Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 12
/MJGLYSINGASIMAR: 680001 & = I =11 BÍLAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrífs HEHN • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbas Sfmsr 668138 & 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 ððruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR•VARA- HLUTIR. MYNO HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SfMI 679225 DEYFAR •jJ* —^ Verslið hjá fagmönnum l Qj varahlutir -T Hamarsböffta 1 - s. 67-6744 Tíminn FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1992 Varar við f fréttatilkynningu sem Slysa- vamafélag Jslands hefur sent frá sér er varað við hættum sem stafað geti af kraftmiklum vatnsbyssum sem fist hér á landi. Það er verkefnisstjóri „Vöm fyrir böm“, Herdfs L. Stogaard, sem ritar fréttatil- kynninguna, en verkefnið er unniö í samstarfi Slysavamafé- lagsins og Rauða kross íslands. Um er að ræða Super-Soaker vatnsbyssur, en mikið «ði hef- ur gripið um sig hvarvetna í heiminum. Þær eru tí! í þremur stærðum hér á landi og sendir sú stærsta og kraftmest vatns- bununa um 18 metra. Hættum- ar segir Slysavamafélagið vera þríþættar. Byssuraar séu mjðg kraftmiklar og þess vegna megi ekki skjóta f andlit, enda hafi orðið alvarleg augnsiys þess vegna. Aldrei megi láta aðra vökva á byssumar og sem dæmi er nefnt að drengur hafi sett klór á byssuna og af þess völd- um hafi augu annars drengs skaðast alvarlega. í þriðja iagi hefur það gerst að glerflöskur, sem settar hafa veríð á byssura- ar í stað plastdúnka sem að Öllu jöfnu eiga að vera á byssunni, hafa sprungið vegna þrýstings. Bcnt er á að þessi slys hafl gerst erlendis, en hins vegar er ekkert nema árvekni og fræðsla sem getur komið í veg fyrir að þau hendi hér á landi, en ekki er vit- að um nein siys. Yflrvöld f nokkrum iöndum hafa rætt um að banna þetta ieikfang. -PS Meirihluti Sjálfsstæðismanna í borgarráði samþykkti nýja gjaldskrá SVR þar sem einstaklingsgjöld hækka og lagt er til að hafin verði sala á mánaðarkortum á 2.900. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi: Lagði til að kortið yrði selt á 2.000 kr. Á fundi Borgarráðs síðastliðinn þriðjudag var tekin fyrir að nýju samþykkt stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur um ópersónubundin aðgangskort og nýja gjaldskrá. Tillagan var samþykkt með atkvæð- um meirihluta sjálfstæðismanna. Sigrún Magnúsdóttlr, borgarfuil- trúi Framsóknarflokks, segir það ekki vera nokkum vafa að um gíf- urlega raunhækkun á fargjöldum SVR sé að ræða. í nýju fargjaldaskránni er gert ráð fyrir að einstakt fargjald hækki úr 70 kr. í 100 kr. og að hér eftir kosti farmiðaspjöld með 10 miðum 900 kr. og með 20 miðum fyrir aldraða og öryrkja 500 kr. Helsta breyting- in er sú að upp eru tekin mánaðar- kort, svokölluð græn kort, sem gilda í mánuð og eru ópersónu- bundin, en þau eiga að kosta 2900 kr. og komi þau í staðinn fyrir stóru farmiðaspjöldin. Sigrún sagði það réttlætanlegt að hækka einstök fargjöld ef það myndi koma þeim farþegum til góða sem nota strætisvagna að staðaldri, en það sé ekki í þessu tilfelli. Hér sé um gíf- urlega hækkun á einstökum far- gjöldum án þess að það komi þeim, sem eru upp á notkun strætisvagn- anna komnir, til góða. „Ég er mjög hlynnt þessum mánaðarkortum og dóttir í samtali við Tímann. Á fundi borgarráðs gerði Sigrún Magnúsdóttir það að tillögu sinni að mánaðarkortið væri látið kosta 2000 kr. og lagði Sigrún þá til grundvallar að í dag kostar miðinn ef keypt er stórt kort 50 kr. og mið- aði síðan við að farnar yrðu 40 ferðir í mánuði og miðaði hún því við óbreytt verð. Þessi tillaga naut skilnings og fékk góðar undirtektir borgarráðmanna, en svo fór að til- laga stjórnar SVR var samþykkt óbreytt. Formaður stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur svaraði þeirri gagn- rýni um að kortið væri of dýrt fyrir meðal annars skólafólk á þann hátt að nemendafélög skólanna gætu keypt um 150 kort með tilteknum afslætti sem þau gætu síðan selt í skólunum. Sigrún segist ekki sjá hvernig nemendafélög ættu að geta lagt út fyrir kortunum og geta legið með þau til sölu í skólunum. „Stjórn SVR segir að þetta séu ekki hækkanir, heldur skipulags- breytingar. Það er hins vegar von- laust að fara í kringum þetta, því þetta er gífurleg hækkun. Fyrir- tækið stendur kannski ekki alltof vel, eins og flestir vita, en þetta bætir ekkert og það er alveg ljóst að þetta fjölgar ekki þeim farþeg- um sem ferðast með SVR,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir að lokum. -PS Lög um aðskilnað dóms- og umboðsvalds tóku gildi í gær. Dómsmála- ráðherra mætti á Selfoss og opnaði Héraðsdóm Suðurlands: Dómssalurinn á gamla kaupfélagskontórnum finnst þau vera góð tilraun, en mér finnst að það heföi átt að hafa þau ódýrari til að þau væru raunhæfur valkostur," sagði Sigrún Magnús- Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir: 0PINBER HEIN- S0KNIB0RGAR- FJARÐARHERAÐ „Með nýrri löggjöf skapar þetta dómstólum landsins nýjar að- stæður. Við vonum vissulega aö þetta skref verði framfaraskref en ekki bara formbreyting. Vonandi leiðiir þetta af sér skilvirkari og betri dómstóla og það er full ástæða til að ætla að svo megi verða.“ þetta sagði Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra meðal annars þegar hann mætti austur á Selfoss í gær þegar þar var opnaður Hér- aðsdómur Suðurlands, en í gær tóku gildi ný lög um aðskilnað dóms- og umboðsvalds. Voru í gær opnaðir átta héraðsdómstólar í jafnmörgum kjördæmum lands- ms. Dagana 3.-5.júlí næstkomandi mun forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, verða í opinberri heimsókn í Borgarfjarðarhéraði í boði bæjar- stjóraar Akraness og héraðsnefnda Borgarfjarðar- og Mýrarsýslu, en til- efni heimsóknarinnar er meðal ann- ars 50 ára afmæli Akraneskaupstað- ar, sem bæjarstjóm og bæjarbúar halda upp á þetta árið. Heimsóknin hefst næstkomandi föstudag kl.9.00 árdegis, en móttaka verður við Botnskála í Hvalfirði og þar mun Rúnar Guðjónsson sýslu- maður flytja ávarp. Þaðan verður haldið í Vatnaskóg og í guðsþjónustu í Saurbæ. Um klukkan 14.00 kemur forsetinn til Akraness þar sem mót- taka verður og verður margþætt dagskrá allan daginn og má meðal annars nefna aldursflokkameistara- mót íslands í sundi, hafnarsvæðið verður heimsótt og þá mun Vigdís Finnbogadóttir verða heiðursgestur á knattspymuleik þar sem heima- menn mæta landsliði íslands og mun Vigdís heilsa upp á leikmenn. Um kvöldið verður síðan móttaka í Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Árla morguns á laugardag verður haldið áfram og um klukkan 10.00. lýkur heimsókn á Akranes og verður haldið upp að Leirá þar sem kirkjan verður skoðuð, upp í Svínadal að Hvammi í Skorradai, þar sem skóg- rækt verður skoðuð. Frá Hvammi liggur leiðin að Lundi, Brún í Bæjar- sveit, Reykholti, Hraunfossum og Barnafossum, Brúarfossi, Ambjarg- arlæk og að lokum í Borgarnes. Síð- asta degi heimsóknarinnar verður öllum varið á Mýmm og í Borgarnesi og lýkur heimsókninni á sunnudags- kvöld klukkan 20.00, en áður verður safnahúsið skoðað. -PS Fjölmargir gestir mættu á Selfoss í gær og óskuðu hinni nýju stofn- un allra heilla. Það gerði meðal annara Friðjón Guðröðarson, sýslumaður Rangæinga, en við at- höfnina lét hann svo ummælt að þó héraðsdómur tæki til starfa þá hefðu sýslumenn til þessa dæmt í málum og enginn hefði getað bent á rök þess efnis að þeir hefðu mis- notað aðstöðu sína í dómum, en það voru einmitt margir efasemda- menn sem bentu á að sá möguleiki væri fyrir hendi þegar nauðsyn að- skilnaðar dóms- og umboðsvalds bar á góma. Dómsstjóri við Héraðsdóm Suð- urlands er Kristján Torfason en dómarar með honum eru þeir Jón Ragnar Þorsteinsson og Þorgeir Ingi Njálsson. Húsnæði dómsins er að Austurvegi 3, gamla kaupfé- lagshúsinu. Er sjálfur dómsalur- inn í herbergi því þar sem skrif- stofa kaupfélagsstjóra var. sbs-Selfossi Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra er hér á tali við Kristján Torfason dómstjóra. Tímamynd SBS Hvalsnesskirkja: Færeysk messa Kirkjukórinn Ljómur frá Vogi á Suðurey í Færeyjum er nú stadd- ur hér á lanði í söng- og skemmti- ferðalagi. yómur frá Vogi, sem er vinabær Sandgeröls, mun koraa fram í Langholtskírkju, Hafnarfirðí og Grindavík en sunnudagínn 5. júlí verður færeysk messa haldin í Hvaisnesskirkju. Messugjörð verður í höndum sóknarprests í Vogi og Ljómur mun syngja við messuna. Kl. 17:00 sama dag verða sam- eiginiegir tónieikar kirkjukórs Hvalsnesskirkju og kórsins frá VogL Sungin verða bæðí íslensk og færeysk sönglög. Með Ljómi f fdr er færeyskur dansflokkur sem sýnir þjóðdansa í tengslum við tónleikana. Kaffisamsæti verður eftir messu fyrir kórana á vegum M-nefndar í Sandgerði. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.