Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. júlí 1992 Tíminn 9 RÚ' LLU' B: AG; GA A Fyrir baggastœrðir 1,20m og 1,50m ▲ Fer vel með baggana - stöflun auöveld ▲ Fyrir flestar tegundir ámoksturstækja ▲ Hagstætt verð - Til afgreiðslu strax ÞORf ÁRMÚLA 11 - SÍMI 681500 ■■■■■■■■ fttf Flokkssta Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. maí er skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Þórsmörk Hin viðfræga og fjölsótta Þórsmerkurferð ungra framsóknarmanna verður farin dag- ana 3. til 5. júli n.k. Tjaldaö verður i Langadal. Vinsamlega tilkynnið þátttöku til SUF I slma 91-624480, eigi siðar en kl. 16 föstudaginn 26. júnl. Atlíugið takmarkað sætaframboö. Ferðamálaráð SUF. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Drætti i Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur verið frestað til 10. júll n.k. Vel- unnarar fiokksins, sem enn eiga ógreidda miða, eru hvattir til að greiða heimsenda glróseðla fyrir þann tima. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I síma 91-624480. Framsóknarflokkurinn Framsóknarkonur Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir hópferð á Kvennaþingið á Egils- stöðum 20.-23. ágúst n.k. Vinsamlegast látið skrá ykkur strax hjá Jafnréttisráði, simi 91-27420, og á skrifstofu Framsóknarflokksins, sími 91-624480. Framkvæmdastjóm L.F.K. ----------------------------------------------------. Hjartans þakkir til allra sem auösýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og langafa Skúla Bjarnasonar frá Drangsnesi Kristbjörg Guömundsdóttir Margrét Skúladóttir Siguröur Hjálmarsson Jóhann Skúlason Guömunda Ragnarsdóttir barnabörn og barnabamabarn ____________________________________________________J Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi Jón Egilsson Selalæk verður jarösunginn frá Keldnakirkju laugardaginn 4. júll kl. 14.00. Ólöf Bjarnadóttir, börn, tengdabörn, bamabörn og barnabarnabam Meö samleikurum slnum I Dick Tracy, þeim Madonnu og Warren Beatty. Tímans Barna- stjarna snýr baki viö Holly- wood — Hinum 13 ára gamla Charlie Korsmo hafa verið boðnar milljónir dollara fyrir að halda áfram að leika í kvikmynd- um, en hann hafnar öllum til- boðum. Charlie Korsmo, sem sló í gegn í kvikmyndunum Dick Tracy og Hook, er búinn að fá nóg af glysinu í Hollywood og því umstangi sem frægðinni fylgir. Charlie Korsmo lék son Robins Williams í Hook og hér lyftir Dustin Hoffman honum á heröar sér. Charlie er heldur ekkert venjulegt barn. Hann var send- ur í greindarpróf, þegar hann var sjö ára, og fékk einkunnina 190, sem þýðir að hann er hreinn snillingur. Enda segir amma hans að hann hafi alltaf tekið sínar ákvarðanir sjálfur og aldrei verið ástæða til að hrekja þær. Eftir að hafa leikið í þeim tveimur kvikmyndum, sem áð- ur eru nefndar, sá Charlie það í hendi sér að ef hann héldi áfram á þessari braut, kæmi hann aldrei til með að geta lif- að eðlilegu lífi og honum fannst fórnin of stór. „Ég get ekki gengið í skóla, ég get ekki eignast vini og ekki átt eðlilegt heimilislíf," sagði Charlie og bætti því við að það, sem frægðin hefði helst fært honum, væri einmanaleiki. Hann kvaðst ekki geta farið til að kaupa sér pitsu án þess að fólk flykktist að honum, heimtandi eiginhandaráritanir og rifi jafnvel utan af honum fötin. Nú streyma tilboðin til hans og hann fær tilboð sem stór- stjörnurnar myndu álíta vel boðleg. En hann er ákveðinn í því að njóta þess að vera barn og unglingur — þann tíma fær hann ekki aftur, hvað sem öll- um dollurum líður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.