Tíminn - 08.07.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.07.1992, Blaðsíða 8
8Tíminn Miðvikudagur 8. júlí 1992 r Þorvarður Amason forstjóri Fæddur 17. nóvember 1920 Dáinn 1. júlí 1992 í dag er jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju Þorvarður Arnason for- stjóri, Kársnesbraut 9 í Kópavogi. Hann lést á Landspítalanum þann fyrsta þessa mánaðar eftir stutta en þungbæra sjúkdómslegu. Þegar ég í fyrstu viku júnímánað- ar, á leið í sumarfrí, kvaddi vin minn og félaga, Þorvarð Árnason, á Land- spítalanum, þá trúði ég því, að hann með sfnum sterka og þjálfaða lík- ama, guðs hjálp og góðra lækna myndi hafa sigur í þessari lotu gegn skæðum sjúkdómi. Það kom mér því í opna skjöldu að heyra þá fregn við heimkomuna að hann hefði lát- ist þann sama dag og að okkar síð- asta handtak væri þar með hjá liðið. En svona er lífið, skin og skúrir. Hinsta kallið var komið og því varð ekki áfrýjað. Þorvarður Ámason var fæddur að Hánefsstöðum við Seyðisfjörð þann 17. nóvember 1920. Sonur hjón- anna Árna Vilhjálmssonar útgerðar- manns og konu hans Guðrúnar Þor- varðardóttur. Bræður Þorvarðar eru þeir Vilhjálmur Iögmaður og Tóm- as, seðlabankastjóri og lýrrverandi alþingismaður og ráðherra, og ein systir, Margrét. Leiðir okkar Þorvarðar lágu snemma saman þegar við um haust- ið 1936 settumst á skólabekk í Eiða- skóla. Við urðum herbergisfélagar í heimavistinni og þar tókst með okk- ur sú vinátta, sem entist ætíð síðan og aldrei bar skugga á. Eftir að hafa lokið námi í Eiða- skóla fór Þorvarður til Reykjavíkur í íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar og þaðan, eftir eins árs nám, í Sam- vinnuskólann og útskrifaðist þaðan vorið 1943. Árin 1945-1946 stund- aði Þorvarður svo framhaldsnám í verslunarfræðum í Svíþjóð. Að námi loknu stundaði Þorvarð- ur ýmis störf hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga og var m.a. um tíma verslunarstjóri hjá fataversluninni Gefjun í Reykjavík og hjá Kaupfélagi Austfjarða á Seyðisfirði. Síðan hóf Þorvarður sjálfstæðan rekstur. Fyrst rak hann ísbúðina h.f., sem hafði umboð fyrir ameríska alþjóðaíyrirtækið Dairy Queen Inc. Síðan stofnaði hann með systur sinni Margréti fataverksmiðjuna Sportver til framleiðslu úr íslenskri ull, sem svo síðar varð herrafata- verksmiðjan Sportver og Herrahús- ið í Reykjavík, sem rak m.a. þrjár verslanir í Reykjavík. Þorvarður var í eðli sínu hug- sjónamaður. Hann trúði því að með bættri framleiðslu úr íslenskum efnum gæti þjóðin lifað góðu lífi í þessu landi. Mjólkurísgerðin var al- gjör nýjung og brautryðjendastarf og að ýmsu leyti má það sama segja um fataiðnaðinn, þar var fitjað uppá nýjungum, sem horfðu til framfara. Þorvarður var mikill og alhliða íþróttamaður alla ævi. Á yngri árum var hann í hópi fremstu frjáls- íþróttamanna landsins. Á landsmóti U.M.F.Í. 1943 vann hann það afrek að sigra bæði í kúluvarpi og kringlu- kasti og færa sambandi sínu, U.LA., næst flest stig, en U.ÍA vann þá U.M.F.Í.-skjöldinn á flestum saman- lögðum stigum landsmótsins, en þau vann U.IA öll í frjálsum íþrótt- um. En áhugi Þorvarðar var ekki bara á íþróttavellinum. Hann tók einnig virkan þátt í félagsstarfinu, var m.a. formaður íþróttafélagsins Hugins á Seyðisfirði, en fyrir það félag keppti hann um árabil og sat í stjórn U.IA um tíma sem fulltrúi Hugins. í Kópavogi átti hann sæti í stjórn Breiðabliks um tíma og í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur. í stjórn íþróttasambands íslands sat Þor- varður um 12 ára skeið og í Ólymp- íunefnd íslands í mörg ár. Þorvarður var einn af ötulustu áhugamönnum um byggingu Kópa- vogskirkju og sat í safnaðamefnd Kópavogskaupstaðar um árabil og í sveitarstjóm í Kópavogi eitt kjör- tímabil. Þorvarður var einn af stofn- endum Rótarýklúbbs Kópavogs og fyrsti ritari hans. Hann var einnig forseti klúbbsins 1965-1966 og var sæmdur Paul Harrisorðunni fyrir farsæl störf í þágu hreyfingarinnar 1989. Einn af skemmtilegum þáttum í fari Þorvarðar var hve tónelskur hann var, hversu vel hann kunni að meta góða tónlist. Það kom sér vel í Eiðaskóla hversu honum lét vel að leika á skólaorgelið fyrir dansi. í þá daga fór nú ekki mikið fyrir skóla- hljómsveitum eins og við þekkjum þær í dag. Þorvarður var einnig góð- ur söngmaður og söng bæði í skóla- kómum og Eiðakvartettinum, sem lét þó nokkuð að sér kveða þessi ár- in, en svo skemmtilega vildi til að allir meðlimimir bjuggu í sama her- bergi, svo ekki þurfti víða að leita til að boða æfingar. Það er alltaf ljúft að minnast þessara dýrðardaga, þó nú sé skarð fýrir skildi. í einkalífi sínu var Þorvarður mik- ill gæfumaður og góður heimilisfað- ir. Hann gekk ungur að eiga æsku- vinkonu sína Gyðu Karlsdóttur Finnbogasonar, skólastjóra á Seyðis- firði. Þau eignuðust fimm mann- vænleg börn, fjórar dætur og einn son. Þau Gyða og Þorvarður vom fallegt og myndarlegt par og vöktu athygli hvar sem þau fóru. Það er erfitt að sjá á bak góðum og traustum félaga, ástríkum eigin- manni, bróður, frænda, föður og afa. En eftir lifir minningin um góðan dreng og hún verður ekki frá okkur tekin. Ég bið góðan Guð að styrkja Gyðu, konuna hans, í djúpri sorg og votta henni, börnunum, barnabörn- um og öllu venslafólki mína dýpstu samúð. Guttormur Sigurfojömsson Þorvarður Árnason fæddist að Há- nefsstöðum í Seyðisfirði 17.11.1920 og ólst þar upp og á Háeyri við Seyð- isfjörð. Hann andaðist þann 1. þ.m. eftir fremur skamma en erfiða bar- áttu við ólæknandi sjúkdóm. For- eldrar Þorvarðar voru þau Árni Vil- hjálmsson, útvegsbóndi frá Hánefs- stöðum, og Guðrún Þorvarðardóttir frá Keflavík, en eftirlifandi systkini hans eru þau Margrét, Tómas og Vil- hjálmur. Kona Þorvarðar er Gyða Karls- dóttir, skólastjóra Finnbogasonar á Seyðisfirði, og lifir hún mann sinn. Börn þeirra hjóna eru: Guðrún, Helga, Margrét, Vilhelmína Þóra og Þorvarður Karl. í bernsku sinni og æsku stundaði Þorvarður ýmis störf í föðurgarði. Hann sótti Alþýðuskólann að Eið- um, sat Samvinnuskólann (1941- 43) og stundaði framhaldsnám í Sví- þjóð 1945-46. Framan af starfsæ- vinni starfaði Þorvarður á vegum samvinnuhreyfingarinnar, en hóf rekstur eigin fýrirtækja árið 1954. Á árum áður tók Þorvarður þátt í ýms- um félagsmálastörfum, m.a. var hann um 14 ára skeið í stjórn Í.S.Í. Margar ljúfar minningar sækja á hugann við fráfall frænda míns og vinar ÞorvarðarÁmasonar, — Todda eins og mér var tamast að kalla hann. Leiðir okkar lágu mismikið saman allar götur frá því að við vor- um drengir á Seyðisfirði, en foreldr- ar mínir fluttust suður á undan honum. Aftur áttum við samleið, þegar við fórum í sömu flugvélinni í ágúst 1945 til náms í Svíþjóð. Alltaf var gott að vera með frænda mínum, enda bjuggum við fýrst í stað saman í Stokkhólmi. Við þær aðstæður kynntist ég Todda sem fullorðnum manni mjög vel. Áhugamál hans voru á þessum árum margbreytileg, eins og raunar ævinlega síðan: fé- lagsmál, íþróttir og listir, einkum tónlist Mér er hrifning hans minn- isstæð þegar við fórum saman á tón- leika eða óperusýningar í Stokk- hólmi. Áhugi Todda á öllu fögru í listum og menningu entist honum alla ævi og eftir að hann var orðinn þjáður af veikindum sínum hitti ég hann fýrir fáeinum vikum á óperu- sýningu í Borgarleikhúsinu fullan af aðdáun og fögnuði yfir því fagra, sem þar fór fram. En þótt áhugamál- in væru á mörgum sviðum, missti hann aldrei sjónar af fjölskyldu sinni og frændaliði. Hann var með af- brigðum góður faðir, eiginmaður og fjölskyldufaðir. Gyða, bömin og bamabörnin áttu hug hans og hjarta. Það sýndi hann í verki alla tíð. Þegar ég var nýkominn hingað til lands eftir nokkra útivist við störf í Danmörku, kom frændi minn eitt sinn að máli við mig og bauð mér, sem ekkert kunni til laxveiða, að gerast félagi í hópi bræðra sinna og nokkurra vina um veiðiréttindi í Kjarrá í Borgarfirði. Þetta var áður en bflvegir voru lagðir um þessi veiðisvæði. Samband veiðimanns við náttúm landsins var þá allt ann- að en síðar varð, þegar bflar tóku við af hestum. Aldrei gleymi ég því, þeg- ar Toddi var að koma mér af stað í laxveiðinni. Allt sem hann kunni um veiðarfæri, veiðistaði og veiðiað- ferðir vildi hann kenna mér. Hann ljómaði af gleði, þegar ég fékk fýrsta laxinn. Mér fannst þá og fínnst enn að hann hafi haft miklu meira gam- an af því að ég fengi lax en hann sjálfur. Það er ævinlega þungbært að sjá á bak góðum vini og frænda, en auð- vitað er söknuðurinn sárastur hjá Gyðu, börnum þeirra hjóna og öðr- um afkomendum. Minningin um góðan dreng lifir þó með öllum þeim sem honum kynntust í raun og veru. Fjölskylda mín sendir Gyðu og allri fjölskyldu þeirra Þorvarðar innilegustu samúðarkveðjur á skiln- aðarstundu. Guð blessi fjölskyldu hans alla. Birgir Þórhallsson Þegar Gyða, kona Þorvarðar Árnasonar frænda míns, hringdi til mín árla dags þess 2. júlí og til- kynnti lát hans kvöldið áður, kom sú frétt ekki á óvart. Hann hafði undanfarna mánuði háð drengilega baráttu við þann vá- gest, sem svo marga mæta menn hefur lagt að velli. Fyrir fáeinum vikum sat ég við sjúkrabeðinn hans, en þá var hann um það bil að ljúka erfiðri meðferð sem vonir voru bundnar við. Við ræddum áhugamál okkar, eins og jafnan þegar leiðir okkar lágu saman. Hann bar sig vel, þótt það leyndi sér ekki hvert stefndi. Þegar ég kvaddi hann þetta fagra sumarkvöld, kom upp í huga minn hending úr bæninni góðu: „Guð, gef mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt." Þó að fréttin um lát frænda míns hafi ekki komið á óvart, myndaðist innra með mér tómarúm og athafn- ir hins daglega lífs riðluðust. Það er á tímamótum sem þessum sem menn finna sig ráðvillta og vanmátt- uga og leita sér styrks og huggunar hjá þeim sem öllu ræður. Kynni mín af frænda mínum eru samofin fýrstu æskuminningum mínum og óljóst rifjast upp atburðir frá heimsóknum til frændfólks og fjölskyldna úti á Hánefsstaðaeyrum. Hin sterka mynd af fólkinu og hús- unum á stöllunum þrem — efst Há- nefsstaðir, þá Hraun og niðri undir sjó Háeyri — er mér enn í fersku minni. Spenntur fýlgdist ég með íþróttaæfingum þeirra bræðra Todda og Tomma á eyrinni við ána. Árangur þeirra hélt hátt á lofti hróðri seyðfirskrar æsku og margir efnilegir íþróttamenn komu til liðs við þá. Toddi frændi var jafnvígur á flestar greinar frjálsra íþrótta og auk þess frábær fimleikamaður. Ég minnist með gleði og fögnuði heimsóknanna utan af Eyrum heim á æskuheimili mitt við Vesturveg. Eitt sinn fór frændi með okkur Villa bróður út á Búðareyri, keypti handa okkur bambusstangir og hnýtti færi á endana. Síðan fórum við inn í Fjarðarsel og veiddum þar silunga í ánni og bárum aflann hróðugir heim. Ungur hélt frændi minn til náms að Alþýðuskólanum á Eiðum, þar sem hann naut sín vel í starfi og leik. Eftir dvölina á Eiðum hélt hann til náms í Samvinnuskólann, en þar sat við völd sá merki maður Jónas frá Hriflu. Ég held að Jónas hafi haft mikil og mótandi áhrif á hann og þá sér- staklega á það sem varðaði uppbygg- ingu íslenskrar atvinnustefhu, en ekki síður áhuga hans á listum og sögu, sem síðar urðu honum mjög hugleikin áhugamál. Að Ioknu prófi frá Samvinnuskól- anum hélt frændi til framhaldsnáms í verslunarfræðum í Svíþjóð og kom heim 1946. Frændi minn var mikill gæfu- maður í sínu einkalífi og sama ár og hann kom heim frá námi, giftist hann Gyðu Karlsdóttur, glæsilegri og góðri konu, dóttur skólastjóra- hjónanna á Seyðisfirði Vilhelmínu og Karls Finnbogasonar. í kringum 1950 hófust þau handa um bygg- ingu lítils og fallegs húss á lóð Karls í Kópavogi. Gyða og Toddi eru því ein af frumbyggjum Kópavogs. Þau stóðu samhent að uppbyggingu heimilisins og hófu þá þegar trjá- rækt umhverfis húsið. í dag stendur húsið þeirra umvafið fögrum trjá- gróðri og minnir á þá festu, sem strax í upphafi var bundin þessum fjölskyldureit. Þau eignuðust fimm yndisleg börn, dæturnar Guðrúnu, Helgu, Margréti og Vilhelmínu Þóru og soninn Þorvarð Karl. Fjölskyldan óx og dafnaði í skjóli umhyggju og ást- ríkis foreldranna. Afkomendur Gyðu og Todda eru í dag stór, samheldinn hópur dugnað- arfólks. Frændi var einstakur fjölskyldu- faðir, umhyggja hans og árvekni í garð fjölskyldunnar var víðfræg og hag hennar lét hann alltaf sitja í fýr- irrúmi, þrátt fýrir erilsamt og krefj- andi starf. Eftir námsdvölina í Svíþjóð hóf frændi störí hjá SÍS og varð verslun- arstjóri hjá Gefjun, sem þá rak fata- verslun í Kirkjustræti. Ég man vel eftir Solido-jökkun- um, sem þeir Björn Guðmundsson klæðskeri settu á markaðinn og seldust eins og heitar lummur. Ég held að frændi hafi ekki fengið það svigrúm innan samvinnuhreyf- ingarinnar, sem hann taldi sig þurfa, því fljótlega sagði hann upp störfum sínum og hóf uppbyggingu fýrir- tækja sinna. Einhverju sinni þegar störf hans hjá samvinnuhreyfmgunni bar á góma, svaraði hann því til að betra væri að vera „heiðarlegur braskari en óheiðarlegur samvinnumaður". Hann var frumkvöðull að fram- leiðslu og sölu mjólkuríss hér á landi. Flestir kannast við „Dairy Queen“ ísinn. Síðar stóð hann að endurskipulagningu saumastofunn- ar Sportvers, sem Margrét systir hans hafði stofnað, og hóf fjölda- firamleiðslu á herrafötum. í félagi við hann í þessum rekstri var Björn Guðmundsson klæðskeri og Margr- ét auk bræðra hans, Vilhjálms og Tómasar. Umsvifin urðu mikil, bæði á sviði framleiðslunnar og verslunarinnar. Herrahúsbúðimar, sem seldu hin vinsælu Kórónaföt, voru settar á laggimar. Það er dapurt til þess að hugsa hvemig þessi iðnaður lagðist að mestu af ásamt öðrum iðnaði, sem veitti fjölda manns atvinnu og þjónaði vel íslensku samfélagi. Frændi var kjörinn til fjölda trún- aðarstarfa á sviði starfsgreina sinna og hafa menn kunnað að meta hug- myndir hans og áræði. Laust fýrir 1960 skall golfæðið yf- ir okkur frændur. Villi bróðir hafði kynnst golfinu þegar hann var í MA, og pabbi fékk þegar mikinn áhuga og dálæti á því, kom strax auga á gildi þess fýrir líkama og sál. Við hinir hrifumst með og ófáa hringi fómm við á árdögum golf- vallarins f Grafarvogi. Þar réð létt lund gangi mála, þótt alvara væri með í spili, eins og til- heyrir jafnan í golfi. Frændi var fljótur að tileinka sér tækni golfsins og varð strax góður golfleikari. Vegna áhuga hans og reynslu af málefnum íþróttahreyfingarinnar var hann kjörinn til margháttaðra trúnaðarstarfa. Það fór ekki mikið fýrir honum, en á hann var hlustað, rök hans og hugmyndir. Ekki þarf að undra þótt hann veldist til slíkra starfa, því það var einfaldlega gott að vera í návist hans og þiggja góð ráð. Ferðirnar okkar austur á land til laxveiða í Selá em ógleymanlegar og betri veiðifélaga var ekki hægt að hugsa sér. Tillitssemin í garð ann- arra, að þeir nytu sín sem best og enginn yrði útundan, var hans mottó. Sá þáttur í lífi frænda míns, sem snart mig hvað mest, var listhneigð hans og brennandi áhugi á listum. Af leikmanni að vera var þekking hans með ólíkindum og var sama hvort um var að ræða arkitektúr, myndlist eða músik. Hann dvaldi langtímum erlendis og oft í fjarlæg- um löndum, þar sem hann kynnti sér menningu og sögu þjóðanna. Það var gaman að hlýða á frænda segja frá og skoða fjölda mynda sem hann tók jafnan í slíkum ferðum. Hann var flinkur ljósmyndari og hafði næmt auga fýrir mótívum. Ég hygg að rómönsk list hafi ver- ið honum kærust, en hann bjó um skeið á Ítalíu þar sem hann rak við- skipti. Hann átti sæg af góðum bók- um um þetta efni og naut þess að fletta upp í þeim þegar hann var í vafa um það sem rætt var um. Hann minnti mig skemmtilega á lærifeður mína þegar ég nam þessi fræði á sín- um tíma. Frændi minn var lífskúnstner og heimsborgari í besta skilningi þess- ara orða. Nú þegar komið er að leiðarlok- um, er minningin um þennan góða frænda huggun harmi gegn. Hann er horfinn yfir móðuna miklu á vit feðranna og eftir stöndum við særð. Elsku Gyða mín, við May og börn- in okkar biðjum algóðan guð að gefa ykkur styrk í mikilli sorg. Helgi Hjálmarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.