Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.07.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 2. júlí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Tímamót í réttarsögunni Vorið 1989 voru samþykkt lög frá Alþingi um að- skilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Lög þessi höfðu í för með sér umbyltingu réttarkerfisins í iand- inu, og hefur gildistaka þeirra verið í undirbúningi síðan, en lögin tóku gildi í gær 1. júlí. Einn af hornsteinum íslensks lýðræðisþjóðfélags er þrískipting valdsins. Þessi skipan er stjórnarskrár- bundin og samkvæmt henni fer Alþingi og forseti ís- lands með löggjafarvald, forseti og önnur stjórnvöld með framkvæmdavaldið og dómstólar fari með dóms- valdið. Þó að stjórnarskráin kveði á um þessa skipan, hef- ur aldrei verið skilið til fulls á milli dómsvaldsins og framkvæmdavaldsins, þar sem dómarar á lægri dómstigum hafa samhliða innt af hendi margs konar störf fyrir framkvæmdavaldið, og sami aðilinn verið dómari og lögreglustjóri í senn. Þó að þessi skipan hafí haldist í sessi fram á þenn- an dag, verður með engu móti sagt að ísland hafí ekki verið í hópi réttarríkja. Allir geta verið sammála um það að sýslumenn misbeittu ekki valdi sínu. Þau málaferli, sem rekin voru í Strassborg fyrir mannréttindadómstólnum á sínum tíma, voru próf- mál, en úrskurðurinn hratt af stað þeirri endurskoð- un sem nú hefur tekið gildi og er mjög víðtæk. Nokkrir viðamiklir lagabálkar hafa verið endur- skoðaðir í tengslum við þessa skipulagsbreytingu í réttarfarinu í landinu. Með þeim fær starf dómenda og sýslumanna nýjan lagaramma í samræmi við þær aðstæður, sem nú ríkja í þjóðfélaginu. Því er 1. júlí 1992 tímamótadagur í réttarfarssögu landsmanna, og það er vonandi að þessi nýja skipan verði til þess að gera kerfið enn skilvirkara og að- gengilegra fyrir þá, sem þurfa til þess að leita, sem er allur almenningur. Breytingar, sem varða dómsmál og réttarfar, eru ekki í hópi þeirra mála sem háværar umræður eru um í þjóðfélaginu. Síðan 1989, þegar lögin um að- skilnað umboðsvalds og dómsvalds voru samþykkt á Alþingi, hefur þar verið unnið, þótt hljóðlega hafí far- ið, gífurlegt starf í lagasetningu sem tilheyrir þessari breytingu. Þetta starf hefur verið unnið í þingnefnd- um og lítt komist í kastljós fjölmiðla. Það verður ekki skilið við þetta mál án þess að geta um þátt Markúsar Sigurbjörnssonar prófessors. Starf hans við málið allt frá upphafí til enda skapar honum sérstakan sess í íslenskri réttarfarssögu. Hann hefur eins og aðrir, sem unnið hafa að þessari miklu breyt- ingu, unnið sín verk í kyrrþey og ekki hrópað á torg- um. Mestu varðar að það kerfí, sem nú hefur tekið gildi, bæti réttaröryggi í landinu, þannig að almenn- ingur hafi það traust á því sem er nauðsynlegt í rétt- arríki. Með þessum orðum er engri rýrð kastað á þá, sem unnu eftir gamla kerfínu og sinntu sínum störf- um af bestu samviskusemi. Nú bíða þeirra störf við nýjar aðstæður í nýju umhverfi. Allt íyrir ekkert Afstaða íslendinga til þátt- töku í Evrópusamvinnu er fullt eins margbreytileg og þeir eru margir. Flestir þeirra, sem gefa upp einhvers konar afstöðu, vilja bæði hirða kökuna og geyma og éta hana, halda og sleppa, en samt á hvorki að halda alveg eða sleppa alveg. Málsmetandi Kvennalis- takonur hafa afar fjölbreyti- lega afstöðu til málsins og eru mikið á móti hverskyns sam- krulli við Evrópuþjóðir, bæði með og móti aukinni sam- vinnu, og Ingibjörg Sólrún hefur kostið sér valkost af tveim slæmum, sem þýðir að annar er skárri. Miðstjórn Alþýðu- bandalagsins hélt strangan fund yfir helg- ina til að komast að því hver stefna flokksins í mál- efnum Evrópu er. Ljóst er að hún er sú að einhverjir mið- stjórnarmenn vilja þátttöku í Evrópsku efnahagssvæði með öðrum EFTA-ríkjum. Það þykir flestum fráleitt og að jafnvel sé illskárra að taka hugmyndir Ingibjargar Sól- rúnar til gaumgæfilegrar at- hugunar, en það segir enginn upphátt. Niðurstaða mið- stjórnarfundarins er annars eitthvað á þá lund, að stór- veldið ísland setji Evrópu- bandalaginu stólinn fyrir dyrnar og láti það samþykkja tvíhliða samning, í gömlum anda Jóns Baldvins: við fáum allt, hinir ekkert. Og þegar allt er fengið, er óhætt að gerast gildur aðili að EB og ráða stefnunni. Það heitir að vera þátttakandi í ákvarðanatökum. Loðnar hugmyndir Flestir veigra sér við að taka ákveðna afstöðu til þess hver sé æskileg framtíðar- staða íslands innan bandalaga í Evrópu eða Norður- og Mið- Ameríku. Það eru helst þeir, sem ekki vilja vera í neinum bandalögum en búa að sínu í alfaraleið lægðanna yfir Norður-Atlantshafið, sem vita nákvæmlega hvað þeir vilja. Hugmyndir um tvfhliða samning eru einhverjar þær loðnustu sem upp koma í hugmyndafræðinni um EB, enda orðin opinber stefna allaballanna í málinu. Það er aldrei spurt hvort EB kæri sig neitt um svoleiðis samninga, og hitt dettur aldrei nokkrum íslendingi í hug, að svoleiðis samningur geti verið gagn- kvæmur og kveði á um rétt- indi tveggja aðila eða fleiri. Allir þeir, sem eitthvað hafa lagt í orðabelg EB-um- ræðunnar, líka þeir sem tala um fulla aðild, kveða upp úr um það, að aldrei komi til greina að útlendingar geti eignast laxveiðiár á íslandi, eða fiskiskip, eða útflutnings- fyrirtæki sem selur fisk eða kvóta í íslenskri fiskveiðilög- sögu með eignarhaldi á ís- lenskri útgerð. Eignarhaldið á laxveiðián- um er heilagt eins og á fiski- skipaflotanum. Kaupum eigin kvóta Þrátt fyrir heilagleika sjáv- arútvegsins og rétt kynbor- inna tslendinga til að eiga hann og nýta eigin fisk í eigin sjó, er farið að reka skipuleg- an áróður fyrir að íslendingar eignist þýska útgerð og þýsk- an fiskveiðikvóta og fái þar með aðgang að kvótakerfi Evrópubandalagsins. Það er sjálft Morgunblaðið sem flytur fagnaðarboðskap- inn og er því mjög meðmælt að íslenskir útgerðar- og fjár- málamenn kaupi meirihluta í næststærsta sjávarútvegsfyr- irtæki í Þýskalandi. Þessi kaup eru svo pott- þétt, að það er „hugsanlegt að það fái hluta af þeim veiði- heimildum, sem samið hefur verið um að veita aðildarríkj- um EB á gagnkvæmum grunni hér við land“, segir í leiðara Mogga. Hugsið ykkur, við getum keypt fiskveiðikvóta í ís- lenskri auölindalögsögu með því að kaupa þýskt fyrirtæki, sem fær úthlutað kvóta sam- kvæmt gagnkvæmum samn- ingum Islendinga og EB um fiskveiðar. Samkvæmt þessu gætu ís- lendingar með lagni keypt upp erlenda samninga við sjálfa sig, setið einir að ís- landsmiðum og fengið í kaup- bæti drjúgan hluta af kvótan- um í lögsögu Evrópubanda- lagsins. Einhliða gagnkvæmni Ef íslenskir útgerðarmenn kaupa upp stór útgerðarfyrir- tæki og mikinn fiskveiðikvóta í ríkjum Evrópubandalagsins, hlýtur sú sjálfsagða krafa að vera gerð, að fyrirtæki í ríkj- um EB og þegnar þeirra fái að kaupa íslensk útgerðarfyrir- tæki og íslenskan fiskveiði- kvóta. Hvernig koma á í veg fyrir þetta, hvort sem er í tvíhliða samningum, EES-samning- um eða jafnvel með fullri að- ild að EB, er álíka hulin ráð- gáta og hvernig ríkisstjórnin á að ógilda eða ganga á svig við lögformlegan og eðlilegan úrskurð Kjaradóms um að hækka kaup hálaunagæðinga ríkisins, hins eiginlega ríkis- valds, upp í það sem þeim finnst eðlilegt að fá fyrir þjón- ustu í embættum. Löngum hefur það verið talin hin mesta ósvinna að er- lendir aðilar stundi atvinnu- rekstur hér á landi og kaupi alíslenska orku til framleiðslu sinnar. Þetta viðgengst þó. Hins vegar hefur alla tíð þótt meira en sjálfsagt að ein- hver stærstu íslensku fyrirtækin séu rekin á erlendri grund og sam- kvæmt erlendum lög- um. Það eru auðvitað sölusamtök sjávarútvegsins og verksmiðjurnar sem þau reka í Ameríku og Evrópu. Þær nota erlenda orku og er- lendan vinnukraft og starfa að öllu leyti á erlendu markaðs- svæði. Veiðarfæraiðnaðurinn er að flytjast úr landi og veld- ur hvorki upphrópunum né ágreiningi. Skipasmíðar og viðgerða- þjónusta er fyrir löngu farin úr landi, en sá er munurinn á þeim iðnaði og öðrum, sem hér eru nefndir, að íslending- ar hafa misst allt eignarhald á smíðum og þjónustu við flota sinn. Billegar lausnir Líkast til falla hugmyndir Morgunblaðsins og mið- stjórnar Alþýðubandalagsins einkar vel saman. Með tví- hliða samningi íslands og Evrópubandalagsins undir kjörorðinu „Við fáum allt og þið ekkert" hlýtur að vera auðvelt að semja um að ís- lendingar kaupi upp útgerð og kvóta í EB-ríkjum, en harðbanni sömu ríkjum að kaupa sjávarútveg eða físk- veiðikvóta við ísland. Þetta er allt á nótum Ólafs Ragnars & Co. Moggi getur ekkert um undir hvaða formerkjum á að gera samningana „Við fáum allt og þið ekkert", en efast ekki um að það verði auðvelt, eins og málin eru sett þar fram. Svona einstefna kemur varla til greina nema í tví- hliða samningi, þar sem ann- ar aðilinn gefst upp fyrirfram, og ætti Moggi að fara að við- urkenna staðreyndir, eins og Kjaradómur, og gerast mál- gagn og málsvari Alþýðu- bandalagsins í Evrópumálun- um, því þar eru allir sammála um billegustu lausnirnar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.