Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 2. júlí 1992 Ákvörðun Þjóðverja um að hætta þátttöku í smíði evrópskrar orrustuþotu vekur upp spurningar um framtíðarhlutverk NATO: YFIRMENN NATO ERU GRÁTINÆR ^fcvörðun Þjóðveija um að hætta þátttöku í smíði evrópsfcrar orr- ustuþotu vekur upp ýmsar spurningar um NATO og framtíðarhlut- verk bandalagsins. Frá því að Berlínarmúrinn féll í nóvember 1989 hefur ýmsum áætlunum um vopnabúnað verið skotið á frest eða þær jafnvel gefnar upp á bátinn. Framkvæmd þessara áætlana, sem varðaði endurnýjun herskipa jafnt sem Ioftvarnarkerfa, hefði kostað miljarða dollara. Manfred Woerner, aðalfram- kvæmdastjóri NATO, hét nýlega á stjórnvöld í Bonn og sárbændi þau um að hætta ekki þátttöku í hinni fjölþjóðlegu smíði orrustuþotunnar (EFA). Hann lét þess meðal annars getið að Þjóðverjar yrðu hvort eð er að endumýja sínar gömlu orrustu- þotur fýrir árið 2000. Manfred Wo- erner hefur greinilega talað fyrir daufum eyrum því nú hafa Þjóðverj- ar tekið ákvörðun um að vera ekki með í smíði þotunnar og óvíst er nú um framvindu þessa verkefhis. Sjö drepnir og fimm særðir í skotárás: Hörmuleg- ur atburð- ur gerist í mm lll |l Frakklandi í gær miðvikudag áttí sér stað hörmulegur athurður er 25 ára gamall Frakki gekk berserks- gang og drap sjö manns og særði aðra fimm. Atburðurinn átti sér stað í vcrksmiöju í austurhluta Frakklands nærri svissnesku landamærunum. í fréttum sem borist hafa frá héraðsyfirvöld- um og útvarpi staðarins segir að maðurinn hafi veríð rekinn úr vinnu fyrir tveimur mánuð- um með þessum voðalegu af- leiðingum. Sagt er að maðurinn hafí framið sjálfsmorð í kjölfar at- burðarins en hann fór um verk- smiðjuna sem er í bænum Bes- ancon og skaut á starfsfólk. Áð- ur hafðí hann teldð forstjóra verksmiðjunnar í gíslingu og komst þannig inn á svæðið eftir þvf sem segir í fréttaskeytum. Að sögn sjónarvotta hóf hann aö skjóta úr sjálfvirkri byssu sinni í skrifstofum og vélasal. Lögregla kom strax á staðinn og umkringdi verksmiðjubygging- una en þá hafði maöurinn sjálf- ur tekið líf sitt — Reuter/Krás. Nú þegar ríki þau sem standa að NATO reyna allt hvað þau geta til þess að draga úr kostnaði við hina gríðarlegu hernaðarmaskínu, sem byggð var upp á dögum kalda stríðs- ins, halda embættismenn NATO því fram að enn sé þörf á nýjum og dýr- um vopnum. Þeir bera við óvissu um framtíðina. Tilraunir til þess að losa um vopna- viðskipti á milli aðildarríkja, en þau hafa verið mjög í föstum skorðum, hafa ekki borið árangur sem erfiði. Vonast var til að slíkt myndi hafa sparnað í för með sér. William Táft, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO, var mikill talsmaður þessa og hvatti til að NATO-ríki keyptu vopn hvert af öðru. Hann lætur nú senn af störfum. Haft er eftir embættismönnum að ákveðinnar togstreitu gæti meðal aðildarríkjanna. Annars vegar sé brýn þörf á að spara og draga saman seglin hins vegar sé um ákveðið þjóðarstolt og sýndarmennsku að ræða. Sérhvert ríki segir að nú verði að spara og draga saman seglin en hvert um sig krefst þess að hers- höfðingjar þess haldi stöðum sínum hjá NATO og að ekki verði dregið úr því fjármagni sem tengist þeirra eig- in hernaðaráætlunum. Þetta var haft eftir embættismanni NATO ný- lega. .Aðildarríki NATO vilja öll njóta góðs af friðararðinum meðan einhverjir aðrir blæða,“ sagði þessi maður. Yfirmenn hermála í NATO eru nú farnir að kvarta undan því að þessi árátta hafi þau áhrif að áætlanir þeirra, vegna pólitískra hrossakaupa aðildarríkjanna, snúist upp í and- hverfu sína og missi hið hernaðar- lega mikilvægi sem upphaflega var til ætlast. John Galvin, hershöfðingi Banda- ríkjamanna, lét þess nýlega getið að það eina sem hann sæi eftir að hafa ekki gert á þeim fimm árum sem hann starfaði fyrir NATO væri að hafa ekki lagt sig betur fram við að útvega fé til byggingu herflugvallar í Crotone við Miðjarðarhafið. John Galvin hefur nú látið af störfum fyr- ir NATO. „Það hafa alltaf verið árekstrar milli stjórnmálamanna annars veg- ar og yfirmanna hermála hins vegar. Slíkt er óhjákvæmilegt," er haft eftir einum slíkum yfirmanni nýlega. „En sumt af því sem gerst hefur undanfarið nægir til þess að maður fellir tár,“ bætti hann við. Yfirmenn hermála segja að NATO hefði mátt draga saman í yfirstjórn- inni sem ekki hefur verið gert en auk þess hefði ýmsum áætlunum um endurskipulagningu verið klúðrað og ekki staðið við fjárhags- legar skuldbindingar. Hluti vandans er sá að útgjöld til varnarmála eru ákvörðuð löngu fyr- irfram en það gafst vel á dögum kalda stríðsins. Nú er slíkt hins veg- ar ekki talið nægjanlega sveigjan- legt á tímum örra breytinga og frið- sælli daga. — Reuter/Krás. Nýtt lyf gegn krabbameini lofar góðu: Krabbameinslyf unnið úr evrópsku íviðartré Tilraunir sem gerðar hafa verið á tveimur sjúkrahúsum í San An- tonio, Texas, með lyf gegn krabba- meini lofa mjög góðu. Lyfið er unnið úr barrnálum íviðar- trjáa sem vaxa víða í Evrópu m.a. Frakklandi. Niðurstöður rannsóknanna lofa svo góðu að læknar vilja taka annað skref í rannsóknum sínum og at- huga skammtastærð. Þeir vonast þá til að þess verði skammt að bíða að lyfið komist á almennan markað. Lyfið, sem þeir kalla „taxotere", hefur haft þau áhrif að krappa- meinsæxli hafa dregist saman og minnkað marktækt. „Svo er að sjá sem hér sé um að ræða eitthvert besta efni í barátt- unni við krabbamein sem við höfum séð lengi," sagði Daniel Von Hoff sem starfar við háskólasjúkrahúsið í San Antonio, Texas. Lyfið hefur gefist einna best við brjósta- og lungnakrabba en einnig við krabbameini í gallblöðru sem oft hefur verið sagt að væri ólæknandi. Þessi ummæli voru höfð eftir Ho- ward Burris sem starfar við rann- sóknir á vegum Brooke Army lækn- ingastöðvarinnar. Burris sagði í viðtali við Reuter fréttastofuna að af 11 sjúklingum með brjóstakrabba hefðu níu náð verulegum bata og mjög hefði dreg- ið úr þjáningum þeirra. Lyfið hefur þegar verið gefið 43 sjúklingum í tengslum við tilraun sem stendur í eitt ár. Allir þessir sjúklingar hafa áður gengið í gegn- um hefðbundnar lækningar án ár- angurs. Þriðjungur þeirra er að vísu látinn en þeir lifðu hins vegar mun lengur en búist var við og þjáðust minna vegna þess hve æxlin drógust saman. Þakka menn þetta hinu nýja Hundur ók á húsbónda sinn! Hollenskur maður varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að hundur ók á hann og fótbraut. Málið er þannig vaxið að maðurinn, sem heitir John Wallen og er 47 ára gamall hljóðfæraleikari, ætlaði að loka bílskúrshurðinni á eftir sér meðan bíllinn stóð í gangi fyrir ut- an. Hundurinn hans, tíkin Týra, sá sér þá leik á borði og stökk inn í bfí- inn sem er sjálfskiptur BMW, setti í „áfram" og keyrði á húsbónda sinn. Wallen skorðaðist á milli bfís og bfískúrshurðar og mátti dvelja þar uns nágrannar heyrðu neyðaróp hans og komu honum til hjálpar. Af þessu má sjá að ekki er öll vit- leysan eins. — Reuter/Krás. lyfi ef marka má orð Burris. Svipaður árangur hefur náðst á öðrum stöðum s.s. við M.D. Ander- son Cancer Centre í Houston og Me- morial Sloan-Kettering Cancer Center í New York. Lyfið er framleitt af frönsku fyrir- tæki Rhone-Poulenc SA úr barrnál- um ívíðarins en þetta tré vex m.a. í Frakklandi. Burris segir að lyfið sé ekki ósvipað öðru lyfi sem kallast „taxol" en það er búið til úr barkarsafa íviðar sem vex á Kyrrahafseyjum. Hið nýja lyf er hins vegar aðgengilegra og auð- veldara er að vinna það. Vitað var að „taxol“ hefði þau áhrif að draga úr virkni krabbameinsæxl- is í brjóstum og eggjakerfi. Bristol-Myers Squibb fyrirtækið hefur í hyggju að leggja hið nýja lyf fyrir Bandaríska lyfjaeftirlitið innan skamms. — Reuter/Krás. Sarajevo Embættismenn á vegum S.Þ. létu ekki deigan siga þótt skotiö væri á þá úr byssum og sprengivörp- um þegar þeir afhlóöu flugvélar sem fluttu vistir til Sarajvevo I gær. Vistirnar eru ætlaðar 300.000 sveltandi manns sem lokast hafa inni í hinni umsetnu borg. Bush forseti Bandaríkjanna sagðist lostinn furðu yfir blóðbað- inu i Sarajevo en hann vonaði að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að senda lið til þess að frelsa borg- ina. Radovan Karadzic, leiötogi Serba í Bosníu, sagöi í viðtali viö útvarp í Israel að hersveitir hans myndu ekki hika við að leggja til atlögu við sjötta flota Bandaríkj- anna ef hann væri að sletta sér fram í deilur Serba og Króata. Kishinyov, Moldavíu Nýr forseti hefur verið útnefndur i Moldavíu og er vonast til þess að honum takist að ráöa við efna- hagsvandamál jafnt sem vanda- mál tengd deilum ólikra kynþátta nú þegar bardagar hafa blossað upp á milli stjórnarhers og að- skiinaöarsinna. Aigeirsborg Lík hins myrta þjóöarieiðtoga Al- sír, Mohamed Boudiaf, var lagt til hinstu hvilu í „Grafreit píslarvott- anna“. Miklar öryggisráðstafanir voru viðhafðar og fólk opinberaöi tilfinningar sinar. Hvoru tveggja er taliö bera vitni um að staöfest djúp er milli þjóðfélagshópa. París Frakkar munu greiöa atkvæöi 20. september næstkomandi í þjóðar- atkvæðagreiðsla um Maastricht- samkomulagið. Með þeirri at- kvæðagreiöslu er talið að síðustu hindrun verði rutt úr vegi þess að samkomulagiö nái fram að ganga. Bonn Þjóðverjar í austurhluta landsins sáu ekki ástæöu til þess að halda upp á tveggja ára afmæli samein- ingar landsins. Við sameininguna, sem gekk mjög hratt fyrir sig, fengu þeir sterkan gjaldmiðil en fótunum var kippt undan iðnaði þeirra. Jerúsalem Yitzhak Rabin hefur nú dregið upp meginlínur i nýjum stjómar- sáttmála fyrirhugaðrar sam- steypustjórnar i Israel. Talsmenn ýmissa flokka sem líklegir þykja til þátttöku hafa hins vegar sakað hann um að drepa málum á dreif og lykilatriði sáttmálans séu óljós. Amman Jórdaniumenn hafa nánast lokaö fyrir öll viðskipti um landamæri sin við Irak eftir að Bandarikja- menn kröföust þess að viðskipta- banni á (raka yrði betur fylgt eftir. Jóhannesarborg Stærstu samtök verkamanna i Suður Afríku hafa boðað allsherj- arverkfall með „ófyrirsjáanlegum afleiðingum" þann 3. ágúst næst- komandi. Tilgangurinn er sá að þvinga ríkisstjórn hvitra til þess að segja af sér og flýta fyrir aukn- um lýðréttindum svartra. Samein- uöu þjóðimar em nú undir vax- andi þrýstingi um aö láta málið til sín taka en stjómvöld í Suður Afr- íku eiga nú í miklum vandræðum með að lappa upp á aðskilnaöar- stefriu sína. Tilraunir til þess hóf- ust fyrir tveimur ámm. Bangkok 15 japanskir hermenn og foringjar komu til Bangkok í gær á leiö til Kambódíu. Þar munu Japanir taka þátt í fyrstu hemaðaraðgerð sinni á eriendri gmnd frá því i heimsstyrjöldinni siðari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.