur, sem vígt var í gær þar sem Útvegsbankinn var áður við Lækjartorg, hékk önnur tilkynning uppi í Skógarhlíð þar sem sýslumaðurinn er til húsa. (Sjá minni myndina.) Timamynd Árni Bjama neytinu neina formlega tilkynn- ingu um málið en þegar rætt var við hann í gær var ætlunin að sjá hversu margir skiiuðu sér ekki til vinnu og taka síðan ákvarðanir um hvað yrði aðhafst næst. —GKG. Hörð viðbrögð við því að úrskurður kjaradóms stendur: ASÍ OG BSRB MEÐ ÚTIFUND Alþýðusamband íslands og BSRB hafa í sameiningu boðað til útifund- ar á Lækjartorgi klukkan 16.15 í dag til að krefjast þess að Alþingi veröi kallað saman án tafar vegna framvindunnar í kjaradómsmálinu. Viðbrögð launþegasamtaka eru öll á einn veg og segja þau að launafólk muni ekki horfa aðgerðalaust upp á það misrétti sem í framkvæmd dómsins felst Miðstjóm Alþýðusambands íslands og formenn íandssambanda ítreka mótmæli sín við fráleitum úrskurði kjaradóms um kjör æðstu embættis- manna ríkisins, eftir að ríkisstjórnin hefur nú vikist undan því að taka á málinu og vísað því til meðferðar Al- þinps í ágúst. Svo segir í ályktun ASI sem samþykkt var á fundi í gær og afhent Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra. í ályktuninni segir ennfremur að þeir samningar sem gerðir hafa ver- iö á almennum vinnumarkaði hafi tekið mið af erfiðu efnahagsástandi og haft sem meginmarkmið að ná verðbólgu niður. Með úrskurði kjaradóms sé gengið þvert á þá stefnu sem þar var mörkuð. Einnig að úrskurðurinn gangi þvert á markmið ríkisstjórnarinnar um stöðugleika í efnahagslífinu. Standi hann hljóti allt launafólk að krefjast sömu hækkunar. Ríkisstjórnir hafi sett bráðabirgða- lög af minna tilefni og ekkert sé því til fyrirstöðu að kalla Alþingi saman með stuttum fyrirvara til þess að gera út um málið. Það séu engin rök fyrir því að fresta meðferð málsins fram í ágúst og enn síður fyrir því að taka enga afstöðu til þess hvað þá eigi að gerast. Miðstjórn og formenn landssam- banda ítreka að verði úrskurður kjaradóms látinn standa gerir Al- þýðusambandið kröfu til þess að fé- lagsmenn sambandsins fái sömu hækkun og æðstu embættismenn ríkisins og þeirri kröfu hlýtur að verða fylgt eftir af þunga. Það væri ábyrgðarleysi að ætla lágtekjufólki að sitja eftir á meðan aðrir hækki um tugi prósenta. Sjá einnig blaðsíðu 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.